Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 16

Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 16
þekkt fyrirbrigði. Fastlauna- stéttum landsins hefir éf til vill gengið einna lakast, og um bændurna má segja, að afkoma þeirra sé í nokkurri óvissu. Ég ætla ekki að fjölyrða meira um þetta. Það er öllum kunnugt, að afkoma manna er yfirleitt til muna betri, en við höfum átt að venjast undanfarið. * * * Mér virðist, að langsamlega flestir líti á þá tíma, sem við lifum á, sem einstaka upp- gangstíma, þar sem allir græða: þjóðarheildin, ríkið og einstak- lingarnir. En samtímis gera menn sér þó aðrar hugmyndir, sem tæplega virðast geta sam- rýmst þessum. Það er stöðugt oftar og oftar, sem maður heyr- ir orðið ,,pappírspund“ viðhaft í samræðum manna. Almennt virðast menn vera farnir að gera ráð fyrir því, að ,,pundið“, sem til skamms tíma var talið einhver öruggasta peningamynt heimsins, muni eiga þá einu framtíð fyrir sér að falla og falla, unz það verður verðlaust með öllu. Hvort þessi skoðun er á rökum reist eða ekki, er ekki á mínu færi að dæma um, en þar sem hún er orðin eins almenn hér á landi og raun ber vitni um, finnst mér full ástæða til að reyna að gera sér grein fyrir, hvaða áhrif það kynni að hafa á hagsmuni okkar, ef hún reyndist rétt. Ef til vill hugsa sumir sem svo: Ég hefi fengið minn gróða í íslenzkum krón- ur, og ég held þeim, hvað sem verður um pundið. Og hvað viðvíkur hagsmunum okkar við útlönd, getum við verið ánægð með það, að stríðsárin jafni skuldir okkar við þau, þó að inneignir okkar verði einskis- virði. Við gætum líka vissulega verið ánægð með þennan ár- angur á þeim tímum, sem aðr- ar þjóðir missa ekki einungis stórkostlegt fjármagn, heldur einnig mannslíf og menningar- leg verðmæti gersamlega í súg- inn. En því miður er ég hrædd- ur um, að hér sé nokkuð fljót- færnisleg ályktun dregin, og skulum við því reyna að gera okkur ofurlitla hugmynd um það ástand, sem skapazt hjá okkur, éf örlög pundsins verða eins og fyrr getur. * * + Við skulum þá hugsa okkur, að þeir tímar séu komnir, að styrjöldinni sé lokið, og við skulum líta yfir efnahagsreikn- inginn. Ekki efnahagsreikning ríkisins eða einstaklingsins, heldur þjóðarinnar sem heildar. Viðskipti okkar við Bretland hafa jafnað sig. Við höfum tap- að inneignum okkar, en þurf- um hins vegar ekki að borga skuldirnar. Þótt inneignirnar hafi kannske verið nokkrum tugum eða hundruðum milljóna meiri en skuldirnar, sakar það okkur ekki miðað við tímann fyrir stríð. Við höfum þar bætt hag okkar til muna. En það er þó rétt að hafa hugfast, að við höfum tekið lán og safnað skuldum víðar en í Englandi, og allar slíkar skuldir standa áfram í fullu gildi og hafa ef til vill vaxið sem svarar rent- um og renturentum meðan stríðið stóð. Auk þess höfum við safnað skuldum í Banda- rikjunum, og hvað þær kunna að vera orðnar háar, er ekki gott að segja. Þegar þessi reikn- ingur verður gerður upp, eru litlar líkur til, að stríðsgróðinn verði skráður með stórum töl- um, ef um nokkurn verður að ræða. En þegar litið er á eign- ir okkar í landinu sjálfu, verð- ur myndin öllu óglæsilegri. Skipastóllinn okkar hefir minnkað. Ægir hefir tekið skatt sinn, eins og hann er vanur, en auk þess höfum við misst skip af styrjaldarorsökum. En við höfum ekkert fengið í staðinn. Gömlu skipin hafa fúnað og ryðgað, en fengið lítið sem ekk- ert viðhald. Um verksmiðjur og önnur atvinnutæki er svipaða sögu að segja. Allt hefir gengið saman og hrörnað, en ekkert nýtt komið í staðinn. Vinnu- aflið hefir verið notað að miklu leyti í þágu setuliðsins, en hvað á að taka við? íbúum landsins hefir fjölgað um nokkuð á ann- að þúsund á hverju ári, meðan á stríðinu stóð, en við höfum ekki einu sinni getað reist ný ibúðarhús yfir þetta fólk. Við höfum orðið að þrengja meir og meir að okkur í gömlu hús- unum okkar, sem stöðugt hrörna, eins og öll mannanna verk. Svona mætti lengi telja. Þegar á allt er litið, kemur í ljós, að allur okkar stríðsgróði er ímyndun ein, en i staðinn kemur gífurlegt tap, auk stór- um verri möguleika til sæmi- legrar afkomu í framtíðinni' Nú mundi kannske einhver vilja benda á þá staðreynd, að við höfum eignazt nokkra tugi ,,milljónera“ á stríðsárunum. Hvaðan hefir þeirra auður komið? Ekki hefir hann komið erlendis frá. Ekki hafa þeir tekið hann af okkur samlönd- um þeirra, sem lítið eða ekk- ert áttum fyrir. Hefir þessi auður þá skapazt af engu? Til þess að gera sér grein fyrir þessu, er bezt að athuga fyrst hag ríkissjóðs, en hann ber fulla ábyrgð á Landsbankan- um. Allur útgerðargróði og allir þeir peningar, sem brezka setu- liðið hefir greitt hér fyrir vörur og vinnu, hafa verið greiddir í pundum, sem Landsbankinn hefir yfirfært. Eða með öðrum orðum: Landsbankinn hefir greitt allar þessar gífurlegu upphæðir út í íslenzkum krón- um, en þær hafa hins vegar verið skráðar sem innstæða hjá honum í pundum í Englandi. Að vísu hgfa útgerðarmenn nú upp á síðkastið verið neyddir 18 8TUNDIN

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.