Morgunblaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 4
Eftir Einar Sigtryggsson
sport@mbl.is
Heimamenn byrjuðu ágætlega í
leiknum en hörkuvörn KR-inga
skilaði þeim fljótt öruggu forskoti.
Þórsarar kom-
ust ekkert áleið-
is og voru
þvingaðir í erfið
skot hvað eftir
annað. Cedric
Isom var í gjör-
gæslu lengi
framan af og
með hann
klipptan út átti
Þór í miklu
basli. Sókn KR-
inga gekk hins vegar eins og vel
smurð vél og var nánast unun á að
horfa. Leitað var að galopnum fær-
um og rötuðu skotin í körfuna
hvert á fætur öðru. Allir voru með
og skiptist stigaskorunin nokkuð
jafnt á menn. Alls skilaði KR-liðið
ellefu þristum í leiknum og var
stundum eins og um létta skotæf-
ingu væri að ræða hjá Vest-
urbæingum.
Í hálfleik munaði 22 stigum og
KR jók muninn jafnt og þétt. Þórs-
arar mega eiga það að þeir lögðu
ekki árar í bát og bitu loks frá sér í
fjórða leikhlutanum. Cedric Isom
fór þá á flug og minni spámenn
nýttu sínar mínútur vel. Þór vann
leikhlutann með sex stigum og náði
þannig að bjarga andlitinu.
Heimamenn voru alls ekki að
spila sinn besta leik og nokkrir lyk-
ilmenn voru töluvert frá sínu besta.
KR-ingarnir voru bara klassa betri
og það er vandséð að nokkurt lið
geti skákað þeim í vetur.
Léttur KR-sigur
fyrir norðan
Voru sterkari á öllum sviðum og unnu
með 34 stiga mun - hafa fullt hús stiga
ÞAÐ telst varla til tíðinda lengur í
Iceland Express-deildinni þegar KR
burstar andstæðinga sína. Enn einn
stórsigurinn leit dagsins ljós þegar
Þórsarar mættu þeim röndóttu í Höll-
inni á Akureyri í gærkvöldi. KR-ingar
voru sterkari á öllum sviðum og náðu
þeir mest 34 stiga forskoti. Þór kom í
veg fyrir algera niðurlægingu með
góðum leik á lokakaflanum og á end-
anum var munurinn „aðeins“ 28 stig.
Þór skoraði 69 stig en KR 97.
Jakob
Sigurðarson
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Jón Kr. Gíslason, fyrrum þjálfari
Keflvíkinga og landsliðsins og með
betri körfuboltamönnum sem Ísland
hefur átt, stýrði Garðabæjarliðinu í
gær ásamt Eyjólfi Jónssyni en
Braga Magnússyni var sagt upp
störfum hjá Garðabæjarliðinu á
dögunum. Teitur Örlygsson sem í
gær var ráðinn nýr þjálfari liðsins
sat á varamannabekknum og fylgd-
ist með nýjum lærisveinum sínum
úr hæfilegri fjarlægð en hann lét
Jóni eftir að stjórna liðinu.
,,Ég er búinn að vera með liðið í
tíu daga og mínum huga var þetta
bara úrslitaleikur. Ég var bara einn
leik og ég reyndi að búa til stemn-
ingu í liðinu og það tókst,“ sagði Jón
Kr. Gíslason við Morgunblaðið.
„Þessir strákar sýndu það í kvöld
að þeir eru hörkuspilarar. Við erum
með fínt lið og ættum að vera ofar á
töflunni en það hefur ekki gengið
sem skyldi. Núna verður vonandi
viðsnúningur og ég er sérlega
ánægður að fá Teit sem þjálfara.
Hann er mikill sigurvegari og ég
hef fulla trú á að Stjarnan haldi
sæti sínu í deildinni. Við ákváðum
að hafa Teit með okkur á bekknum
og við reynsluboltarnir náðum að
gefa strákunum smávegis ráð,“
sagði Jón Kr.
Leikurinn í Garðabænum var
ágætis skemmtun og oft og tíðum
brá fyrir góðum tilþrifum. Stjörnu-
menn höfðu heldur frumkvæðið í
fyrri hálfleik og þeir náðu mest 15
stiga forskoti í öðrum leikhluta,
47:32, þar sem Justin Shouse fór
mikinn hjá heimaliðinu.
Brynjar Karl Sigurðsson, hinn lit-
ríki þjálfari Fjölbrautaskólaliðsins
hefur eflaust messað vel yfir strák-
unum sínum í leikhléi því þeir
mættu mjög grimmir til leiks eftir
hléið. Þeir náðu upp mikilli baráttu í
vörn sína og hvert þriggja stiga
skotið af öðru rataði niður. Sér-
staklega var Tyle Dunaway heitur
en hann setti fjórar þriggja stiga
körfur í þriðja leikhlutanum og þeg-
ar hann var allur hafði FSu náð yf-
irhöndinni, 69:60.
Stjörnumenn skoruðu átta fyrstu
stigin í fjórða leikhlutanum og hægt
og bítandi náðu þeir síga fram úr og
tryggja sér tvö mikilvæg stig í botn-
baráttunni.
Justin Shouse átti skínandi leik
en Bandaríkjamaðurinn skoraði 28
stig og átti 13 stoðsendingar. Jovan
Zdraveski var drjúgur sem og
Kjartan Kjartansson en góð barátta
einkenndi lið Stjörnunnar. Hjá FSu
stóðu þeir Thomas Viglianco og Ty-
ler Duaway einna helst upp úr.
„Var bara úr-
slitaleikur í
mínum huga“
Morgunblaðið/Ómar
Gegnumbrot Justin Shouse leikstjórnandi Stjörnunnar brýst framhjá Árna Ragnarssyni í leik Stjörnunnar og FSu í
Garðabænum í gær. Shouse var atkvæðamikill en hann skoraði 28 stig í leiknum og átti 13 stoðsendingar.
Jón Kr. Gíslason stýrði Stjörnuliðinu
til sigurs gegn FSu í Garðabænum
STJÖRNUMENN unnu langþráðan
sigur í Iceland Express-deildinni í
körfuknattleik þegar þeir lögðu lið
FSu, 89:79, í spennandi og skemmti-
legum leik í Ásgarði í Garðabæ í gær-
kvöld. Þar með komust Garðbæingar
upp að hlið FSu en bæði hafa 6 stig í
næstneðsta sæti.
Stjarnan – FSu 89:79
Ásgarður, Garðabæ, úrvalsdeild karla, Ice-
land-Express-deildin, fimmtudaginn 18.
desember 2008.
Gangur leiksins: 3:0, 8:3, 12:10, 18:20,
22:20, 33:29, 41:29, 47:32, 47:37, 49:43,
52:53, 53:59, 60:69, 68:69, 73:73, 83:79,
89:79.
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 28, Jovan
Zdraveski 21, Kjartan Atli Kjartansson 14,
Fannar Helgason 8, Birkir Guðlaugsson 7,
Ólafur J. Sigurðsson 7, Guðjón Lárusson 2.
Fráköst: 29 í vörn – 9 í sókn.
Stig FSu: Thomas Viglianco 19, Tyler Du-
naway 17, Árni Ragnarsson 15, Sævar Sig-
urmundsson 12, Vésteinn Sveinsson 10,
Björgvin Valentínusson 3, Christopher Ca-
ird 3.
Fráköst: 29 í vörn – 8 í sókn.
Villur: Stjarnan 17 – FSu 21.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og
Davíð Hreiðarsson, stóðu sig bara vel.
Áhorfendur: Um 300.
KR 11 11 0 1091:791 22
Grindavík 10 9 1 982:823 18
Keflavík 10 6 4 851:782 12
Tindastóll 10 6 4 796:816 12
Snæfell 11 6 5 883:805 12
Njarðvík 11 6 5 865:939 12
ÍR 10 5 5 810:780 10
Þór A. 11 4 7 897:970 8
Breiðablik 10 4 6 802:871 8
Stjarnan 11 3 8 916:946 6
FSu 11 3 8 936:957 6
Skallagrímur 10 0 10 597:946 0
Staðan
Þór Ak. – KR 69:97
Akureyri:
Gangur leiksins: 3:0, 3:7, 6:18, 14:33, 21:42,
25:50, 31:53, 35:60, 39:69, 44:76, 47:81,
56:83, 61:83, 69:97.
Stig Þórs: Cedric Isom 30, Jón Orri Krist-
jánsson 15, Guðmundur Jónsson 14, Örn
Guðjónsson 3, Baldur Ingi Jónasson 3, Óð-
inn Ásgeirsson 2, Sigurður Sigurðsson 2.
Fráköst: 22 í vörn – 11 í sókn.
Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 18, Helgi
Már Magnússon 17, Jason Dourisseau 17,
Jakob Sigurðsson 15, Fannar Ólafsson 9,
Skarphéðinn Ingason 6, Pálmi Freyr Sig-
urgeirsson 6, Guðmundur Þór Magnússon
5, Baldur Ólafsson 2, Ólafur Már Ægisson
2.
Fráköst: 17 í vörn – 13 í sókn.
Villur: Þór 19 – KR 17.
Dómarar: Björgvin og Hákon.
Áhorfendur: 220.
Eftir Skúla Sigurðsson
sport@mbl.is
Í byrjun leiks voru bæði lið að finna
stöðu sína á vellinum og því hófst
leikurinn á nokkuð jöfnum nótum.
En það voru svo gestirnir sem tóku
frumkvæðið í leiknum og spiluðu
vörn heimamanna grátt með einföld-
um en mjög árangursríkum körfu-
bolta. Í stöðunni 17:18 varð leikurinn
eign gestanna þegar þeir skoruðu 34
stig gegn aðeins 9 stigum frá heima-
liðinu og annar leikhluti fór 6:25.
Heimamenn áttu á þessum tíma
mjög erfitt með að koma knettinum í
körfu gestanna og var skotnýting
þeirra aðeins 33% í fyrri hálfleik á
meðan gestirnir settu niður tæplega
80% skota sinna. Heimamenn komu
heldur grimmari til leiks í seinni
hálfleik og skiptu þeir yfir í svæðis-
pressuvörn til að freista þess að
vinna upp 20 stiga mun sem Snæfell
hafði byggt upp í fyrri hálfleik. Bet-
ur gekk hjá þeim að skora stigin en
jafn illa gekk hjá þeim og í fyrri hálf-
leik að stöðva gestina hinum megin á
vellinum. Snæfell var einfaldlega
sterkari aðilinn í leiknum og átti sig-
urinn fyllilega skilið. Magnús Þór
Gunnarsson, leikmaður Njarðvík-
inga, fór svo illa að ráði sínu þegar
hann fékk dæmdar á sig tvær ásetn-
ingsvillur þegar um átta mínútur
voru til leiksloka og var hann sendur
í bað. Fastlega má gera ráð fyrir að
hann fari í bann fyrir þetta uppá-
tæki. Vandræði heimamanna voru
þau að sóknarleikur þeirra var of til-
viljunarkenndur og of mikið mæddi
á þeim Loga og Magnúsi að klára
sóknirnar sem gerði gestunum
nokkuð auðvelt fyrir með varn-
arleikinn. Valur Ingimundarson,
þjálfari Njarðvíkur, var því nokkuð
sammála. „Við náðum okkur aldrei á
strik í þessum leik. Ef við náum okk-
ur ekki af stað og orkan er ekki til
staðar þá eigum við ekki séns í vel
mönnuð lið líkt og Snæfell. Þrátt fyr-
ir tapið dáist ég að stöðu míns liðs í
deildinni í dag. Við erum litlir, ungir
og reynslulausir en við erum ennþá
Njarðvík. En við vorum orkulausir í
kvöld sem greinilega sást á þeim
leikmönnum sem eiga að leiða liðið
og þegar þannig er getum við átt von
á svona skelli. En jákvæðni og góðir
áhorfendur í Njarðvík gefa okkur
góðan byr og því er enn leiðinlegra
að tapa og sýna þeim svona leiki hjá
okkur hérna heima.“ Spurður um
hvort Kani væri á leiðinni til að
styrkja hópinn svaraði Valur: „Okk-
ur vantar reynslu í liðið og því væri
ekki leiðinlegt að fá 1 til 2 leikmenn
til að styrkja hópinn, sama frá hvaða
landi þeir koma. En eins og staðan
er í dag þá er enginn Kani á leiðinni
til okkar.“
Hlynur Bæringsson var sáttur við
sína menn eftir leikinn. „Við hittum
gríðarlega vel í fyrri hálfleik og mér
fannst við líka spila vel út úr varn-
arleik þeirra hér í kvöld. Þeir vilja
láta okkar stóru menn spila fyrir ut-
an teiginn þannig að við nýttum okk-
ur það með „picḱńroll“ og það gekk
upp. Mér fannst líka Njarðvíkingar
hálfdaufir í kvöld, ég hef allavega
mætt töluvert sprækari liði Njarð-
víkinga en þetta. En nú er það jóla-
steikin og við klárum svo árið með
sigri á Tindastól,“ sagði Hlynur kok-
hraustur í lok leiks.
Oft verið sprækari
Ár og dagur er síðan karlalið Njarðvíkur gerði aðeins 55
stig á heimavelli Skoruðu aðeins sex stig í öðrum leikhluta
SNÆFELL gerði góða ferð suður með
sjó í gærkvöldi þegar liðið valtaði yfir
daufa heimamenn í Njarðvík í Iceland
Express-deild karla. Lokastaðan á
töflunni sýndi 55-85 og er langt síðan
undirritaður hefur séð svo lágt skor
hjá heimaliðinu í Ljónagryfjunni.
Njarðvík – Snæfell 55:85
Njarðvík:
Gangur leiksins: 2:6, 13:10, 17:20, 20:27,
20:32, 22:39, 22:46, 26:52, 32:57, 37:59,
40:64, 48:68, 48:74, 50:78, 51:83, 55:85.
Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 16,
Friðrik Stefánsson 15, Magnús Gunnars-
son 11, Ólafur Alexandersson 4, Sigurður
Sigurbjörnsson 3, Hjörtur Einarsson 3,
Hilmar Hafsteinsson 3.
Fráköst: 19 í vörn – 8 í sókn.
Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 21,
Jón Ó. Jónsson 20, Slobodan Subasic 17,
Hlynur Bæringsson 15, Ingvaldur M. Haf-
steinsson 6, Daniel Kazmi 4, Gunnlaugur
Smárason 2.
Fráköst: 28 í vörn – 14 í sókn.
Villur: Njarðvík 18 – Snæfell 18.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögn-
valdur Hreiðarsson.
Áhorfendur: 300.