Morgunblaðið - 20.12.2008, Side 4

Morgunblaðið - 20.12.2008, Side 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2008 Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is Lið ÍR-inga kom heimamönnum nokkuð á óvart í byrjun leiks með góðri baráttu og elju í sínum leik. Í raun hefði ekkert átt að koma Grind- víkingum á óvart þar sem lið ÍR hef- ur verið á góðri siglingu hingað til. En sem fyrr segir voru það gestirnir sem tóku frumkvæðið í leiknum, skoruðu nánast að vild gegn slakri vörn heimamanna. Það var ekki fyrr en Friðrik Ragnarsson breytti yfir í svæðisvörn að hægja fór á gestunum og – eins og spekingar segja alltaf – þegar vörnin fer að virka kemur sóknin af sjálfum sér. Sú varð raunin og Grindvíkingar sigu hægt fram úr gestunum og leiddu með 7 stigum í hálfleik. Friðrik Ragnarsson brýndi í hálfleik fyrir sínum mönnum að herða þyrfti vörnina til muna ef 2 stig ættu að koma í hús. Og lærisveinar hans svöruðu því með því að skila lið- inu með 14 stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn. Páll Axel og Brenton Birmingham hafa verið helstu skorarar liðs Grind- víkinga í vetur en höfðu hægt um sig framan af. Á meðan var það gömul „fallbyssa“ sem sýndi á sér sparihlið- arnar með frábærri skotsýningu en þar var á ferð Guðlaugur Eyjólfsson sem setti niður 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum og skilaði 20 stigum fyrir heimamenn. Að öllum ólöst- uðum var það Arnar Freyr Jónsson sem var maður leiksins. Virkilega gaman að sjá hversu vel hann hefur vaxið í leikstjórnandahlutverkinu undir leiðsögn Friðriks Ragn- arssonar en kappinn sendi 12 stoð- sendingar á félaga sína í kvöld. Leik- urinn var hraður og harður hjá báðum liðum og nokkuð skemmti- legur þegar á heildina er litið. „Ég er nokkuð hrifinn af þessu ÍR-liði. Þeir spila góðan bolta og því er ég mjög ánægður að hafa sigrað hér í kvöld. Vörnin hjá okkur fyrir hálfleik var ekki nægilega góð og í hálfleik var talað um að laga það. Það gekk eftir og skilaði okkur góðum sigri. Við náum nú alltaf að skora okkar stig en það er vörnin hjá okkur sem þarf að smella í þessum leikjum. En allt á lit- ið var þetta nokkuð massíf frammi- staða hjá okkur í kvöld gegn sterku liði,“ sagði Friðrik Ragnarsson þjálf- ari Grindvíkinga eftir leik. Hjá ÍR virtist sóknarleikurinn byggjast mikið á Hreggviði Magn- ússyni og var hann löðursveittur í viðtali eftir leik. „Sókn okkar gengur alls ekki út það að ég klári sóknirnar. Við erum með fullt af leikmönnum sem geta skilað stigum. En ég er með ábyrgðarhlutverk í sókn- arleiknum og ég reyni að leysa það eins vel og ég get. Annars fannst mér þriðji leikhluti vera banabiti okkar hér í kvöld. Við leysum varn- arhlutverkið ekki nægilega vel auk þess sem við gefum þeim líklega um 7 tapaða bolta. Slík mistök má ekki gera gegn jafnsterku liði og Grinda- vík,“ sagði Hreggviður sem skoraði 28 stig fyrir sitt lið. Fyrirhafnarlít- ið hjá Grind- víkingum Ljósmynd / Skúli Sigurðsson Barátta Ómar Örn Sævarsson, leikmaður ÍR, og Páll Axel Vilbergsson eigast við í Grindavík í gær. Guðlaugur sýndi á sér sparihliðarnar og setti niður sex af átta „þristum“ GRINDVÍKINGAR sigruðu lið ÍR nokk- uð auðveldlega í gærkvöldi með 92 stigum gegn 78 stigum gestanna í úr- valsdeild karla. Grindvíkingar halda því áfram að þjarma að liði KR sem er með einum sigri fyrir ofan þá í deild- inni með fullt hús stiga að loknum ellefu umferðum. Grindavík – ÍR 92:78 Grindavík; Gangur leiksins: 10:8, 14:16, 18:23, 23:25, 25:27, 32:35, 40:37, 48:41, 53:45, 60:48, 65:55, 73:59, 77:61, 92:78. Stig Grindavíkur: Guðlaugur Eyjólfsson 20, Páll Axel Vilbergsson 16, Brenton Birmingham 15, Páll Kristinsson 12, Þor- leifur Ólafsson 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Brynjólfsson 6, Helgi Jónas Guð- finnsson 4. Fráköst: 24 í vörn – 12 í sókn. Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 28, Svein- björn Claessen 11, Ómar Sævarsson 10, Ólafur Aron Ingvason 9, Steinar Arason 9, Ólafur Þórisson 6, Eiríkur Önundarson 3, Davíð Fritzson 2. Fráköst: 19 í vörn – 12 í sókn. Villur: 17 Grindavík - 19 ÍR. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Jak- ob Árni Ísleifsson, áttu prýðisleik. Áhorfendur: 100. KR 11 11 0 1091:791 22 Grindavík 11 10 1 1074:901 20 Keflavík 11 7 4 948:834 14 Tindastóll 11 6 5 875:899 12 Snæfell 11 6 5 883:805 12 Njarðvík 11 6 5 865:939 12 Breiðablik 11 5 6 885:950 10 ÍR 11 5 6 888:872 10 Þór A. 11 4 7 897:970 8 Stjarnan 11 3 8 916:946 6 FSu 11 3 8 936:957 6 Skallagrímur 11 0 11 649:1043 0 Staðan Skallagrímur – Keflavík 52:97 Íþróttamiðstöðin Borgarnesi; Gangur leiksins: 2:5, 2:12, 7:17, 11:20, 11:24, 13:30, 21:34, 28:44, 32:50, 39:53, 42:62, 42:70, 42:75, 46:82, 50:91, 52:97. Stig Skallagríms: Landon Quick 17, Igor Beljanski 13, Sigurður Þórarinsson 9, Sveinn Davíðsson 8, Arnar Snorrason 3, Birgir Sverrisson 2. Fráköst: 16 í vörn – 25 í sókn. Stig Keflavíkur: Sigurður Þorsteinsson 24, Hörður Vilhjálmsson 18, Þröstur Jóhann- esson 12, Jón N. Hafsteinsson 9, Elvar Sig- urjónsson 9, Gunnar H. Stefánsson 7, Vil- hjálmur Steinarsson 6, Sverrir Sverrisson 5, Hjörtur Harðarson 3, Eldur Ólafsson 2, Almar Guðbrandsson Fráköst: 15 í vörn – 26 í sókn. Villur: Skallagrímur 14 – Keflavíkur 15. Dómarar: Halldór Geir Jensson og Jóhann G. Guðmundsson, arfaslakir og geta von- andi gert betur. Áhorfendur: 112. Tindastóll – Breiðablik 79:83 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 4:3, 9:6, 16:8, 18:12, 23:14, 25:20, 27:28, 32:31, 38:39, 45:49, 49:59, 53:61, 63:63, 68:70, 77:78, 79:83. Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 23, Ísak Einarsson 11, Helgi R. Viggósson 10, Axel Kárason 9, Friðrik Hreinsson 9, Sören Flæng 6, Óli Barðdal 5, Hreinn Birgisson 3, Halldór Halldórsson 3. Fráköst: 22 í vörn – 16 í sókn. Stig Breiðabliks: Kristján Sigurðsson 32, Nemanja Sovic 25, Halldór Halldórsson 12, Rúnar Erlingsson 8, Loftur Einarsson 3, Daníel Guðmundsson 3. Fráköst: 18 í vörn – 4 í sókn. Villur: Tindastóls 24 - Breiðabliks 17. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Skarphéðinsson. Áhorfendur: 190. Eftir Ragnar Gunnarsson sport@mbl.is Gestirnir voru mun sterkari strax í byrjun. Munurinn á liðunum var orðinn 10 stig eftir 4 mínútur og átti bara eftir að aukast er leið á leikinn. Keflvíkingar voru miklu ákveðnari og markvissari í sínum aðgerðum frá upphafi. Varn- arleikur heimamanna var slakur og hreyfanleikinn í sókninni var lítill sem enginn. Gestirnir voru þó alls ekki að leika sinn besta leik og náðu aldrei að hrista heima- menn almennilega af sér í fyrri hálfleik. Vonirnar brugðust alveg í þriðja leikhluta Hafi Borgnesingar alið þá von í brjósti að geta saxað á forskot gestanna fuðraði sú von upp í 3. leikhluta. Keflvíkingar juku for- ystuna jafnt og þétt og fljótlega var munurinn kominn í 30 stig. Ekkert markvert gerðist í 4. leikhluta annað en að gestirnir juku forystuna enn frekar. Sigurður Þorsteinsson var besti leikmaður vall- arins í gær og klárlega er þar á ferðinni framtíðar- miðherji lands- liðsins. Hörður Axel átti einnig flottan leik með 18 stig og 11 fráköst. Hjá heima- mönnum átti Landon Quick ágætis spretti, en nýtti ekki skot sín og hraða nógu vel. Einnig vöktu mikla athygli tveir 15 ára drengir, þeir Björgvin Ríkharðsson og Birgir Sverrisson sem eru mikil efni. Ósamræmi í dómgæslu Ekki verður hjá því komist að minnast á framgöngu dómara leiksins. Hrópandi ósamræmi var í dómum þeirra frá fyrstu mínútu sem kom mjög niður á leiknum. Þeir virkuðu óöruggir og alls ekki með hugann við leikinn. Klárlega einhver slakasta dómgæsla sem sést hefur lengi. „Við vorum ágætir í fyrri hálf- leik, en mjög slakir í þeim seinni. Hittnin hjá okkur var mjög slök og við höfum litla breidd. En mér fannst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum,“ sagði Trausti Eiríksson, leikmaður Skallagríms, sem komst ekki á blað í stiga- skorun en var öflugur í fráköst- unum og hirti 11 slík. Ellefta tapið í röð hjá Skallagrími Meistararnir voru strax komnir með 10 stiga forskot eftir aðeins fjórar mínútur BORGNESINGAR töpuðu sínum 11. leik í röð í gærkvöld þegar Íslands- meistarar Keflavíkur komu í heim- sókn. Keflvíkingar fóru með auðveld- an sigur af hólmi 52:97 og hafa þar með 14 stig þegar deildin er hálfnuð. Vandræði Skallagrímsmanna halda hins vegar áfram og þeir sitja einir á botni deildarinnar, stigalausir. Hörður Axel Vilbergsson Eftir Björn Björnsson sport@mbl.is Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, var að sjálfsögðu hæst- ánægður með sína menn eftir að þeir höfðu landað reglulegum baráttusigri í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær- kvöldi. „Það er rosalega erfitt að koma á þennan útivöll og sækja hing- að stig, og þess vegna er ég ekki lítið ánægður með strákana. Við erum með fámennt lið, komum hingað að- eins átta, og þar af eru tveir fimmtán ára guttar, og því er sigurinn enn sætari. Við erum í bullandi fallhættu og því er hvert stig svo gríðarlega dýrmætt, en ég er ánægður með kar- akterinn í strákunum, og þegar Kristján [Sigurðsson] er heitur er hann illviðráðanlegur, en það var ekki bara hann. Auðvitað fór hann fyrir en liðið lagði allt sitt af mörkum, og þess vegna er þetta svo gott,“ sagði Einar Árni ánægður. Leikurinn fór rólega af stað, ekki var mikið skorað í fyrsta leikhluta, heimamenn tóku forystuna, Helgi Rafn og Svavar Birgisson skoruðu fyrstu sex stigin, en Halldór Hall- dórsson og Kristján Sigurðsson jöfn- uðu með tveim þriggja stiga körfum, en að loknum þessum hluta leiddu heima- menn með sex stigum. Í öðrum hluta fóru gest- irnir að bíta frá sér og munaði þar mest um Nem- anja Sovic og þeg- ar örfáar sek- úndur lifðu af hálfleiknum komust gestirnir yfir, en síðustu stigin voru Tindastóls sem leiddi í hálfleik 32:31. Breiðabliks- menn komu grimmir eftir hlé og þá hófst þáttur Kristjáns Sigurðssonar sem í þessum hluta skoraði 21 stig og þar af þrjár þriggja stiga körfur. Í síðasta fjórðungi komu Tinda- stólsmenn til baka og náðu þrívegis að minnka muninn í eitt stig, og áttu möguleika á að næla sér í framleng- ingu þegar 14 sekúndur lifðu af leikn- um og þeir með boltann, en þeim brást bogalistin, fengu dæmda á sig villu, Breiðabliksmenn skoruðu úr báðum vítum og unnu með fjögurra stiga mun. Í liði Tindastóls átti Svavar Birg- isson nokkuð góðan dag og einnig þeir Helgi Rafn og Ísak, og ljóst er að þeir Axel Kárason og Friðrik Hreins- son eru óðum að smella inn í liðið. Í Breiðabliksliðinu var Kristján Sigurðsson yfirburðamaður, en einn- ig var Nemanja Sovic sterkur í öðrum og fjórða leikhluta. Aðrir leikmenn eins og Rúnar Erlingsson og Halldór Halldórsson börðust vel. Breiðablik sótti sér dýrmæt stig  Kristján „sjóðheitur“ í þriðja leik- hluta  Átta Blikar fóru norður TINDASTÓLL tapaði óvænt á heima- velli í gærkvöldi fyrir Breiðabliki, 83:79, í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik karla. Þar með situr Tindastóll áfram í 4.-5. sæti deild- arinnar með 12 stig eftir 11 leiki ásamt Njarðvík. Einar Árni Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.