Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1960, Blaðsíða 15
9
Jóhann S. Jónsson, Þýzkaland.
Jón S. Sveinbjörnsson, Þýzkaland.
Ólafur H. Helgason, Þýzkaland.
Þorleifur Matthíasson, Þýzkaland.
Grímhildur Bragadóttir, Þýzkaland.
Hörður Einarsson, Þýzkaland.
Jakob Jakobsson, Þýzkaland.
Karl K. Sveinsson, Þýzkaland.
Kjartan O. Þorbergsson, Þýzkaland.
Kristján H. Ingólfsson, Þýzkaland.
Páll Ríkharður Pálsson, Þýzkaland.
Sigurður Ingvi Ólafsson, Austurríki.
Þórarinn Pétursson, Bandaríkin.
Lög um tannlœkningar
frá 14. júní 1929, m. breytingu í lögum 23. júní 1932.
A. Skilyrði fyrir tannlækningaleyfi.
1- gr-
Rétt til að fara með sjálfstæðar tannlækningar hér á landi hefir
aðeins sá, er fullnægir eftirfarandi skilyrðum:
1- Hefir lokið tannlækningaprófi í tannlæknaskóla, er viðurkenndur
er af heilbrigðisstjórn ríkisins.
2. Talar og skilur fullkomlega íslenzka tungu.
3. Hefir að afloknu prófi (ef námstími skólans er aðeins 3 ár) verið
að minnsta kosti eitt ár aðstoðarmaður við lækningar hjá viður-
kenndum tannlækni hér á landi, eða á annan hátt aflað sér álíka
þekkingar og reynslu í tannlækningum, að áliti heilbrigðisstjórnar.
4. Hefir óflekkað mannorð.
Sá, er æskir tannlækningaleyfis, skal færa heilbrigðisstjórn sönnur
a> að framangreindum skilyrðum sé fullnægt. Einnig skal hann undir-
nta drengskaparheit, stílað að fyrirmælum heilbrigðisstjórnar, um að
gæta fullrar tannlæknaskyldu í starfi sínu.
Sá, er fullnægir fyrsta skilyrðinu, getur haft á hendi aðstoðartann-
lækningar, og með leyfi landlæknis getur hann um stundarsakir gegnt
störfum sjálfstæðra tannlækna í forföllum þeirra.