Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1960, Blaðsíða 19
13
gengir aftur í stjórn 2 árum eftir að ný stjórn er kosin. Kjósa má
mann sem gengur úr stjórn sem formann. Fyrst skal kjósa formann,
pá varaformann, þá ritara, þá gjaldkera og loks meðstjórnanda. Fái
enginn meira en helming greiddra atkvæða skal kosið aftur um þá
er flest atkvæði hlutu og ræður þá einfaldur meirihluti. Fllutkesti
ræður ef atkvæði eru jöfn. Aðalfundur getur sett stjómina af í heild
með vantrausttillögu og þarf tillagan Vi atkvæða fundarmanna á aðal-
fundi. Endurskoðaðir reikningar félagsins og félagssjóða skulu lagðir
fram. Kosnir skulu 2 endurskoðendur og einn til vara. Ennfremur skal
kosinn bókavörður. Aðalfundur skal leggja samþykki sitt á gjaldskrár,
er samþykktar hafa verið á starfsárinu.
7- gr-
Aðalfundur ákveður hið árlega félagsgjald meðlimanna í félagssjóð.
Aðstoðartannlæknir greiði !4 félagsgjald og þeir sem byrja sjálfstætt
greiði sömuleiðis !4 félagsgjald fyrsta árið, svo og þeir skólatannlæknar
sem ekki reka sjálfstæða klinik. Nýir félagar greiða fullt gjald fyrir
það ár er þeir ganga í félagið, ef upptaka fer fram fyrir 1. janúar, en
Í4 gjald ef þeir eru samþykktir síðar. Ef félagsmaður skuldar 1 árs
tillag um áramót, skal gjaldkeri gera honum aðvart um það í ábyrgðar-
hréfi. Geri skuldunautur ekki skil innan þriggja mánaða, er hann þar
með genginn úr félaginu, og skal þá strikast út af meðlimaskrá þess.
Sá, er gengur úr félaginu, en óskar upptöku aftur, getur því aðeins
gerzt meðlimur á ný, að hann greiði allar skuldir sínar 'við félagið.
8. gr.
Félagið samþykkir codex ethicus fyrir stéttina og er hver félags-
maður skyldur til að fylgja ákvæðum hans.
9. gr.
Gerðardómur sker úr öllum deilum er rísa kunna meðal félagsmanna
út af lögum félagsins, codex ethicus, eða öðrum deilum er snerta
tannlæknafélagið sérstaklega. Gerðardóminn skipa 5 menn, þar af eru
sjálfkjörnir formaður T. F. í. og Prof. í Tannlækningum við Háskóla
íslands. Hinir 3 skulu kosnir skriflega á aðalfundi félagsins til 2ja
ára í senn. 2 varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
10. gr.
Breytingar á lögum þessum má gera á aðalfundi, ef % félagsmanna
samþykkja.