Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1960, Blaðsíða 30

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1960, Blaðsíða 30
24 samanburður gerður á flokkun, sem fengin er af uppdrætti Röntgen- mynda. Angle leit á skekkjurnar frekar sem ósamræmi tyggingarlíffæranna en skekkjur einstakra tanna og flokkar þær í þrennt. 1. Þar sem tannbogi mandibulu sem heild ásamt corpus, er í réttri afstöðu mes-dist til Maxillu og cranial hluta höfuðsins, en tennurnar eru innbyrðis skakkar. 2. Þar sem tannbogi og corpus mandibularis er öðru megin eða báðu megin of distalt miðað við cranial hluta höfuðsins. 3. Þar sem tannbogi og corpus mandibularis er öðru megin, eða báðu megin of mesialt miðað við cranial hluta höfuðsins. Þegar Angle setti fram sín sjónarmið, þá áleit hann fyrsta molar maxillunnar vera tiltölulega stöðugan í afstöðu sinni til annarra höfuð- beina og mætti því sjá mesial eða distal afstöðu tanna mandibulae eftir því hvernig fyrstu molarar mættust. Nú vitum við það, að staða fyrsta molars í maxillu er breytileg og kemur ýmislegt þar til greina, sem orsök, eins og h'tið grunnbein, röng vöðvastarfsemi, lélegir contact- punktar, extractionir, partial anodontia o. fl. Aður en við flokkum tannskekkju eftir biti fyrstu molara er nauðsynlegt að athuga vel stefnu og stöðu allra hinna tannanna með hliðsjón af legu þeirra í grunn- beinunum. Tannréttingunni má skipta í tvo flokka, þar sem eru hin einföldu og svo þau erfiðari tilfelli. Einföld tilfelli tannréttinga tak- markast við hreyfingar eins og breytingar á axial stöðu, lengingu tanna og snúningi. Erfiðari tilfelli miðast við paralell hreyfingar og depres- sionir. Þessi skipting byggist á tvennu. í fyrsta lagi hversu erfitt er að rétta tennurnar og í öðru lagi á þeirri hættu, sem samfara er mismun- andi tannhreyfingum. Meðal þeirra erfiðu tilfella, sem við sjáum oft og auðkennileg eru, er II cl. II div. Mikið hefir verið skrifað um þessa tegund tannskekkju og flestir í þeirri trú að hér væri um distal occlussion að ræða og um leið floldcað samkvæmt flokkun Angles. Rannsóknir hafa farið fram sem sýna morfologisk séreinkenni II cl. II div. frá II cl. I div. Hellmann gerði rannsóknir á hauskúpum, sem höfðu II cl. skekkju og sýndu þær rannsóknir að í II cl. I div. var corpus mandibularis of distalt miðað við maxilluna, heldur en í normal hauskúpum en í II cl. II div. var þetta öfugt. Þar virtist processus alveolaris max. hafa gengið mesialt og tennurnar þess vegna í mesial afstöðu til tanna mandibulu. Baldridge fékk sörnu niðurstöðu og Hellmann. Hann sýndi fram á réttstöðu mandibulu miðað við höfuðbeinin í II cl. II div. en distal stöðu mandibulu í II cl. I div. Hornamælingar hafa einnig verið gerðar til þess að sýna afstöðu andlitsbeinanna innbyrðis. Þar sýndi Renfroe fram á, að maxillan var mun framar miðað við spina nasalis anterior í I cl. og II cl. II div. heldur en í II cl. I div. og það sama var að segja um hökuna, hún var einnig framar í I cl. og II cl. II div. heldur en í II cl. I div j

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.