Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1960, Blaðsíða 25

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1960, Blaðsíða 25
19 en Newbourgarbörnum, þeirra er notið höfðu fluors frá upphafi, en 4.5 sinnum fleiri á aldrinum 10—16 ára. Svo virtist sem cariesfrequens direkte retinerandi flata, þ. e. a .s. occlusalflatanna lækki minnst, en mjög mikil lækkun á cariesfrequens axialflatanna, bæði framtanna og jaxla. Mjög lítil merki sáust hypo- plasianna, eða dental fluorosis, hjá börnum, 6 með nokkurn vott, 26 örlítinn vott og 46, sem vafi lék á, hvort vottur væri eða ekki af mörg þusund börnum. Síðan rannsökuðu sérfræðingar í barnasjúkdómum milli 4 og 5 hundruð börn á hvorum staðnum. Voru þau mæld, vegin, teknar röntgenmyndir af hönd, hné og spjaldhrygg, ennfremur rauð °g hvít blóðmynd, þvagrannsókn fvrir alb. rauðum hlóðkornum og cylindrum og fannst enginn verulegur munur á börnum í borgunum tveiniur við þessar athuganir. Allar þessar rannsóknir, almennar og á tönnum, voru gerðar á böm- um 6-10 ára, en með því að gera samanburð á cariesfrequens hjá fullorðnu fólki, sem fætt er og alið upp við fluoriserað vatn frá nattúrunnar hendi, og hinum sem alla tíð hafa búið við fluorlaust vatn, mætti greina hvernig cariesfreq. muni verða á fullorðinsárum Itjá þeim, er notið hafa artificial fluoriseringar frá fæðingu. Gerður hefur verið samanburður á tannskemmdum í tveimur borg- um i Bandaríkjunum; Madison, Wisconsin, en þar eru í drykkjar- vatnt 0,1 m.h. fluors og Colorado Springs, Colorado, þar sem eru 2,6 m.h. fluors í vatni. D.f.m. vísirinn hjá aldursflokknum 20—24 ára í Madison reyndist 17,03 en í Col. Springs 2,60. 30—40 ára: 20,13 í Madison en 3,84 í Colorado. — 40 ára og eldri: 21,06 í Madison en 6,29 í Colorado. Ef borinn er saman fjöldi extraheraðra tanna á þessum 2 stöðum °g i tilsvarandi aldursflokkum, þá voru hjá tvítugum Madisonbúa 3,222 á móti 0,089 hjá Coloradobúa. Hjá þrítugum Madisonbúa 5>817 á móti 0,391 hjá Coloradobúa. Hjá fertugum Madisonbúa og eldri 11,857 á móti 0,375 hjá Coloradobúa. Það mun því láta nærri, a*'1 1 tönn hafi verið dregin úr þriðja hverjum Coloradobúa, sem t>áð hefur fertugsaldri. Þetta eru svo ótrúlegar tölur, að við liggur að maður sé feiminn við að hafa þetta eftir, en statistikin talar sínu máli. Síðan hafizt var handa um þetta í Bandaríkjunum, hefur verið Eyrjað á svipuðum athugunum og tilraunum víða annars staðar og að því er virðist með líkum árangri. Hér sýnist því vera um leið til þess að létta miklu andlegu og líkamlegu böli af menningarþjóðunum, en þar er þessi sjúkdómur einkum í algleymingi. En þrátt fyrir árangur þessara tilrauna í Bandaríkjunum og þrátt fyrir það að náttúran hefur 1 aratugi og aldir gert svipaðar tilraunir á íbúum héraða með fluor í vatm meir en 1 m.h. án þess að því er virðist að vart yrði nokkurrar L

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.