Alþýðublaðið - 04.10.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.10.1923, Blaðsíða 2
g ALÞYÐUBLAÐIÐ_ A-llstinn erlisti alþýðunnar AiS»ýðntiranilo8rBM framleiðir að allra dómi beztu brauðin í bænum. Notar að eins bezta mjöl og hveiti frá þektum erlendum mylnum og aðrar vörur frá helztu flrmum i Ameríku, Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og"köku- gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. Eggert Claessen. Honum var boðið á Alþýðu- flokksfundinn á mánudagskvöldið. Hánn kom ekki. Ekki sendi hann heldur neina skýringu á því, hvers vegna hann kæmi ekki. Menn vita ekki betur en hann hafi verið í bænum og heilbrigð- ur, og varla getur hann hafa verið svo önnum kafinn, að hann gæti ekki komið þess vegna, því að ekki hindruðu annir hann að hendast austur um allar sveitir á eftir Jónasi Jónssyni viku eftir viku. Líkiegast hefir hann því ekki treyst sér að verja íslands- banka hér, þar sem menn hafa náin kynni af honum. Sýnir þetta, að. það er rétt, sem >Drengur< hefir sagt hér í blað- inu, að Eggert Claessen treystir sér betur við sveitamenn en Rýykvíkinga, og það er skiijan- legt. Fundarmenn á Alþýðu- flokksfundinum geta auðveldlega gert sér í hugarlund, hvíiíka >hrakför< Eggert Claessen hefði farið, hetði hann komið. En Eggert Ciaessen er stundum hygginn — að minsta kosti fyrir 'sjálían sig. Síðar sést, hvort haqn er þáð líka fyrir bankann. Skattar eiga að vera beinir og liækka með vaxaudi tekj- um og eignnm. Til beggja handa. >Tíminn< hefir orðið mjög úrillur við Alþýðublaðið út at því, að það gerði seint í sumar hreina grein fyrir fiokkaskifting- unni í landinu eftir því, sem efni stóðu til, eins og í öðrum mál- um. JÞetta hefir orðið til þess, eins og jafnan verður, þegar hreinskilnisiega er tekið á mái- unum, að það hefir komið f Ijós, svo að ekki verður móti mæit, að í raun og veru eru ekki nema tveir flokkar I landinu, þar sem kjósendur hafa náð fullum stjórn- málaþroska, >jafnáðarmenn og hinir<. Sést þetta vel á því, að í Reykjavík, Guilbringusýslu, Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Norður-ísafjarðarsýslu, ísafirði og Barðastracdarsýslu eigast jafnaðarmenn og burgeisárnir einir við. Líkt stendur á,á Ak- ureyri og í Vestur-ísafjarðar- sýslu, en þar eru frjálslyndir Framsóknarmenn, sem eru líkrar skoðunar og jatnaðarmenn f ýmsum meginmálum, studdir af alþýðu og jafnaðarmönnum. >Tíminn< hefir og fært sönnur á mál Alþýðublaðsins með því að lýsá yfir þvf hvað eftir annað,, að ef jafnaðarmenn ætluðu að reyna að koma stefnumáii sfnu, þjóðnýtingu, í framkvæmd, þá stæði >bæcdavaidið<, eins og Tfminn kallar nú Framsóknar- flokkinn með feitu letri, með eigendum >Morgunbiaðsins< og berðust með þeim hiið við hiið gegn þjóðnýtingu. Með fram stafar þetta tyrir blaðinu sjálf- ságt af því, að það heldur, að bændur séu mótfallnir þjóðnýt- ingu, en það er Hkast til, að því skjátlist, því að bændur eru yfirleitt þjóðnýtir menn og skilja því manna b°zt þjóðnýtingu. Mun óljós meðvitund um þetta valda úrilsku biaðsins við jafn- aðarmenn, sem annars er ástæðu- laus, þar sem það er sammála Alþýðublaðinu í því, sem um et að ræða. Hjálpurstöð hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. n—12 f. h. Mðjudagá ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. — Föstudaga ... — 5—6 e. - Laugardaga . . — 3—4 e. - Orðstírinn. Alþýðublaðið fær ekki amalegan orðstír úti um lácdið. Gáfaður mentamaður — en það eru ekki allir menta- menn gáfaðir —, sem vfða hefir iarið um land í sumar, segir svo: >í>að hattar alveg fyrir, þár sem maður kemur í bygðir til sjávar og sveitá, áð þar sem Alþýðu- blaðið er keypt og lesið, er fólkið langt um frjálslyndara og mannlegra í hugsunarhætti en þar sem eingöngu eru lesia blöð burgeisanna og >Klíkunn- ar<. I>essi er orðstírinn, og hann svo beztur, að lífið sé vitni háns. >Morgunblaðið< er nú alveg hætt að þora til við jafnaðar- menn. f stað þess hamast það nú við >Tímann<, sem lýst hefir sig sömu skoðunar og það f aðaldeilumálinu viðjafnaðarmenn. En þetta statar af því, að ef >Tíminn< vinnur við kosning- arnar, þá er hann kominn að >kjötpottinum<, og veslings >Moggadótið< verður sett hjá í bili.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.