Ísland - 04.06.1927, Síða 2
2
1 S L A N D
orðið, en á cfiir nð verða, er
að þeir frjálslyndu innan beggja
flokkanna varpi af sér okinu
og bjargi sjálfum sér frá því
að verða að engu í ramma, sem
þeir eiga ekki heima í, og svo
bjargi þjóðinni frá afturhald-
inu. Hin miklu ráð sem Jón
og Jónas hafa nú hjá þjóð-
inni eru óeðlileg. Frjálslynda
stefnan ein er fær um að
bjarga þjóðinni út úr þessum
ógöngum, sem þessir þröng-
sýnu foringjar eru að koma
þjóðinni i.
En því fyr sem hinir vitrari
menn þjóðarinnar gera sér
þetta Ijóst, því betra.
Þar sprakk
blaðran.
„ísafold“ (Morgunbl.) hefur
látið eins og það vissi ekki
neitt af „íslandinu", en loks-
ins sprakk blaðran í blaðinu
27. maí. — Er þar ininnst á
blaðið, og sjálfstæðismenn
taldir aumastir allra. — Nú
viljum vér vera trúir stefnu
vorri, vér viljum eins og vér
tókum fram í byrjun í blað-
inu, hvorki láta „Morgunblað-
ið“ eða aðra draga oss inn í
skuggahverfi blaðamenskunnar.
En vér viljum biðja lesendur
„ísafoldar“ (Morgunbl.) eigi
síður en aðra, að athuga nú ná-
kvæmlega hvernig stjórnarblað-
ið hagar sér.
Vér höfum hér í blaðinu sett
oss það mark, að berjast fyrir
þeim málum, sem vér trúum
á, en hinsvegar höfum vér við-
bjóð á þeirri aðferá5, sem
stjórnarblaðið viðhefur, að
sleppa málunum og tala að-
eins um mennina. Vér höfum
síðan blaðið hóf göngu sína
mjög skorinort sagt frá að-
stöðu vorri til málanna og
stjórnaiblöðin hafa enn ekki
treyst sér til að andmæla þeim
hógværu , rökstuddu, alvarlegu
aðfinslum, sem vér höfum kom-
ið með í garð stjórnarinnar.
Ýmsar af þessum aðfinslum
hafa þegar orðið að liði. Þann-
ig hafa hin kröptugu mótmæli
vor gegn hinu ótvíræða stjórn-
arskrárbroti, sem stjórnin barð-
ist fyrir, orðið til þess að 18
þingmenn í n. d. urðu til þess
að firra þingið því óbærilega
hneyksli, að það bryti ótvírætt
sjálfa stjórnarskrána.
Meiri ósigur en þennan gat
stjórnin vart fengið, en stjórn-
málaloftið er orðið svo lævi-
blandið, að það var eins og
enginn veitti þessu hneyksli
eftirtekt.
Vér nefnum hér að eins eitt
dæmi. „Morgunblaðið“ hefur
ekki treyst sér til þess að
verja þessar gerðir stjórnar-
innar með einu orði. Það hefir
tekið þann kostinn að þegja.
En hvernig verður aðstaða
„Morgunbl." til þeirra stefnu-
skrármála, sem vér „þeir ves-
ölustu“, höfum barist fyrir?
Hvað hefur stjórnin og
„Morgunblaðið“ sagt um upp-
sögnina 1943, um ábúðarrétt
Dana á íslandi?
■ Forsætisráðherrann hefir þag-
að, en varla efast nokkur nm
hvað sú þögn þýðir, sem hefir
séð hvernig .1. Þ. þverskallaðist
gegn sjálfstæðismálum vorum.
Og „Morgunbl.“ hefur auð-
vitað þagað. En hvernig verð-
ur framtíð vorri borgið í hönd-
um manna, sem elcki hafa á-
ræði til að segja meiningu
sína í svo einföldu máli. En
dálítið er það þó eftirtektar-
vert, að „Morgunbl." er orð-
ið svo hrætt við Danadekrið í
sjálfu sér, rétt á undan kosn-
ingunum, að það segir nú ný-
lega, að Argentínumenn þekki
oss eins vel og meirihluti Dana.
En auðvitað er þetta eins og
hver önnur heimska.
Eitt er víst, að „Morgunbl.“
er eins og stjórnin í málinu
um ábúðarrétt Dana á íslandi,
og það þorir í hvorugan fót-
inn að stíga. Það þorir ekki að
standa með oss, það þorir ekki
að standa á móti oss. —
Og nú verður manni á að
spyrja, er það ekki einmitt
þeir vesölustu, sem haga sér
þannig? —
f Titan-glæfrunum fylgir
„Morgunbl.“ auðvitað „Tíman-
um“ og stjórninni, en ekki
hefir það haft áræði enn til
þess að mótmæla einum ein-
a.sta staf af því, sem vér höfum
haldið fram um það mál. —
Meira og aumara vonleysi í rök-
færslunni hjá stóru blaði er
varla hægt að finna.
Þá komum vér að bankaein-
okuninni. Vér höfum barist
fyrir því, að vér fengjum sér-
stakan seðlabanka, eins og al-
staðar annarstaðar í heiminum,
þar sem nokkur framþróun
hefir verið í bankamálunum.
Vér höfum barist gegn
bankaeinokuninni. En hvað hef-
ir blað verslunarstéttarinnar
gert. Það hefir látið kúga sig
til þess að berjast með banka-
einokuninni og telja ýmsir að
skriðdýrsháttur fyrir stjórn-
inni sé það sem dregið hafi
ritstjórana til þess að standa
með því að velta bölvun einok-
unarinnar yfir íslensku versl-
unarstéttina.
Svo mikill vesaldómur er fal-
inn í þessari framkomu blaðs-
ins, að furðu sætir. — Þessir
aumingjar, sem elta Jónas frá
Hriflu i öllum höfuðmálum,
brígsla öðrum, sem standa eins
og björg gegn ýmsum höfuð-
vitleysum Jónasar, um fylgi
við hann. „Morgunblaðið“ er
eins og heimalingur hjá Jón-
asi á Hriflu, sem sötrar einok-
unargutlið úr sömu fötunni og
Jónas frá Hriflu og hans nán-
ustu. Og það er því eðlilegt að
„MorgunbIaðið“, þannig útleik-
ið“ eigi erfitt að rökræða nokk-
urt einasta mál frammi fyrir
verslunarstéttinni, sem er í
megnri aðstöðu við það.
Svo skamt er síðan, að alla
ætti að reka minni til — síð-
an settir voru menn í hið
nýja bankaráð seðlabankans.
Hverja setti ihaldsflokkurinn af
hálfu verslunarstéttarinnar? —
Engann. — Hverja setti hann
af hálfu úfgerðarmanna? —
Engann. — Hverja setti hann
af hálfu landbúnaðarins? —
Engann.—Atvinnuvegunum var
gleymt. Hefir „Morgunblaðið“
fundið að þessu? Ó-nei, það
hefur þagað, eins og „Tíminn“,
auðvitað.
Er þetta ekki vesaldómur?
Hvergi er hægt að drepa svo
niður fingri að ekki komi ves-
aldómurinn fram. —
Vér höfum að eins minnst
á nokkur mál, þar sem vér
við ótal tækifæri áður, höfum
sýnt fram á hin hörmulegu
mistök stjórnarinnar og ýmsra
aðstandenda hennar. Vér þykj-
umst vissir um að lesendur
vorir muni skilja, hvernig á
því stendur, að „Morgunbl." í
stað þess að verja sig og
stjórnina gegn hinum rök-
studdu, óhlutdrægu og alvar-
legu aðfinslum vorum, ræðst á
Sig. Eggerz í ísafold. Ástæðan
er sú, að rökin vantar. Blaðið
treystir sér ekki inn i alVarleg-
ar umræður, en vill að eins ýta
fram rógnum, vopninu, sem
það virðist ætla að vígja fram-
tíð sína. Annars eru árásirnar
svo barnalegar á Sig. Eggerz.
Um leið og það segir, að að-
eins einn rnaður standi í
liði hans, þá er það að
bregða honum um valdadraum.
Um leið og það vill ófrægja
írjálslyndu mennina, þá flytur
það mynd með lofi af einum
manni úr þeim flokki, Sigurði
búnaðarmálastj., veit auðvitað
ekki að hann á þar heima.
— Bankastjóraskipuninni mun-
um vér ekki víkja að, en best
væri að minnast á hana við
J. Þorláksson. —
„Morgunblaðið" vill gera lítið
úr Sig. Eggerz, en allir vita,
að lifróður stjórnarinnar og
blaðs hennar gegn honum er
kominn af hræðslu, af þvi að
hvort sem hann ér liðmargur
eða liðfár, þá þorir hann að
segja meiningu sína.
Stjórnin og blöð hennar eru
hrædd við sín eigin mál. Þau eru
hrædd við að rétt sé skýrt frá
því, hvernig þau hafi flækst
inn í bankaeinokunia. Þau eru
hrædd við að sagt sé frá Titan-
glæfrunum, sem verið er að
draga yfir þjóðina. Þau eru
hrædd við að þjóðinni verði
kunn hin stjórnlausi aumingja-
skapur stjórnarinnar í spu'rs-
málinu um ábúðarrétt Dana.
Þau kveljast af hræðslu yfir
því, að augu þjóðarinnar muni
opnast og hún muni skilja, að
þeir menn eru nátthúfur, sem
ekki vilja standa með sinni
eigin þjóð í stærstu fjárhags-
og sjálfstæðismálum hennar.
Stjórnin og blöð hennar eru
einnig hrædd við það, að einn-
ig hennar stuðningsmenn komi
auga á að stjói’nin hefir ekki
bjargað fjárhagnum.
Sá maður, sem nú er for-
maður stjórnárinnar var oss ó-
hollur í sjálfstæðisbaráttu
vorri hinni gömlu, hver trúir
honum í sjálfstæðisbaráttunni
hinni nýju?
„Morgunblaðið" þráir það,
stjórnin er sjúk af löngun eftir
því, að Sjálfstæðismönnunum
gömlu verði útrýmt úr þing-
inu.
„Morgunblaðið" kallar þá
menn „aumastir allra“, sem
inestan þátt hafa átt í sjálf-
stæðisbaráttu vorri. — En hvað
mundi þjóðin segja við þessu?
Svo langt fór stjórnin í sín-
um gömlu heimastjórnargöldr-
um, að einum af hinum trúustu
stuðningsmönnum hennar, P.
Ottesen, ofbauð. Hið gamla
sjálfstæðisblóð svall aftur í æð-
um hans og út yfir þingsalinn,
yfir stjórnina slöngvaði hann
hinum el'tirtektarverðu orðum:
„Glögt er það enn hvað þeir
vilja“.
Hvað langt verður þangað til
þolinmæði þjóðarinnar brestur,
og þeir standa einir og yfirgefn-
ir sem yfirgáfu þjóðina áður fyr,
er mest reið á, og eru nú aft-
ur að búa sig undir að yfir-
gefa hana, því aldrei bar
svipur nokkurra stjórnar meiri
uppgjafamerld en þeirrar
stjórnar, sem ekki þorir að
segja, að hún heimti Island alt
til handa þjóðinni 1943. — Vér
Islendingarnir munum allir
heimta það.
Á hundavaði.
Eins og sýnt hefir verið
fram á hér í blaðinu, hefir
meðferð þingsins á stóru mál-
unum verið þannig, að ekki er
við unandi. Það hefir gefið
eignalausu erlendu félagi sér-
leyfi til þess að virkja stærstu
á landsins, og reka hér stór-
iðju. Nefndirnar í þinginu, sein
áttu að rannsaka þetta mál,
brugðust skyldu sinni. —
Mennirnir, sem í nefndunum
sátu, höfðu ekkert vit á virkj-
unarmálum. — Þeir hafa vafa-
laust eitthvað rætt um málið
sín á milli, en þeir höfðu ekki
einu sinni svo mikið við að
leita til þeirra manna, sem
sérþekkinguna höfðu á. Þess
vegna kom það yfir þingmenn-
ina eins og skrugga úr heið-
skýru lofti, þegar þeir heyrðu,
að kosnaðurinn við að virkja
og notfæra orkuna úr Urriða-
fossi mundi ekki kosta 40 milj.
króna, eins og þeim hafði ver-
ið sagt, — heldur 100 miljónir
króna. — En þótt nefndar-
inennirnir heyrðu þetta, og
þótt þingmennirnir heyrðu
þetta, þá voru þeir samt sem
áður ekki svo skynsamir, að
sjá sig um hönd. Þeir sintu því
engu, þótt þeir sæju í hendi
sér, að allar líkur bentu til þess,
að félagið mundi ekki geta
framkvæmt neitt af fyrirætlun-
um sínum viðvíkjandi fossa-
virkjuninni. Það bætti heldur
ekki úr skák, að þinginu var
svo umhugað um að gefa fé-
laginu réttinn til þess að virkja
Urriðafoss, að það krafðist
engra trygginga fyrir því, að
eitthvað yrði úr framkvæmd-
um af hendi félagsins. Það er
að eins hugsanlegt, að úr þess-
um lramkvæmdum verði, ef
auðkýfingar stórþjóðanna, eða
braskarafélög þeirra kaupa upp
hlutabréfin eða fá sérleyfið
framselt.
Þingið hefir því gefið eigna-
lausu félagi rétt til þess að
braslca með hlutabréfin. Og þar
með skapað þjóðinni svo mikl-
ar hætlur, að þjóðerni hennar
og fullveldi er i voða, ef prang-
ararnir eða auðfélögin ná hluta-
bréfunum eða sérleyfinu í sín-
ar hendur. Öll meðferðin á
þessu máli hefir verið þingi og
þjóð til skammar og vafalaust
einnig til stórskaða.
Landsbankafrumvarpið var
annað höfuð-málið, sem fyrir
þinginu lá. Frumvarp þetta
dagaði uppi á Alþingi 1926, en
komst í gegn með hinum
mestu herkjum á síðasta þingi.
Með þessum lögum er sá
grundvöllur lagður undir pen-
ingamál þjóðarinnar, sem öll-
um er tli stórbölvunar. Þar hef-
ir verið brotið í bág við inn-
lenda og erlenda reynslu. —
Það má búast við, að þessi
ramskakki grundvöllur, sem
lagður hefir verið undir fjár-
inál þjóðarinnar, valdi hinni
mestu kyrstöðu og afturför. —
Bændur verða að notast við
Ræktunarsjóðinn, sem fullnæg-
ir þeim ekki á nokkurn hátt.
— Þannig mætti lengi telja. —
Allar stéttir og allir einstakl-
ingar þjóðfélagsins hafa hina
sömu sögu að segja. — Allir
eru ver settir, eftir að þessi
lög hafa verið samþykt, held-
ur en þeir hefðu orðið, ef sér-
stökum seðlabanka hefir verið
komið á fót í sambandi við
fasteignabanka.
En ekki er nóg með þetta,
Yfirstjórn bankans er tekin að
miklu leyti úr höndurn banka-
stjóranna, þeirra mannanna,
sem þekkingu hafa á banka-
málum, og fengin bankaráði í
hendur, sem ekki þarf að hafa
nokkurn snefil af banka- eða
fjármálaþekkingu. — Banka-
ráðsstöðurnar verða bitlinga-
stöður og ekkert annað. —
Mennirnir, sem fengið hafa lágt
launaðar bitlingastöður, eiga að
stjórna þessum mikla banka,
er hefir einokun á peningamál-
um þjóðarinnar.
Alt er þá þrent er, segir
gamalt máltæki. — Þingið var
ekki ánægt ineð afreksverkin
tvö, sem nefnd hafa verið hér
á undan. Það réðist einnig á
stjórnarskrána og breytti henni.
—- Ekki er hægt að segja, að
breytingarnar séu til batnaðar,
enda munu fáir þingmenn
halda þvi fram í alvöru. Sam-
kvæmt stjórnarskránni, sem vér
nú eigum við að búa, á þingið
að koma saman árelga — og
því ákvæði inátti ekki breyta
nema með stjórnarskrárbreyt-
ingu. Ef stjórnarskrárbreyting-
in verður samþykt, — en ólík-
legt er að svo verði *— þá á
þingið að koma saman annað-
hvort ár, en þó má breyta því
með almennum lögum. — Þann-
ig er þinginu veitt heiinild til
þess að breyta þessu ákvæði ár-
lega — eftir því, hverir hafa
völdin á hverjum tíma. Fjár-
lög verður þá að semja til 2ja
ára í senn. Getur því ekki hjá
því farið, að fjáraukalögin
verði miklu fyrirferðarmeiri
heldur en fjárlögin sjálf. — Nú
er sá mikli niunur á fjárlöguin
og fjáraukalögum, að þingið
getur beinlinis ráðið því, hvern-
ig tekju- og gjaldaliðir fjárlag-
anna verða, en á fjáraukalögin
kemur alt það, sem ekki hef-
ir getað komist á fjárlögin.
Stjórnin semur þau ein, enda
ræður hún því algjörlega,
hvernig þau verða útlítandi.
Hún getur því eytt og eytt, al-
veg endalaust, án þess að
spyrja þingið að. — Með þessu
móti verður hún mikið til ein-