Ísland - 21.04.1928, Blaðsíða 1
ISLAND
BLAÐ FRJÁLSLYNDRA MANNA
2. árg. t Laugardaginn 21. apríl 1928. 15. tbl.
gsaocHs^aoofiCHsaaaoðfiHsooog
| íslandið 1
« «>
óskav öllum §
lesendum sínum js
i gleðilegs sumars. §
ö *í
afififiaa»fifiðOfififififiaaaafiaaa
t
Geir T. Zoéga
rektor Mentaskólans er nýlát-
inn. Æviatriða hans verðnr síð-
ar getið.
Kosningarréttur.
Niðurl.
Þess var getið í síðasta blaði,
að löggjafinn teídi 21 árs menn
hafa náð nógum þroska til þess
að ráða ráðum sínum og annast
fjárhag sinn. En það er óhætt
að taka dýpra í árinni: 21 árs
maður hefir allan þann sama
rétt, og ber allar þær sömu
skyldur sem eldri rnenn, nema
réttinn til þess að greiða at-
kvæði.
Vafalaust líta einhverir svo á,
að þetta sé eðlilegt, af því að
kosningarrétturinn krefjist svo
mikils þi'öska.
Það er heilagur sannleik-
ur. Kosningarrétturinn lcrefst
mikils þroska. En er hægt að
sjá það af framferði löggjafans,
að hann iiafi skilið þetta? Vér
verðum að telja það vafasamt.
Engra þekkingarskilyrða er
krafist af kjósendum. Ef þeir
fullnægja öðrum skilyrðum, þá
fá þeir að kjósa, þótt þeir kinini
hvorki að lesa né skrifa, og
þótt þeir kunni ekkert orð í ís-
lensku.
Það er vitanlegt, að kjós-
endum er nauðsyn á að þekkja
deili á þjóðskipulaginu, til þess
að þeir geti beitt kosningarrétti
sínum skynsamlega. Hcfir það
opinbera séð fyrir þessu? Þvi
verður að svara neitandi.
Stjórnárskráin, sem geymir
grundvallarreglur þjóðskipu-
lagsins, hefir ekki einu sinni
verið gefin iit almenningi til af-
nota. Þeir, sein ekki kaupa
stjórnartíðindin, geta ekki náð
i sjálfa stjórnarskrána. Hún
fæst hvergi keypt.
Og þá eru skólarnir. Það hef-
ir alvég gleymst að skipa fyrir
nni kenslu í íslenskri þjóðfé-
lagsfræði, enda er engin bók til
í þeirri grcin. — í barnaskólun-
um eru börnin látin læra um
öll kvikindi í jörðu og á, þeim
er skipað að þekkja litlar ár-
sprænur úti i heimi, smáflóa í
öðrum heimsálfum og eyjar i
Kyrrahafinu, en þau þurfa ekki
að vita hin minstu deili á
grundvallarreglum þjóðskipu-
lagsins.
Það verður því ekki séð, að
löggjafinn haí'i talið þroska
kjósendanna nauðsynlegan.
En þarf meiri þroska til þess
að greiða atkvæði á slcynsam-
legan hátt, heldur en til þess að
ráða ráðum sínum og fara með
fjárhag sinn á skynsamlegan
hátt?
Það væri hjjkátleg fjarstæða
að halda slíku fram. Einstak-
lingurinn gerir þjóðinni þrá-
faldlega meira tjón með óskyn-
samlegu framferði, bæði sem
sjálfráða og fjárráða maður,
lieldur en honum væri unt
með atkvæði sinu.
Það er og ástæðulaust að
ætla, að stjórnmálaþroski
mannsins aukist mikð trá því
hann er 21 árs og þar til hann
er 25 ára. Það er sanni næst,
að sá maður, sem ekkert vit
hefir á stjórnmálum, þegar
hann er 21 árs, hafi það ekki
heldur, þegar hann er 25 ára.
Og svo er eitt enn. Allar
framfarir eiga rætur sínar að
rekja til hugsjóna, en hvergi
er meiri nauðsyn á hugsjónum
en i stjórnmálalífinu. Hugsjóna-
laus stjórnmálamaður er til
einskis nýtur. ■— Hann getur
ekki bygt framtíðarhallir þjóð-
arinnar. En nú er það vitað, að
æskan á hugsjónir — oft á tíð-
um miklu meiri en þeir, sem
eldri eru. Og þess vegna er það
heimskulegt fyrir sjálft þjóðfé-
lagið, þótt ekki sé litið á rétt
einstaklingsinst að úti loka full-
tíða húgsjónamenn frá stjórn-
málaafskiftum.
Og svo er lxættan engin, þótt
stjórnmálaþroski 21 árs manna
reyndist lítill. Atkv. þeirra eru
ekki svo mörg, enda mundu þau
dreifast svo á milli stjórnmála-
floltkanna, að enginn mundi
hafa óhag af því, þótt aldurs-
takmarkinu væri breytt: miðað
við 21 árs aldur.
Vér getum því ekki séð, að
nein skynsamleg ástæða sé fyrír
því — heldur þvert á inóti —
að meina 21 árs gömlum mönn-
um að eiga kosningarrétt.
Enda mun skynsemin ekki
hafa ráðið því, að þessi órétt-
ur hefir ekki verið afnuminn,
heldur kæruleysi og heimsku-
leg íhaldssemi.
Heimilisfesti. Stjórnarskráin
kveður svo á, að menn verði að
hafa verið lniscttir í landinu í
fimm — síðuslu árin áður en
kosning fer fram — til þess að
eiga hér kosningarrétt. Þetta á-
kvæði er sett til þess að koma
í veg fyrir að Danir komi hing-
að upp til þess að greiða hér
atkvæði. Þetta skilyrði er sjálf-
sagt, og þarf nauðsynlegá að
vera í lögum á meðan sam-
bandslögin eru í gildi.
Búseta. Það er líkt um hana
að segja og heimilisfestina. Og
verður því ekki fjölyrt um
hana hér.
Óflckkaö maiuiorð. Sá er tal-
inn hafa flekkað mannorð, sem
hefir orðið sekur að lagadómi
um verk, sem svívirðilegt er að
almenningsáliti, nema hann
hafi fengið uppreist æru.
Þetta kosningarréttarskilyrði
er eðlilegt. Það væri ekkert vit í
því að láta glæpamenn hafa
kosningarrétt. Með glæpnum
hafa þeir sýnt það, að þeim er
ekki treystandi til þess að fara
vel og skynsamlega að ráði
sínu. Og það er því eðlilegt, að
þeim sé bannað að kjósa í trún-
aðarstöður þjóðfélagsins.
Fjár sins ráðandi. Sá er fjár
síns ráðandi, sem_ orðinn er 21
árs, og hefir ekki verið sviftur
fjárræði með dómi, enda sé bú
hans ekki undir skiftum sem
gjaldþrota-bú.
Um þetta kosningarréttar-
skilyrði er ástæðulaust að
fjölyrða. Það er eðlilegt,
að sá maður, sem farið
hefir svo óskynsamlega að
ráði sínu, að nauðsyn hefir bor-
ið til að svifta hann fjárræði,
sé ekki látinn halda kosning-
arréttinum. Það er dálítið öðru
máli að gegna um þann, sem
orðið hefir gjaldþrota. En það
virðist þó ekki vera ósann-
gjarnt að láta hann ekki hafa
kosningarrétt á meðan verið er
að skifta búi hans.
Sveitarstijrkurinn. Eins og áð-
ur er sagt, hefir sá maður, sem
þegið hefir af sveit, elcki kosn-
ingarrétt — fyrr en hann hefir
endurgreitt styrkinn eða honum
hefir verið gefinn hann upp.
Þetta skilyrði væri ekki rang-
látt, ef það væri aðalreglan, að
þeir, sem þiggja af sveit, hefðu
ekki farið eins skynsamlega að
ráði sínu eins og aðrir menn.
En það er langt frá því, að þetta
sé aðalreglan. Það er undan-
tekning, ef menn lenda á sveit
af þessum ástæðum. — í lang-
flestum tilfellum verða menn
hjálparþurfar af öðrum ástæð-
um. Ósjálfráð atvilc verða þessa
alla jafnan valdandi. Órncgð og
heilsuleysi eru tíðustu tilfellin.
Hvaða vit er í því að svifta
þann mann, sem fyrir miltilli
ómegð á að sjá, kosningarrétti.
Hann er að ala upp ríkisborg-
ara fyrir þjóðfélagið, og af þeim
ástæðum leggur hann oft á tíð-
um miklu meira á sig heldur en
sá, sem mikið hefir á milli
handanna. Og þetta eru launin:
að fara með hann eins og
glæpamann. Sama er um þann
mann að segja, sem orðið hefir
hjálparþurfi vegna heilsuleysis.
Það er hneyksli, að hann skuli
vera sviftur lcosningarrétti.
Áður fyrr höfðu þeir einir
lcosningarrétt, sem greiddu
hæstu skattana. Og menn hafa
sannfærst um það fyrir löngu,
að þelta var heimslculegt, og
þess vegna var þessu breytt.
En hvérsvegna var slcrefið eklci
stigið alveg?
Sá maður, sem greiðir 2—3
krónur í slcatt, hcfir jafn mikil
völd með atkvæði sínu og hinn,
sem greiðir margar þúsundir,
en sá, sem fær nokkura króna
hjálp af aímannafé, er sviftur
kosningarrétti.
Það er ósanngjarnt að svifta
menn kosningarrétti, þótt þeir
verði hjálparþurfar, og það er
smánarblettur á hverju þjóð-
félagi, að láta jafn úreltan
hugsunarhátt og hér kemur i
ljós, ráða löggjöf sinnr.
Kosningarréttarskilyrðm ættu
því að vera þessi:
að allir islenskir rikisborgar-
ar hafi kosningarrétt, ef þcir
eru orðnir 21 árs þcgar kosning
fer fram, hafa verið heimilis-
fastir i landinu i 5 ár og búið í
kjördæminu i eitt ár, hafa ó-
flekkað mannorð og eru fjár
sins ráðandi.
Það getyr vel verið, að ein-
hverir huggi sig við, að elcki
geri það mikið til, þótt menn
hafi elcki kosningarrétt fyr en
þeir eru 25 ára, óg þótt þurfaln-
ingar liafi ekki kosningarrétt.
En ef þessi hugsunarháttur er
til, þá er hann ljótur.
Það er ranglæti að fara með
21 árs gamla rnenn sem fá-
bjána eða börn, og það er rang-
læti að svifta þurfalninga kosn-
ingarrétti. Og ranglæti —- í
hvcrri mgnd sem er — liefnir
sín grimmilega.
Ekki er ein
báran stök.
Danir hafa í mörg horn að
líta nú á tímum.
íslendingar hafa lýst yfir því,
að þeir vilji segja sambands-
lögunum upp jafn skjótt og
unt er.
Sjálfstæðismenn, sem Danir
kalla skilnaðarmenn, eru kornn-
ir til valda i Færeyjum. Þeir
vilja ekki treysta á handleiðslu
Dana í einu og öllu, en fara
sínar eigin leiðir.
Þégár Suður-Jótland samein-
aðist Danmörku, var mikið um
dýrðir í báðum þessum löndum.
Suður-Jótar hrósuðu liappi, að
vera lausir undan þýska okinu
og verða aftur þegnar danska
í'íkisins. Margar fagrar ræður
voru haldnar um það bil sem
sameiningin fór fram. En nú
eru Suður-Jótar óánægðir. Þeir
elskuðu Dani meira á meðan
þeir voru þegnar þýska rikis-
ins heldur en nú. Þeir hafa
viljað fá sjálfstjórn; og þótt
ekki beri eins mikið á sjálf-
stjórnai'' áhuga suður-jóskra
bænda nú eins og áður, þá er
þar elcki friðvænlegt með öllu.
En ekki er alt talið með
þessu. Norður-Jótar eru einnig
óóánægðir.
I l'æreyska blaðinu „Tinga-
krossur", er skýrt frá sjálfstæð-
isviðleitni Vendilbúa. Eru þar
pi'entaðar greinar úr dönskum
blöðum, er hljóða á þessa leið:
„Á fundi, sem haldinn var
20. mars i smjörgerðarfélági
Vendilsýslna, var ákveðið, að
allri samvinnu við hina stærri
bæji skyldi sagt upp. Þar var
meðal annars ákveðið, að
i'jómabiiin keyptu sjálf öll þau
lcol frá Englandi, senx þau þurfa
á að halda. Ennfremur, að sett
slcyldi á fót norður-jóskt vá-
tryggingarfélag, svo að pening-
ar þeirra, sem vátrygðu, flytt-
ust ekki til Ivaupmannahafnar,
en yrðu kyrrir í landshlutanum.
Vendilbúar feta með þessu i
fótspor Álaborgarmanna. Við
sýningu á ýmsum vörum, sein
búnar höfðu verið til i Álaborg,
hvatti bæjarstjórnin og iðnfélög-
in íhúa borgarinnar til þess að
kaupa ekki aðfluttar vörur. Með
þessu vildu menn bæta úr
vinnuleysinu: auka framleiðslú
á þeirn vörum, sem búnar eru
til í borginni.
Aðalmaðurinn í þessari sjálf-
bjargarviðleitni Vendilbúa, er
Niels Hjorth, stóx'bóndi í Bind-
slev. Hann segir:
„Vér viljum verða fjárhagslega
sjálfstæðir; vér viljum nota pen-
inga vora til hagsbóta fyrir oss
sjálfa, en ekki senda þá til stór-
bankanna, þar sem vér getum
svo fengið þá aftur að láni
gegn háum vöxtum. Ef hvert
hérað í landinu hefði farið
þannig að ráði sfnu, þá hefði
Landsmandsbankinn aldrei
komist í kröggurnar miklu.
í raun réttri er hér um það
að ræða, að vér önnumst sjálf-
ir um lcaup á öllum þeim vör-
um, sem vér þurfum að nota.
Srnáin saman viljum vér ná í
vorar liendur öllum vátrygging-
um. Vér höfum sett á fót vá-
tryggingarstofnun, sem vátrygg-
ir lausafé. Hún hefir gengið
ágætlega. Hana ætlum vér að
gera víðtækari og stærri.
Vér erum sammála. Hér er
ekki um þýðingarlausar bolla-
leggingar eða málæði að ræða“.
Og færeyska blaðið bælir við:
„Þannig farast manninum
orð. Eftir orðunum að dænia —
og hinni óttablöndnu alvöru,
sem kemur frarn i ummælum