Ísland


Ísland - 21.04.1928, Page 3

Ísland - 21.04.1928, Page 3
í S L A N D 3 þóít íslenska ríkið ætti hana, heldur cn ef einstaklingar ættu hana. Til þess aíS losna 'við alla hugsanlega hættu, yrði að eyði- *eggja alla geyma og hafa hér mjög lítinn olíuforða. VI. Vér mintumst á það í upp- hafi, að rétt hefði verið að veita félögum þessum lejTi til að hyggja gejunana, ef þetta mál væri eingöngu skoðað frá þvi sjónarmiði, að olían ætti að vera í svo lágu verði, sem unt væri. En þrátt fyrir það viljum vér taka það fram, að það er rangt og hættulegt að veita er- lendum félögum slík leyfi á landi hér. Þá er að minnast dálítið á islenska(?) hlutaféð. Því miður er mönnum ekki kunnugt um það, hvernig þessu máli er varið viðvikjandi Anglo Persian. Það er ákvéðið í hlutafélaga- lögunum, að félag megi þvi að eins starfa hér á landi, án sér- leyfis, að fullur helmingur hlutafjárins sé islenskur og refsing er lögð við því í liegn- ingarlögunum, ef tilkynt er til firmaskrár að hlutafé sé inn- horgað, ef það er það ekki. — Dómsmálaráðherra hélt því fram á Alþingi, að Shelifélagið væri ólöglegt. Og svo hefir ver- ið skýrt frá, að einn af ís- lensku hluthöfuninn hafi sagt, að hann ætlaði sér að fá féð að láni hjá enska félag- inu og kaupa fyrir það hluta- bréf og veðsetja svo félaginu hlutabréfin fyrir láninu. Nú er það ljóst, að með slíku háttalagi er auðvelt að fara í kringum hlutafélagalögin. Ef það fé telst íslenskt, sem fengið €r að láni hjá sama félaginu, seni á helming hlutafjárins, þá er hér opin leið til þess að fara i kringum lögin, og eklti er gerandi ráð fyrir, að löggjafinn hafi ætlast til þess. Dóinsmálaráðherra hefir sagt, að félagið væri ólöglegt. Hvers vegna í ósköpunum fór hann þá ekki í mál við félagið? Ef til vill gerir hann það enn þá. Vér viljum eklcert um það segja, hvernig dómur kynni að falla. Það getur vel verið, að ]>etla fé, sem þannig hefir verið fengið að láni, yrði álitið ís- lenskt, en það getur lika verið að þannig yrði ckki álitið. En það er ekki hundrað í hættunni fyrir dómsmálaráð- herra, þótt dómur félli þannig, að slíkt fé væri íslenskt. Dóm- urinn mundi skera úr vafasömu atriði, og þá hefði verið sjálf- sagt að gera við þetta gat á lög- un,um, sem í raun rétti gerir það að engu. — Banna með lög- um, að það fé, sem íslendingar le88ja i félög, er eldci megi starfa á íslandi án íslensks fjár, sé fengið að láni hjá því erlenda félagi, sem um væri að ræða. Vafi í þessu efni er hættu- legur og verður að hverfa. Ymislegt fleira, sem stendur 1 sambandi við þessi féiög, væri verl að athuga. En það skal þó ekki gert að sinni. Vér ætlum oss ekki að skera úr því, hverir séu sekastir í þessum olíumálum, hvort það eru Framsóknarmenn, íhalds- menn eða Jafnaðarmenn. Það l’er best á því að þeir rífist um það sjálfir. En að loltum viljum vér taka það fram, að oss virðist það mjög óviðfeldið, að háttsettir stjórnmálamennn skuli gerast hluthafar i erlend- um auðfélögum, sem eru að teygja angana inn í landið. Svarta happdrættið. Þeir sem gengu urn pósthólf pósthússins síðustu daga, er skipsferð var frá útlöndum, urðu varir við óhemju mikið pappírsrusl, sem hólfa-eigendur höfðu fleygt á gólfið. Voru þetta auglýsingasendingar frá tveimur dönskum happdrættis- firmum, sem höfðu sent þetla fargan til hvers eins nafngetins manns hér í bæ og líklega víð- ar út um alt land. Happdrætti er bannað með lögum hér á landi, svo líklegt er að þessi dönsku firmu hafi sótt um undanþáguleyfi til yfirvaldanna, þar sem um svo stórfelda aug- lýsingaherferð var að ræða. Er mér þó allsendis ókunnugt um það atriði, en heldur þykir mér það ólíklegt, því happdrætti þáð, sem hér um ræðir, „Dansk kolonial Klasse Lotteri“, er frægt fyrir svona sitt af hverju. Eg hefði þó ekki farið að skrifa þessar línur, ef greinileg tilraun til blekkinga hefði ekki komið frain í annari af umgetnum auglýsingasending- um. Þar hefir umboðsinaðurinn leyft sér að viðhafa orðiö „vel- omskrevne" í sambandi við þetta happdrætti, en til þess að sýna mönnum, að það er eitt- hvað annað en að „vel hafi verið skrifað“ um happdrættið, þá ætla ég að leyfa mér að vitna í grein sem birtist í fyrra vetur í danska blaðinu „Nati- onaltidende". Greinin er löng, svo að hér verður að eins um útdrátt að ræða, en hann cr hér settur, til þess að menn láti ekki hlekkj- ast af auglýsingaskruminu. Blaðið skrifar: „Kolonial- happdrættið var stofnað árið 1900 í þeim tilgangi að afla fjár lil þess að bjarga Vestur- Indíum við. Það er ekki sér- lega girnileg aðferð, en menn hugguðu sig við, að tilgangur- inn helgar ineðalið. Það tókst ekki að bjarga eyjunum við, í stað þess seldum við (þ. e. Dan- ir) Amerikumönnum eyjarnar fyrir slikk. Það bætti auðvitað ekki álit olckar í augum heims- ins, cn á hinn bóginn tókst okk- ur að bjarga „svarta happ- drættinu" frá voða“. Blaðið snýr sér nú að aðferðum þeim, sem umhoðsmenn þessa happ- drættis heita til þess að koma hlutunum út, segir að þýskt fé- lag hafi tekið að sér alla söl- una og að eftirlit með sunium umboðsmönnum þess sé alveg útilokað, og að kvartanir yfir frekju og ásælni þessara um- boðsmanna séu daglegt brauð i utanríkisráðuneytinu danska. Sem dæini upp á ásælnina tek- ur blaðið upp orðrétta klausu, sem birtist i „Sunday Times‘“ í Jóhannesarborg i Suður-Af- ríku. Fyiirsögn þeirrar klausu er: „Ný dönsk ránsferð“. og er efnið það, að firma í Kaup- mannahöfn, sem skrifar sig „The Burlington Export Co., Bankers, State authorished col- lectors for the Danish Colonial Lottery*,, hafi sent ýmsum mönnum í Suður-Afríku tilboð um að lcaupa ákveðna hluti í happdrættinu. Fáir urðu fil þess að sinna þessu og fengu menn þá bréf frá „firmanu" þar sem þeim er tilkynt það hátið- lega, að einmitt hlutir þeirra hefði komið upp við happ- drættið, en þar eð þeir hefðu ekki keypt hlutinn, þá hefði fúlgan, að upphæð 40.000 fránk- ar, lent hjá öðrum, en þó væri þó hægt að bæta ráð sitt og kaupa nýjan hlut í happdrætt- inu, o. fl. o. fl. i sama dúr. Blaðið tók sér nú fyrir hendur að bera saman tilboð og bréf frá þessu firma og komst þá upp, að bréfin voru sainhljóða. Þúsundir manna höfðu eftir því átt að vinná á sömu töluna (in casu 31036), og ineira að segja þóttust fleiri firmu hafa haft yfir þessari tölu að segja. í tilefni af þessum svikum kenist Afrikublaðið að þeirri niðurstöðu, að það hljóti að búa þó nokkuð „dirty Danes“ (skitnir Danir) i Kaupmanna- höfn. Út af þessum skrifum sneri „Nationaltidende“ sér til danska ráðuneytisins, og tólc þá ekki betra við, því enginn þóttist bera ábyrgð á gerðum umboðs- mannanna. Krossganga blaðsins var þessi: í utanrikisráðuneyt- inu könnuðust menn við svip- aðar umkvartanir, „en þær heyrðu undir fjármálaráðuneyt- ið“. Engin skrifstofa í fjármála- ráðuneytinu þóttist hafa málið með höndum, og var oss vísað að ráðherrans sjálfs. Fjánnála- ráðherra vísaði oss til- Ivoefoed, forstjóra, en Koefoed neitaði að láta nokkuð uppi og vísaði oss til Munthe-Bruun, formanns happdrættisstjórnarinnar. „Málið keinur (skam! sic.) mér ckki við“, sagði Munthe- Bruun, forstjóri, „það heyrir undir þýska félagið!“ Samtalið var nokkru lengra, og forstjórinn upplýsir ineðal annars, að enginn ráði við það, þó umboðsmennirnir reyni að selja hluti i happdrættinu jafn- vel í löndum, þar sem happ- drætti er bannað að lögum, söinuleiðis, að stjórn liapp- drættisins standi yfirleitt ráð- þrota gagnvart hrekkjabrögðum umboðsmannanna, og hann get- ur þess að einasta ráðið til þess að uppræta ósómann sé að neina happdrættislögin úr gildi. Blaðið bætir því við, að eng- um getti dulist livað gera skuli — „þvi álit þjóðarinnar er ann- arsvegar“. Skyldu þessi og svipuð skrif eiga heima i þeim flokkinum, sem danski umboðsmaðurinn kallar „velomskrevne“? L. S. Vossische Zeitung og Shell. I. jan. síðastl. var grein í þýska blaðinu Vossische Zeit- ung um Shellfélagið á Islandi. í nefndri grein var fullyrt, að geymar Shell væru miklu stærri en þeir eru. Sendiherra vor i Kaupmannahöfn, Sveinn Björn- son, bar ýmislegt til baka, sem í greininni stóð, meðal annars það sem sagt hafði verið um stærð geymanna og olíunot- kun íslendinga. Blaðið tók skýririgu hans til greina og svo var að sjá sem mál þetta væri úr sögunni. En á eldhúsdegin- um í neðri deild deildi dóms- málaráðherra á Magnús Guð- mundsson fyrir framkomu hans í þessum oliumálum. Ber mönn- um ekki saman um, hvernig orð ráðherrans féllu. En orð hans hafa þó valdið því, að nýj- ar umræður hafa orðið um ol- íumálin í þýska blaðinu. II. mars síðastl. birtist aftur grein í Vossische Zeitung. — Hljóðar hún á þessa leið: „Island sem stuðningur fijrir enska flotann. Játning islensku stjórnarinnar. Frásögn „Vossische Zeitung“ þ. 1. janúar um tilraunir Eng- lendinga, til að fá fótfestu fyr- ir flota sinn á íslandi, hefir komið af stað uinræðum um lieim alllan. • Frá Reykjavík berast oss nú eftirfarandi frek- ari tilkynningar: Reykjavík 2. mars 1928. Hér á Alþingi urðu nýlega umræður milli fyrverandi í- liaklsstjórnar, sem veitt hafði Shell Co. leyfi til smiða á olíu- geymunum, og eins meðlims núvcrandi Framsóknarstjórnar, og meðan á umræðunum stóð bar Jónas frá Hriflu, núverandi dómsmálaráðherra, með tilliti til leyfisveitingarinnar, fyrver- and atvinnumálaráðh., Magnúsi Guðmundssyni, hreinskilnings- lega á brýn, að hann hefði með henni stefnt sjálfstæði íslands alvarlega í voða. Siðar á þing- fundi lýsti dómsmálaráðherrann því enn fremur yfir, að orðróm- urinn um fótfestu' ensku flota- , málastjórnarinnar væri liklega ckki tilhæfulaus. Slík hreinskilni hinnar núver- andi íslensku stjórnar hlýtur að vekja 'enn meiri undrun, þar sem íslenski sendiherrann i Kaupmannahöfn, Sveinn Björnsson, neitaði þegar, eftir að fyrstu fréttirnar um fyrir- ætlanir ensku stjórnarinnar bár- ust með „Vossische Zeitung“ út í heiminn, öllu sambandi hins íslenska Shell Co. og enslcu flotamálastjórnarinnar og mót- mælti all einarðlega. Orð dómsmálaráðherrans hafa skilj- anlega vakið mikla gremju í- haldsþingmánna, sem við Shell Co. eru riðnir, þar á meðal fyrverandi atvinnumálaráðherra og enska ræðismannsins í Vest- mannaeyjum, Gísla Johnsen. Samband Shell Co. við Anglo Persian Co. og Burna-Oil-Co. dregur úr öllum vafa um hinn eiginlega tilgang Englendinga. Menn verða að íhuga, að enska flotamálastjórnin á meiri hluta hlutabréfanna í Anglo Persian. MILLUR og alt til upphluta af bestu tegund, ódýrast hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmiði. Laugaveg 8. Simi 383. Reykiavík. Það gelur heldur ekki haft sef- andi áhrif, að Englendingar starfa hér með leppum og hafa stofnað „Shellfélagið á íslandi“, Nýlega hafa só?íalistar kornið fram með tillögu um endur- reisn steinolíueinkasölunnar. — Útilitið virðist ekki gott. En að minsta kosti er rneiri hluti ís- lensku þjóðarinnar afar á- hyggjufullur út af verndun hlutleijsisins, sem með réttu verður að álítast hin eina rétta stjórnmálastefna Islands við hvaða árekstur, sem uin er að ræða“. Skeyti þetta er greinilegt. — Einhver maður, sem staddur er í Reykjavík, hefir sent það til þýska blaðsins. Væri ekki úr vegi að vita, hver það er, sem sendir slik skeyti út úr land- inu. Dómsmálaráðherrann get- ur látið rannsaka það, og vænta menn þess að hann geri það. En það er önnur lilið á þessu máli, og hún er sú alvarlegasta. Á öðrum stað hér í blaðinu eru leidd rök að því, að engin ástæða sé til þess að óttast, að erlendar þjóðir, sem lenda kunna i ófriði, geti haft nokk- urt verulegt gagn af olíu þeirri, er Shell eða Anglo Persian hafa hér, ef félög þessi auka ekki olíuforðann að miklum mun. En það er ekki nóg, þótt Is- lendingar sjálfir séu sannfærð- ir uin, að hætta geti ekki verið á ferðum. Hlutleysi vort er dýrmætasti fjársjóðurinn sem vér eigum. Og verðum vér að gera alt sem vér getum til þess að vernda það. Og það er ekki nóg að vér vitum það sjálfir, að vér höfuin ekki brotið það í neinu. Vér verðum að sannfæra aðrar þjóðir um að svo sé ekki. Stjórnin verður að gefa ná- kvæmar skýrslur um þessi ol- íUmál, sýna heiminum, að ekk- ert sé athugavert við oliuforð- ann, sem geyindur er á íslandi. Og það er skylda hennar að gera þetta sein allra fyrst. lnnbrotsþjófnaður. Nýlega hafa tveir innbrots- þjófar verið handsamaðir í Reykjavík. Höfðu þeir stolið miklum varningi úr verslun Marteins Einarssonar kaupm. og nokkrum öðrum verslunum hér í bænum. Annar þessara manna heitir Anschutz og ér þýskur, hinn heitir Vigelund og er færeyskur. Stúdcntagarðurinn. Skagafjarðarsýsla hefir ný- lega ákveðið að gefa til Stú- denatgarðsins andvirði eins her- bergis, er beri nafn sýslunnar. Á þessu ári hafa komið sams- konar loforð frá Akureyri, ísa- firði og Færeyjum.

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.