Ísland - 05.05.1928, Blaðsíða 3
í S L A N D
3
Moti Guj beit grein uf einu
tiénu, — það var eins og hann
ætlaði að nota hana fyrir tann-
stöngul — rölti fram og aftur
ura það svæði, sem búið var að
ryðja, og erti hina fílana, sem
voru byrjaðir að draga upp
stofnana.
Chihun skýrði landeigandan-
um frá, hvernig komið væri.
Landeigándinn kom út ineð
hundasvipu, sem hann lamdi
niður i jörðina, eins og hann
væri óður. Moti Guj gerði hvíta
manninum þann heiður, að
reka hann næstum því 200
faðma út fyrir hið nýrudda
■land, og rak hann alla leið heim
í hús. Svo nam hann staðar
fyrir utan húsið og öskraði, svo
að húsið skalf. Þannig eru fíl-
arnir.
„Það þarl' að berja hann. Það
þarf að berja hann, svo hann
verði hissa“, sagði ekrueigand-
inn. „Gefið Kala Nag og Mazim
12 feta langa keðju, hvorum,
og látið þá berja Moti Guj 20
högg“.
Kala Nag —,sem þýðir svarta
slangan — og' Masim voru
stærstu fílarnir i hópnum, og
aðalstarfi þeirra var að hegna
filunum, þar eð enginn maður
getur lamið fíl svo að um muni.
Þeir tóku hlekkina og hristu
þá með rönunum, og skálmuðu
í áttina til Moti Guj í þeim til-
gangi að lumbra á honum.
Moti Guj hafði aldrei verið lam-
inn i þau 39 ár, sem hann hafði
lifað, og hann kærði sig ekkert
uin að fá barsmíð nii. Hann
stóð þVí kyrr, sveiflaði ranan-
uin til beggja hliða og' Jiugsaði
ura, hvar stór vigtönn mundi
sökkva dýpst i skrokkinn á Iíala
Nag.
Kala Nag hafði ekki vígtenn-
ur, járnhlekkirnir voru embætt-
iseinkenni hans, en á síðustu
stundu beygði hann af, labbaði
í kringum Moti Guj i alllangri
fjarlægð og Iét sem hann va?ri
að leika sér með hlekkina.
Mazim sneri þegar í stað aftur.
Hann langaði ekki í bardaga
daginn þann. Og þess vegna
varð ekkert úr barsmíðinni.
Þegar hér var komið, ákvað
ekraeigandinn að hætt yrði að
skifta sér af fílnum, og Moti
G,uj tók til sinnar fyrri iðnar,
að rápa um hið rudda land.
Fíll, sem er laus og nennir
ekki að vinna, er næstum því
eins erl'iður viðfangs og bryn-
dreki, sem losnað hefir úr fest-
um í ofviðri. — Hann rápaði
fram og aftúr, lamdi fílana á
frambógana, og spurði þá, hvern-
ig verk það væri að draga upp
trjástofna. Hann þvaðraði og
uin að fílarnir ættu rétt á löng-
um tíma um miðjan daginn til
þess að hvílast. Hann gerði alla
hina fílana lata og óþæga, þar
«1 komið vaf að sólarlagi. Þá
gekk hann á bás sinn, til þess
að fá að éta.
„Sá, sein ekki vinnur, á ekki
heldur mat að fá“, sagði Chih-
un. „Þú ert ótaminn fíll, en alls
ekki vanin sk'epna. Farðu út í
skóginn".
I^itla, dökka barnið hans
Chihuns lá á gólfinu í kofanum
og teygði armana í áttina til
fílsins. Moti Guj vissi vel, að
barnið var Chihun hjartfólgnara
en alt annað á jörðinni. Moti
Guj teygði ranann í áttina til
barnsins og það fleygði sér á
ranann af kæti mikilli. Moti Guj
vafði rananum um barnið og
sveiflaði því upp í loftið, svo
að það var á iði 12 fetum fyrir
ofan hiifuð föðursins.
„Guð almáttugur“, hrópaði
Chihun. „Þú skalt fá á auga-
bragði 12 ágætar mélkökur, 2
feta þykkar, gegnblautar af
rommi, og þar að auki 200 pund
af nýskornum sykurreyr. Vertu
svo vænn að láta barnið ómeitt
niður á gólfið, barnið, sem ég
elska meira en alt annað.
Moti Guj lagði barnið á milli
framfóta sinna — framfótana,
sem hægt hefði verið að eyði-
leggja kofa Chikuns með að
öllu leyti — og beið eftir mat
sínuin. Hann ál hann og barn-
ið skreið brott. Moti Guj dott-
aði og hugsaði uin Deesa. Eitt
af því merkilega við fílinn er,
að hann þarf minni svefn en
önnur dýr jarðarinnar. 4—5
stundir að næturlagi er nægilegt
— 2 fyrir raiðnætti, og liggur
hann þá á annari hliðinni, 2 st.
eftir kl. 1, liggjandi á hinni
hliðinni. Allar hinar stundir
sólarhringsins notar hann til
þess að eta og' tala við sjálfan
sig.
Um iniðnætti gekk Moti Guj
frá tjóðurhælnum, af því að
honum hafði dottið í hug, að
Deesa kynni að liggja einhvers-
staðar úti í skógi, án þess nokk-
ur liti eftir honum. Og alla nótt-
ina reikaði hann um skóginn,
öskraði og hristi eyrun. Hann
gekk niður að fljótinu og öskr-
aði yfir vatnið, sem Deesa var
vanur að þvo hann í, en enginn
svaraði. Hann fann Deesa elcki,
en hann trublaði róseml hinna
fílanna, og hann gerði Zigaun-
ana, sem voru í nágrenninu,
dauðskelkaða.
Með morgunsárinu kom
Deesa. Hann hafði í sannleika
verið fullur, á meðan hann var
fjarverandi, og hann bjóst við
að fá engar vina-viðtökúr, þar
sem hann hafði verið lengur í
burtu, en hann hafði fengið
leyfi til. Hann dróg andann
léttilega, þegar hann sá, að hús-
ið var með kyrrum kjörum, því
að hann vissi, hvernig Moti Guj
var skapi farinn, og hann til-
kynti, með mörgum orðum, að
hann væri kominn aftur til
vinnu. — Og auðvitað laug
hann upp mörgum sögum, til
þess að afsaka fjarveru sina.
Moti Guj var kominn að fóður-
hælnum til þess að fá morgun-
verð. Hann var orðinn hungrað-
ur eftir erfiði næturinnar.
„Kallaðu á fílinn þinn“, sagði
ekrueigandinn, og Deesa hróp-
aði eitthvað á fílamáli, sem
sumir fílatemjarar halda að
komið sé frá Kína fyrir ógur-
lega mörgum öldum, þegar fíl-
arnir — en ekki mennirnir —
réðu heiininum. Moti G,uj heyrði
og kom. Fílar stökkva ekki.
Þeir broltka áfram með mis-
munandi hraða. En ef fíll ætlaði
sér að ná hraðlest, þá mundi
hann gera það. Moti Guj var
kominn að dyrum hússins,
næstum áður en Chihun vissi
af, að hann hefði yfirgefið
tjóðurhælinn. Hann öskraði af
gleði, og' Deesa faðmaði hann
að sér. Og báðir grétu og kyst-
ust og' þreifuðu um hvorn ann-
an, lil þess að vita hvort þeir
væru heilir á húfi.
„Nú skulum við fara að
vinna“, sagði Deesa. „Lyftu mér
upp, sonur minn og vinur“.
Og Moti Guj lyfti honum upp,
og' þeir fóru að rífa upp trjá-
stofnana.
Ekrueigandinn var alt of
hissa til þess að verða reiður.
ENDIR.
Ljótur siður.
Indvcrskum skáldum er ekk-
ert yrkisefni jafn hugleikið og
ástin. Þótt örvar þær, er ástar-
gyðjan skýtur af boga sínum,
séu ekki úr stáli eða járni, en
saklaus ilraandi blóm, þá særa
þær mennina svo djúpum sár-
uni, að enginn læknir getur
læknað þau. Jafnvel Siva, hinn
grirami meinlætaguð, er ekki
öruggur fyrir þessum skeytum,
enda þótt hugsanir hans séu
ekki af þessum heimi. Hann
getur að vísu breytt líkama
ástargyðjunnar i ösku með eldi
reiðinnar, en ör ástarinnar, er
gyðjan hefir sent honum, geng-
ur samt inn í hjarta hans, og
hinn rciði guð þjáðist af kvöl-
um og löngunum ástarinnar.
Og hve milflu ver farnir
hljóta þá ekki hinir vesælu
jarðbundnu menn að vera. Þeir
eiga engan verri óvin en Kama,
ástarguðinn. Hinir góðu og
guðhræddu menn hafa hver á
fætur öðrum reynt að lcsa sig
við alt það, sem bindur þá við
jarðlífið, en örvar Kama liafa
gerl allar slíkar tilraunir að
engu. Og það, sem verst er:
Þegar inaður og kona eru særð
af örvum guðsins, þá leggur
kona Kama, Rati, læknandi
jurtir á sárin, svo að hvorugt
finnur til kvalanna. Það er ekki
fyrr en Yama, guð dauðans,
sendir skjaldsveina sína af
stað lil þess að sækja annað-
hvort þcirra, að það sem eftir
lifir, finnur til hinna djúpu
sára og ltvala, er örvarnar
liafa í för með sér, svo að því
finst, að það hljóti að deyja af
þeim. Þetta er nefnilega hættu-
legt fyrir ltonu, sem lifir mann
sinn — ef til vill vegna þess, að
sltáldin, sein kveðið hafa um
afl ástargyðjunnár, eru karl-
menn, og svo er ekki framar
hægt að undrast það, að hinar
sorgbitnu elckjur vilji fylgja
eiginmönnum sínum til hins
myrkva ríkis Yama, eins og
Savitri.
Þannig mundi indverskt ljóð-
skáld skýra ekkjubrensluna á
Indlandi. En við getum ekki
gert oss ánægða nreð slíka
skýringu. Vér verðum að reyna
að finna upptök þessa siðar, til
þess að skilja hann sjálfan.
Fyrstu greinilegu fregnirnar
um ekkjubrensluna korna til
Norðurálfunnar með ferða-
mönnum og' trúboðum Abra-
ham Roger, sem var trúboði í
Indlandi á árunum 1G30—1G47,
getur um þennan ljóta sið, og
siðan hafa margir gefið oss
greinilegar skýrslur um hann.
Siður þessi er nefndur Sati, sem
þýðir, að góð og trygg kona,
seinna ekkja, fylgir manni sín-
um í dauðann. Og eftir að vér
höí'um haft kynni af bókment-
saumavél
Frister & Rossman, Berlín.
Þær eru álitnar að vera bestu saumavélar sem flytjast til
Hafa þær verið notaðar hér á landi áratugum
saman og hlotið einróma lof.
íslands-
□
□
Þav fáið þér hana
unna bezt og fljót-
ast. — Ný sýnis-
hovn fyviv ávið 1928
eru send út. Talið
við umboðsmenn
»Álafoss«, eða skvifið til klæðavevksmiðjunnav
„ÁLAFOSS“.
REVKJAVÍK
Pósthólf 404. Laugaveg 44. Sími 404.
E°iF. °3E°3
6.° 31° J t° i t°i
um Indverja, höfum vér fengið
meiri þekkingu á sið þessum
og' getum nú gert .grein fyrir j
því, hvernig Indverjar líta sjálf-
ir á hann.
Indverjar hafa fullyrt, að
ekkjubrenslan sé eldgamall sið-
ur, sem hægt væri að rekja langt
ai'tur í fornöld. Þeir þykjast
geta bent á hann ,í hinum elstu
indversku ritum, t. d. Rigveda.
Itigveda er samsafn trúarljóða,
sem Indverjar segja, að guð
hafi ’ort fyrir löngu síðan. Þau
eru ekki ort af skáldum mann-
heima. Skáld, sem guðunum
voru velþóknanleg, fengu að
sjá þau. En þau opinberuðu
ljóðin svo fyrir mönnunum.
Indverjar líta svo á, að ekkju-
brensla sé fyrirskipuð í einum
stað í Rigveda. En það er langt
síðan það sannaðist, að þessi
skoðun byggist á því, að vísu
hefir verið breytt. Upphaflega
hefir þar staðið hvatning til
þeirra kvenna, sem þátt tóku
í greftrunarhelgisiðunum, að
snúa aftur lil hinna Iifendu. En
nú hljóðar þetta svo: að ekkj-
unni er skipað að ganga á bál-
ið með rnanni sínum. í Rigveda
er ekkert talað um líkbrenslu.
En aftur á móti er hægt að sjá,
að ekkjur hafa einhverntima
verið jarðaðar með mönnum
sinum. Þessi siður hefir einnig
átt sér stað annarsstaðar í
heiminum. En þegar Rigveda
var samin hefir siður þessi ver-
ið horfinn.
Miklu seinna höfum vér sagn-
i ir af ekkju-brensku i Indlandi.
: í elstu lögbókunum er ekki
getið um elckju-brenslu, og í
seinni tíma lögbókum er hún
ekki fyrirskipuð, en leyfð. í
hinum eldri söguljóðum finnast
nokkur dæmi um sið þennan.
Tíðast er sagt, að í hinni miklu
sorg sinni, hafi ekkjan lofað því
hátíðlega, að fylgja manni sin-
um á bálið, en hún virðist sjald-
an hafa efnt loforðið. Þó þekkj-
ast dæmi til þess, að hún hafi
gert það. ■
Frh.
Erlendar fréttir.
Yfirgcmgur Norðmcmna
heitir ritlingur, er Valdimar
Hersir hefir samið og gefið út.
Hersir sýnir fram á ágengni
Norðmanna í vorn garð, að þeir
þykist eiga oss með húð og hári,
ekki eingöngu íslendinga sögu-
aldarinnar, heldur og alla is-
lensku þjóðina.
Þótt vér getum engan veginn
fallist á alt, sem í ritlingnum
stendur, þá erum vér sammála
höfundi hans í því, að sjálf-
sag'l sé og nauðsynlegt, að
standa gegn erlendri ásælni,
hvort sem hún kemur frá
Norðmönnum eða öðrum þjóð-