Ísland - 07.07.1928, Page 1
BLAD FRjÁLSLYNDRA MANNA
arg.
Laugardaginn 7. júlí 1928.
26. tbl.
Síldareinkasalan og
„Brödrene Levy“.
Svo hljóðandi bréf hefir oss
borist í hendur.
slfölge den af Altinget ved-
tagne Lov, hvoraf vedlagt i
Oversettelse fölger 1 Exemplar,
skal der fra 1 Maj 1928 være
Manopol paa al til Export be-
stemt Sild, som er nedsaltet,
krydret eller paa anden Maade
tilberedt paa Island eller paa
islandsk Söterritorium.
Firmaet Brödr. Levy her har
af Udförselsnævnet faaet over-
draget at bestyre Monopolets
Salgsafdeling for Skandinavien.
Paa Bestyrelsens Vegne
(sign.) Lykkeberg.
Fyrri málsgrein þessa bréfs
skiftir ekki máli í þessu sam-
bandi, en síðari málsgreinin er
öllu merkilegri. Hún hljóðar svo
á islensku:
Útfiainingsnefndin heflr íalið
firmann, Bræðrunnm Levy, hér
að stjórna sölndeild einkasöl-
nnnar á Norðnrlöndnm.
Fyrir hönd stjórnarinnar.
(sign.) Lykkeberg.
Þetta bréf skýrir sig sjálft,
»Bræðurnir Levy«, danskt auð-
kýfinga firma, hafa fengið öll
völd yfir sölu íslenskrar síldar
á Norðurlöndum.
III var þín fyrsta ganga.
Á því herrans ári 1928 ákvað
Alþingi Islendinga, að ríkið skyldi
taka að sér einkasölu á íslenskri
sild.
Stjórnarliðið, sem barðist mjög
fyrir þessu máli, lýsti hátíðlega
yfir því, að þetta væri eina ráðið
til þess að bjarga síldarútvegin-
um íslenska.
Nú græða íslendingar, sagði
stjórnarliðið. Milliliðirnir hverfa
úr sögunni, milliliðirnir, sem
Tíminn hefir skammað frá upp-
hafi vega sinna. En fyrsta fóstur
Tímastjórnarinnar, fyrsta einka-
salan hennar var fengin dönsk-
um milliliðum í hendur.
111 var fyrsta ganga einkasöl-
unnar. Hvernig verða þær síðari?
Utflutningsnefnd var sett á stofn.
Hún fór til framandi Ianda og
íetlaði að gera mikið, en endaði
sína frægu för undir pilsfaldi
öanskra stórkaupmanna.
»Bræðurnir Levy« fá eitthvað
^Hr snúð sinn, líklega nokkur
^Undruð þúsund krónur. íslensk-
lr síldveiðimenn fá að borga,
danskir stórkaupmenn fá að hirða
aurana.
Neytendurnir útlendu verða
að snúa sér til »Bræðranna
Levy« í Danmörku, þeir hafa
á hendi aðalstjórn síldarsölunnar
íslensku.
Hlöð stjórnariunar hafa neitað
því, að Bræðurnir Levy séu um-
boðsmenn einkasölunnar. Pær
neitanir duga ekki lengur.
Lykkeberg, er skrifar undir
bréfið, er einn af starfsmönnum
þessa danska firma. — Hann
skrifar undir »fyrir hönd stjórn-
arinnar«. — Hvaða stjórnar?
Hefir danska firmað valið sjer-
staka stjórn til þess að annast
síldarsöluna? Ekki er hægt að
skilja bréfið öðruvísi. — Er sú
stjórn hin raunverulega stjórn
einkasölunnar? Hafa »Bræðurnir
Levy« einokun á þeirri síld, sem
seld verður á Norðurlöndum.
Ekki verður sagt, að einok-
unarpostularnir hafi vel af stað
farið. — En þeir hafa sýnt það
með þessari krossgöngu sinni til
Danmerkur, að fávitar einir geta
vænt þjóðinni mikils af einka-
sölum og einokunum.
Einkasalan mikla varð að
leita sjer skýlis fyrir hretviðrum
og erfiöleikum undir kjólfaldri
danskra burgeisa.
Mikil ert þú einkasala! Pú
ert skjól og skjöldur danskra
milliliða.
Þú varst getin í meinum.
Kommúnisminn er faðir þinn,
Framsókn hin fjölkunnuga er
móðir þín. En þau hafa ekki
getað séö þér farborða. Danskir
Gyðingar hafa tekið þig upp á
arma sína. Þeir eiga að ala önn
fyrir þér í framtíöinni.
— Ekki var þér í kot vísað 111
Ágrip af ræöu
Sig. Eggerz á Borgarnes-
fundinum.
Ræðumaöur hóf mál sitt á
þvi, að skýra frá, að jafn-
aðarmenn héldu lifi stjórnar-
innar i lúkum sínum, og væri
þvi eðlilegt að skoðanir jafn-
aðarmanna settu blæ sinn á
löggjöfina og athafnir stjórnar-
innar.
Ræðum. sagði að Alþýðubl.,
sem 'mintist sín við og við
hefði sagt að hann væri farinn
að verða gamall.
Sagði ræðumaður að ýmis-
legt skeði i stjórnmálum vorra
tíma, sem væri þannig vaxið,
að hver alvarlegur stjórnmála-
maður gæti fengið hvít hár í
höfuðið af því.
Til þess að sýna festuna hjá
hinum ráðandi flokki, þá skýrði
ræðumaður frá því, hver hefði
verið höfuðágreiningsmál milli
sín og frambjóðanda fram-
sóknar við síðust kosningar.
Höfuðmálin, sem þeir börðust
um, voru:
I. Títansérleyfið.
II. Uppsögn Spánarsamning-
anna.
III. Sljórnarskrárbreytingin.
Ræðumaður barðist gegn
Titansérfeyfinu, en frambjóð-
andi framsóknar greiddi at-
kvæði roeð lögunum á alþingi.
En hvað skeði svo á siðasta
þingi? Stjórnin tók eklci sömu
aðstöðu og frambjóðandi henn-
ar, en hun tók sömu aðstöðu
og Sig. Eggerz og neitaði um
sérleyfið.
Þá var ræðumaður ákveð-
inn gegn því, að nokkrar þær
ráðstafanir eða ályktanir væru
gerðar á alþingi eða annars-
staðar, sem gæti gefið ástæðu
til að Spánarsamningunum
yrði sagt upp. Frambjóðandi
framsóknar bar fram tillögu á
alþingi 1926, sem var mjög
hættuleg fyrir Spánarsamning-
ana, og þessari tillögu fylgdu
allir framsóknarmenn sem einn.
Hvað skeði nú þegar hinir
sameinuðu, framsóknarmenn
og jafnaðarmenn, tóku við
völdum? Þá var þvi auðvitað
slegið föstu, að ekki kæmi til
mála að hreyfa við Spánar-
samningunum. Stjórnin tók
sömu aðstöðu og ræðumaður
en yfirgaf frambjóðanda sinn.
Þá er stjórnarskráin. Fram-
sókn vildi breyta stjórnar-
skránni. Þing annaðhvort ár
var gleðiboðskapurinn, sem
prédikaður var í framsókn-
arblöðunum. Frambjóðandi
frams. var flokknum trúr og hélt
breytingunum fram við kosn-
ingarnar. S. E. hefir altaf verið
andvígur því að þing væri
annaðhvort ár, hefir við mörg
tækifæri sýnt hve mikið aftur-
haldsspor væri stigið með fækk-
un þinga. Þegar stjórnin nýja
tók við völdum, þá var stjórn-
arskráin auðvitað feld. Stjórnin
félst á slcoðun S. E. S. E. tók
þetta ekki fram til þess að
ráðast á þann framsóknar-
mann, sem bauð sig fram gegn
honum. Hann var trúr stefnu-
skrá flokksins. En stjórnin
breytti strax stefnuskránni, þeg-
ar ábyrgðin hvíldi á öxlum
hennar.
Þetta varð einnig til að sýna,
hve erfitt er fyrir kjósendur
landsins að átta sig á því,
hvað er alvara og hvað er
ekki alvara, þegar sjálfur stjórn-
arflokkurinn kúfvendir í svo
stórum málum sem hér er um
að ræða.
Þá veik ræðum. að því, að
sú hefði verið tíðin að kjós-
endur í Mýrasýslu mundu ekki
hafa unað því, að þingm. þeirra
skýrði ekki frá því sem gerst
hefði í sjálfstæðismálunum á
þingi. Og mikið má það vera
ef þeir una því enn. Sagðist
ræðum. sjá hér ýms kunn and-
lit frá fyrri timum og mundu
skoðanir þeirra varla vera
breyttar í máli, sem var þeim
eins hjartnæmt og sjálfstæðis-
málið.
Ræðum. skýrði þá frá fyrir-
spurn sinni til stjórnarinnar
um það, hvort hún vildi
vinna að því, að sambands-
lagasamningnum yrði sagt upp
og ihugað yrði sem vandlegast,
hvernig utanrikismálum þjóð-
arinnar yrði komið fyrir sem
tryggilegast og þá jafnframt
sem kostnaðarminst. Skýrði
rspðum. frá því, að hér væri
svo langt frá að verið væri að
ræða um form, þvi hér væri
verið að ræða um hluti, sem
hefðu raunverulega þýðingu
þar sem ekkert fjárhagslegra
atriði stærra væri til en að
þjóðin mætti sjálf njóta allra
þeirra auðæfa, sem landið
á í skauti sínu. En eins og
nú stæðu sakir væri þjóð, sem
er yfir 3 miljónir að stærð i
tvíbýli við oss. En með upp-
sögninni gæti þjóðin náð öll-
um rétti yfir landinu í sínar
hendur.
Ræðum. skýrði nú frá þeirri
niðurstöðu, sem varð á þing-
inu í málinu. Stjórnin og flokk-
ur hennur hefði tvimælalaust
lýst því yfir að þeir vildu segja
upp sambandslagasamningn-
um og búa oss undir að
taka við utanrikismálunum, og
yfir höfuð að öllu leyti fallist
á fyrirspurnina. Sömu voru
undirtektir íhaldsmanna, og
jafnaðarmenn lögðust á sömu
sveifina, en vildu þegar lýsa
yfir að þeir vildu ekki hafa
konunginn áfram, en þetta lá
fyrir utan það mál, sem til
umræðu var.
Eftir að ræðum. hafði gefið
stuttá skýrslu um þessi mál,
þá endurtók - hann, að sig
furðaði á því, að þingmað-
urinn skyldi ekki gefa kjós-
endum sinum skýrslu um þetta
mál, sem áreiðanlega hefði
verið merkilegasta málið, sem
fyrir þinginu lá.
Þá mintist ræðumaður á
skólamálin. Gat þess að kenslu-
málaráðherra hefði talið mjög
óheppilegt, hvað stúdentafjölg-
unin væri mikil. En samtímis
stofnaði kenslumálaráðherr-
ann í einræði sinu mentaskóla
á Norðurlandi. En enginn gæti
skilið að slík ráðstöfun gæti
dregið úr stúdentafjölguninni.
Ræðumaður kvaðst nú ekki
mundi víkja meiru að þessu
máli, en hann vildi vita hina
stóróheppilegu ráðstöfun ráð-
herrans að loka Mentaskólan-
um að miklu leyti fyrir fátæk-
ari mönnum í landinu og svo
að segja alveg fyrir sveitunum.
Öllum má vera það ljóst að
þeir efnaðri menn geta útveg-
að sonum sínum og dætrum
sérstaka kenslu, svo þau standa
betur að vígi í samkepninni. En
væntanlega verða einkunnir við
prófin látin skera úr þvi hverjir
verða i tölu þeirra 25 nemenda
sem kenslumálaráðherrann
leyfir að komast inn í skól-
ann. Að því er aðsóknina frá
sveitunum snerti, þá sé vist að
bændur hafi ekki ráð á því að
senda syni sína og dætur hingað
til Reykjavíkur og eiga á hættu
að þau þurfi að falla við inn-
tökupróf, þó dugleg sjeu.
Spurningin er þá, hvað okk-
ar reynsla, okkar saga sýnir
um það hvort ástæða sé til
þess að loka skólanum, beztu
msntastofnun landsins fyrir
bændadætrum og bændasonum
okkar. Reynslan er sú að ýms-
ir slíkir námsmenn, sem bar-
ist hafa við fjárhagslega örð-
ugleika allan skólatímann, hafa
oft reynst ötulustu mennirnir.
Óhætt er að fullyrða að ekk-
ert skapar hinn sanna jöfnuð
í þjóðfjelaginu eins og mentun.
Þeir, sem hafa nóg af þeirri
kjölfestu eiga leiðina opna að
öllu því, sem mest er um vert
i þjóðfjelaginu. Með þvi að loka
mentaskól., hefir stjórnin stígið
hið mesta afturhaldsspor, sem
stígið hefir verið á þessu landi.
Hinum frjálslyndu mönnum
með þjóðinni hlýtur að ofbjóða
þetta svarta afturhald, og kjós-
endur þeir, sem hér eru stadd-
ir og enn halda með stjórn-
inni, verða að krefjast þess að
hún afturkalli þessa ráðstöfun.
Ræðumaður mintist á ýms
önnur mál, breytinguna á
hegningarl. o. fl., en flytjum
að eins þau atriði, sem voru
þungamiðja ræðunnar.
Vér birtum hér ágrip af
ræðu þeirri, sem Sig. Eggerz
hélt á Borgarnesfundinum. I
ræðu þessari er skýrt rélt frá
öllu. Stjórnarmenn komust í
hin mestu vandræði út af ræð-
unni, og gátu ekkert hrakið
og engu svarað. Var þá gripið
til þess úrræðis að reyna að
telja lesendum Timans trú um,
að ræðan hefði verið einskon-
ar spaugræða, sem ekki væri
takandi mark á. Jafnvel þing-
maður kjördæmisins tók í
þennan streng.
Vér birtum ágrip af ræðunni
til þess að lesendurnir geti séð
hve sannsöglin er mikil. Ræð-
an var þrungin af alvöru en
við og við brá fyrir bitru háði
yfir öllum þeim pólitisku kast-
vindum, sem hafa þeytt stjórn-
inni úr einu horni í annað.
Sorglegt er að vita að hinn
vel gefni, ungi þingmaður kjör-
dæmisins skuli offra hugsjón-
um sinum á þessu stjórnar-
altari. Tilhneigingin er rík í
Tímanum til að beygja menn
undir flokksagann. Þáð er
eins og flokksaginn sé skoðað-