Ísland - 07.07.1928, Qupperneq 3
ÍSLAND
3
t*að hefir að vísu ekki verið
veitt en þá, en líklegt er talið,
að hinn setti dósent Ásmund-
ur Guðmundsson muni verða
skipaður í það.
Þetta mál hefir verið gert
að blaðamáli. Garðar Þorsteins-
son lögfræðingur hefir skrifað
um mál þetta i »Yísi« og sýnt
fram á það með sterkum rök-
um, að séra Sveinbjörn hafi
verið órétti beittur. Sig. P.
Sivertsen prófessor hefir hald-
ið uppi vörnum fyrir guðfræð-
isdeildina. En engum, sem les-
ið hefir greinar þeirra Garð-
ars og Sívertsens getur bland-
ast hugur um, að hin síðar-
nefndi fer mjög hallloka í rök-
ræðunum. Garðar hefir krafist
þess, að samkepnispróf verði
látið fara fram um émbættið,
og er það auðvitað hið eina
rétta.
Samkepnispróf á að skera
úr. Það er ekkert vit í því að
veita embætti við Háskóla —,
sem margir góðir menn vilja
fá, án þess að samkepnispróf
sé látið fara fram á milli þeirra.
— Og ég verð að vænta þess,
að embættið verði ekki veitt
fyrri en slíkt samkepnispróf
hefir skorið úr á milli þeirra
naanna, sem vilja fá embættið.
G.
Qleymskulindin
eftir
Jaroslav Vrehlichg.
Fulgentius ábóti studdist upp
við steinvegginn, sem lá í kring
um klausturgarðinn og hortði
hugsandi út í bláinn. Bænabók-
in datt úr hendi hans niður í
grasið.
Pað var komið að sólsetri.
Gömlu trén í klausturgarðinum
Ijómuðu af geisladýrð kvöldroð-
ans, — eins og gimsteinasúlur,
— og blöð þeirra ljómuðu eins
og smaragðar. Garðurinn var
næstum því eins fagur og ald-
iugarðurinn Eden, sem svo oft
er getið um í fornum fræðum.
Fuglarnir og fiðrildin, sem við
°g við flugu um garðinn, líkt-
nst mest fljúgandi blómum eða
hrapandi stjörnum.
— Allir hlutir glitruðu af
geisladýrð kvöldroðans, alt virt-
ist gegnumsýrt af ómælanlegum
krafti.
Það var hið leyndardómsfulla
augnablik umskiftanna, þegar
líður að kveldi — dagurinn er
liðinn, en þó er nóttin ekki
komin, augnablikið, þegar sálin
úunur ekki til hlekkjanna og
Þykist fær um áð fljúgja í aðra
heima.
Abótinn var óvenjulega hrygg-
úr i huga. Pað var þó ekki hin
Venjulega hrygð mannanna sem
honum amaði, sú hrygð, sem
manninn til þess að yfigefa
^Qnina og slökkva hinn síð-
asta lífsneista í óbygðum. —
Hrygð hans var annars eðlis.
Pað var hrygð sálarinnar,
sem þráir lífið, hrygðin, sem
fær mennina til þess að gripa
hálmstráinu, til þess að
hjarga sálinni, sem er að glat-
ast» hrýgðin, sem orsakast af
Pýánni eftir hinu fagra, góða og
hgnarlega, þránni, sem oss vant-
ar aðeins eitt skilyrði til þess
að geta fullnægt — að geta
gleymt því liðna.
Eftir mikil heilabrot, hóf á-
bótinn upp höfuðið og horfði á
fegurð sólarlagsins. Fyrir fram-
an hann stóð maður, klæddur
sem pílagrímur. Á höfðinuhafði
hann breiðan hatt, skrýddan
fjöðrum, staf í hendi og ferða-
tösku á baki. Hann var hár og
tignarlegur og andiit hans bar
þess merki, að hann var frið-
samur og sætti sig við örlögin.
Ábótinn veifaði til hans með
hendinni. Pílagrímurinn kom
nær, — aðeins hinn lági þyrn-
um vaxni steinveggur í kringum
klausturgarðinn aðskyldi þá.
»Ertu langt að kominn ?«
spurði ábótinn ókunna mann-
inn.
»Já«.
»Lengi hefi ég verið haldinn
óttakendri löngun eftir að heim-
sækja hina helgu staði«, sagði
ábótinn, »en skyldur mínar og
embætti hafa altaf hamlað mér
frá því. Og þér getið vafalaust
tæplega trúað því, að það sem
hefir verið erfitt fyrir munkinn,
er næstum því ómögulegt fyrir
ábótann. í mörg ár hefi ég stað-
ið við þennan vegg og horft út
í bláinn, til þess að koma auga
á kross og fána pilagrimanna.
Söngvar þeirra hafa stundum
komið tárunum fram i augu
mín. Það var eins og ég fengi
vængi, er vildu hefja mig til
flugs, en ég varð að kvelja þessa
sterku þrá, með kvöl í hjarta
varð ég að snúa aftur til klaust-
ursins, þegar kvöldklukkunum
var hringt. Smámsaman vand-
ist ég þessu, kvölin vék fyrir
meðaumkvun með sjálfum mér.
Ég horfði rólega á eftir þeim,
sem voru á leiðinni til landsins
helga — ég unni þeim þess að
komast þangað, en þó gat ég
ekki rætt löngunina upp úr sál
minni.
Þegar ábótinn hafði mælt
þessi orð, varð hann aftur þungt
hugsandi. Hann veitti því ekki
athygli að pílagrímurinn horfði
á hann með einkennilegum svip,
eins og hann vildi sjá alt það
sem gerðist i huga hans.
Án þess að bíða eftir spurn-
ingu, mælti ábótinn:
»Ég gerði mér í hugarlund,
að ég mundi verða hamingju-
samari en aðrir pílagrímar og
ef til vill finna það, sem allir,
fátækir og ríkir, ungir og gaml-
ir leita árangurslaust eftir«.
Pað var furðulegt, að píla-
grímurinn skyldi ekki reka. á-.
bótann í gegn með augunum.—
Ábótinn hélt áfram að tala, knú-
inn af hinu einkennilega augna-
tilliti pilagrímsins.
það var líkara því sem hann
ætlaði að skrifta fyrir æðri veru
og velta þunganum þannig af
sál sinni, sem hann hafði ekki
getað komið orðum að fyr en
nú. — Hann talaði hægt og ró-
lega, með dálitlum skjálfta í rödd-
inni.
»Vér þjáumst allir af þessari
hugsun. Hve margir sjófarendur
hafa ekki farist hennar vegna á
höfunum«.
Og klaustursögurnar, telja þær
ekki upp marga riddara, sem
fóru að heiman til þess að leita
að undrunum! Og þeir fundu
það ekki, en það er eins og
einhver rödd hvísli að mér í
leyni, að ég hefði orðið hepnari«.
Augu pílagrímsins voru björt
og töfrandi.
»Ég á við uppsprettuna miklu,
sem yngir alla þá, er af henni
drekka. Ég er viss um, að hún
er til, en hvar er hún? Ég trúi
því, að hún finnist einhvern-
tíma, en hver verður svo ham-
ingjusamur að finna hana, og
verður hann fær um að láta
hana verða öllu mannkyni til
heilla? og verður hann fær um
að láta hana verða sjálfum sér
til heilla? — Hver getur svarað
þessum spurningum?
Nú tók pílagrímurinn orðið:
»í>ú heldur, ábóti, að ynging-
arlindin mundi hjálpa þér og
verða þér til heilla, ef þér auðn-
aðist að finna hana. Hvilikur
misskilningur! Hugsaðu þig um.
— Ert þú saklaus?«
Þegar ábótinn heyrði þessa
spurningu tók hann að skjálfa.
Hann fann blygðunarroðann
færast yfir andlit sitt. Hann
beygði höfuðið og þagði.
Pílagrímurinn hélt áfram:
Hvaða gagn gæti uppynging-
arlindin gert þér og þínum lík-
um? Þér munduð drekka af
henni, og þér munduð yngjast,
en við það mundi sektarmeð-
vitund yðar einnig yngjast. Fað
eru ekki árin sem gera oss
gamla. Það er syndin, syndin
gegn göfgi mannkynsins, gegn
ákvörðun vorri, að vera góðir
og gera gott. Við ynginguna
mundi sektarmeðvitund vor vaxa
og sökin leggjast þyngra á oss.
Og þetta yrði hlutskifti allra,
því að, segið mér: Hver er sak-
laus og án syndar?«
»Enginn, enginn«, hrópaði á-
bótinn. »En hvert eigum vér þá
að leita?«
»Ég þekki betra meðal«, svar-
aði pílagrímurinn. »Ég þekki
aðra lind, sem yngir mennina
ekki upp og yður hefir ekki
dreymt um hana. Vatnið í henni
er beiskt á bragðið, en það er
holt. Það er það eina, sem get-
ur endurnært þann mann, sem
hefir mist hina sönnu æsku sál-
ar sinnar vegna sinda synna«.
Ábótinn starði á pílagriminn
og óslökkvandi þrá speglaðist í
augum hans.
»Þú hefir fundið hanal Segðu
mér: hvar og hvenær?«
»í*að er þýðingarlaust*, sagði
pilagrímurinn og færðist undan
að svara. F*ér má vera það nægi-
legt, að ég ræð yfir henni og
get gefið þér drykk, ef þú vilt
þá kom og vert ekki hræddur«.
»Ég óttast ekkert«, ég vil fá
hann«, pílagrímurinn opnaði
tösku sína, tók úr henni lítinn
trébikar og fylti hann af svört-
um vökva, sem hann tók úr
flösku, er hann bar í töskunni.
— Síðustu geislar kvöldsólar-
innar léku um andlit pílagríms-
ins, er endursprglaðist í svarta
vökvanum.
Hann rétti ábótanum bikarinn.
»Hvað er þetta?« spurði ábót-
inn, um leið og hann bar bik-
arinn að vörum sínutn.
»Þaö er úr gleymsku-lind-
inni«, svaraði pílagrímurinn. —
Sólin hvarf og skuggarnir færð-
ust yfir grundina. Ábótinn tæmdi
bikarinn. Eitt augnablik stóð
hann kyr og horfði út í bláinn.
Pílagrímurinn hvarf út í geim-
inn og síöan alt umhverfið.
Skuggarnir birgðu fyrir augu á-
bótans. Hann fann, að köld
hönd lypti því frá brjósti hans,
sem árum saman hafði legið á
því hans eins og mara. Hon-
um varð létt í skapi. Hann varð
ungur og hraustur i annað sinn.
Hann lét höfuðið hniga niður á
brjóstið, og skuggarnir umluktu
hann á alla vegu, að lokum
varð hann sjálfur skuggi og
hvarf út í geiminn.
Það var liðið á nóttina, þeg-
ar hinir skelfdu munkar klaust-
ursins fundu hann. Kaldir dagg-
ardropar sátu á hári hans og
skeggi, og þar sem hjartað hafði
titrað, lá fagurt blóm, og um
varir hans lék bros, er sýndi
óendanlega mildi. (Endir.)
Vinston Spencer CbiircIiiU.
Vinston Churchill má vafa-
laust telja einhvern merkasta
stjórnmálamann Englendinga.
Saga hans ber þess vitni, að
hann hafi mörg eínkenni mik-
ilmennisins.
Hann var orðinn hermaður,
áður en hann náði tvítugs-
aldri. Og næstu 6 árin, fram
að 25 ára aldrinum, tók hann
þátt í öllum þeim styrjöldum,
sem hann gat. Hann sat um
hvert tækifæri, sem hægt var
að eygja, til þess að vera með,
taka þátt í styrjöldunum.
Þegar hann var liðlega tvi-
tugur, fór hann að fást við
blaðamensku. Og var sendur
til vígvallanna sem fregnritari
blaðanna. Hann notaði þá
hvert tækifæri til þess að berj-
ast enda þótt það tilheyrði
ekki fregnritarastarfinu.
Þegar hann var 26 ára að
aldri, komst hann á þing. —
Hann hafði boðið sig fram sem
íhaldsmaður, en brátt yfirgaf
hann þann flokk og gekk í
frjálslynda flokkinn. — Hann
hækkaði brátt í tigninni. Þeg-
ar ófriðurinn gaus upp 1914
var hann flotamálaráðherra.
En lánið er hverfult.
Eins og kunnugt er, var
Kitehener lávarður gerður að
hermálaráðherra Englands.
Allir glöddust yfir þessu. —
Englendingar treystu Kitchener
betur en nokkrum öðrum til
þess að stjórna hermálunum.
En hermálaráðherrastarfinu er
svo háttað, að það krefst stjórn-
málavits, fremur en hernaðar-
vits. Þessu gleymdu Englend-
ingar. — Kitchener var eng-
inn stjórnmálamaður. Hann
var eingöngu hermaður.
Kitchener vildi beita öllu
afli enska hersins gegn Þjóð-
verjum á vestur-vígstöðvun-
um. — Churchill óttaðist Tyrki.
Hann leit svo á, að enska rik-
ið væri i hættu statt í Austur-
löndum, ef Tyrkir yrðu ekki
eyðilagðir. Hann vildi senda
her tíl Gallipolis. — Kitchener
barðist lengi á móti þessu. —
Tyrkir vissu hvað var á seyði
og bjuggu sig þess vegna sem
bezt til varnar. Kitchener lét
undan að lokum og stjórnaði
i raun réttri Gallipoli-herför-
inni, en hún mistókst alveg.
Ghurchill var kent um þetta,
allir réðust á hann og hæddu
hann. — Að lokum var hann
rekinn úr embætti.
Þegar Asquith lét af völdum
og Lloyd George tók við, varð
Churchill ráðherra að nýju. —
Hann átti að sjá um allan
herbúnað Englendinga.
Þegar Lloyd George fór frá
völdum og frjálslyndi flokkur-
inn fór i mola, var Churchill
í nokkrum vafa hvað gera
skyldi. — Hann hafði verið í
ráðherrasæti fyrir frjálslynda-
flokkinn í 16 ár og átti þar i
raun réttri heima. — Aðal-
áhugamál hans voru: Umbæt-
ur á öllum sviðum og trjáls
verzlun. Hann reyndi enn þá
einu sinni að komast að sem
frjálslyndur maður, en það
mistókst. — Og þá sneri hann
aftur til ihaldsins, sem hann
hafði yfirgefið fyrir 25 árum.
Tvent olli þessu aðallega.
1. Churchill er metorðagjarn
og er sannfærður um, að hann
sé í heiminn borinn til þess
að stjórna enska ríkinu og gera
það stærra og voldugra en það
er nú.
2. Hann hatar kommúnism-
ann meira en alt annað, og
þóttist hafa betra tækifæri til
þess að eyða honum, ef hann
gengi í hinn sterka í íhalds-
flokk Englands, heldur en ef
hann væri í litlum flokk.
En þar að auki gaf hann
ekkert upp af skoðunum sin-
um og þykir lélegur flokks-
maður enska ihaldsins.
Stanley Baldwin tók fegins-
hendi við Churchill. Hann var
settur í sterkt íhaldskjördæmi,
náði kosningu og varð þegar
í stað fjármálaráðherra Eng-
lands. Og i þvi sæti situr hann
nú.
Churchill hefir marga góða
hæfileika. Hann hefir fram úr
skarandi mikla rithöfundar-
hæfileika. — Og þrátt fyrir þau
miklu störf, sem hann hefir
á hendi i þágu þjóðarinnar,
hefir hann fengist all mikið við
ritstörf. Af bókum eftir hann
má nefna: My African Journey,
Lord Randolph Churchill og
The World Crisis. Churchill er
vafalaust einhver sá allra snjall-
asti ræðumaður á þingi Eng-
lendinga.
En hann er ekki fæddur
mælskumaður. Fyrst framan
af marg skrifaði hann ræður
sínar. — Og »æfingin gerir
meistarann«. — Hann er fynd-
inn, hæðinn og ofsafenginn sem
ræðumaður.
Englendingar telja þó Lloyd
George snjallari ræðumann en
Churchill. Orðaval og framsetn-
ing Lloyd George’s stendur þó
að baki Churchill’s, en Lloyd
George er meiri mannþekkjari
og kann betur þá list að leika
á strengi mannlegra tilfinninga
en Churchill. Churchill er ekki
eins viðsýnn og Lloyd George.
— Hann vill sjálfur gera krafta-
verkin, en Lloyd George vill
sameina krafta margra til þess
að gera þau.
Churchill er ekki samvinnu-
þýður. Hann á enga vini og enga
fylgismenn, er fylgja honum
lengur en meðan hann hefir
völdin. — Af þessum ástæðum
hefir hann aldrei verið íoringi
flokkssíns. — Hinirfrægu ensku
stjórnmálamenn: Gladstone,
Salisbury, Champbell-Banner-
mann, Lloyd George, Bonar
Law og Baldwin, hafa allir átt