Ísland


Ísland - 13.12.1929, Blaðsíða 3

Ísland - 13.12.1929, Blaðsíða 3
I S L A N D 3 hljóti 1 verfllaun og verk Emils Tnoiodd'ens 2. verðlaun. Vér viljum um leið taka það fram, að einstakir þa*ttir i tón- smíð Emil< Thorodd'ens hafa vakið alveg sérstaka athytdi vora fyrir sakir hugkvaemni þeirrar og skáld'egra tilþiifa, sem þar verður va«t. Bregður þar og fyrir frumlegum blæ, sem kemur mönnum á óvart. En kunnatta og leikni er því mið- ur ekki á borð við eðlisgafu hans. Höfum vér þvi, að vandlega at- huguðu niáli, komizt að fram- anritaðri bráðabirgða niður- slöðu. Khöfn 8. nóv. 1920. Curl Nielsen. Siy/ús Einarsson. Haraldur Siyurdsson. Hátíðarnefndin hefir samþykkt tillögur dómnefndar um að veita Pali Ísólfssyni 1. verðlaun með þeim skilyrðum, er i álitinu greinir og taka tónsmið bans til fiutnings á hátíðinni, og að veita Etnil Thoroddsen 2. verð- laun. íslendingabygsö í öðrum heimi. Maður er nefndur Guðmund- ur. Hann er Davíðs son prófasts Guðmundssonar. Síra Davíð var afi Davíðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi. Guðmundur býr norður í Fljótum í Skagafirði. Hann er ritmiðill. Guðmundur hefir nú sett sam- an ritling. Eru það fyrirlestrar tveir, er hann hefir haldið, auknir nokkuð. Kennir þar margra grasa og eigi algengra sumra hverra. Eru þær fásénu jurtir fregnir, er Guðmundur hefir handan haft, og eru ýms- ar birtar orðrétt svo, sem ritazt hafa. Getur margt frétzt á þessa leið, því Guðmundur getur bæði frétt og fregið. Ritlingurinn heitir íslendinga- byggð í öðrum heimi. Hefir höf- undurinn fyrir satt, að margt sé íslendinga eldri og yngri á reiki- stjörnu einni, er eigi sé sæ í fjarsjám, þeim er enn hafa fund- izt, enda sé hún 369 Ijósár frá jörðu. Kalli þeir hana Fjörgyn á íslenzku, en Caritatata sé hún nefnd á vísindamáli. Reikistjarn- an sé í nánd við stjörnuna Alde- baran. Margt er skrítið og skemmti- legt af fregnum þessum. Mjög styðja þær heimsfræði dr. Helga Péturss í Nýjal, enda er ritið til- einkað honum. Innblástur frá honum getur þó ekki komizt að, því að menn þessir kómust í samband við Guðmund löngu fyrr en Nýjall kom út. Allglöggt er lýst náttúru Fjörgynjar og lifi manna þeirra er þar eru setztir að. Par plaisir skal þess minnzt, að þeir hafa losazt við svefninn, þennan stundardauða, og inun margur því fagna, sá er veitzt getur sú vild að hverfa til Ejörgynjar úr þvísa ljósi. En ekki er víst þessi nýtízku stjörnuspeki geðfelld guðspek- ingum né alheimssinnum. Guðmundur á miklu meira af þessu tæi í fórum sínum, og skora eg á hann að birta það. Mun og margur þess fýsandi, því að hér er um skemmtilegar nýjungar að ræða, þó að lagt geti menn vitaskuld jtann trún- að á, er vilja. Ritlingurinn er gefinn út á Akureyri. Fæst hann í Hljóð- færaverzlun Katrínar Viðar og kostar kr. 1,50. Frágangur út- gefanda er lélegur. Hér verður eigi sagt gerr af þessu litla riti. En þess ættu þeir að minnast, er eiga kynnu geð til að liafa þessa heims- skoðun í flimtingum, að ekkert getur verið ósennilegra en að þessi jörð, þar sem nú erum vér, sé ein byggð mannlegum verum, þegar vitað er, að til er sægur af „jörðum". þ. e. a. s. stjörnum, er í sínum sólkerfum svara til jarðar vorrar, þó að ekki sé annara hnatta minnzt. Hitt orkar meir tvímælis, hvort vér höfum á þessa og þvílíkar leiðir komizt í samband við þá, er vér hyggjum, — framliðna menn. En ekki er spalclegt að liafa spotzkleg orð og staðhæf- ingar um, að eiga verði skipzt á skeytum við framliðna menn fyrir þá sök, að mesti hraði, sem enn hefir auðnazt að þekkja, hrekkur eigi til slíks samhands. Fyrst fannst hljóðhraðinn, þá hinn meiri hraði Ijóss, þá hinn meiri hraði rafstraums, og geta nú orð flutzt eftir honum fram og aftur eftir síma eða um Ioptið éitt, og flyzt það allt ' skjótara en næst áður. Eg hygg í einfeldni minni hraða hugans takmarkalausan, og vil eg eigi láta firna mig þess, rneðan auð- ið er að frýja mönnum þekking- ar á þessuin efnum. En eitt er víst: Hraði hugans getur verið meiri en hvessvetna, þess er upplýszt hefir um. Rvík 1. dec. 1929. M. Thorlacius. Clemenceau látinn. Georges Benjamin Clemenc- eau, faðir Versala-samninganna, andaðist aðfaranótt 24. f. m. Hann var fæddur 1841 í Vendée-héraði. Faðir hans var læknir, en lét sig stjórnmál miklu skifta. Hann var róttæk- ur í skoðunum og þess vegna í litlu afhaldi hjá Napoleon 3., keisara. Árið 1858 var hann handtekinn, án dóms og laga, og átti að senda hann í útlegð til Algier. í*etta hatði mikil áhrif á Clemenceau hinn yngra, enda gerðist hann ákafur lýðveldis- sinni þegar á unga aldri. Hann las læknisfræði í Parísarborg, og að loknu námi fór hann til Bandarikjanna. Fékkst hann þar við kennslu um nokkurra ára skeið. Hann fluttist heim til Frakk- lands skömmu fyrir þýzk-franska stríðið 1870. Hóf hann þá þegar afskifti sín af stjórnmálum. Hann var dugnaðar þjarkur ínikill og harður í horn að taka. Honurn tókst þó ekki að safna i kringum sig stórum flokki. Ráðríki, ofsi og^vægðar- leysi kom í veg fyrir það, að hann gæti laðað menn að sér. Þegar Frakkar voru farnir að örvænta um sigur í ófiiðn- um milda, tók Clemenceau við stjórnartaumunum. Hann tók þá menn eina í ráðuneyti sitt, sem hann þekkti að dugnaði. Hann hvatti þjóðina til dáða, vann eins og þjarkur og kvað sigurinn vísan, ef kjarkurinn bilaði ekki. Hann fékk frönsku þjóðina til þess að tiúa á sigur af nýju. Og hann kom því til leiðar, að Foch var gerður að yfirhershölðingja Bandamanna. Margir hafa litið svo á, að sigur Bandamanna sé Ciemenc- eau að þakka. Og Raymond Poincaré segir I grein, sem hann hefir nýlega birt í tilefni af andláti Clemenceau’s: »Clemenc- eau bjargaði Frakklandi í heims- styrjöldinni«. » En hvað sem því liður, þá er ekki hægt að neita því, að Clemenceau hafi unnið tröll- aukið starf á ófriðaiárunum, þó að hann væri orðinn 76 ára gamall, þegar hann tók við stjómartaumunum. Friðarsamningarnir i Versöl- um eru að miklu leyti verk Clemenceau’s. Hann vildi ganga milli bols og höfuðs ó Pjóð- verjum. Hann þráði hefnd — hetnd fyrir ósigur Frakka 1870. Honum hefir verið borið á biýn hugsjónaleysi, i sambandi við samningu Versala-samn- ingsins, og sá áburður er ekki ástæðulaus. Hann sá ekki neitt annað ráð til þess, að tryggja framtíðaröryggi Frakklands en að eyðileggja Pýzkaland alger- lega. Versala-samningurinn er ein- hver sá voðalegasti friðarsamn- ingur, sem nokkurn tfma hefir veiið geröur. Og í raun réttri hefir mikið af stjórnmálastarf- semi stórþjóðanna miðað að þvi sl. 10 ár, að draga úr og bæta fyrir böl það, er samningurinn stofnaði til. En Clemenceau hefir ýmis- legt sér til afsökunar. Hann var kominn á fullorðinsár 1870, þegar Pjóðverjar léku Frakka harðast. Hann gat aldrei gleymt þeim sigri. Og hann gat aldrei gleymt þvf, að Þjóðverjar tóku þá Elsasz og Lothringen af Frökkum. Fi iðarsamningarnir varpa þvf engum Ijóma yfir nafn Cle menceau’s. En hið mikla starf, sem hann vann fyrir þjóð sfna á ófriðarárunum, gerir það aftur á móti. Shkt starf hetði enginn getað unnið nema mikil- menni. Pegar friður var saminn stóð til að gera Clemenceau að forseta Frakklands. En hann hlaut ekki tignina. Menn óttuð- usl einræðis- og harðstjórnar- tilbneigingar hans. Siðustu árin hefir hann unn- ið að samningu æfisögu sinnar. Hann var að því fram í and- látið en lauk henni ekki. Pjóðarsorg varð I Frakklandi , við lát Clemenceau’s. Blöðin og almenningur keppast við að hylla minningu hans. Clemenceau hafði beiðzt þess, að jarðarför hans fæii fram I kyrrð. Enginn prestur mætti við jarðarförina, engin ræða var -haldin þar, og hann var látinn standa uppréttur í gröfinni. — Þess halði hann beiðzt. Þjóðabandalagið og ísland. Ófriðurinn mikli og afleiðíng- ar hans haía gefið þeirri stefnu byr undir báða vængi, að útkjá deilumál þióðanna á fiiðsamleg- an hátt. þjóðabandalagið og gjörðaidómssamningar eru aug- Ijós dæmi þessarar stelnu. Og er vonandi, að fiiðarstarfið, sem þannig hefir verið hafið, beri góðan árangur. Pjóðabandalagið hefir unnið mikið Og gott verk, siðan það tók til starfa. Það hefir aftur og aftur komið i veg fyrii styrjaldir. Það hefir aukið sam- staif þjóðanna og skilning þeiria hverrar á annari. Og fyrir til- stilli þess hafa margar þjóðir fengið réttlæting mala sinna. — Sá sterki hefir ekki fengið að kúga hinn veikari. — Hnefaiétt- urinn hefir ekki fengið að ráða. Lög og réttur hafa skorið úr deilunum. ísland er fámennasta riki Noiðurálfunnar. Það hefir ekki bolmagn til þess að sigra, ef vopnadómur á að ganga um hugsanleg ágreiningsmál þess og annara þjóða. Framtið þess er komin undir þvi, að deiiur ailar verði útkljáðar á friðsamlegan hátt. ísland á gnægð náttúruauðæfa. Það er lítt ræktað og bíður eftir mannshöndinni. Innfluln- ingur í landið hlyti að veiða hættulegur þjóðerni voru og sjálfstæði. Og gegn honum verð- um vér að vinna. Ef hnefarétturinn fengi að ráða, gætu stærri þjóðir neylt oss til aö leyfa innflutning er- lendra manna. Island er fossaland. Og pen- ingamenn ýmsir hafa ágirnd á fossaflinu til stóiiðjureksturs. Stóriðjan hlyti að vera oss hættuleg. Stóriðjufélögin mundu verða ríki f ríkinu. Þau gætu náð óeðlilegum völdum, hættu- iegum sjálfsforræði þjóðarinnar. Stéfriðjan hefir viðast hvar haft illar afli-iðingar í för með sér. Hún umskapar —eða iétt- ara sagt, vanskapar — þjóðirn- ar, eyðiTeggur landbúnaðinn, dregur fólk saman í verksmiðju- hverfi, eitrar loftið og vanskap- ar menninguna. Gegn þessari hættu ber oss að berjast. — En sú barátta gæti orðið árangurslaus, et rétt- ur hins sterkara ætti að ráða i skiftum vorum við aðrar þjóðir. Við strendur tslands eru ein- hver beztu fiskimið heimsins. Þau verðum vér að verja á all- an hugsanlegan hátt. Aðrarþjóð- ir hafa geizt ágengar við oss á fiskimiöunum. Norðmenn vilja gjarnan fá víðtækari lélt til síldveiða hér við land en þeir hafa nú. Og þeir kvarta undan því sumir hverir, að vér göngum ekki svo langt í réttindaveizlum til þeirra og lög standa til. Rök þeirra hafa við ekkert að styðjast eins og sést af þvi, að stjórnarvöld Noregs hafa ekki tekið þau til greina. En þetta sýnir, að deilu- mál geta komið upp á milli ís- lendinga og annara þjóða, er gott væri að láta hlutlausa dómstóla fjalla um. Enskir og þýzkir togaraeig- endur kvarta undan strangleika íslenzkrar landbelgisgæzlu. Þeir kveða upp úr um þaö á þjóð- þingum landanna, að íslend- ingar gangi lengra i togarahand- tökum, en lög standa til. Þeir lýsa Islendinguin setn nokkurs konar sjóræningjum. Stjórnir þessara íikja hafa ékki lagt neinn trúnað á um- kvartanir þessara manna. Þær hafa treyst fslenzkum dómstól- um, en trauslið getur bil»ð. Dómsmalaraðherrann núverandi hefir faiið slíkum orðum um íslenzkt dómsvald, að erlendir veiðiþiófar, sem sekir verða á í>landi, geta gefið sögum sínura um ranglæti islenzks dómsvalds nokkurn sannleiksblæ í augum ókunnugra. Geta þá auðveldlega hafizt deilur milli tslendinga og ann- ara þjóða um handtökur er- lendra veiðiþiófa. Ef íslenriingar afla sér trausts i Bandalaginu, verður lítið tillit tekið til skrök- sagna veiðiþjófa. Hér hefir fátt verið talið, en nógu margt til að sýna það, að vér verðum að fara gætilega, vinna traust erlendra þjóða og gera samninga um friðsamlega lausn þeirra ágreiningsefna, sem kunna að risa milli Islendinga Og nágranna þeirra. Þátttaka íslands í Þjóðabanda- laginu mundi geta oiðið til þess að efla traust erlendra þjóða á þjóð vorri. Enn fremur gætum vér þá borið oss upp á fundum Bandalagsins, ef vér værum ó- rétti beittir. Gerðardómssamning- ar milli Islands og annara ríkja mundu þá koma af sjálfu sér. Það er því sjálfsagt mál, að Islendingar gangi í Þjóðabanda- lagið. Dr. Björn Þórðarson hefir skrifað fróðlega grein í Andvara um upptöku íslands í Þjóða- bandalagið. Telur hann engin tormerki á því, að íslandi verði heimiluð upptaka I Bandalagið. Það hefir að vísu nokkurn kostn- að i för með sér fyrir tsland að vera meðlimur Bandalagsins, en bann er hverfandi i samanburði við það gagn, sem fsiand getur haft af því að eiga þar sæti. — — Næsta Alþingi þarf að taka mál þetta til meðferðar. Elinborg P. Theodórs frá' Stórholtl i Dalasýslu andaðist 15. f. m. hér í bænum. Hafði hún dvalið hér syðra siðan í ágúst f sumar og verið undir læknis hendi. Hafði hún fengið bót meina sinna og hugði lil heimferðar. En þá bilaði hjart- að og hún andaðist eftir stutta legu. Frú Elinborg var fædd að Prestbakka i Hrútafirði. For- eldrar hennar voru Páll Ólafs- son prófasts f Vatnsfirði, nú lót- inn, og Arndís Eggerz frá Borð^- eyri. Ung giftist Elmborg frænda sinum Theodór. Bjuggu þau hjón f Stórholti. Þau eignuðust 9 börö, en 3 eru látin. Var þannig mikil sorg kveðin að þeim hjónum. — Var hjónaband þeirra mjög ástríkt. Frú Elinborg var fyrirmyndar kona, trygg og sltyldurækinu. Kom hún hvervetna fram til góðs.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.