Ísland


Ísland - 13.12.1929, Blaðsíða 1

Ísland - 13.12.1929, Blaðsíða 1
ISLAND BLAÐ FRJÁLSLYNDRA MANNA 3. árg. Föstudaginn 13. desember 1929. 45. tbl. »Vér verðum að fara i landvinninga eins og feður vorir* M. L. Yde. »Hvad indad tabes, skal udad vindesa. (Einkunnarorð danskrar stórveldisstefnu). I. Tvö íslenzk blöð hafa mót- mælt þvi af móðt miklum, að í'iendingum geti stafað hætta af jafnréttisákvæðum sambands- laganna. Annað þeirra hefir sér- staklega vitnað til þess, að Danir hafi ekki neytt þess réttar, er sambandslögin veita þeim, og engar líkur séu til að þeir muni neyla hans. Hitt blaðið hefir kallað það lygi, að Danir hafi haft íslaud f huga, er þeir bafa verið að bollaleggja um danska stórútgerð í norðurhöf- um. Nú hefir Yde-nefndin svo kallaða lokið störfum. Hún leggur til. að komið sé á danskri stórútgerð í norðlægum höfum. Er þvf rétt að ræða hér dáhtið stórútgeiðarfyrirætlanir Dana f i sambandi við stórveldisdrauma þeirra. Hér verður fljótt yfir sögu farið, enda er annars ekki kost- ur i stuttri blaðagrein. t*ess er þá fyrst að geta, að Drnir hafa rætt um það nokk- urum sinnum, að þeir þurfi að hagnýta sér jafniéttisaðstöðu sína eftir samband>lö^unum betur en verið hefir. Á árinu 1926 kom fram tillaga f dönsk- um blöðum, er fór f þá átt, að danskir úiflytjendur legðu leiðir sinar til lslands, en ekki annara landa. bessari tillögu var talið það sérstakle'ga til gildis, að ef Dmir flyttust til íslands, þyrftu þeir hvorki að glata tungu sinni né þjóðerni. í sambandi við þessa tillögu kom fram önnur tillaga, þess efnis að Danir legðu járnbraut yfir Suðurlandsundir- lendið. Feir ætluðu vitaskuld að eiga brautina. En í-lendingar áttu þrátt fyrir það að kaupa hana dýru verði. Danir áttu að fá nægilegt iandrými fyrir þegna sfna fram með brautinni. ís- lenzkir menntamenn í Kaup- mannahöfn tóku tillögur þessar þeim tökum, að þeim hefir verið litið á lofti haldið síðan. Hans Nielsen þjóðþingmaður skrifaði grein i danska blaðið »Politiken« í febrúarmánuði 1927. Hann kallar það hneyksli, að danskir hagsmunir skuli ekki hafa fært sér f nyt fossa- afhð islenzka. Og hann tekur það fram, að þetta sé ekki ein- göngu hagsmunamál. Ef danskt fjármagn og dönsk framtaks- semi notfærði sér auðlindir ís- lands, mundi það hafa þýðingu, er ekki yrði metin til fjar. Pað er auðskilið við hvað maðurinn á. Oi Dmir hafa fært sér i nyt jafnréttisákvæði sambandslag- anna. Þeir hafa flutzt inn f landið og tekið sér hér bólfestu. Og ef miðað er við fólksfjölda Dana og íslendinga, eru 14 sinnum fleiri Dinir á íslandi en íslendingar i Danmörku. II. Um margra ára skeið bafa Danir verið að ráðgera að koma sér upp stórútgerð i roiðurhöf- um. Og jafnan hefir það fylgt með í ráöagerðum þessum, að Danir notfærðu sér fiskiveiða- möguleikana við lsland. Pegar Maríus L. Yde ræðis- maður hatði gefið út bók sína: »Et stort Havliskeri. Et större Danmark* kom þó fj’rst veru- legur skriður á þetta mál. Og það vakti ekki eingöngu fyrir honum að auka fiskiframleiðslu Dana. Hann hafði enn þá stærra mál á prjónunum. Hann vildi stækka Danmörk. Hann vildi eignast danskar nýlendur. Hann vildi gera Danmörku að þvf, sem hún einu sinni var: stór- veldi f noiðuihöfum. Og hann harmar það, að lsland skuli hafa losnað undan dönsku krúnunni. Pessi bæklingur Yde vakti mjög mikla eftirtekt í Dm- mörku. Flest blöðin minntust á hann og lofuðu hann á hvert reipi. Stúdentafundur var hald- inn til að ræða um þessi efni. Félagið »Dansk Arbebedje« vildi þegar heljast handa á undir- búningi málsins. Stofnfundur í hinu væntanlega félagi var kallaður saman. Málið komst inn á ríkisþingið og hafði þar ákveðið fylgi ýmissa rnanna. Styrks var beiðzt af rikinu o. fl. Á stúdentafundinum, sem hald- inn var um mál þetta, sagði Halfdan Henrikssen, núverandi fulltrúi hægri-manna f ráðgjafar- nefndinni: »Vér höfum sam- bandslög við ísland, er gera oss mögulegt að nota hafið. Oið þessi eru höfð eftir honum í ýmsum blöðum.m. a. »Politiken«. Um líkt leyti, eða i april 1927, sagði H. Söiberg í einu dönsku blaði: »Dönsk stórútgerð er ekki komin á fót fyrr en sjómenn vorir fara á eigin skipum til veiðistöðva við ísland og Græn- landa. »Dinmörk getur gert það sem Cuxhaven getur, (m. a. að þvf er snertir fiskiveiðar við ísland ) . . . Vér höfum veiðistöðvar (þ. e. stöðvar í landi) f nO'ður- höfum: Island og Grænlanda. (Ebbe Munck i Politiken, 4. apr. 1927). Politiken 10. jan. 1927: *Tog- arar vorir geta farið til íslands og Færeyja. Danir standa betur að vigi á lslandi en aðrar þjóðir, af þvi að þeir geta lagt fiskinn á land«. »Berlioske Tidende« i júll: »Næstum allar norðlægar þjóðir stunda veiðar f norðurhöfum, sem vér Danir erum vanir að kalla heimahöfin«. Pegar slyrkbeiðnin var til umræðu i Ríkisþinginu, sagði socialistinn Sundbo m. a.:»Stór- útgerðin verður að leita til veiðistöðva við Færeyjar, ísland og Giænland«. Annar þingmaður, Fraenkel að nafni, sagði einnig við sama tækifæri: »Félagið á að fiska í noiðurhöfum, við Færeyjar, Giænland og sam- bandsriki vort, ísland. Yde og fylgismenn hans gerðu ráð fyrir að stofna félag með 10—15 togurum. Félagið átti að ráða yfir 10 miljónum króna. R kið átti að leggja fram 4 miljón- ir, en hinu átti að safna með sölu hlutabréfa i félaginu. Af þvi, sein sagf hefir verið hér á undan, er augljóst, að Dinir ætluðu að stunda fiski- veiðar við strendur í>lands og notfæra sér réttindi þau, er sambandslögin veita þeim hér á landi. Togararnir áttu vitaskuld ekki að veiða í landhelgi, en önnur skip, sem létt hafa til þess, áttu vitanlega að veiða hér upp við landsleina. Fiskinn ætluðu þeir að leggja a land og verka hann bér og keppa á sfðan við Islendinga um fisksölu á heimsmarkaðinum. En það var ekki að eins auk- in framleiðsla á fiski, sem vakti fyrir forkólfum þessa máls. Peir ætluðu i nýjar landvinningafeiðir. Peir ætluðu að gera Danmörk að stórveldi 1 norðurhöfum. Og þeir ætluðu að bræða Dani og íslendinga saman í einn hræri- graut. 1 »Politiken« 8. febr. 1927 harmar Yde það sáran, hve Danmörk sé litil. í andmælum til dansks manns, sem mælti frekar á móti þvf, að stofnað væri til danskrar stórútgerðar að svo stöddu, sagði hann m. a., að maður þessi helði átt að skilja það, að hann hefði gjarnan viljað, að lslendingar væru með í þessum félagsskap. ^Enda væri það í samræmi við skoðun sfna á hinu sögulega sambandi fs- lands og Danmerkur. Stúdentablaðið »Den akade- miske Borger« lét mikið til sfn taka í þessu máli. Par birtist hver greinin á fætur annari um danska stórveldið ogsamhræðslu íslendinga og Dana. Ýmsir aðrir Danir tóku undir með blaðinu Og kyrjuðu sama sönginn. Yde skrifaði blaði þessu biéf ogsegir þar, að það sé mjög þýðingar- tnikið fyrir framgang stórútgerð- ardraumanna, að ungir menn beiti sér fyrir nýjum dönskum land vinningum. Og þ»ð væri synd að segja, að blaðið hafi ekki gert það. Pessi klausa biit- ist þar meðal annars: ntslund, Firreyjar, Grænland — enginn angurbliðu fornaldarblœr má kasta rýrð á þessi nöfn i með- vitund okkar. Pau verða að tákna danska framlið, framtið Dan- merlcur hinnar meiritt. De M> cka- del skrifaði grein i Berl. Tidende 1926. Hann leggur áheizlu á, að Danmðrk þuifi að eiga nýlend- ur og eignast nýlendur. Hann harmar það, að danski faninn sjáist sjaldan meðal þýzkra og enskra togara, sem veiðar stunda við ísland og Færeyjar. Einnig getur hann þess, að pf flytja þurfi fólk úr landi, muni það tæplega fá friðland i Grænlandi. En það er hægt að lesa það á milli linanna, að hann vill beina útflytjandastraumnum til lslands. Pað á að vera nokkurs konar bakhjall ef annað bref.zt. Carl Talbitzer segir í Berl. Tidende: »fiök Danmerkur við Allantshafið, með tilliti til fiski- veiða með stöðvum á Færeyj- um, lslandi og Grænlandi, benda ótvírætt í þá átt að takast inegi að skapa danska stórútgeið«. Pað er Ijóst, að stórútgei ðar- fyrirætlanir Dana hafa að miklu leyti verið bunduar við Island fram á árið 1928. Og þeir hafa haft tvennt tyrir augum: að græða á fiskveiðum og tengja í'land föstum böndum við Dan- mörku. — lsland, Færeyjar og Grænland áttu að veiða vei- stöðvar Dana. Og ritstjóri »Jafnaöarmanns- ins« segir það lygi, að Dmir hugsi til fiskiveiða við í-dand. Hann vitnar i dönsk blöð þess- um lygaáburði til sönnunar. Hann segir, að pldrei sé minnzt á það i dönskum blöðnm, að þeir ætli hingað til fiskiveiða. Er maðurinn vfsvitandi að reyna að svæfa fslendmga i þessum málum, svo að Danir hafi nægan tíma til að koma sér hér fyrir i ró og næði, eða mælir hann af þekkingarleysi og fáfiæði? Menn veiða að vænta þess, að síðari tilgátan sé réttari. En hví leyfir hann sér að belgja sig upp og segja það lygi, sem kæruleysi íeða eitthvað enn þá verra hamlar honum frá að vita? Hann hefði átt að tala með meiri gætni. En nú hefir hann orðið sér til svo mikillar skammar, að hann gleymir þvl vonandi ekki i bráðina. III. Þessar stórutgerðar- fyrirætl- anir komust ekki i framkvæmd á átinu 1928. Vinstrimannastjórn- in, sem þá sat við völd, vildi ekki veita 4 miljónir úr rikis- sjóði til þessara framkvæmda. Stjórninni þótti málið ekki nógu vel undiibúið. Pegar socialistastjórnin var komin á laggirnar, skipuði Stau- ning forrætisráðherra einhverja atvinnubótanefnd. Og var Yde ræðismaður gerður að formanni hennar. Pað var vitanlegt, að nefnd þessi mundi sérstaklega bollaleggja um fiskiveiðamálin, og þó einkum og séríalagi stór- útgerðina. Nefndín hefir nú skil- að áliti sinu. — Hún kvað leggja til, að stofnað verði Iána- félag fyrir fiskiútgerð og fiski- veiðabanki. Enn fremur að send- ir veiði fiskifulltiúar til Pýzka- lands, Englands og Færeyja. Yde segir, að nefndin hafi ekki athugað möguleika fyrir atvinnu- rekst'i Dana á fslandi, þar eð hún telji verkefnin næg annars staðar. Stauning kveð.st ekki vilja leggja því lið, að danskur atvinnurekstur komist »inn á svið samband-þ|óðar vorrar*. Eru nú orðin stefnuhvörf i Dmmöiku viðvlkjandi málum þessum? Ef svo er, hafa þeir læit af reynslunni. Árvekni fs- lendinga í sjálfstæðismálunum, helir þá sannað þeim, að ekki væri heppilegt að grlpa til þeirra ráða, sem talað hefir verið um. En jafnvel þótt þessir tveir fyrrnefndu menn séu þeirrar skoðunar, að Danir eigi ekki að feta upp á stórútgerð hér við land, þa er lítið á »þeim skoð- unum« að byggja. Peir geta ekki raðið þvf, hvað danskir sjómenn og útgerðarmenn kunna að gera. Peir leita vitaskuld á þau mið, sem þeir telja bezt. Grunnin í kringum fsland eru einhver bextu flskimið heimsins. Við Færeyj- ar eru minni fiskiveiðar en hér. Og það er algerlega ósannað, að fiskisældin við Giænland sé slik, sem O'ð er á gert. Ef Dan- ir koma sér upp stórum fiski- flota, þurfa fslendtngar vissulega að vera á verði. Hvað halda menn að Danir gerðu, ef fiski- veiðar þeirra við Færeyjar og Grænland brygðust? Er hugsan- legt að þeir mundu þá leggja flotanum upp eða fara með hann af þeim slóðum, er þeir ætla að

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.