Ísland


Ísland - 13.12.1929, Blaðsíða 2

Ísland - 13.12.1929, Blaðsíða 2
2 ISLAND veiða á? Nei, og aftur nei. Þeir hafa rennt hýru auga tilislenzkra fískimiða og þeir gera það enn. Það er því fjarstaða hin mesta að sofa í þeirri trú, að öllu sé óhætt. Danir muni ekki færa sig upp á skaftið bér við land. Menn þurfa að vera á verði, þvi hætta mikil er fyiir dyr- um. Sembandslögin eiga að faila úr sögunni, sem allra, allra fyrst. Meðan þau eru í gildi er tsland i hers höndum. Hín sofandi hjörð Þingmenn meiri hlutans eru sofnaðir hinum mikla svefni í faðmi Jónasar. Svo virðist, sem hann íari með öll umboðin. Enginn ráðherra hefir farið eins vel með stuðningsmenn sina. Enginn hefir farið eins illa méð þá. 1 þeirra skaut hefir fallið margt, sem hefir gert daglega lifið bjartara. Eu þeir hafa hins vegar farið á mis við þær virðingar, sem eru samfara þvi veglega starfi að vera fulltrú þjóðar sinnarar. Þessi saga er sorgarsaga. Pegar bændurnir komust til valda í landinu, þá urðu þeir með öllu valdalau&ir. Aðstaðan var örðug. Römmustu andstæðingar bændanna, jafnaðarmennirnir, lofuðu þeim stuðningi. Stuðningurir\n kostaöi ekki neitt. Hvilikt göfuglyndi. Eitt lítið kjördæmi hvísluðu jafnaðarmennirnir. Og svo fengu jafnaðarmenn Halnarfjöið. Dalítið af einokun, hvisluðu jafnaðarmenn. Og svo fengu jafnaðarmenn sildareinokunina. Dálitið af ríkisrekstri. Og svo fengu jafnaðarmenn sildarverksmiðju. Dulítið af nefndum, hvisluðu jafnaðarmenn. Og svo komust jafnaðarmenn- irnir í hverja nefndina á fætur annari. Embætti, sagði jafnaðarmaður og röddin varð sterkari og sterkari. Og svo fengu jafnaðarmenn- irnir ýmis embætti. Yðar rödd er mín rödd, hvisl- aði Jónas, jafnóðum og jafnað- armennirnir heimtuðu rneira og meira. Og bændunum ofbauð. Pá kom Jónas og hvíslaði að bændunum, ef vér ekki tökum kröfur jafnaðarmannanna til greina, þá verðið þér kæru vinir reknir út úr landinu Gósen. Pá komast kúgararnir að. Og jafnaðarmennirnir fengu allt af meira og meira, eða Jónas fyrir þeirra hönd. Og þingmönnum bændanna leið vel í landinu Gósen. Pá fór að síga á þá blundur. Og nú eru þeir sofnaðir í faðmi Jónasar. Og hroturnar heyrast nú út um landsbyggðina. í þessum miklu svefnhrotum meiri hlutans felst hættan. Pað erekkert, sem getur vakið hina sofandi hjörð. Þó lög séu brotin, þó fé sé varið án heimildar, þó embætt- um sé fjölgað án heimildar, þó saklausir séu reknir, þó hæsti- réttur sé óvirtur, þó skoðunar- frelsi einstaklingsins sé sett i voða, þó fræjum hins rauða kommúnisma sé sáð nieðal æsk- unnar, þrátt fyrir allt þetta geta þeir ekki vaknað. Og þó voru þeir kosnir til að vernda lögin, til að vernda réltlælið, til að vernda skoðana- frelsi einstaklingsins, til að vernda það skipulag, sem vér byggjum á, til þess að vernda virðingu þingsins. Peir voru kosnir til þess að vaka, en ekki til að sofa. En þeir hafa sofið. Og þó var aidrei meiri þörf á að vaka en nú. Aldrei hefir þjóðinni verið meiii þörf á því en nú, að henni væri stjórnað með viti og rétt- læti. Innan skamms getum vér tekið öll vor mál f vorar hend- ur, ef vér förum rétt að. Vér verðum að sigra. Pjóðin verður að vekja hinn sofandi lýð. Á komandi árum verðum vér að eiga sterka, vakandi þing- menn. Pingmennirnir mega ekki vera smávaxnir já-bræður smávax- inna valdhafa. Hroturnar eru móðgun við þjóðina. Vókumennirnir eiga að skipa þingið. Tilkynning frá sendi- herra Dana. í grein, sem bfrtist í viku- blaðinu »ís!and« þ. ll.okt. þ. á. er vitnað til lilkynningar í »AI- þýðublaðinu« um fyrirspurn frá dómsmálaráðherra fslands til þjóðabandalagsins. Fyrirspurnin var viðvikjandi upptöku lslands í Pjóðabandalagið. Pegar fyrir- spurn þessi var til umræðu var latið f Jjós af Þjóðverja hálfu, að því er hermir f ofannefndri tilkynningu, að Island helði jafnmikinn rétt til upptöku { Pjóðabandalagið og brrzku ný- lendurnar. Vikublaðið »ísland« hefir af þessu tilefni veitzt að Danmörku fyrir að hafa brotið sambandslögin með þvf að mót- mæla ekki ummælum þessuni. Sendiherra Danmerkur á ís- landi vill af þessu tilefni gefa til kynna, að nefnd ummæli af Pjóðveija hálfu, sem Ulanríkis- ráðuneytinu fyrst var kunnugt um af hinum tilvitnuðu fslenzku blaðaummælum, voru ekki látin f Ijós við nokkurn þáverandi fulltrúa Danmerkur f Genf, né að því er Utanrikisráðuneytinu er kunnugt opinberlega. 11. des. FB. Athugasemd. Eg get ekki látið hjá lfða að gera nokkurar athugasemdir við þessa tilkynningu sendiherrans. Eins og getið er um í til- kynningunni, eiga Pjóðverjar að hafa viðhaft fyrrgreind ummæli, er fyrirspurnin um upptöku ís- lands f þjóðabandalagið, var þar til umrceðu. En þar sem tekið er fram í tilkynningu þeirri, er »Alþýðublaðið« birti, að fyrir- spurnin hafi fengið góðar und- irtektir, einnig hjá fulltrúum Dana í Bandalaginu, þá hiaut eg að gera ráð fyrir, að þeir hefðu verið viðstaddir, er umræðan fór fram. Hér veltur alit á þvf, hvort fulltrúar Dana hafa heyrf um- mælin eða ekki. Og tilkynning sendiherrans verður að skiljast svo, að full- trúar Dana i Bandalaginu hafi ekki heyrt samlíkingu Pjóð- verjans. Og ef þeir hafa ekki heyrt hana, er vitanlega ekki hægt að ámæla þeim fyrir að hafa ekki leiðiétt hana. En tilkynning sendiherrans er mér kærkomin að öðru leyti. Sendiherrann ber það ekki til baka — og játar það því með þögninni — að dönsku fulltrú- unum hefði borið skylda til að leiðrétta fyrnefnda samlíkingu, ef þeir hefðu heyrt hana. Ætti þar með að vera fengin full viðurkenning á þvf, að dönskum »diplómötum« beri að leiðrétta rangar og villandi fregnir, er þeir heyra, um sjálf- stæðismál íslands. Og væri æskilegt, að þeir heyröu betur hér eftir en hing- að til, er rangar skýringar koma fram á sambandi íslands og Danmerkur. Guðm. Benediktsson. Nú er svo komið, að stjórnar- blöðin eru farin að ámæla Sjálfstæðisflokknum fyrir stefnu hans f sjálfstæðismálunum. »Dagur« á Akureyri og »Jafnaðarmaðurinn« á Norðfirði hafa fallizt þar i faðma. »Jafn- aðarmaðurinn« er þó hvergi nærri eins dansklundaður og »Dagur«. Hann þykist vilja sam- bandsslit, en reynir þó að verja jafnréttisfyrirkomulagið með stóryrðum og ósannindum. En »Dagur« er djarfari. Hann virð- ist vilja »halda í« núverandi samband íslands og Danmerk- ur. Hann situr á askbotni og hefir asklok fyrir himin. Ber stjórnin og flokkur hennar ábyrgð á hinni nýju sambands- stefnu »Dags«? Er stefna hans i samræmi við vilja stjórnar- innar og Framsóknaiflokksins? Framtíðin sker úr því. Sum stjórnarblöðin hafa haldið fram þeirri firru, að engin nauð- syn hafi borið til að hreyfa við sjálfstæðismálinu, af þvi að þar hafi allir verið sammála. Pessi firra heyrðist vitaskuld ekki fyrr en flokkarnir hötðu gefið svör við fyrirspurn Sig. Eggerz á Alþingi 1928. En sannleikurinn er sá, að enginn virtist þora að minnast á sambandsslit fyrr en frjáls- lyndir menn höfðu undirbúið jarðvegiun og riðið á vaðið. Blöðin gátu máls þessa að engu. Og flokkarnir þögðu eins og múlbundnir væru. En hvað gerðist bak við tjöldin? Par gerðist fátt fallegt, að minnsta kosti ekki f herbúð- um Framsóknarmanna. Einhver hreyfði- því á fundi þeirra, að flokkurinn ætti að taka sjálf- stæðismálið upp á arma sína. En það var /ellt. Af því sést bezt, hvers konar andi hefir sveimað yfir vötnunum á heim- ilinu því. Og nú andvarpa stjórnar- blöðin yfir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi gert sambai ds- málið að stefnumáli. En það muni spilla fyrir framgangi sambandsslita. Pessi fullyrðing þeirra er furðuleg og fábjánum einum samboðin. Fyrst er þá þess að geta, að stjórnarliðið hefir ekki staðið við yfirlýsingar sínar frá 1928. Baðir stjórnaiflokkarnir lofuðu þvi þá að vinna að sambands- slitum. En þvf loforði hafa þeir brugðizt algerlega. Sambandsmálið á ekki að verða flokksmál. Pað er hárrélt. Og það getur ekki orðið flokks- mál nema því að eins, að stjórn- arliðið svikist undan merkjum íslendinga og gangi i fylkingar Dana. Hvers vegna hvetja stjórnar- blöðin ekki til skilnaðar? Hvers vegna benda þau þjóðinni ekki á þá bættu, sem henni er búin af sambandslögunum? Hvers vegna ganga þau ekki jafnlangt fram og sjalfstæðismenn f þess- um málum? Hvers vegna eru þau kærulaus um afdrif þessa máls eða jafnvel andvlg heppi- legri lausn þess? Láta þau stjórnast af umhyggju fyrir Dönum? — Umhyggjan íyrir fslendingum getur það ekki veriö. Ef stjórnin og blöð hennar kæmu drengilega fram i þessu máli, sýndu þjóðinni fram á galla sambandslaganna, skor- uðu á hana að fella þau úr gildi fyrir fullt og allt, þegar unnt er, og léti rannsaka hvern- ig stjórnarhögum íslands skyldi háttað, er vér losnum úr tengsl- unum við Dani, getur sam- bandsmálið aldrei oiðið flokks- mál. Pá hlýtur það að verða alþjóðarmál, mál málanna, er allir íslendingar bera fyrir brjósti, hver sem skoðun þeirra er á innanlandtimálum. Ábgrgðin hvilir þvi á stjórnar- liðinu. Ef skilnaður verður skoð- aður sem ftokksmál Sjálfstœðis- flokksins, þá er sljórnarliðinu um að kenna Pað hefir þá ekki gert skgldu sina við land og þjóð. Eins og kunnugt er, þarf mikið atkvæðamagn til þess að sambandslagafjöturinn falli af þjóðinni. Og þess vegna þarf að kynna þjóðinni málið, vekja hana til umhugsunar um það og fá hana alla til fylgis við það. Og þetta verður að eins geri með blaðagreinum og fund- arhöldum. Þeir, sem eru mál- inu fylgjandi, verða þvl að vinna ettir þvf sem þeir geta á þessum vettvangi. Menn verða að hafa vakandi auga á þvf, að engin mistók verði f þessu máli. En þeg- ar einhver mistök verða, er nauðsynlegt að koma f veg tyrir, að þau endurtaki sig. En það verðar að eins gert með því að ámæla þeim mönnum, sem sekir eru um mistökin. Ef þeir snúast öndverðir sam- bandsslitum af þeim ástæðum, þá er augljóst, að þeir hafa allt af verið málinu fjandsamlegir. 1 S L A N D Árgangurinn kostar 8 kr. Gjalddagi 1. júlL Einstök blöð kosta 20 aur. Rttitjðrl Of ibyrgOarmaOor: Guöm&ndur Benediktsson, Talsiml: 1876. Afgreiðslu og innheimtu annast: Fríörik B jörnsson. Lokastig 9. — Simi 1225. — Box 871. — Lög við háiarljóð 1930. Páll ísnlfs •'On f «*r I. verðlaun. Emll Thoroddxen II. verðlaun. FB. 19. nóv. Undirbdningsnefnd Alþingls- hátíðarinnar 1930 tilkynnir: Dómnefndin um söngvana við hátíðarljóðin 1930 hefir lagt fyrir hatðarnefndina svo látandi álit og tillögur, sem hatíðar- nefndin óskar birt f heild, út af ósönnum sögusögnum, er gengið hafa um málið hér í bænum: Vér undirritaðir, er kvaddir vorum til þess að dæma um hátíðasöngva i tilefni af 1000 ára afrnæli Alþingis, leyfum oss hér með að tilkynna, að vér hófum starf vort 26. okt. þ. »., og að vér í dag höfum orðið ásáttir um eftirfarandi tillögur: Pað varð oss, hverjum um sig, brátt ljóst, að af öllum þeim verkum, er send voru, mundi ekki verða nema milli tveggja að velja, sem báru tvl- mælalaust af hinum, sem sé bá- tíðarsöngvar Páls Isólfssonar, er hann hafði að öllu leyti gengið frá í píanó-búnaði, og Emils Thoroddsens, er hann hafði að nokkuru búið fyrir hljóðfæra- flokk, en ekki eru fullsamdir, með þvi að litið eitt vantar á niðurlag tónsmlðarinnar. Var þó ekki tekið tiliit til þess við dómsúrslitin. Eftir sameigiu- legan lokafund um málið er niðurstaða vor sú, að tónsmíð Pals lsólfssonar sé bezt fallin til flutnings á hátiðinni, með þvi að hún geiir hvorttveggja, að lýsa gáfum og hagleik, og er auk þess skýr að framsetningu og auðskilin að efni. Pó getum vér ekki afdráttarlaust metið hon- um 1. verðlaun fyrir verkið, nema hann vilji gera hreytingar á tilteknum minni háttar atrið- um, sem honum mun verða bent á. Pegar þessar breytingar hafa veriö gerðar, svo að oss þyki fullnægjandi, leggjum vér til, að veik Páls ísólfssonar

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.