Ísland - 10.05.1943, Qupperneq 1

Ísland - 10.05.1943, Qupperneq 1
1. árg., 1. tbl. — Mánudagur 10. maí 1943. I Um leið og þetta blað hefur göngu sína kemst ég ekki hjá að skýra í örfáum orðum frá til- 1 drögunum til þess að ég lét af ritstjórn ÞJÓÐÓLFS. Þegar ég tók við blaðinu, í septembermánuði síðastliðnum, áskildi ég mér að hafa algerlega frjálsar hendurum allt,semíþví birtist, og var gengið að þessu umyrðalaust. Var samvinna við útgefenduma, stjórn h.f. Mun- inn, hin ánægjulegasta á allan hátt. En hinn 2. apríl síðastlið- inn var aðalfundur haldinn í fé- laginu og urðu þá stjórnarskipti. Við fonnennskunni tók Páll Magnússon lögfræðingur af Jóni Ólafssyni forstjóra Andvöku. En meðstjórnendur urðu þeir Jón Kjartansson, verksmiðjueig- andi og Bjami Bjamason, full- trúi lögmanns, í stað Sveinbjarn ar Jónssonar byggingarmeistara og Geirs Gunnarssonar fast- eignasala. Þó Jón Kjartansson yrði fyrst- ur manna til að vekja máls á því við mig í fyrra haust, að ég tæki að mér ritstjórn blaðsins, þótti koma í Ijós, er fram í sótti, að hann væri ekki vel ánægður með starf mitt. Framan af bar þó ekki til tíðinda. En eftir að árekstur hafði orðið milli okkar Garðars Þorsteinssonar, fór Jón ekki lengur dult með það að hann teldi blaðinu illa komið í mínum höndum. Tók hann nú að sækja það af talsverðu kappi að komast í stjóm útgáfufélags- ins. Eg skal nú játa, að mér hafði fundist framkoma Jóns á þá leið, að ég treysti ekki fyllilega að góð samvinna gæti tekizt okkar í milli að óbreyttum hug hans í minn garð. En vitanlega var þetta einkamál mitt. Hitt var aftur mál, sem snerti ekki aðeins mig persónulega, heldur engu síður lesendur blaðsins, hlutverk þess og skil- yrði til heillavænlegra áhrifa, að kosningu Jóns í stjóm útgáfufé- lagsins bar að með næsta eftir- minnilegum hætti. Daginn, sem aðalfundurin var haldinn, hóf- ust yfirheyrslur í mjög alvar- legu máli, sykurseðlamálinu svokallaða. Jón Kjartansson kom á aðal- fundinn í h.f. Muninn úr yfir- lieyrslu í máli þessu og var settur í gæsluvarðhald, þegar að fundinum loknum. Eg vil ekki ætla að neinum fundarmanna hafi verið kunn- ugt, hvernig högum Jóns var komið, þegar hann sótti aðal- fundinn í útgáfufélagi Þjóðólfs. Ef svo liefði verið, tel ég engin líkindi til, að hann hefði komist í blaðstjórn. Eg hef haldið uppi gagnrýni til hægri og vinstri og oft farið Framhald á 4. síðu. RITSTJÓRI: ÁRNI JÓNSSON FRÁ MÚLA \ 7TÐ erum ekki ýkja margir, v sem stöndum að þessu blaði. En við erum samhentir. Ekki af því að við séum fjötr- aðir einhverjum órjúfandi hags- munaböndum, eða bundnir á klíkuklafa. Ekki af því að við höfum stofnað neinn pólitískan trúflokk, eða frímúrarareglu. Ekki af því að lífskjör okkar allra séu hin sömu, eða lífshætt- ir. Ekki af því að við höfum gengið í sama skóla. Ekki af því að við séum allir á sama aldri. Það er allt annað sem tengir okkur. Við erum samhentir af því við hugsum líkt. Þessvegna skiljum við hverir aðra. Þessvegna þurf- um við ekki að vera með neina óhreinskilni, látalæti eða undan- brögð í okkar hóp. Við ætlumst ekki til að við séum sammála um alla hluti milli himins og jarðar. Við erum þvert á móti sammála um, að við hljótum að vera ósammála í ýmsum grein- um. Og við höfum óbilandi trú á því, að við getum staðið sam- an í því, sem máli skiptir: Fram- tíð þessa lands. Við eigum allir eina sameiginlega ósk: Betra ís- land. \ 7IÐ erum þeirrar skoðunar, V að hugsunarháttur íslenzku þjóðarinnar verði að gerbreyt- ast, ef hún á að hafa von um frjálsa framtíð. Seinustuáratug- ina hafa kjósendur landsins ver- ið vandir af að hugsa um réttlæti eða sanngirni. I eyrum þeirra hefur klingt sýknt og heilagt þetta sama: hagsmunir, hags- munir! Mönnum hefur verið gert það að þegnskaparskyldu að skipa sér í þrengri eða víðari hagsmunahringi til hægri eða vinstri. Þetta er okkar mesta ógæfa. Af þessu stafar tortryggn in og sundurlyndið sem er að leiða okkur í glötun á meiri vel- gengnistímum en nokkurn hafði órað fyrir. Og þetta er ekkert einstakt fyrir okkur. Aðrar þjóðir hafa líka sögu að segja. Lítum bara til Noregs. Þar hafa verið inn- aniandsdeilur mjög áþekkar og hér. En nú hefur beizk reynsla kennt þessum nánustu frændum okkar, að þjóðin má ekki vera sundruð. Nú takast þau í hendur, Sigrid Undset og Nordal Grieg, og strengja þess heit að vinna sameiginlega að viðreisn lands síns, hún ramm- katólsk og hann róttækur kom- múnisti. Fyrir stríðið hefði tæp- lega verið hægt að henda á meiri andstæður í þjóðfélags- málum. EÐAN blind hagsmuna- streita er gerð að grund- velli stjórnmálanna sitt á hvað, kemst aldrei friður á í neinu þjóðfélagi. Þessvegna riðlast hin gamla flokkaskipting í öllum lýðræðislöndum. Þessi sannindi eru að verða mönnum ljós út um heiminn. Við höfum enga af- sökun við að loka augunum fyrir þessu, þó við komumst hjá hörmungum norsku þjóðarinn- ar. Við, sem að þessu blaði stönd- um, viljum búa þjóðina undir að taka við úrlausnum hins nýja tíma. Við viljum berjast á móti rangsleitni og yfirgangi, úr hvaða átt sem er. Við trúum því að fólkið sé fyllilega fært um að stjórna sér sjálft, ef ekki er unn- ið markvíst að því að sljófga dómgreind þess. Og af því við höfum þessa trú, viljum við ekki segja, arm- að en það sem við álítum rétt, hvernig sem það snertir hags- muni eins eða annars. Enginn af gömlu flokkunum segir kost og löst á neinu máli. Þeir segja kost eða löst, eftir því hvernig það snertir hagsmuni þeirrra. Við viljum segja kost og löst á hverju máli. Við viljum vekja dómgreind þjóðarinnar með því að halda uppi gagnrýni til hægri og vinstri. Við viljum vekja þjóðernistil- finningu og þjóðarmetnað með því að benda á það, sem göfug- ast hefur verið í fari okkar að fornu og nýju. Framhald á 4. síðu. öegn at- vinnu- leysinu! í blöðum og útvarpi í Ame- ríku og Englandi er nú mikið rætt og ritað um það, hvað koma skuli eftir stríðið. Ákveðn ar tillögur um milliríkjavið- skipti eru nú sem óðast að koma fram í báðum þessum löndum, um meiri jöfnuð, betri heim Friðarsamningar stórþjóðanna hljóta raunar að hafa mikil á- hrif á gang allra mála hér, og við megum ekki láta bjóða okk- ur hvað sem er og þessvegna verður þjóðin að vera við búin. Eitt af því, sem stórþjóðirnar virðast að allmiklu leyti vera orðnar sammála um er að brjóta verði niður til grunna toll- múrana, sem reistir hafa verið með öllum landamærum. Er það hvort tveggja að þeir hafa mjög aukið á tortryggni milli þjóð- anna og torveldað eðlilega framleiðslu landanna. Þetta er vissulega meira um- hugsunarefni fyrir okkur ís- lendinga en flestar aðrar þjóðir. Tiltölulega mikill hluti þjóðar- innar er bundinn við óarðbæra framleiðslu, en hinsvegar er sá eini atvinnuvegur, sem við get- um byggt á, er tollmúrarnir í heiminum verða höggnir nið- ur, rekinn í hlutfallslega allt of smáum stíl. í grein er ritstjóri þessa blaðs skrifaði nýlega í Þjóðólf um stofnun Tryggingarbanka at- vinnuveganna er allítarlega gerð grein fyrir því á hvern hátt okkur beri að tryggja fjárhags- legt sjálfstæði þjóðarinnar, með því að veita öllu því fjármagni, sem þjóðin hefur yfir að ráða nú í arðbæra atvinnuvegi, stórút- gerð, síldarverksmiðjur og ef til vill áburðarverksmiðjur, sem- entsverksmiðjur og herzlustöð fyrir lýsi. Er gert ráð fyrir því að Tryggingarbanki atvinnu- veganna tryggi samhliða öllum vinnufærum mönnum atvinnu, eða leggi þeim til framleiðslu- tæki. Við megum ekki láta okkur henda það framvegis, að nokk- ur hluti þessarar fámennu þjóð- ar þurfi að ganga atvinnulaus. Hér þarf að komast upp stofnun Framhald á 4. síðu. Aiarp irá m\ntm Nokkrir menn, sem fcestir höfðu vcrið t pólittskum flokki, en með allóskyldar skoðanir og að mestu leyti hver óðrum o- kunnir, mynduðu fyrir stuttu samtök Þjóðveldismanna. Höf- uðmarkmið peirra var að vinna gegn ofheldi flokksrceðisins t landinu og aðstoða þjóðina við að skipa sér nýja, sameiginlega forustu óháða kltkuvaldi flokkanna. Að öðru leyti hugðust Þjoð- veldismenn að leggja aherzlu a oheft athafnafrelsi einstaklings- ins, sem þjóðarheill samrým'ist, samhliða afnámi forréttinda einstaklinga, stétta og félaga, í landinu. Það kom brátt í Ijós að þessi hopur atti ekki alls kostar samleið. Bar sérstaklega á 2 mónnum, sem sýnilega hafði ekki tekizt að losna úr álögum flokksofbeldisins. Þótti það ekki s-pá góðu er gömul handjárn voru dregin fram þegar menn urðu ekki á eitt sáttir í svip. Að þessu blaði stendur mikill meiri hluti þeirra manna, sem áttu Þjóðólf, en yfirráð minni hlutans yfir blaðinu eru t bili tryggð stjórn Páls Magnússonar frá Vallanesi og Jóns Kjart- anssonar i Víking með þeim óviðfelldna hœtti að selja í forboði meiri hluta eigendanna nýja hluti, sem ráða úrslitum við at- kvœðagreiðslu í félaginu. Útgefendur íslands harma ekki þessi leikslok. Þeir hafa aldrei œtlað sér að vinna góðu málefni fylgjendur með klœkjum, handjárnum og undirferli. Þeim hefur lengi verið það Ijóst að þeir eiga ekki samleið með Páli frá Vallanesi og Jóni Kjartanssyni, og þeir munu ekki láta það henda sig, að lenda aftur í félagsskap með þeim. Utgefendur.

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.