Borgarinn - 01.02.1921, Blaðsíða 2

Borgarinn - 01.02.1921, Blaðsíða 2
2 --------L---------#----------------- sem fer í rjetta átt í þessu merki- lega uppeldismáli. — Bannmenn vilja knjesetja nautn-hneigöa menn — þrælbeygja þá í skyndi meö ofbeldi til hlýðni við Jögin. Peir óska helzt af öllu, aö gera nautnfestu þeirra aö æruleysis-sök —. í þeirri stefnu felst svo við- bjóðsleg siðleysis-brjálsemi, að manni detta strax f hug myrk- ustu afkymar rannsóknardómstól- anna á miðöldunum. — fað þarf því nokkuð sterka still- ingu til þess, að sjá í friði lagasmíð, er að sliku marki miðar. Og það þarf stórfelda hugsunar- leysis-dyrfsku til þess, að heimta virðingu hygginda-manna henni til handa,------- Menn veröa því að gera sjer það að góðu, þótt þetta blað reyni, svo sem því er UDnt, að veikja virð- ingu og traust manna á bannJög- unum — nú og framvegis. Yfirlögregluþjónsstaðan hjer í bænum var fengin í hendur hr. Erlingi Pálssyni í fyrra mánuði. Um veruleg til- þrif af hans hendi er engin að tala enn sem komið er — enda hyggiiegt að láta sjer hægt fyrsta áfangann, svo að ekki keyri um þverbak, eins og hjá Davíð, lærisveini Jóns Ásbjörns- sonar — sællar minningar — því eins og kunnugt er, entust báðir þeir herrar jafnilla — vegna sam- neytis þeirra við bannfólkið og sporfýsi í þágu þess — svo sem sagnir herma. — Er nú svo sagt, að önglar bannliðsins sjeu á öll- um leiðum Erlings, og að girni- leg fríðindi hylji alla odda. En ekki þykir iíklegt að hann þori að láta >sakramentast< að sinni —r þrátt íyrir afskapleg fleðu- læti helztu bannhólkanna núna, •ins og alltaf, þegar nýir og >fjaðraprúðir< fuglar koma í eyj- una, sem trúað er fyrir völdum. — Og ef til vill fer það svo, að lögregluþjónn þessi reynist að marki sjálfstæðari og Reglunni óháðari við sína vinnu — heldur en >óháða<(!) reglan< hefur reynst og reynist í sínu starfi(l) og pólitisku rifrildislífi yfirleitt. — Reynslan sker úr! — Annars á það ekkert illa við. í þessu sambandi, að stiúga því að lög- reglumönnum, í allri vinsemd þó, að bezta ráðið til þess, að sem flestar þeirra athaínii hljóti bráða- BORGJARINN fár og banahögg, er það, að þeir gerizt snúninga-gráðugir klíkupinnar bannhólkanna í höf- uðstaðnum. „Reglan“— sú hin dháða. »Óháð(!) regla gútemplará* heitir stúknalifnaðuvinn hjerlendis, eða svo heyri jeg templara nefna hann í ræðum og ritum. — * Ó h á ð regla!*, segja þeir. Hvernig ber að skilja það? — Óháða nefnir maður þá stofnun, eða mann- eskju, sem er sjálfri sjer næg- ust um andlega og efnalega hluti, miðlav öðrum, og þarf sjálf minnstar aðfenginnar ásjár að leita. — En er því svona varið um stúknalífið íslenska? Eða mun nokkur rjettsýnn maður fá komið auga á það, að „Reglan" eigi þessa sjálfstæðiskosti? — Nei, sið- ur en svo. Og það er heldur ekki von — þar sem hún er nú ovðinn hjer að skakk-pólitiskum fjelags- skap, sem nauðgar öllu og öllum. — Hún hefur, svo sem kunnugt er, verið sísvangur ölmusu-angi fjárveitingarvaldsins hjer, og síþurf- andi snikjudýr þjóðlífsins, frá því að hún, illu heilli, steig sín íyrstu spor á þessu landi. — En aldrei hefur þó óstyrkur hennar og fram- kvæmdafálm verið jafn stórlíta-ríkt eins og síðan að hún teygði tauga- fúna hramma sína inn í löggjafar- starfsemi þjóðarinnar og nauðgaði henni til ásjár sjer til handa — stefnumiðinu til styrktar. — fessu líka þokkalega stefnumiði(!!I). — þetta gerði Reglan, þegar and- þrek hennar — sem að vísu aldrei reyndist þyngra en ljettasti laufþungi — var þrotið. Með #ðr- um orðum: Hún fór á sveitina sama daginn og hún í fyrsta Bkifti fjekk sjer goldinn opinberan styrk. Og andlega gjaldþrota varð hún þann úag, er hún i fyrsta sinni fór fram á aðstoð löggjafar- valdsins, stefnumáli(l) sínu til full' nægingar(!!). Og síðan Reglunni hlotnaðist sú Bfullnæging<‘, — sem sje bannlagaháðungin alræmda — er starf hennar — þessi seytill, sem eítir er af því — allt fólgið 1 háróma kvört.un og kveinstöfum um það, að þessi stefnumáls- fullnæging hennar krefjist enn á ný stórfeldari fullnægingar frá borði löggjafans. — Með enn öðrum orðum: Reglan hegðar sjer hjer núorðið eins og hamslaus harðstjóri, er sí og æ heimtar nýja og nýja böðla, ný og aftur ný pyntingar-tól, þá er liann verður þesB var, að þau hin eldri fá ekki lengur svalað heift hans og hörku. — Eada er það sannast að segja, að Reglan hefur sízt sparað heimsku-frekju um það, að hert væri á hegningargreinum bannlaga- vanskapnaðarins. — Á hverja al- þingissamkomuna á fætur annari hefur hún skorað — aö herða á fymefndum lagabálki — og það með svo sleitulausu frekju-nuddi, að þingmenn hafa oft ekki haft Btundar frið. — Má þar um segja, að fyrst hafl Reglan sætt sig við það, að refsað væri með ólar- svipum —, þar næst með gadda- svipum, og — nú gerir hún sig ekki ánægða með smærri þjáning- ar en útlegð, eignamissi að fullu, flengingar og fangelsi. — Hegning- ar-hugmyndirnar virðast allar sverja sig í ætt við hegningarfyrirmyndir Albertís, sællar minningar — og þaðan frá allar trissur lengst austur og aftur í ísrael. — Og þegar þar að kemur, munu menn fá sönnun þess, að klika þessi heimtar glæ- nýjan og sjerstakan baDnmáls- dómstól, með Dýtísku höggpalli undir, og — „Regluiegum böðli" samsvarandi. — — Hún er búin að sýna það, Reglan, fyrir margt löngu, að hún er staðuppgefinn stóðjákur — al- ófær til þess að berjast fyrir málstað sínum og málefnamiði með siðferðilega rjettmætum hætti — á eigin spýtur og á eigin ábyrgð — avo sem siður er með óháðum siðbótarstofnunum, er hafa bjarg- vissa trú á málstað sínum —full- vissar um það, að göfug og mildi- gædd málefnaleið sje hin eina, er sigrað fái, og þokað geti breizku manneðli, á nautnasviðinu, undir vald 3kynsamlegrar sjálfsafneitun- , ar, — stofnana, er sízt láta sjer til hugar koma, að óska íhlutunar löggjafans um starfsemi sína —. En Reglan — hún er nógu um- fangsmikið flón til þess, að hafa hausavíxl á hlutunum, og gera hið gagnstæða. — Hún hefur því varpað málefna-áhyggjum sínum upp á löggjafann — fleygt þeim í hegningarvaldið og — gefist upp. — Enginn vitskertur maður hefði getab myrt áhugamál sitt með öllu samvizkulausati brjál- semis-vizku. — — En „óháðu“(l) nefnir hún sig samt — þrátt fyrir allt. — — Góö málefni hafa ætiö reynst

x

Borgarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarinn
https://timarit.is/publication/749

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.