Borgarinn - 01.03.1921, Blaðsíða 1

Borgarinn - 01.03.1921, Blaðsíða 1
Xemur út á mánaðar .•. fresti .\ BORGARINN Fjögrasíðu blað koatar .'.25 aura.'. Útgefandi, ábyrgðarmaður og ritstjóri: Hallgrímur Benediktsson. bergstaðastræti 19. Rvík. 2, BLAÐ I REYKJAVIK — MARZ 1921. 2. BLAÐ Skilgreining banns og bindindis. Eitt þeina stór-atriða, sem óþjált hefur reynst broddum bannlýðs- ins hjer og erlendis, er rjett skil- greining þess, sem nefnt er bann og bindindi. — Bann-audstæð- ingar hafa margsinnis skilgreint þetta á laukrjettan hátt. En bann- broddarnir hafa aldrei haft þekk- ingu nje getuþor til þess. Bæði þessi gagn-ólíku andstöðu-atriði hafa jafnan staðið í kverkum þeirra svo sem stærðar kvígu- hnúta væri. Eins og kunnugt er, þá er nú tí m a-stefnumiðið i starfsemi stúknalýðsins svo óheilbrigt sem orðið getur. — Það er þrung- ið slíku bann-æði, að það slær þá eina kraftalegustum kinnhest- inum, sem hæst halda því á lofti, — þ. e. templarana sjálfa og þeina fylgilið. — Upphaflega var stetnumið stúkna- iýðsins þetta, að örfa menn til andstöðu gegn áfengisnautn. með stígandi íestu, bindindisfiæðslu, og heilræðum gegn áfengismeð- íerð í óhófl, — óbein tilraun til ræktunar þeim hugsunarhætti, sem enn er fundinn styrkastur hvers konar nautua-óhófl til höml- unar. — Óneitanlega var þetta stefna, sem fól í sjer mikið vit — ef jafnhliða hefðu að henni staðið menn, sem misþyrmingarlaust kunnu með hana að fara. — En — Adam var skamma stund í Paradis. — Og svo fór einnig um bindindisstefnuna í höndum templ- aranna — hún naut sín ekki lengi, sem menningartákn, í rann- inum þeim. — —- Eitt góðviðriskvöld, upp vír aldamótum, tók Reglan að renna á gönuskeiði frá rjettu stefnu- miði —, eða rjettara sagt: húu urðaði það í hasti — og upp ur dysinni skreið bannstéfnan — eða bindindis-stefnumiðið aftur- gengið. — Það er þessi draugur, sem nú dansar meðal lands- manna og ber bannhjupinn — silkimjukan og áferðarsnotran utan a sjer. — Það er hanu, — þessi siðlætis-búningur baunstefnunnar. á yfirborðinu — sem stingur mörgu fólki með þjóðinni svefn- þovn i b i n d i n d i s - málunum —, en ekki draugsgrindin, sem ber hann. — Og það er einmittþenn- an draug — banndrauginn — sem kveða þarf niður til yztu myrkra fyrir fullt og allt, með öllum ráð- um, illum sem gdðum. — — Með öðium oi ðum: Það þarf að hælstíga í hel þann háðulega hugsunarhátt bannlýðsins, að hegningarvald landsins eigi að vera, og skuli vera, æðsti iæri- meistari á nautnasviðum þjóðar- innar. — Þótt slík fjarstæða sje stál- sleginn viljí nokkurra öfga-fullra, siðspilltra og andsljórra bann„post- ula", nú um sinn, þá raá það ekki ske, að sú óheilla-stefna festi ræt- ur í sálarlífi landsmanna yflileitt. Hún má aldrei verða stefna hins hugsandi hluta þjóðarinnar. . Bannstefnan er bindindismorð- ingi, — en slíkur bindindismorð- ingi er að sjálfsögðu glóandi sið- ferðismorðingi. — Bannreynslan hjer sannar þetta tvímælalaust. Dagleg dæmi slá því á nasir allra manna — nótt og nýtau dag. — Bannlög, um nautnir og neyzlu- kost, eru, vægast sagt, viðurstyggð í siðuðu þjóðfjelagslifl.-------- — Hegningarviðurlög löggjafans um slíka hluti er ómenningarlegt neyðarkák, sem aldrei verður unnt að beita svo,» að sneflll af raun- verulegri bót sje að — í uppeldis- málum hugsandi þjóðar. — En bindindismálið er eitt hið ósviknasta uppeldismal sem fyrir- flnnat. — Bannmáiið aftur á móti er þrælkynjað nauðungarmál — og svo i'ótnæmt menningar-illgresi, að það felur í sjer frjóanga svört- ustu siðspiliingar —, ræktar út frá sór — Ijóst og í laumi — dólgslegustu lævísi, og dylur í r6t-öngum þdsund-þætt synda- kerfl.-------- B a n n og b i n d i n d i eru því andstæður — jafrf-skilmerkilegar sem himnariki og helvíti að fornu mati. — Bannræktunin er þjóðfjelags- bölvun — vafin í áferðarsnotrar flíkur sárgrætilegra líkinda-lyga skammsýnustu öfgamanna —, gei- ir áhangendur sina að hræsnis* fullum ofstækis-afglöpum, og stýr- ir í strand allri göfugri bindindis- menningu. Bindindisstefnan, — svo fram- \ arlega, sem hún byggist & öfga- lausri fræðslustarfsemi, Bem templ- urum hefur ekki gefizt kostur á að gera að hræsnisfullum hrærigraut siðleysis og mieskilnings— er aftur á móti óbiotin, augljós og undir- stöðu-viss mennta- ogmenningar- staðreynd, er flytur alla hugsandi áhangendur heila í höfn — og skilur eftir í mannshjartanu líf- rænar lífsreglur um skynsamlega notkun allra Bkapaðra hluta. — Og er hann þá ekki nðgu greinilegur, meginmunurinn, Bem aðskilur bann ogblndindi? Hvar hafa menn sjeð öllu skil- merkilegra djiip staðfest — sUfnu- miða á milli? Og hver er sá, að hann dirfist að neita þessurri sannleika? Hvort er triilegra? Felix hinn fagureygði er með spásagnar-kjaítátt í síðasta blaði >Templarans< um það, að hann haíi sjeð fyrir(\) Goðafoss-strandið og — aðvaráð i'.ivnskipafjelags- stjórnina um það, nokkru áður en slysið varð. — £>að er alveg óskiljanlegt, að nokkur sá uiaður, sem einu sinni hefur horfzt í a u gu við Felix þennan, láti sjer detta í hug að trúa annarri eins rokkna vitleysu. — hlimfreinur, og aftur á móti, segist hann hafa áorkað þvi, að einn af skipstjórum Bergenska fjelagsins hafí verið rekinn frá skipstjórn >upp á lífstíðc fyrir — sín orð. — Allir þeir, sem einu sinni hata horít í augun á Felix munu trúa þ e s s u, — það fer ekki hjá því. — En i þessum umrædda vaðli hans, gleymist honum alveg að geta þess, hvort hann hafi s j e ð f y r i r öll axarsköftia og asnastykkin, er hann ljet eftir sig að rofstungu-háðung hans afstaðinni — það herrans ár 1917 — f Kringlumýrinni. Og ennfremur gleymir hann að geta þess, hvers vegna verkstjóra- fúskara hennar það ár var >vikið frá upp á lífstíð*.

x

Borgarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarinn
https://timarit.is/publication/749

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.