Berklavarnablaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 2
2
BERKLAVARNABLAÐIÐ
Btch. Krisimundsson:
Baráttan gegn
í þúsundir ára hefir berklaveik-
in verið að breiðast út um heim-
inn og leggja í valinn fólk á öll-
um aldri, en einkum þó menn og
konur á bezta aldursskeiði, heim-
ilisfeður frá stórum fjölskyldum,
mæður frá ungbarnahópum, fyrir-
vinnu gamalla foreldra, auk þess
fjölda er verður að dvelja lengri
eða skemmri tíma á heilsuhælum
og sjúkrahúsum og fá þar ein-
hvern bata. Ómetanlegt er það
tjón, sem berklaveikin veldur, í
mannslífinu og efnahagslega, ein-
staklingum og þjóðum.
Hún tekur menn af öllum stétt-
um, hvaða flokki sem er, hvaða
tungumál sem þeir tala og hvaða
þjóðflokki sem þeir tilheyra. Hún
snertir alla að einhverju leyti,
misjafnlega mikið, beint eða
óbeint. Hún er höfuðóvinur alls
mannkynsins og allir geta verið
sameinaðir gegn henni.
Við ýmsum skæðum landfar-
sóttum hafa nú verið fundin með-
ul, en því miðrn- er enn ekkert
einhlítt meðal fundið gegn berkla-
veikinni, þó læknast hún oftar ef
í tíma er tekin. Baráttan gegn
berklaveikinni er æði yfirgrips-
mikil. Auk þess sem hún snýst að-
ailega um að forðast smitun eftir
því sem hægt er og lækna sjúka,
fléttast inn í hana barátta gegn
sóðaskap, hirðuleysi, óreglu, óholl-
um íbúðum, óhentugu mataræði
og öðru því er orðið- getur jarð-
vegur fyrir berklaveikina.
Við vitum öll, að góð heilsa er
gulli betri og að hraustum eru all-
ir vegir færir, en heilsulausum
flestar bjargir bannaðar.
Góð lífsskilyrði, holl líkamsrækt,
hreinlæti, reglusemi og sérhvað
það er styrkir líkamann er gott
vopn gegn berklaveikinni. Hrein,
loftgóð, sólrík húsakynni eru
sannkölluð heilsuhæli, en dimm-
ar, rakar, sóðalegar íbúðir gróður-
stöðvar fyrir berklaveikina og
aðrar sóttir.
Stórstígar framfarir hafa orðið
hér á landi, á síðustu árum, á
þessu sviði sem öðrum. Húsakynni
hafa batnað; nú rísa upp snotur,
sólrík hús í bæjum og byggðum
landsins, þrengsli minnka; nú sef-
ur óvíða nema einn í sama rúmi,
áður var þessu kasað saman.
Hreinlæti er meira. Mataræði
batnandi. Skilningur fólks á nauð-
syn þessa hefir aukist. Þó því
miður sé þessu víða ábótavant
exmþá. Hið opinbera hefir heldur
ekki legið á liði sínu í baráttunni
gegn berklaveikinni. Miklu fé er
árlega varið í þessu skyni. Heilsu-
hæli eru fyrir sjúka. Berklavarn-
arstöðvar hafa verið settar á stofn
í stærstu bæjum landsins og síð-
ast en ekki sízt hefir berklayfir-
læknirinn o. fl. ferðast um landið
í leit að berklasjúklingum svo
þeir kæmust sem fyrst til lækn-
inga, en slíkt er mjög nauðsynlegt
hvað batahorfur snertir.
Lækningu á veikinni hefir líka
farið nokkuð fram þó hægt fari.
berklaveikinni.
Dauðsföllum af völdum berkla
hefir fækkað. Eftir að hafa verið
árum saman í efstu röð dánar-
meina eru þeir nú 2. eða 3ja í
röðinni.
Betur má ef duga skal. Baráttan
gegn berklaveikinni er langvinn.
Veiki sem gengið hefir öldum
saman verður ekki kveðin niður
á stuttum tíma.
Röntgentæki þurfa að vera í
Líttu á livað lukkan hröð,
laglega fer að stíma.
Hugsaðu maður að hornístöð
hafirðu einhverntíma.
Ilallgr. Pélursson.
Þannig ávarpaði sálmaskáldið
mikla hugsunarleysingja þessa
lands, þegar holdsveikin lá sem
banvæn plága á þjóðinni, án þess
að hún risi til varnar, hvað þá
heldur sóknar móti slíkum vá-
gesti. Hallgrímur, sem sjálfur var
holdsveikur, vissi manna bezt, að
skilningsleysi samtíðar hans á
þessari plágu, var sá þröskuldur,
sem varð að yfirstíga, svo jákvæð-
ur árangur gæti náðst.
Nú, þegar þjóðin getur fagnað
því, að holdsveikin er að verða út-
dauð í landinu, fyrir öfluga bar-
áttu um margra ára bil, þá ætti
slíkt að verða hvatning til allra
landsins barna um, að hefja nú
öfluga sókn á hendur berklaveik-
inni, er herjar svo' skaðlega á
þjóðina. Þegar berklavarnarlögin
voru samþykkt, og hæli höfðu
verið byggð, bæði sunnanlands og
norðan, voru stór og þýðingarmik-
il spor stigin fram á við til að
hefta útbreiðslu veikinnar.
En þó að töluvert hafi verið
gert í þessum efnum, af hendi
hins opinbera, þegar miðað er við
stærð þjóðarinnar, þá er reynslan,
hinn ískaldi veruleiki, búin að
sanna okkur, að betur má ef duga
skal. Enn, sem komið er, hefir
baráttan móti berklaveikinni að-
eins miðast við nauðvörn þjóðar-
innar, en það er ekki nóg.
Það eru engin dæmi til þess úr
neinni styrjöld, að sigur hafi unn-
izt, með nauðvörn einni saman,
þar þarf meira til. Sá, sem vill
sigra verður að hefja öfluga sókn,
og halda henni þar til mótstaða
óvinarins er brotin á bak aftur.
Eins er þetta með baráttuna móti
berklaveikinni, þar verður að
skifta um hernaðaraðferð, og
hefja öfluga sókn í stað þeirrar
nauðvarnar, er beitt hefir verið að
undanförnu, það er eina leiðin,
sem mun færa okkur sigur, og
þessvegna er það skylda okkar að
beita henni. Að undanförnu hefir
verið um það eitt hugsað, að
reyna á hælum og sjúkrahúsum
hverju læknishéraði, því án þeirra
er oft ógjörningur að þekkja veik-
ina á byrjunarstigum.
Fræðsla á veikinni þarf að fara
fram í öllum skólum landsins og
almenningur þarf að vita deili á
henni o. fl. o. fl.
Ef til vill finnst, áður langt um
líður, meðal við berklaveikinni og
vonandi kemur sá tími, að henni
verði útrýmt. Til þess að sigra í
þessari baráttu verða allir að vera
samtaka, „góð stjórn, læknar og
skynsöm alþýða“, en hafa það
hugfast, að berjast gegn veikinni,
en ekki gegn þeim er sjúkir eru.
að bæta heilsu þess fólks, sem
þegar hefir verið orðið sjúkt af
völdum berklanna, og í því efni
hafa læknarnir lagt fram krafta
sína eftir megni. Þetta er gott og
lífsnauðsyn, svo langt sem það
nær, en það er bara ekki nóg.
Margir hafa farið af hælunum
með sæmilegan bata og nokkrir
með allgóða heilsu eftir misjafn-
lega langa veru þar. Hvað hefir
svo tekið við þessu fólki? í flest-
um tilfellum hörð lífsbarátta fyrir
brauði til næsta máls, og í sum-
um tilfellum skortur á öllu nema
skortinum. Það er leiðinlegt ög
sorglegt að slíkt skuli geta átt sér
stað í okkar landi, en því miður
veit eg um mörg dæmi þess, að
sjúklinga hefir vantað nauðsyn-
legt fæði ásamt húsnæði og hlýj-
um fötum, eftir að af hælunum
var komið. Meðan svona er í pott-
inn búið, þarf þjóðin ekki að bú-
ast við glæsilegum árangri á sviði
berklavarnanna, enda er reynslan
í mörgum tilfellum sú, að sama
fólkið verður að gista hælin, upp
aftur og aftur og fer sífellt hnign-
andi, vegna þess, að flest nauð-
synleg lífsskilyrði vantar fyrir
þetta fólk, sem ekki getur unnið
algenga erfiðisvinnu að lokinni
hælisvist.
Sú sókn, sem nú verður að hefj-
ast í þessum málum, verður að
vera fólgin í því, að þessum um-
ræddu sjúklingum verði séð fyrir
vinnu við þeirra hæfi, að endaðri
hælisvist, og að sú vinna verði
þannig greidd, að engar lífsnauð-
synjar þurfi að vanta. Ríki og
bæir ráða yfir ýmsum þeim störf-
um, er heppileg geta talizt í svona
tilfellum. Og það verður að vera
siðferðileg krafa á hendur þessum
aðilum, að berklasjúklingar, sem
eru færir um að leysa slík störf af
hendi, verði látnir sitja fyrir þeim
að öðru jöfnu, svo framarlega að
slík störf kynnu að losna eða ný
yrðu mynduð. Einnig mun verða
nauðsynlegt að stofna til sérstakr-
ar atvinnu í þessu skyni, og gæti
þar margt komið til greina. Til
þess að þetta verði gert, þarf þjóð-
in að sameinast um hina brýnu
aðkallandi lausn á þessu vanda-
máli. Það þarf líka að hefja þessa
sókh á fleiri sviðum, og þá fyrst
B f ö r g u n.
Ef skip findi syndandi mann úti
á hafi, nær dauða en lífi, þá myndi
verða gert allt sem hægt væri til
að bjarga honum. Það myndi vera
kallaður glæpur, ef skipshöfnin
tæki skipbrotsmanninn og skyldi
hann eftir á eyðiskeri nokkrar
mílur frá landi, í stað þess að
koma honum í örugga höfn.
Nú vil ég bregða hér upp axm-
ari mynd, sem er hliðstæð, eða
ætti að vera það, ef allt væri í
góðu lagi með björgunarstarfið.
Fólk, sem veikist af berklum, er
tekið upp af hafi mannlífsins og
sett á sjúkrahús og hæli, þar sem
allt er gert, sem hægt er, til áð
bjarga því til lífsins aftur. Takist
þessi björgun svo, að sjúklingur-
inn í'ái sæmilegan bata, þá er hon-
um sleppt aftur, án þess að reynt
sé frá hendi þess opinbera að
tryggja það, að björgunarstarfið
beri endanlegan árangur. Þessi
skipbrotsmaður er í mörgum til-
fellum settur upp á eyðisker, er
liggur nokkrar mílur frá stönd-
inni. Þarna er hann látinn vera án
þess að um það sé hugsað hvort
hann ferst, eða kemst til hafnar.
Finnst ykkur ekki að þetta
björgunarstarf þurfi að fullkomna?
og fremst með því, að vinna öfl-
uglega á móti sýkingunni, en til
þess verður að hefja herferð móti
heilsuspillandi íbúðum og fyrii’
betra mataræði, ásamt hlýrri og
heppilegri klæðnaði, sem fyrst og
fremst sé sniðinn eftir veðurfari
okkar lands. Það þarf að bæta að-
búð alþýðuxmar í landinu, með
betri efnahag og beinni fræðslu
um þessi mál.
Við erum fámenn þjóð í lítt
numdu auðugu landi, sem býð-
ur eftir átökum huga og hand-
ar þess fólks, sem í landinu býr.
Þessvegna höfum við heldur ekki
efni á því, að fórna uppvaxandi
æskunni, sonum og dætrum þjóð-
arinnar, eða verða þess valdandi,
að þessi dýrmætasti auður lands-
ins verði berklaveikirmi að bráð.
Það er skylda þjóðarinnar gagn-
vart sjálfri sér, að hefja nú alls-
herjar sókn á hendur berklaveik-
inni og hætta ekki fyrr, en hún er
landræk ger.
Samband íslenzkra Berklasjúkl-
hxga er stofnað fyrst og fremst
með það fyrir augum, að koma
þessari sókn af stað, og taka öfl-
ugan, virkan þátt í henni. Sam-
bandið vill vinna að þessu í sem
allra nánastri samvinnu við
læknastétt landsins og hverja aðra
sem vilja vinna málinu gagn. Eg
vil hvetja alla þá menn og konur,
sem einhverntíma hafa verið
bei’klasjúklingar, til þess að ger-
ast félagar í sambandsfélögunum
og taka virkan 'þátt í starfinu.
Og við ykkur, sem eruð exmþá
hraust, langar mig að segja þetta,
hugleiðið heilræðið, sem er í vís-
unni hans séra Hallgríms hér að
framan, og vitið hvort þið komizt
ekki að þehri niðurstöðu, að ykk-
ur beri skylda til að styðja það
starf, sem hér er hafið, ekki bara
vegna sjálfra ykkar, heldur fyrst
og fremst vegna hhmar uppvax-
aridi æsku, sem á að erfa landið,
Jóhann J. E. Knld:
Hefjum öfluga sókn gegn berkla-
veikinni í landinu.