Berklavarnablaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 5
BERKLAVARNABLAÐIÐ
5
Rich. Kristmundsson:
Berklapróf.
Vegna þess að nokkurs ókunn-
ugleika og misskilnings gætir hjá
fólki með berklaprófin, þykir rétt
að geta þeirra að nokkru hér.
Flestallir smitast af berklum
einhvern tíma á æfinni, en aðerns
lítill hluti þeirra veikjast af þeim.
Til er efni sem nefnist Tuber-
kúlín; það er unnið úr berklabakt-
eríum. Efni þetta er merkilegt að
því leyti, að með því má vita
hvort einhver hafi smitast af
berklum, en þrátt fyrir það getur
sá hinn sami verið heilbrigður.
Aðallega eru notaðar þrjár að-
ferðir og eru þær nefndar berkla-
próf.
MORO PRÓF.
Dropi af tuberkúlíni eða smyrsli
með því í er settur á hörundið,
oftas framan á brjóstið og hefti-
plástur settur yfir.
V. PIRQUET PRÓF.
Smá rispa er gerð á handlegg
og borið tuberkúlín í rispvma.
MANTOUX (frb. Mangtil) PRÖF.
Örlitlu af þynntu tuberkúlíni er
sprautað inn í húðina.
Hafi nú viðkomandi einhvem
tíma smitast af berklum, kemur
eftir 24—48 tíma rauður, harður
þrimill á þann stað, er tuberkúlín-
ið var sett. Er það nefnt jákvætt
(positivt) próf. Sé viðkomandi
hinsvegar ósmitaður verður engin
breyting á staðnum, það nefnist
neikvætt þróf (negativt).
Próf þessi eru alveg hættulaus.
Hjá nýfæddum börnum eru prófin
neikvæð, en jákvæð hjá flestum,
sem komnir eru til vits og ára.
Próf þessi eru nokkuð misnæm;
oftast mun v. Pirquet próf vera
gert, en verði það neikvætt, er hið
síðasttalda gert.
Sé tuberkúlínið óskemmt og rétt
að öllu farið, er þetta nokkuð
áreiðanlegt.
En sagt er, að engin regla sé án
undantekningar, og eins er með
þetta.
Helztu imdantekningar eru þess-
ar: Eftir margar farsóttir (t. d.
mislinga, skarlatsótt o. fl.) verða
prófin oft neikvæð um tíma. Enn-
fremur geta þau brugðist hjá
mjög tærðum sjúklingum, langt
leiddum berklasjúklingum og hafi
viðkomandi fengið tuberkúlín-
sprautur til lækninga.
Verði ítrekað berklapróf nei-
kvætt og ofangreindar undantekn-
ingar ekki fyrir hendi, er litið svo
á, að viðkomandi hafi ekki smit-
ast og berklaveiki útilokuð.
Hinsvegar geta menn, sem hafa
jákvætt berklapróf haft ýmsa
lungnasjúkdóma án þess að um
berklaveiki sé að ræða.
Neikvætt próf hjá börnum sýn-
ir meira en það, að barnið sé
ósmitað, það bendir líka á, að
skyldmenni þeirra séu ekki
berklaveik.
JTákvsett próf sýmr, að bamið
hefh smitast og ekki ólíklegt, að
einhver með berklaveiki umgang-
ist það. Það er því nauðsynlegt
að rannsaka alla, er þar geta kom-
ið til greina.
»Mataræði
09
þjóðþrifcc.
Á skútuöldinni hér á landi var
mataræðið lengst af svo lélegt hjá
sjómönnunum um borð í skipun-
um, að lengi var vitnað í skútu-
fæðið, þegar lélegt fæði bar á
góma. Þetta fæði sjómannanna,
sem leystu af höndum erfiðustu
vinnuna í þjóðarbúskapnum, fékk
líka í daglegu tali það nafn að
kallast „hvmdafæði“. Á þessum
árum var sagt um þann, sem fólki
þótti til lítils nýtur: „Hann getur
þó alltaf verið kokkur“. Nú er
þetta, sem betur fer, breytt á skip-
unum og er það mest að þakka sjó-
mönnum sjálfum, er gera nú
strangar kröfur í þessum efnum,
því þeir vita að „matur er manns-
ins megin“. Það er ógjörlegt að
vita hvað mikinn heilbrigðilegan
skaða skútufæðið og annað álíka
fæði er búið að baka þjóðinni, en
að öllum líkindum er það mikið.
Að kunna að matreiða ljúffenga,
holla rétti er sú list, sem ætti að
skipa virðingarsæti meðal þjóðar-
innar, því á þessu byggist, að ekki
svo litlu leyti, heilbrigði hennar
og viðnámsþróttur. í þessu efni
þarf þjóðin að taka sér fram á
næstu árum, svo viðunandi ástand
geti skapazt í þessu máli. Þeir,
sem við matartilbúning fást, hvort
sem eru konur eða karlar, þurfa
að öðlast þekkingu á næringar-
gildi hverrar fæðutegundar,
því að án þeirrar nauðsynlegu
undirstöðumenntunar verður
blöndun og tilbúningur hinnar
daglegu fæðu eins og blinds
manns fálm. Á þessu sviði þarf
hið opinbera að láta hefja al-
menna fræðslu. Það verður að
gera þá kröfu, að á almennum
matsölustöðum og opinberum
stofnunum sé aðeins það fólk við
matreiðsluna, sem hefir til þess
fagþekkingu.
Eitt sorglegt dæmi um vöntun
á þekkingu um næringargildi
fæðutegunda er sú staðreynd, að
íslendingar nota næstum því
aldrei síld til matar, þó það sé
vitað, að hún er einna dýrmætust
af okkar fæðutegundum hvað nær-
ingargildi snertir, og um leið lang-
ódýrust. Úr síldinni má líka mat-
búa óteljandi ljúffenga rétti, sem
enginn ætti að fráfælast, er hefir
smekk fyrir góðan mat.
Vilja ekki ríkisstofnanirnar
ganga á undan í þessu efni? Til
þess ættu þær að hafa góð skil-
yrði.
Það sama og sagt hefir verið
um síldina, má einnig segja um
grænmetisnotkun landsmanna. —
Hún er alltof lítil, þó er það vitað
mál, að á íslandi er hægt að fram-
leiða flestar tegundir grænmetis
með sæmilegum árangri og spara
þar með þjóðinni mikinn erlendan
gjaldeyri. Mér finnst að þarna sé
líka þarft verkefni, sem ríkisstofn-
anirnar ættu að hafa forgöngu í,
því að fyrsta skilyrðið til þess að
nægilegt grænmeti verði ræktað,
er að þjóðin kunni að meta gildi
þess. Fram að þessum tíma hefir
það staðið mjög í vegi fyrir auk-
inni neyzlu grænmetis, hvað það
hefir verið selt dýrt. Á þessu verð-
ur að ráða bót með margfaldri
ræktun og hámarksverði.
Það ætti að vera hægt að fram-
leiða grænmeti hér með ekki mik-
ið meiri tilkostnaði en annarstað-
ar á Norðurlöndum, ef öll skilyrði
eru notuð til fullnustu. Eg á þarna
sérstaklega við hinn ódýra jarð-
hita landsins, sem í þessum efnum
ætti að hafa ótæmandi möguleika
að bjóða, þegar hann hefir verið
tekinn að mestu í þjónustu auk-
innar ræktunar.
J. E. K.
Skrifstofa fyrir S. í. B. S.
verður að koma
í Reykjavík
hið fyrsta.
Samband íslenzkra berklasjúkl-
inga vantar tilfinnanlega skrif-
stofu í Reykjavík sem um leið
væri miðstöð starfseminnar um
allt landið. Þessu mikla og aðkall-
andi nauðsynjamáli þarf að hrinda
í framkvæmd hið allra bráðasta.
Stjórn S. í. B. S. sótti til síðasta
Alþingis um styrk til slíkrar skrif-
stofu, en Alþingi var frestað áður
en þessi beiðni var tekin til af-
greiðslu, Þegar Alþingi kemur
saman í haust, þá vonumst við eft-
ir að þingmenn allra flokka verði
sammála um að styrkja þessa
starfsemi vora með fjárhæð nokk-
urri úr ríkissjóði, því að það get-
ur varla leikið á tveim tungum,
að slíkri fjárveitingu væri vel var-
ið. Það er líka mjög trúlegt að
þessi félagsskapur vor muni geta
sparað ríkissjóði eitthvað af því
fé, sem nú er varið til berklamál-
anna í landinu, þegar stundir líða
og starfsemin er komin á það stig,
sem hún þarf að komast. Fyrsta
skilyrði til þess er, að hægt verði
að koma upp skrifstofunni og að
fastur starfsmaður verði ráðinn,
er helgi alla starfskrafta sína þess-
um málum. Það þarf að vera mað-
ur, sem af reynslu veit hvar skór-
inn kreppir að, og hefir brennandi
áhuga fyrir því að leysa úr þess-
um málum. Eg efast ekki um,
að þarna er hægt að lyfta Grettis-
tökum, með því að sameina krafta
þjóðarinnar til stórra átaka. Og sé
skilningur þjóðarinnar á þessu
þarfa máli ekki nógu lifandi, þá
verður að vekja hann upp og
skapa brennandi áhuga. Það verð-
ur nú að hefja öflugt herútboð,
allt frá yztu annnesjum til innstu
dala landsins, á móti berklaveik-
inni.
Hlutverk slíkrar skrifstofu fyrir
S. í. B. S. verður án efa mjög
margþætt. Það þarf að fjölga fé-
lögunum innan sambandsins, svo
þau myndi samhangandi keðju
kringum allt landið. Það þarf að
hefja víðtæka starfsemi, til hjálp-
ar sjúklingunum þegar þeir koma
af hælunum. Með sameiginlegum
átökum einstaklinga, ríkis, bæja
og sveitafélaga, ætti að vera hægt
að bæta úr því ástandi sem nú
ríkir. Berklasjúklingar, sem feng-
ið hafa sæmilegan bata, svo þeir
niegi vinna létta vinnu, þrá und-
antekningarlaust eitthvert starf,
sem getur gefið þeim brauð. Skrif-
stofan þarf að g'eta gefið þessum
mönnum nauðsynlegar upplýsing-
ar og ráðleggingar og verður á all-
an hátt að reyna að greiða fram
úr málum þeirra. Þetta er mikið
og vandasamt hlutverk, en ef að
viljinn er góður, þá fær hann líka
mörgu þokað fram á við.
íslenzkir alþingismenn! í haust
kemur til ykkar kasta hvort þið
viljið styrkja þetta mikla þjóð-
þrifastarf, sem nú er hér hafið.
Við væntum þess af ykkur, að
þið greiðið allir atkvæði með fjár-
veitingu til Skrifstofu S. í. B. S.
Reynslan mun sanna það í fram-
tíðinni, að hér er um þjóðþrifa-
starf að ræða, sem mun efla og
styrkja hag almennings í landinu.
J. E. K.
Þáttur
úr lífi Jóns Jónssonar.
Jón Jónsson útskrifaðist af
heilsuhæli, en mátti aðeins vinna
mjög létta vinnu. Hann kom alls-
laus heim til sín eftir langa fjar-
veru. Skyldmenni átti hann, en
ekkert þeirra var svo efnum búið
að þau gætu hjálpað honum.
Jón Jónsson leitaði eftir léttri
atvinnu, hjá einstaklingum, félög-
um, framfærslusveit og ríki, en
enginn vildi'neitt með hann hafa
að gera. Hann fékk allsstaðar neit-
un. Jón Jónsson vildi ekki gefast
upp, hann þráði að vera sjálfstæð-
ur maður. Næstu spor Jóns Jóns-
sonar lágu því til bankanna, hann
hugðist að fá lánað fé til eigin at-
vinnureksturs. Bankastjórarnir
tóku kurteislega á móti Jóni, en
lán fékk hann ekkert, því að hann
hafði ekki hina nauðsynlegu
tryggmgu. Þegar hér var komið
sögu, þá beit Jón Jónsson á jaxl-
inn og bölvaði í hljóði. Gefast upp,
nei, það skyldi hann aldrei.
Jón Jónsson byrjaði nú að
vinna erfiðisvinnu. Þörfin knúði
hann til þess að taka þá vinnu er
hann fékk. Með einbeittum, stál-
hörðum vilja píndi Jón Jónsson
sig þannig áfram í nokkra mán-
uði. Einn góðan veðurdag sagði
svo líkaminn stopp, hann neitaði
að hlýða og Jón Jónsson varð að
leggjast í rúmið. Þessi rúmlega
eyddi þeim aurum, er hann var
búinn að innvinna sér. Jón Jóns-
son koinst á fætur aftur, en fann