Berklavarnablaðið

Árgangur
Tölublað

Berklavarnablaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 6

Berklavarnablaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 6
6 BERKLAVARNABLAÐIÐ það brátt, að hann var algjörlega óvinnufær. Nú leitaði Jón Jónsson til fram- færslusveitarinnar um hjálp, og það voru hans þyngstu spor, en önnur leið var ekki til. Jóni Jónssyni var veittur lífeyr - ir, segjum og skrifum áttatíu aura á dag. Þannig lifði hann á vegum þjóð- félagsins, utan hælis, því að hann gat ekki dáið. Þegar svo rúmt ár var liðið frá því Jón Jónsson yfir- gaf heilsuhælið, þá var það einn dag að sjúkrabifreið ók heim að hælisdyrunum, og maður var bor- inn í körfu inn í eina karlastof- una. Þar var Jón Jónsson kominn aftur. Gela sjúklingar uonið pjóð- ðíifaslarf til varnar gegn berkiaveikinni? Þessari spurningu er ekki hægt að svara til fulls á þessu stigi tnáls. Par eð berklasjúkiingar hafa ekki haft með sér nein samtök fyrr en seint á árinu 1938. Hitt er og viðurkennt, að í þeirri hörðu baráttu, sem hafin hefur verið hér á landi til útrýmingar sjúk- dómum og þá einkum berklaveikinni, hafa læknar staðið því nær einir uppi, útilokaðir frá fjöldanum vegna ýmsra ástæðna. Og taki maður þá lækna þessa lands, sem aðallega og eingöngu hafa staðið í baráttunni við berklana, þá eru þetta mjög fáir menn, eða um einn læknir á hverja tíu þúsund íbúa. Getur þá nokkur mað ur í fullri alvöru ætlast til þess, að þessir fáu menn leysi mikið meira af hendi en hin daglegu störf á hælum og sjúkrahúsum, sem þeim er á herð- ar lagt ? Nei, — vissulega ekki. Af þess- um sökum meðal annars hafa sjúkling- ar myndað með sér félagsskap, bæði innan hælanna og utan, með það fyr- ir augum að sameina þjóðina og vekja til sterkari átaka gegn berkiaveikinni. Það er alkunn staðreynd, að menn hafa verið og eru hræddir við orðin — »berklar, tæring*. Svo að jafnvel sjúklingar, sem hafa komið af hælum, læknaðir af lungnaberklum, hafa orðið að segja, að þeir hafi haft >Bronch(tis<, aðeins til þess að geta fengið atvinnu með öðru fólki. En þessi hræðsla við berklana er stórkostlegur misskilningur. Með óttanum vinna menn oft aðeins það, að útbreiða berklaveikina í stað- inn fyrir að forðast verstu afleiðingar hennar og útrýma henni. Skal ég nú færa orðum mínum stað með litlu dæmi. Eg, sem þetta skrifa, var búinn að fá öll einkenni berklaveiks manns, vorið 1936. En af ótta við þá stað- reynd, að ef ég færi á hæli, þá yrði ég endanlega og æfilangt brennimerklur í augum fjöldans, sem tæringarsjúkling- ur, þá reyndi ég af lítilli getu að leyna sjúkdómnum og vinna. Um haustið varð ég að beygja mig fyrir staðreyndinni og fara á berklahæli. Sakir þessa ótta mfns við berkla- veikina, er það vel mögulegt, að ég hafi sýkt aðra menn, einn eða fleiri. Og í öðru lagi er liklegt að ég hafi dregið of lengi, að leita læknis. Þannig eru til ótal daemi þessu Ifk, þar sem BSS Stormjakkar Stormblússur Sporthúfur Sportsokkar Sportskyrtur Peysur Bakpokar Hvílupokar Vattteppi Regnkápur Rykfrakkar. Brauns-Verzlun. Páll Sigurgeirsson. Eins og að undanförnu kaupum við gegn hcesta verði og tökum til sölumeð/erðar: Ull, Gcerur, Lambskinn, Kálfskinn, Húðir og Hrosshdr. LEITIÐ VERÐTILBOÐA. Verzl. Eyjafjörður. Dívanavinnustofa Akureyrar hefir ávalt fyrirliggjandi dfvana og fjaðrabekki sömuleiðis stoppaða stóla af ýmsum gerðum. Eigum von á miklu úrvali af húsgagnafóðri. Veitið athygli! Höfum alltaf fyrirliggjandi: Matvörur, vefnaðarvörur, bús- áhöld, skófatnað, hreinlstisvörur, pappfrsvörur, kryddvörur, leður- og skinnvörur o. m. fl. Allt með LÆGSTA verði, — Sérstök áherzla lögð á vörugæði. Félagsfólki greiddur ársarður af viðskiftunum. Árleg stóraukin félagatala ásamt margfölduðum viðskiftum er bezta sönnunin fyrir vinsældum þessa félagsskapar. Pöntunarfélag verkalýðsins. Sími 3S6. Hafnarstræti 96, Akureyri. Sfmi 356. Nýkomið: Lindarpennar, verð frá kr. 10,00 — 60,00. Amatör-albúm, verð frá kr. 3,75 — 10,00. Dömutöskur, verð frá kr. 8,00 — 25,00. Ráptöskur, verð frá kr. 8,00 — 24,00. Peningabuddur, seðlaveski, tóbaksveski o. m. fl. Bcekur, innlendar og útlendar, tímarit og blöð. Vörur og bækur sendar gegn póstkröfu hvert á land sem er. Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. Pósthólf 124. — Akureyri. menn hafa beinlínis stutt að þvf að útbreiða berklana, vegna vanþekkingar og vitlausrar berklahræðslu. Hitt er vitaskuld skylda hvers hugsandi manns, að umgangast smitandi sjúklinga með hreinlæti og varúð. Hér að framan hefi ég í stuttu máli sýnt fram á það, hve afstaða mín og vafalaust fjölda annara hefur verið nei- kvæð gagnvart þessum sjúkdómi, sem þó hefur höggvið stær6t sköið í raðir fslenzkrar æsku, til ómetanlegs tjóns fyrir land og lýð. En þetta verður að breytast og það sem fyrst. Fjöldinn verður að skilja það, að sjúkdómar eru það mál, sem ekki má taka á með vettlingatökum heldur raeð heilbrigðri skynsemi og karlmennsku. »Sameinaðir sigrum vér en sundraðir föllum vér.« Allir sjúklingar ættu að gerast með- limir og allir heilbrigðir »styrktarfélag- ar< f »Berklavörn«, félagsskap sem búið er að stofna í flestum eða öllum bæjum landsins, og hefja sameiginlega sókn til útrýmingar berklaveikinnar á íslandi. Kristneshæli 5. júní. 1939. Sjúklingur. Líftryggið yður. Brunatryggið allt yðar. — Og munið að S j ó t r y g g j a allar sendingar yöar meö bátum og skipum og þá auðvitaö hjá al - íslenzk a félaginu .1. Umboð á Akureyri: Axel Kristjánsson h.f. Aktæðið er loksins komið. Jón Hallur. Sími 3 8 3 Sími 3 8 3 B if reiðastöð Norðurlands Sími 3 8 3 Sími 38 3

x

Berklavarnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavarnablaðið
https://timarit.is/publication/753

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.09.1939)
https://timarit.is/issue/333393

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.09.1939)

Aðgerðir: