Berklavarnablaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 3
BERKLAVARNABLAÐH)
3
Þakkarávarp
Sjúklingar d Krlstneshœli senda sitt
innilegasta þakklœii til allra þeirra
mörgu félaga og einstaklinga, sem d
undanförnum drum hafa veitt þeim gleði og
rinrpnrin mpA mnrcrvislpcrnm ilcpmmfnnnm
Iþróttir,
baðstofur
heilbrigði.
Þegar þjóðin, á næstu árum,
herðir baráttuna á móti berkla-
veikinni í landinu, svo úr verður
öflug sókn, þá verður einn þáttur
þeirrar sóknar að vera innifalinn
í aukinni líkamsræktun þjóðarinn-
ar. íþróttastarfsemina þarf að
auka og margfalda, svo hún nái
til alls almennings. Það verður að
byrja á því að þjálfa líkama
bai’nanna strax á unga aldri og
halda síðan þeirri þjálfun við,
mannsæfina út. Hér er hlutverk,
sem barnaskólarnir ættu að beita
sér fyrir. Því „það ungur nemur,
gamall temur“. Hvert mannsbarn
á íslandi þarf að læra sund og
iðka það. Skauta- og skíðaferðir á
vetrum þurfa að aukast stórum
frá því sem nú er. Æskulýður
bæjanna þarf að fullu, að segja
skilið við kaffihúsalífið, þar sem
setið er fram á nætur á kafi í
koldimmri reykjarsvælu og alls-
konar ólofti. í staðinn á æskan að
fara hópferðir, jafnt sum£ir sem
vetur, þegar tómstimd gefst, í
faðm hinna íslenzku fjalla.
Skemmtistaðir æskunnar þurfa að
rísa upp þar sem fegurðin er mest,
í ríki náttúru lands vors. Þangað
verður uppvaxandi kynslóðin að
sækja gleði og lífshamingju,
ásamt auknum þrótti og heil-
brigði. í sambandi við aukna
líkamsræktun þjóðarinnar, er lífs-
nauðsyn að upp rísi, jafnt í sveit-
inn sem bæjum, baðstofur, þar
sem gufuböð yrðu stunduð af öll-
um almenningi, eins og hér tíðk-
aðist á landnámsöld. Mestu heil-
brigðisérfræðingar og íþrótta-
frömuðir nútímans, hafa komizt
að þeirri niðurstöðu eftir ýtarleg-
ar rannsóknir, að hin einfalda
gamla finsk-rússneska baðstofa,
sem notuð hefir verið í þessum
tveim löndum í þúsund ár, sé sá
lífsaflgjafi er nútíma menningin
verði að tileinka sér. Frændur
vorir, Svíar, sem taldir eru standa
framarlega sem menningarþjóð,
eru nú í þann veginn, að breyta
stærstu baðstöðum sínum þannig,
að þeir samrýma þá þúsund ára
reynslu finsk-rússnesku baðstof-
unnar.
Sá er líka höfuðkostur við þess-
ar baðstofur, að þær eru svo
ódýrar, að það ætti að vera létt
fyrir hvert sveitaheimili að koma
þeim upp. Munum það, góðir ís-
lendingar, að fjöregg þjóðarinnar
er hin uppvaxandi kynslóð. Þess-
vegna er það ófrávíkjanleg skylda,
að gera allt til þess að æskan öðl-
ist heilbrigði og lífshamingju.
Gamli.
Ábyrgðannenn:
Ragnheiður Benediktsdóttir.
Jóhann J. E. Kuld.
Jónas Rafnar:
Eftir hælisvistina.
(Framh. af 1. síðu).
athvarfs hjá eftir hælisvistina.
Það er framfærslusveit hans. —
Þegar sjúklingur kemur af hæli,
hraustur útlits og í góðum hold-
um, heyrist oft sagt sem svo,
ýmist í gamni eða alvöru, að hann
eða hún virðist svo sem vera fær
um að taka höndunum til hvers
sem væri. Og því miður er það
sorglega algengt, að sjúklingnum
er ætlað of mikið; það er ekkert
greitt fyrir honum, hann er þegar
í stað settur til þeirra starfa, sem
honum eru um megn, og eftir
styttri eða lengri tíma er hann
aftur kominn í hælið, verr farinn
en hann var í fyrra skiptið og
batahorfurnar vitanlega í hlutfalli
við það. Á þessu sviði kreppir
skórirm ónotalega að, og á því
verður að ráða bót með einhverju
móti. Almenningi og stjómarvöld-
um verður að skiljast það, að
lungnaberklar læknast því sem
næst aldrei svo fullkomlega, að
þeir geti ekki gosið upp aftur, og
að minnsta kosti fyrstu árin eftir
hælisvistina verður sjúklingurinn
að gæta varúðar; það verður að
hlífa kröftum hans og heilsu
miklu meira en tíðkazt hefir. í
baráttunni við berklaveikina er
einmitt þarna háll og varasamur
blettur, sem almennhigur hefir
hingað til ekki verið nægilega
varaður við. Það er þegar vel séð
um
þurfa að halda; það er reynt eftir
beztu getu að koma þeim til
heilsu, og ef þeir deyja, er séð um
það, að þeir komist í jörðina.
Hitt er eftir, að gera allt, sem
hægt er, til þess að fyrrverandi
hælissjúklingar, sem fengið hafa
góðan bata og ættu að geta haldið
honum, missi ekki allt það aftur,
sem áunnizt hefir við langa og
kostnaðarsama hælisvist. Ríkis-
stjórn, sveitastjórnir og almenn-
ingur mega til að gera sér það
ljóst, að það verður að styðja og
styrkja á allan hátt það fólk, sem
orðið hefur , fyrir því óláni að
þurfa að dvelja í heiisuhælum. Al-
merm mannréttindi og mannúð
krefjast þessa, og auk þess kemur
það minna við buddur og sjóði
að leggja eitthvað af mörkum til
þess að sporna við því, að sjúk-
lingarnir lendi aftur í haelimum,
en að kosta þá þar að fullu og
öllu.
Þetta mál er eitt af mörgum,
sem „Samband íslenzkra berkla-
sjúklinga" hefur á dagskrá sinni,
og nauðsynin er brýn. í stuttri
ritgerð er ekki hægt að gera grein
fyrir því, hvernig félagið hyggst
að haga starfi sínu í þessu efni, en
þótt ekki sé yfirleitt um margar
leiðir að velja, þá eru atriðin
mörg, sem taka verður til athug-
unar. Hitt er aftur á móti sjálf-
sagt, að ef vasklega verður sótt
fram á þessu sviði berklabarátt-
unnar, má gera sér von um þann
árangur, er reynast mun hald-
betri en margt annað.
Þótt ég hafi þegar tekið fram
það, sem eg vildi sagt hafa, vil eg
að lokum leyfa mér að endurtaka
nokkur orð mín, til þess að þau
festist betur í minni.
Fyrrverandi hælissjúklinga vil
eg minna á þetta: Gleymdu því
aldrei, að þú varst einu sinni
berklaveikur.
Vandamenn sjúklinganna vil eg
minna á það, að þeir geri sitt til
að sjúklingurinn leiti þegar í stað
læknis, ef hann veikist aftur eða
einhver heimilismanna verður las-
inn á þann hátt, að grunur gæti
verið um byrjandi berkla.
Sveitastjórnum og almenningi
vil eg benda á það, að í raun og
veru svarar það bezt kostnaði að
spara hvorki fyrirhöfn né ofurlítið
fé, til þess að spoma við því að
fyrrverandi hælissjúklingar missi
aftur heilsuna og þarfnist hælis-
Jóh. Þorkelsson:
Heilsuverndarstöð Akureyrar
(Framhald af 1. síðu).
verða smitandi. Þá á stöðin að
sjálfsögðu líka að sjá um, að þeir
sjúklingar, sem ganga með smit-
andi berkla, séu einangraðir á
heilsuhæli eða annarstaðar, á
meðan smithætta getur stafað af
þeim. Einnig á stöðin að fylgjast
vel með líðan og heilsufari allra
þeirra sjúklinga sem hafa haft
berkla en eru það frískir, að þeir
geti verið í heimahúsum eða
stundað atvinnu sína. Þessa sjúk-
linga „kontrollerar“ stöðin með
vissu millibili, lengur eða skemur,
eftir því hvað sjúkdómur þeirra
gefur tilefni tiL
Takist berklavarnastöðinni þetta
nálgast hún óneitanlega takmark
sitt, sem sé það, að útrýma berkla-
veikinni, því að það sem fyrst og
fremst heldur veikinni við er ein-
mitt þetta, að sjúklingarnir ganga
oft í lengri tíma með smitandi
berkla, án þess að vita um það
sjálfir og smita út frá sér til hægri
og vinstri, áður en tekst að ein-
angra þá. Það er bæði af þessum
ástæðum og svo líka vegna bata-
möguleikanna, að fólk á aldrei að
draga að leita sér læknis og láta
rannsaka sig gaumgæfilega, ef það
hefir einhvern grun um að berkla-
veiki geti leynzt með því, þar eð
batamöguleikar oftast eru mjög
góðir, ef sjúkdómurinn er tekinn
á byrjunarstigi.
Hóprannsóknir eru mjög þýð-
ingarmikill þáttur í starfi berkla-
varnastöðvanna, vegna þess að
þær sýna, að menn geta gengið
með smitandi lungnaberkla án
þess að finna til nokkurra sjúk-
dómseinkenna og án þess að hafa
minnstu hugmynd um það sjálfir.
Að sjálfsögðu eru þetta þeir
hættulegustu smitbreiðar, sem
hugsast geta, þar eð þeir sjálfir
gæta engrar varúðar (af eðlileg-
um ástæðum) og aðrir sem eru
samvistum við þá eru grunlausir
um að nokkurar hættu megi
vænta úr þeirri átt.
Ég vil að lokum leyfa mér að
undirstrika þetta þrexmt:
1. Dragið aldrei að fara til lækn-
is og láta rannsaka yður gaum-
gæfilega, ef þér hafið grun um
að hafa smitast af berklaveiki
eða ganga með berklaveiki.
2. Farið ávallt sem nákvæmast
eftir þeim ráðleggingum, sem
læknir yðar gefur yður um
meðferð sjúkdómsins.
3. Bregðist ætíð vel við, ef þér
eruð beðinn að mæta til rann-
sóknar á berklavamarstöðinni,
því að með því móti leggið þér
fram yðar skerf í baráttunni til
útrýmingar berklaveikinni.
Vonandi verður hægt að auka
nokkuð starfsemi berklavamar-
stöðvarinnar nú í haust, og von-
umst við þá til að geta haft stöð-
ina opna 3svar í viku og notað þá
emn af þessum þremur dögum
vikunnar til hóprannsókna og til
að gefa loftbrjóst (pústun) þeim
sjúklingum, sem þess þarfnast.
Akureyri 7. júní 1939.
Við sjúklingar.
Okkur er sífellt það sannað,
að sárt er að vera til,
þegar lífið er ekkert annað,
en allt sem er sjúkum bannað.
Mínus örlítið okkvu' í vil.
Hví erum við dauðir dæmdir?
Hví er drottinn svo harður við oss?
Burtu friðlausir flæmdir,
af frelsinu erum við sæmdir,
jarðlífsins júdasarkoss.
Við verðum að kvæljast og kvíða.
Að kalla á frelsi er ei nóg.
Við megum stilltir stríða,
sem steinar eigum að bíða,
lífsins með Ijúfri ró.
Hjálti Haráldsson,
þá, sem á hælis- og spítalavist vistar að nýju.
Prentverk Odds Björnssonar.