Bókmenntaskrá Skírnis - 01.01.1969, Page 5

Bókmenntaskrá Skírnis - 01.01.1969, Page 5
Formáli Skrá þessa hef ég tekið saman að tilhlutan ritstjóra Skírnis. Slík skrá hefur ekki áður birzt i ritinu - og raunar ekki öðrum íslenzkum tímaritum, svo að mér sé kunnugt. Er því nauðsynlegt við upphaf verks að fara um það nokkrum orðum til skýringar. Ber einkum að hafa eftirfarandi atriði í huga: 1) Skráin er bókmenntasöguleg, þ. e. hún greinir skrif um bók- mennir, en ekki bókmenntaverkin sjálf nema nauðsynlegt sé vegna þess, sem um þau er ritað. 2) Skráin nær yfir tímabilið frá og með Jóni Arasyni til okkar daga, en hún greinir einungis umsagnir, sem birtast næsta ár á und- an útkomu hennar - í þetta sinn árið 1968. Á sama hátt er ætlunin að taka fyrir hvert ár framvegis. Fremst í skránni fara kaflar um bókfræði, bókaútgáfu og blöð og tímarit. Að öðru leyti greinir skráin umsagnir um hin eiginlegri bókmenntaverk, og fjallar yfirgnæfandi meiri hluti þess efnis um samtímabókmenntir, svo sem að líkum lætur. Val efnis er ekki ein- skorðað við fagurbókmenntir í þröngum skilningi, heldur eru teknar með umsagnir um þjóðsögur, bréfasöfn og ýmislegt það, sem kalla mætti þjóðlegan fróðleik. Einnig hafa verið teknar með um- sagnir um ævisögur, ferðalýsingar og viðtalsbækur, ef að þeim standa skáld eða rithöfundar, svo og leikdómar um sýningar á verk- um íslenzkra höfunda. Svo sem vænta má, hlýtur margt af því, sem vísað er til í slíkri skrá, að vera harla smátt framlag til bókmenntasögunnar. Þó hefur ýmsu hinu lítilfjörlegasta verið sleppt, svo sem fréttaklausum og ýmsum nafnlausum pisllum, sem hvorki verður talið, að skýri verk eða séu til vitnis um viðtökur. Til efnisöflunar hefur verið kannað mestallt íslenzkt prentmál

x

Bókmenntaskrá Skírnis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókmenntaskrá Skírnis
https://timarit.is/publication/754

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.