Bókmenntaskrá Skírnis - 01.01.1969, Page 6
ársins 1968, þar sem einhver von var bókmenntalegs efnis. Örðugra
var að hafa uppi á því, sem erlendis birtist. Hefur verið leitað til ým-
issa aðila um liðsinni í þeim efnum. Eigi að síður vantar áreiðanlega
talsvert á, að nægjanleg skil hafi orðið. Því vil ég heita á þá, sem
verða varir við efni um íslenzkar síðari tíma bókmenntir í erlendum
ritum, að senda undirrituðum upplýsingar um það. Oft fá skáld og
rithöfundar sendar umsagnir um eigin verk, og vil ég því ekki sízt
beina þessum tilmælum til þeirra.
Reynt hefur verið að ganga þannig frá skránni, að verulegar leið-
beiningar um notkun hennar séu óþarfar. Tekið skal íram, að heiti
rila, sem vísað er til, eru annað hvort birt óstytt eða skammstöfuð
þannig, að auðskilið sé flestum lesendum við fyrstu sýn. En aftast
er skrá um öll blöð og tímarit, sem efni er tekið úr, flokkuð eftir
löndum.
Að lokum þakka ég öllum, sem stuðlað hafa að öflun efnis eða
lagt mér á annan hátt lið við samantekt þessa rits.
Einar Sigurðsson
Háskólabókasafn
Reykjavík