Tuðran - 01.01.2001, Blaðsíða 2
2
Fylgt úr hlaði
í blaðinu sem þú hefur nú í höndunum
lesandi góður er kynning á starfsemi
Knattspyrnudeildar UMF Selfoss.
Deildin heldur úti mjög öflugu starfi í
nánast öllum flokkum bæði karla og
kvenna. Allir flokkarnir eru kynntir hér í
blaðinu.
I barna og unglingaflokkunum er unnið
gríðarlega gott starf, en því er stýrt af
unglingaráði deildarinnar. Við erum
mjög stolt af því að geta boðið unga fólk-
inu okkar kost á því að stunda
knattspyrnu undir mjög hæfra og vel
menntaðra þjálfara. Þetta starf hefur
m.a. borið þann ávöxt að á síðasta ári
eignuðumst við unglingalandsliðsmann
og nú stunda tveir 15 ára drengir æfingar
með U17 ára landsliðinu.
MEISTARAFLOKKUR KARLA
SUMARIÐ 2001
Leikdaaur Mót Völlur Heimalið Gestir
fös. 18. maí. 2001 - 20:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss Skallagrímur
þri. 22. maí. 2001 - 20:00 Coca-Cola bikar karla Ásvellir HaukarU23 Selfoss
fös. 25. maí. 2001 - 20:00 2. deild karla Ásvellir Haukar Selfoss
mán. 04. jún. 2001 - 14:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss Léttir
fim. 07. jún. 2001 - 20:00 2. deild karla Garðsvöllur Víðir Selfoss
þri. 19. jún. 2001 - 20:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss KÍB
þri. 26. jún. 2001 - 20:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss Afturelding
lau. 30. jún. 2001 - 14:00 2. deild karla Sindravellir Sindri Selfoss
þri. 03. júl. 2001 - 20:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss Leiknir R.
lau. 07. júl. 2001 - 14:00 2. deild karla Akureyrarvöllur Nökkvi Selfoss
fim. 12. júl. 2001 - 20:00 2. deild karla Skallagrímsvöllur Skallagrímur Selfoss
fim. 19. júl. 2001 - 20:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss Haukar
fim. 26. júl. 2001 - 20:00 2. deild karla Ármannsvöllur Léttir Selfoss
mið. 01. ágú. 2001 - 20:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss Víðir
lau. 11. ágú. 2001 - 14:00 2. deild karla Skeiðisvöllur KÍB Selfoss
fim. 16. ágú. 2001 -19:00 2. deild karla Varmárvöllur Afturelding Selfoss
lau. 25. ágú. 2001 -14:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss Sindri
sun. 02. sep. 2001 - 14:00 2. deild karla Leiknisvöllur Leiknir R. Selfoss
lau. 08. sep. 2001 - 14:00 2. deild karla Selfossvöllur Selfoss Nökkvi
Töluverðar breytingar hafa orðið á
meistaraflokki karla frá því í fyrra og er
meginbreytingin fólgin í því að nú er
liðið eingöngu skipað heimamönnum, en í
fyrra léku þó nokkrir aðkomumenn með
liðinu. Nokkrir ungir og bráðefnilegir
leikmenn hafa bæst í hópinn og verður
gaman að fylgjast með hvernig þeim
vegnar, raunar hafa þeir sýnt og sannað í
við liðinu á miðju síðasta leiktíma-
bili. Kristinn er þrautreyndur og vel
menntaður knattspyrnuþjálfari og
vænta Selfyssingar sér mikils af
störfum hans. Með meistaraflokki
starfar sérstakt meistarflokksráð sem
sér um alla umgjörð leikja liðsins ,
auk þess eru liðinu til aðstoðar í
leikjunum tveir liðsstjórar.
utan unglinga- og meistarflokksráðin,
sem áður voru nefnd, þá starfar
sérstakt 2. flokksráð með 2. flokki
karla og mikið foreldarastarf fer fram
með öllum yngri ílokkunum. Fyrir
öllu starfinu fer síðan stjórn deild-
arinnar, en hana skipa; Þorvarður
Hjaltason formaður, Katrín Karlsdóttir
varaformaður, Grímur Sigurðsson
gjaldkeri, Óskar Arilíusson ritari og
Þröstur Hafsteinsson meðstjómandi. í
varastjórn sem raunar tekur fullan
þátt í störfum stjórnarinnar eru;
Brynhildur Jónsdóttir, Þorsteinn G.
Þorsteinsson og Sævar Sverrisson.
Með því að gefa út þetta blað vildum
við kynna fyrir fólki það þýðing-
armikla starf sem fram fer á vegum
deildarinnar og um leið að hvetja fólk
til að styðja starf deildarinnar með
einhverjum hætti. Okkur munar ekki
síst um það að fólk sýni starfi okkar
áhuga með því að koma á leiki bæði
yngri og eldri flokka og hvetja
íþróttafólkið til dáða.
Með kveðju,
Þorvarður Hjaltason
fyrstu leikjum Islandsmótsins að þeir Fjöldi fólks vinnur mikið og óeigin-
eru fyllilega traustsins verðir. Þjálfari gjarnt starf fyrir deildina, auk
liðsins er Kristinn Björnsson, sem tók íþróttafólksins og þjálfaranna. Fyrir
Vormót
knattspyrnudeildar Umf. Selfoss
Mánaðarmótin apríl - maí varhaldið knattspyrnumót á grasvöllum víðsvegará Suðurlandi.
Spilað var á Hellu, Eyrarbakka, Hvolsvelli og í Árnesi. Meistaraflokksráð knattspyrnudeildar
sá um framkvæmd mótsins. Alls voru spilaðir 10 leikir og voru úrslitin eftirfarandi:
Þór Ak,- FH 4 - 2
KA - ÍR- 4 - I
Breiðablik - Fylkir 0-2
Selfoss -Þór Ak. 0-8
FH - Selfoss 8 - I
Breiðablik - ÍR 0-0
Fylkir - Þór Ak 2-0
Breiðablik - Þór Ak. 2- l
Selfoss - KA 0-4
ÍR - Fylkir I -4
Eins og sjá má gekk okkar liði ekki nógu vel, en ýmsar ástæður liggja þar fyrir. Sú ákvörðun
var tekin af stjórn í vetur að notast einungis við heimamenn í liðinu. Því er liðið mjög ungt
og reynslulítið í samanburði við hin liðin sem flest hafa innanborðs landsliðs- og fyrrverandi
atvinnumenn. Þetta var þó góð reynsla fyrir okkar menn, sem nánast eru á byrjunarreit í upp-
byggingu framtíðarliðs meistarflokks karla.
Upphaflega stóð til að spila 16 leiki í mótinu. en vetur konungur hafði aðrar
hugmyndir og plataði aðstandendur mótsins, þannig að nokkrir af fyrirhuguðum völlum voru
ekki búnir að losa úr sér frostið og því úrskurðaði óleikhæfír.
Þrátt fyrir fækkun leikja reyndust þjálfarar liðanna ánægðir með að fá tækifæri til að
taka þátt í mótinu, þar sem mjög æskilegt er að komast á grasvelli sem fyrst í undirbúningi
liðanna fyrir Islandsmót.
Við höfum lært mikið af framkvæmd þessa móts og erum stórhuga fyrir næsta vor, en þá
munum við halda mótið að nýju með einhverjum breytingum.
Meistaraflokksráð vill þakka öllum sem komu að framkvæmdinni, vallarhöldurum,
dómurum, þjálfurum og leikmönnum, ásamt öðrum þeim sem lögðu hönd á plóginn.
ÁFRAM SELFOSS
Meistaraflokksráð
Ábyrgð: Knattspyrnudeild U.M.F. Selfoss
Setning og umbrot: Eygló Pétursdóttir
Prentun: Prentsmiðja Suðurlands
Það er kraftur
í knattspyrnunni
Síðastliðið haust var blásið til sóknar í knattspyrnunni á
Selfossi með þvf að hópur áhugafólks um framgang hennar
kom saman í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss. Þessi kröft-
ugi hópur stóð síðan að undirbúningi framhaldsaðalfundar
þar sem markmið voru sett um metnaðarfulla uppbyggingu
íþrótta- og félagsstarfs innan knattspyrnudeildar Umf
Selfoss á traustum félagslegum grunni.
Stór og metnaðarfull verkefni
í hönd fór undirbúningur starfsins sem hefur blómstrað í vel skipulögðum
æfingum og keppnisferðum barna, unglinga og fullorðinna í vetur. Og nú fer
sumarstarfið í hönd hjá þeim stóra hópi sem heldur utan um starfið, skipuleggur það og
atlar fjár til þess.
Einnig eru verkefnin stór og metnaðarfull hjá yngri og eldri knattspyrnumönnum og
konum sem horfa til vel undirbúins sumarstarfs þar sem nóg er að gera á
æfingum, í keppnum og í félagsstarfi sem metnaðarfullir þjálfarar og skipuleggjend-
ur í unglinga- og flokksráðum halda utan um.
Öflugasta forvarnarstarfíð
Það er sókn í Ungmennafélagi Selfoss sem stendur að viðamiklu íþrótta- og félagsstarfi
á Selfossi, félagatalan er ríflega 1440 einstaklingar sem að langmestu leyti eru ungir
iðkendur. Það mikla íþrótta og æskulýðsstarf sent fram fer í deildum félagsins er mjög
dýrmætt, svo dýrmætt að við megum alls ekki missa þar niður dampinn. Sú mikla vinna
og það starf sem haldið er úti er öflugasta forvarnarstarfíð sem unnið er í okkar sam-
félagi.
Mikilvægt samfélagsverðmæti
Málefni þessa starfs eru ekki bara íþróttafélaganna heldur eru á ferðinni sam-
félagsverðmæti sem forystumenn ríkis og sveitarfélaga ásamt embættismönnum
þeirra þurfa að hugsa um að styðja og efla. Það verður best gert með því að styðja sjálft
þjálfara og kennslustarfið og með öflugri uppbyggingu mannvirkja og aðstöðu. Einn vel
útbúinn nútíma sparkvöllur, upphitaður með gervigrasi, hefur gífurleg áhrif.
Það hefur líka vel slegin grasflöt með góðum mörkum.
Styðjum starfið - fylgjumst með
Krafturinn í knattspyrnunni á Selfossi er öllum hvatning lil sóknar og ég hvet
alla drengi og stúlkur til þess að taka þátt í æfingum og vera með í félagsstarfinu. Sá
sem mætir á æfingu er um leið orðinn félagi. Ég hvet einnig foreldra til að fylgjast með
og taka þátt í að efla heilbrigt félagsstarf. Starfsemi Umf. Selfoss er öllum opin. Lokshvetég
alla þá sem hafa tök á, að styðja þetta þróttmikla starf, í orði og verki.
Umf Selfoss er félagið okkar.
Sigurður Jónsson
l'ormaOur Umf. Selfoss.