Árdís - 01.01.1962, Síða 9
Ársrit Bandalagas lúterskra kvenna
7
auðug fjölskylda, vel metin og vinsæl. Dóttirin Ethel er á háskóla
og þar kynnist hún japanískri stúlku. Nemendurnir nefndu hana
sín á milli Cherry Blossom, hún minnti á blómstrin hvítu með
því nafni, sem springa út á heimalandi hennar.
Cherry Blossom var falleg, fjörug og kát, var hrifin af öllu
í skólanum og dáðist að öllu, sem hún hafði séð í 'þessu landi auðs
og velmegunar. — Ethel Clarkson, sem áður er nefnd, gerðist brótt
góður vinur japanísku stúlkunnar, og er jólin nálguðust, fannst
henni það ömurlegt fyrir hana að vera í heimavist skólans, er
aðrir fóru heim. Skrifaði hún móður sinni' og bað um leyfi að
bjóða Cherry Blossom heim með sér um jólin. Var það auðfengið
og á heimili Clarksons fjölskyldunnar var Cherry Blossom hrifin
af gestrisni og glæsimennsku fjölskyldunnar.
Daginn, sem stúlkurnar fóru af stað aftur til skólans, spurði
Mrs. Clarkson hana hvemig hún hefði unað sér hjá þeim og hvað
henni fyndist um heimili þeirra, og Cherry Blossom svaraði: „Það
hefir verið elskulegt að vera hér og get ég ekki þakkað þér eins
og skyldi. Ég hef aldrei séð svona fagurt og ríkmannlegt heimili
og allir hafa verið svo góðir við mig — en — en“ svo beit hún á
vörina og þagnaði.
„En hvað, góða, segðu mér hvað þú ert að hugsa um,“ sagði
Mrs. Clarkson.
„Það er eitt, sem ég skil ekki — ég hef verið með ykkur í
kirkjunni, þar sem þið tilbiðjið Guð, ég hef hlustað á jólboðskap-
inn þar — ég hef séð ykkur beygja höfuðið þar í bæn. En mér
finnst, að þið hafið Guð ykkar bara í kirkjunni, en ekki hérna á
heimilinu. Er Guð kristna fólksins aðeins að finna í kirkjum?
Má hvergi biðja til hans nema þar? Mig langar svo mikið að
fræðast um svo margt, sem ég ekki skil hérna í þessu landi.“
Mrs. Clarkson setti hljóða. Eftir nokkra stund sagði hún: „Þú
hefir gefið mér nokkuð til að hugsa um, Cherry Blossom — nokkuð
sem ég get ekki svarað.“
INGIBJÖRG J. ÓLAFSSON