Ákæran - 28.05.1933, Blaðsíða 1

Ákæran - 28.05.1933, Blaðsíða 1
I. árg. 1. tbl. Hver á sökina? Hvaða vágestur er það, sem hefir læðst inn á íslenzku þjóðir.a og er að brjóta alla framþróun hennar á bak aftur? Hvaða öfl eru það, sem eru að niða niður allar þær framfarir, sem alt frá 1918 hafa verið að skapa Islandi sér- stöðu meðal annara rikja? Hver er orsökin fyrir því, að auðugasta land veraldarinnar er að leggjast í rústir? Er það þjóðin sjálf, sem er að falla ofan í geigvænlegt að- gerðarleysi og ómennsku. Eða eru það utanaðkomandi áhrif, sem hafa valdið þessum glundroða í íslenzku þjóðlífi? — Pað er kreppan, hljóm- ar úr öllum áttum. En hvaðan er þessi kreppa komin og hverjir eru það, sem eiga sök á henni? Sam- kvæmt kenningum fulltrúa þjóðar- innar er hún komin frá AmeríkuH Þeir þekkja lagið á því, þeir gömlu, hvernig þeir eiga að fara að slá ryki í augu þjóðarinnar. En nú er nóg komið, flettuni ofan af þeim svívirðingum, sem íslenzku þjóðinni hafa verið duldar til þessa, leið- um verk þeirra manna, sem öll ógæfa vor stafar af, fram í dags- ljósið. Sviftum grlmunni af ]>vi ódæðissvaði, sem myndast hefir í skjóli hinna svokölluðu »laga«. Sú regla, sem ætti að ríkja i hverju einasta menningarlandi, að einstaklingurinn hefði laun sin í hlutfalli við þá orku, sem hann læt- ur þjóðfélaginu í té, hvort heldur hún er andleg eða líkamleg, á svo langt í land hér á islandi, að ef ekki verður tekið til skjótra ráða, er það ekki nema tímaspursmál hvenær ríkið hrynur af ormétnum róUim sínum, niður í það hyldýpi gjaldþrots, sem gín undir þvi. Nú á síðustu árum heíir orðið vart við svo tilfinnanlega vöntur. á mönnum, til að taka við stjórn landsmála, að afleiðingin hefir orðið sú, að störfin hafa hrúgast á einstöku menn, sem reynslan hefir sýnt, að hvorki hafa kunnáttu, getu né vilja til að standa svo í stöðum sín- um, sem laun þeirra og þörf þjóðarinnar hafa lieimtað. Petta hefir einnig haft 1 för með sér launalið skyldmenna og kunningja, sem þjóð- kunnugt er orðið. Fagmönnum og mentamönnum hefir aftur á móti verið gengið íram hjá, venjulega vegna stjórnmálaskoðana þeirra. Þessi stjórnlausi austur í botnlaust fen peningagræðginnar hefir haft þær afleiðingar, að landssjóður er þrotinn. »Hvar á nú að taka peningana?« spyr alþjóð. Á hvaða hluta þjóðarinnar ætla þingmenn- Framhald á bls. 4. „Hunda - æði“ Alpýðubl. Alþýðublaðið og forsprakkar þess bregða ekki af vananum, að ausa lygaþvættingi sínum út til al- þýðu manna. Nú síðustu daga hafa æðisköst þeirra aukist og magnast, raunar af skiljanlegum ástæðum, því þeir sjá hvað þeirra bíður; Að standa sein alstrípaðir srikarar frammi fyrir verkalýð þessa iands. Ráðin, sem þessir andlegu öreigar grípa til, til þess að verja sig með, eru rakalausar lygar og óþverra- skammir um þá menn, sem vinna að því þrifaverki, að hreinsa sor- ann burt úr íslenzku þjóðlífi. Sora nefni ég allar stéttaæsinga-spraut- ur, með hraða nafni sem þær skreyta sig. Alþýðublaðið, síðastl. föstudag, ber þess ljósastan vott, hve for- sprakkar Alþýðuflokksins eru djúpt sokknir í spillingarfenið, þeir héldu, að landslýður og þá sérstaklega íslenzkur verkalýður mundi trúa óþrifavaðli þeirra!! Svo er blaða- menska þeirra aum og sannleiks- ást lítil, að þeir létu jafn lítil- fjörlega persónu, eins og Halldðr Dungal spýta í sig margfölduðum þvætting úr bróður sínum, sem þeir síðan, rannsóknarlaust, birta sem góða og gilda vöru! Þessu til áréttingar endurtekur Héðinn Valdimarsson. sömu söguna I sölum Alþingis, á föstudagskvöld, og kallar það »herbragð Ihaldsins«, að menn eru ekki svo andlega volaðir, að þola kommúnistum hverjar þær svívirðingar, er þeim koma I hug, mótmælalaust! En þar bregst honum bogalistin, sem endranær, og skeytin, sem hann sendir, koma beint aftur í hans eigin ístrumaga — því það skal Héðinn Valdimnrs- son vita, að liversu milcið sein hann og málgagn lians gasprar uiu »skríi« og »liunda« og annað slíkt, þá er það liann, sem er búinn fyrir löngu að dæma s.iálían sig og sltt málgagn undlr slík nöfn, ineð fram- ferði sínu. Okkur er mikill greiði ger með því, að hann haldi áfram að opinbera sinn innri mann, á sama hátt og hann hefir gert hingað til. Hér fer á eftir frásögn Jóns Aðils, sem hann og félagar hans eru reiðubúnir að staðfesta, og er I öllum atriðum sannleikanum samkvæm: Klukkan að ganga 3 aðfaranótt fimtudags vorum við þrlr félagar, Pétur Thomsen, Sig. Sigurðsson og ég undirritaður, staddir á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis, og vorum í þann veginn að skilja, ____ ___ Framhald á bls. 4. Reykjavík, 28. maí 1933. Vér ákærum ranglæti, svik og kúgun, sem þjóðin er beitt af þeim, sem forráð hennar hafa. Vér ákærum stéttahatur og þá, sem því valda og viðhalda. Vér ákærum landráðamenn og föðurlandssvikara og þá, sem undir grímu „sjálfstæðis“ selja sjálfstæði þjóðar- innar í hendur erlends ríkis. Vér ákærum þá, sem ginna og svíkja íslenzkan verkalýð í eigi n hagsm u nasky ni. Vér ákærum byltingarstarfsemi, kostaða af erlendu auðvaldi. Vér ákærum þá, sem valda yfirvofandi atvinnuleysi og neyð og þá, sem vilja viðhalda slíkum hörmungum. Vér ákærum þingmenn íslendinga fyrir svik við þjóðina og málefnin, sem þeim var trúað fyrir. Vér ákærum bitlingagjafir og meðferð á fé ríkis og bæjar. Vér ákærum alla núverandi stjórnmálaflokka og allar stéttaæs- ingar á kostnað alþjóðar. Vér ákærum alla, sem láta einkahagsmuni sitja í fyrirrúmi fyr- ir þjóðarheill. Dómstóll vor er íslenzka þjóðin, vitnin, sem vér leiðum, er ríkjandi ástand. (LAHOSBÓK,

x

Ákæran

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ákæran
https://timarit.is/publication/756

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.