Ákæran - 28.05.1933, Blaðsíða 2

Ákæran - 28.05.1933, Blaðsíða 2
2 ÁKÆRAN Afreksverk Alþingis. „Eflið íslenzkan iðnað“. Um styrk til náms erlendis sóttu í ár allmargir stúdentar, og höfðu þeir það flestir sameiginlegt, að vilja kynna sér námsgreinar, sem síðar meir geta orðið landinu til stórkostlegra menningarlegra og fjárhagslegra bóta, því á öllum sviðum atvinnulífsins eru nú gerðar þœr kröfur, að framleiðslan standi jafnfætis þvi besta á heimsmark- aðinum, bæði hvað verð og vörugæði snertir. Þetta er augljóst mnl hverjum meðal-fábjána, hvað þá sómasamlega greindu fólki. En það er nú ekki þvi að heilsa, aö bændaforkólfarnir okkar sjái þetta, enda hafa þeir lifað gagnstætt þessari meginreglu, frá því þeir fyrst gátu nokkuð látið á sér bera, um stjórn landsins. Ráðið sem þeir kunna við því, ef vantar sérfræðing á einhverju sviði, er að setja fylgispaka leppalúða yfir fyrirtækin og flytja svo inn útlenda sérfræðinga og greiða þeim tvöföld ráðherralaun, því auðvitað geta »forstjórarnir« ekkert gert annað en hirt launin sín. — Hvort er nú réttara, að styrkja íslenzka menn, með örfáum hundruðum króna, til þess að nema séi- greinar, sem landinu eru bráðnauðsynlegar, eða að fá útlenda menn til að vinna þau sömu verk, sem islendingar hefðu getað unnið alveg eins vel, og greiða þeim fyrir það mikið fé, sem þeir leggja að mestu fyrir og fara svo með það til útlanda, þegar þeim finst nóg komið? Islenzkir bændur, kallið þið þetta sparnað? •— Nei, þið hijótið að kalla þetta svívirðilegt bruðl, og það er réttnefni. Af stúdentum þeim, sem um styrkinn báðu, fengu fimm náð fyrir neðri deild þingsins. Allir leggja þeir stund á nám, sem mun geta haft mikið menningarlegt gildi fyrir okkur, og má því þakka neðri deild þingsins fyrir, að hafa samþykt styrki þessa, þótt fleiri hefðu mátt fylgja með, en það brá svo við, að efri deild feldi burt alla þessa styrki. Menn þeir, er hér um ræðir, eru: Leifur Ásgeirsson, afburða námsmaður, sem leggur stund á ment mentanna, stærðfræðina, og sem að dómi prófessora sinna og allra annara manna, sem til hans þekkja, er talinn líklegur að verða góður vísindamaður I sinni grein, og er það ekki lítilsvirði okkur Islending- um. En það finst efri deild ekki 1200,00 kr. virði. Jón Blöndal, sem er að nema hagfræði, en sú ment ætti ekki ab vera svo mjög fyrirlitin, sem raun er á.. Að minsta kosti væri ekki úr vegi, að hagfræðingur dyttaði svolítið að fjárlagafrumvarpinu; það er ekki svo snildarlega úr garði gert. Gústaf Pálsson, sem leggur stund á verkfræði. Til þess að koma atvinnuvegunum I gott horf, þurfum við á góðum verkfræðingum að halda, en framkvæma ekki alt eins og landnámsmennirnir gerðu. Trausti Einarsson, sem nemur stjörnufræði. Maður skyldi ætla, aö ekki væri úr vegi að eignast einn stjörnufræðing, því hann getur orðið okkur til margra hluta nytsamur, og ekki færi rlkissjóður á haus- inn, þótt hann veitti Trausta 1200,00 kr., til þess að taka fullnaðar- prófið. En þó tekur út yfir, þegar Samúel Ketllssyni, sem les sútunar- efnafræðl og leðurlðnaðar-verkfræðl, er íneinað um styrk. Alstaðar er nú réttilega hrópað um, að vér Islendingar eigum sem mest að búa að okkar eigin framleiðslu. En hvað gerir fulltrúa- kllka þjóðarinnar, til þess að það sé mögulegt? Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartíllaga um að ríkið hlutist til um, að komið verði á fót sútunarverksmiðju; þá tillögu bera fram Pétur Ottesen og Tryggvi Þórhallsson, en þó greiðir sá sami Tryggvi atkvæði á móti þvl, að hægt verði að komast hjá því, að taka útlending til að hafa á hendi stjórn verksmiðju þessarar, — en þetta er venjuleg framsóknarhag- sýni. Tífalt hærri upphæð hefðu þessir góðu herrar getað sparað af gersamlega óþörfum bitlingum, og um leið skapað dýrmæta mögu- leika til handa Islenzkum iðnaði. Til þess að friða samvizku sina eftir jietta þrekvirki, samþykkja efrideildar-þingmenn 8000 króna styrk til mentamálaráðsins, þó þeir viti, að þar bíður margfalt stærri hópur efnalltilla stúdenta eftir »náð- argjöfinni«, og þó svo umræddir menn fengju styrk þaðan, jiá hlaut hann að verða margfalt minni (6—600 kr.) og algerlega ónógur til námskostnaðar erlendis. Þetta er fyrirhyggja Alþingis fyrir atvinnuvegunum og menningu landsins, og svo ætla alþingismenn að leyfa sér að halda þvl fram, að þeir vinni að þjóðarheill! En um það skal Iijóðin sjálf dæma, og dómur hennar verður á einn veg: Þjóðin mnn neita að lanna þessn mcnn til að nieðhöndla málcfni sín á þcnnan hátt. Þjóðernissinnar! Hver einasti ykkar verður að finna hvöt hjá sér til að útbreiða stefnu vora, |iví skora ég á vkkur að vinna að því sem hér segir: 1. Að safna flokksmönnum 2. Að vinna að útbreiðslu blaða og rita hreyf- ingarinnar. 3. Að safna flokksmönnum í fárialiðið. Pjóðernissinnar, {iið sem eruð orðnir 18 ára, takið virkan pátt í starfinu og gangið í fánaliðið. Útbreiðslustjór'nn. Vinnubrögð réttvísinnar. Fyrir rúmum sex mánuðum sýndu kommúnistar þjóðinni örlltið brot af stefnuskrá sinni: Að brjóta á bak aftur lög og rétt landsins með stéttaæsingum og blóðugum bardögum! Hvernig tóku verndarar þessara manna - - núverandi valdhafa>' — gerðum þeirra? í sex niánuði voru núverandi fulltrúar réttvísinnar að rannsaka, hvort lögbrjótar væru sekir um lagabrot! í sex mániiðl var réttvlsin að ákveða nokkurra daga skiiorðsbundna fangelsisvist, fyrir byltingartilraunir rússneska leiguþýsins!! Hvað íiiaigir mánuðir líða þangað til að réttvísin þorir að ákæra og dæma alla kommúnista fyrir landráð? Það verður ekki fyr en völdunum er kippt úr höndum Ilermanns Jónassonar og hans fjelaga! I>að verðui' ekki fyr en þjóðin skapar séi nýja, réttláta l'éttvísi, í liönduui lieiðnrlegra miuiiia, með sigri þ.ióð- criiissiniia! íslen/.ka jijóð, jiú átt að velja! Þjóðernissinnar hafa orðið þess varir á marga lund, að það hafi þótt goðga allmikil, að nokkrir ungir menn með merki jijóðernissinna brostu undir ræðu Magnúsar Jónssonar, háskólakennara og alþingismanns, er hann hélt á útifundi Varðar og Heimdallar. Þetta virðist I sanni næsta broslegt, að fólk alment ristir ekki dýpra í stjórnmálaþekkingu en það, að , háttvirtir fylgismenn vissra ílokksstjóra fyllist vandlætingu, ef alt er ekki þegið með þökkum, hvað og hvernig og hvenær sem full- trúa þeirra list að láta til sín heyra að fjölmenni viðstöddu. Það hefir aldrei þótt viðurhlutamikið frá hendi vinnuveitanda, að vanda um við verkstjóra sinn, og jafnvel víkja honum fyrirvaralltið frá starfinu. En um þá, sem svo eru blindaðir I flokkapólitíkinni, að þeir þola ekki að brosað sé að pólitískum verkstjórum þeirra, vei-ður manni á aö tauta: »Heyrandi heyra þeir ekki og sjáandi sjá I>eir hvorki né skilja.« í:g veit, að Magnús Jónsson kannast við þetta með sjálfum sér, að þeirra stjórnmálaþroski er lítill. Nr. 13. Hvað táknaði Magnús Jónsson, pröfessor, I dæmisögunni, sem hánn sagði af svölum Varðarhússins á sunnudaginn. — Bíllinn táknaði, sagði hann, hinn geysimikla hraða Framsóknarstjórnarinnar í að koma öll- um fjármálum Jjjóðarinnar I öngþveiti. Flónið, sem ók vagninum, tákn- aði Framsóknarráðherrann alræmda, og hinn drukni lögbrjótur, sem sat við hlið flónsins og æpti: »hraðara, hraðara!«, bitlinga- og beinalið Framsóknar. — En Magnús Jónsson var llka I bílnum. Táknaði hann kannske hina áhrifalausu samsteypu við Framsókn? Nr. 13.

x

Ákæran

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ákæran
https://timarit.is/publication/756

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.