Ákæran - 28.05.1933, Blaðsíða 4

Ákæran - 28.05.1933, Blaðsíða 4
A K Æ R A N Hvcr á söklna? Frli. frá bls. 1. irnir og skyldulið þeirra að ríða, þegar þeir hafa riðið ríkissjóð i spreng? Svariö er komið. Hið nýja skattafrumvarp stjórnarinnar vísar leiðina. Það eru verzlunarmenn og verkamenn, sem nú á að fara að sjúga. Það er ekkí í fyrsta sinn, að þessi lýður hefir ráðist á þennan hluta þjóðarinnar, þegar tómahljóð er 1 landssjóði. Þrautpíndir atvinnuveg- irnir verða að lækka kaup verkamanna sinna, til þess að geta afborið þá skatta, sem rlkið leggur á þá. En hvað með verkamenn? Vinnan er svo stopul hjá meirihlutanum, að lækkun launa er sama og hung- ursneyð. Að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, hefir verið einkunnarorð eins stærsta flokksins hér á landi; þeir hafa gengið grímu- klæddir til verka og þykjast ætla að kúga kúgara alþýðunnar, en hverjir vita betur en þeir, hvar höggið lendir? Þeir hafa með hverju lúabragð- inu á fætur öðru reynt að grímuklæða verk sin. Þeir þykjast ekki sjá, hvar meinið liggur, vegna þess,. að Damoklesar-sverðið vofir yfir þeirra eigin dýrmætu persónu. Þeir vilja ekki sjá það hörmungarástand, sem þeir með fégræðgi sinni hafa skapað. Hvernig er umhorfs í þvl þjóðfélagi, þar sem stéttahatrið er orðið svo magnað, að hverjum hugsandi manni hlýtur að liggja við örvinglun og fallast hendur, þar sem blóðþyrstir rússneskir leiguþrælar teiga blóðið úr örmagna þjóðinni, spúandi eitri og spillingu, og hlakka í hjarta sínu, þegar þeir sjá, að hungrið er farið að sverfa að verka- lýðnum, því þá er mótstöðunni lokið, og í ró og næði geta þeir sogið síðasta menningardropann úr bráð sinni. Og á meðan verkamaðurinn svelt- ur heilu hungri, á forseti Alþingis 1 brösum við samvizku sína, að stinga ekki einhverju umbótamálinu í ruslakörfuna, þegar hann getur ekki kallað hinn virðulega fénað saman, til að sálga því. Athafnalaust þing, athafnalaus stjórn, er ósk þeirra manna, sem vilja feigð þjóðfélags vors. — islendingar vaknið! Reknm böðla þessa af höndum okkar. f ang- mn allra sannra ísleiidiiiRa settu þossir menn að vera óalandi, óferj- andi og- — — —. Sú spurning hlýtur að vakna i hug hvers einasta fslendings, seia ennþá er ekki sýktur af þessum sora, 'sem runnið hefir út úr þessari svinastíu i og svivirðingu íslenzku þjóðarinnar — þingmannaklíkunni. Er meirihluti Aljiingis kominn á gulljotu rússneska öreiga-auðvaldsins'? Hvaða hegningu hugsar þjóðin sér þessum mönnum, þessum »fulltrú- um þjóðarinnar«, að örfáum heiðarlegum undantekningum, sem af ein- hverri vangá forsjönarinnar hafa slæðst með í þennan hóp sníkju- dýra, sem svívirða dags daglega elzta löggjafarþing veraldarinnar. Hvaða hegning afmáir þann smánarblett, sem þessar andlausu hrygðar- myndir hafa sett á þjóðfélag vort og nafn Alþingis? Þessir samvizku- og hugsjónalausu mútuþegar, sem hafa fengið andlega næringu slna inntroðna með bitlingum og fégjöfum af þeim manni, sem ætti að vera eilífðar-gestur á sinni eigin stofnun — Litla-Hrauni. Híiðstroka á Austurvelli myndi, ef til vill, geta knúið slðustu leyfar samvizku þeirra fram, — og þá væri vel farið. — En Hkindi eru mest til þess, að þar sé ekkert framar. að knýja. fslendingar, til starfa'. Það er mikið verk, að hreinsa það forar- dýki, sem þessir menn hafa skapað, og að því verða allir sannir fslendingar að vinna. Merki Jijóðernissinna er reist! Tíininn er koininn! Nemisis. Það er hlutverk okkar þjóðernissinna, að vekja þjóðina til um- Iiugsnnar um sín elgin velftírðarmál og veita lienni forustu í endur- reisnarstarfinu. Þess vegna þurfum við að skerpa baráttuna gegn þeim, sem vinna að niðurrifi og sundrun þjóðfélagsins, og búa okkur — hvern einstakan — undir hlutverk okkar. Við verðum að auka þekk- ingu okkar á meinsemdum þjóðfélagsins og á þeim mönnum, sem þeim valda, því gegn þeim öllum er baráttu okkar stefnt. — Við skorum á alla, sem unna réttlæti og frelsi, að fylkja sér undir merki Jijóð- ernissinna og taka vlrkan Jiátt í starfi okkar — baráttunni gegn rang- læti og kúgun! A útifundi Sjálfstæðismanna, 21. maí, sagði Pétur Halldórsson: »Vér sjálfstæðismenji munum aldrci slaka til uin kjördæniamálið — við m iiiiiiin knýja það fram, hvað scm Jmð kostar.« Magnús Jónsson sagði: »Við siálfstæðismcnn ninnum reyna allar hugsanlegar samningaieiðir.« — Svo mörg voru þau orð. Þjóðernishreyfing íslendinga Æíing verður hjá fánaliðinu mánudaginn 29. maí kl. 9, í K.-R.-húsinu. Áríðandi að allir mæti. 99 Islenzk Endurreisn U aðalmálgagn pjóðernis- sinna, parf að verða dagblað. Að pví getið pér stuðl- að með pví að kaupa, lesa og útbreiða „íslensk Endurreisn". »Hunda-æði« Alliýðublaðsins. Frh. frá bls. 1. og hafði P. T. gengið um 20—30 skref frá okkur. Niður Laugaveg komu I sömu svifum 3 menn. Þá heyrum við Sigurður, að á milli þeirra og P. T. hefst orðakast. Skömmu síðar sjáum við, að milli P T. og Höskuldar Dungals hefjast hnippingar, og gengum við þá I áttina til félaga okkar, en lögðum þó ekkert til málanna að svo stöddu. En brátt lenti I orðakasti á milli okkar Sigurðar og félaga Höskuldar; af því hlutust nokkrar stimpingar en þó eigi svo, að meiðsl hlytust af. Síð- an lögðu Höskuldur og félagar hans af stað áleiðis til lögreglunnar, og fylgdum við þeim eftir. (Um þetta leyti böfðu safnast saman' nokkr- ir menn, sem hlutlausir áhorfendur). Kváðu við öðru hvoru ókvæðis- orð I garð Þ.hr. fsl. og endurtekningar á orðbragði Alþýðublaðsins og Verkalýðsblaðsins. út af þessu gali þeirra hðfust að nýju ryskingar á milli P. T. og Ketils Gíslasonar, og fékk síðarnefndur af þeirri viðureign blóönasir. Síðan hljöp Hjörtur Halldórsson niður á lögreglu- stöð og krafðist þess af félögum sinum, að kært yrði, en þeir voru honum ekki sammála, svo ekkert varð úr kærunni þá um nóttina. Þvi næst beiddu þeir um »lögregluvernd« og fengu hana orðalaust. — Hin gífuryrta frásögn Halldórs Dungals (bróður Höskuldar) um meiðsl og limlestingar er með öllu tilhæfulaus og Alþýðublaðinu einu sam- boðin. Jón Aðils. Þetta er það, sem aukið hefir svo mjög brjálæði Alþýðublaðsins og Kommúnistaflokksins, sem raun er á. — Meiðslin voru ekki meira en það, að þeir þorðu ekki að kæra yfir þeim strax, og hvað sannar betur, að hin ægilega misþyrmhigasaga Alþýðublaðsins er uppspuni einn? Þessum angurgöpum, sem héldu, að þeir hefðu ótakmarkaðan rétt til að svlvirða menn og málefni, eftir eigin geðþótta, var sýnt, að svo er ekki. Það er risinn upp flokkur manna, á meðal Islenzks æsku- lýðs sérstaklega, sem mun ekki líða neinum, hvorki rauðliðum né öðr- um, að spinna lygavef sinn um hina sjálfstæðu Islenzku þjóð. Hverri þeirri árás, sem rauðliðar gera á réttlæti og frelsi íslenzku þjóðar- innar, mun svarað með skerptri baráttu gegn byltingar- og kúgunar- kenningum þeirra. ÁKÆRAN kemur framvegis út á mánudögum og aukablöð svo oft sem tök eru til. — Verð í lausasölu 15 aura eint. útgefcndur: Ungir þjóðemissinnar. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi S. Jónsson. PRENTSMIDJA JóNS HELGASONAR.

x

Ákæran

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ákæran
https://timarit.is/publication/756

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.