Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Side 2
Þ
að gerist ekki á hverjum degi, núorðið, að
fræðimenn á Vesturlöndum boði til ráðstefnu-
halds um hlutverk kommúnismans í samtím-
anum. Kommúnismi er líklegri til að vera um-
fjöllunarefni sagnfræðinga með sérstakan áhuga á
kalda stríðinu en stjórnmálaheimspekinga sem eru að
„hugsa samtíð sína“. Sú er engu að síður raunin á ráð-
stefnu sem Slavoj Zizek stendur fyrir nú um helgina
við Birkbeck College í London. „Af hugmyndinni um
kommúnisma“ er yfirskrift ráðstefnunnar, og koma
þar saman sumir af helstu fræðajöfrum heims –
stjörnur á borð við Alain Badiou, Antonio Negri og
Michael Hardt. Hefur þurft að stækka ráðstefnusal-
inn tvisvar í kjölfar þess að miðar seldust upp á auga-
bragði.
Þegar hefur skapast nokkurt fjölmiðlafár í kringum
ráðstefnuna; að vísu ekki vegna umfjöllunarefnisins
heldur vegna óhóflegs aðgangseyris. Hann er 100
sterlingspund fyrir launamenn en 45 fyrir stúdenta.
Þetta þótti nemendum við School of Asian and Orien-
tal Studies í London óboðlegt, og sendu frá sér harð-
orða ályktun gegn hinum hræsnisfullu sófa- eða
kampavínskommum sem munu ræða málin fjarri
hungurópum og vélanið verksmiðja. Á vefmiðlum
vinstrisinnaðra heyrist rætt um mótmælaaðgerðir við
fundarsali, en Zizek og félagar þykjast hafa friðþægt
lýðinn með því að bjóða upp á ókeypis aðstöðu í öðrum
borgarhluta til að fylgjast með ráðstefnunni í gegnum
fjarfundabúnað.
Sumir breskir fjölmiðlar hafa hleypt brúnum yfir
kommúnistatalinu. Financial Times gekk svo langt að
leggja heila síðu í helgarútgáfu sinni undir viðtal við
hinn fjölmiðlavæna ráðstefnuhaldara, Slavoj Zizek. Í
viðtalinu segir Íslandsvinurinn undan og ofan af sín-
um hugðarefnum, og vekja þau að vanda undrun og
skemmtun hjá blaðamanninum. Umgjörð viðtalsins er
léttúðug – í efnisflokknum „Lunch with the FT“ – en
það er athyglivert að gaspri Zizeks um blóðugar bylt-
ingar og erindi marxismans við daglegt líf er leyft að
njóta sín alfarið án kaldhæðinnar innrömmunar af
hálfu blaðamanns. Af lestrinum mætti nánast álykta
að á ritstjórnarskrifstofum Financial Times sitji menn
á yfirveguðum rökstólum um hvort kommúnisminn sé
–gæti það verið? – hugmynd sem taka beri alvarlega.
Fjölmiðillinn grandvari slær þó alvarlegri tón með
því að birta – daginn eftir að viðtalið við Zizek birtist –
föðurlegan pistil eftir John Lloyd, virtan íhaldsblaða-
mann og einn af ritstjórum FT. Yfirskriftin, í formi
spurningar, er að vísu til marks um frjálslynda víðsýni
blaðsins: „Kommúnismi: valkostur gagnvart kapítal-
ismanum á ný?“ er spurt. Að afloknum vangaveltum
er spurningunni – öllum að óvörum! – svarað neitandi.
Ekki sé hægt að hugsa sér kommúnisma, segir Lloyd,
án þess að upplýst fámennisstjórn sitji ein að völdum
og píni lýðinn. Fámennisstjórninni takist aldrei að
koma á hinni lýðræðislegu draumsýn kommúnismans,
og í millitíðinni hrynji allt vegna ofskipulagningar og
sigurviss kapítalisminn bíði handan við hornið, þess
albúinn að taka við þrotabúinu. Þannig sé það alltaf.
Gömul saga og ný.
Ekki er annað hægt en að skynja eilítinn dragsúg,
vott af grunsemdum eða hreinlega feimnislegan
áhuga í skrifum FT um kommúnistaráðstefnuna. Eitt-
hvað er varið í þetta fyrst það er þrisvar sinnum upp-
selt á ráðstefnuna, stúdentar hóta mótmælaaðgerð-
um, og allir eru alltaf að tala um þennan Zizek. Lloyd
reynir að sannfæra sjálfan sig: „Að líkindum þarf
meira en málþingið í Birkbeck til að kommúnisminn
virðist betri valkostur [en kapítalisminn],“ skrifar
hann í lok greinarinnar. Gott og vel. En gæti hrun
kapítalismans breytt einhverju þar um?
Í næstum þrjá aldarfjórðunga gekk stór hluti at-
kvæðisbærra manna á Vesturlöndum með þá hug-
mynd í kollinum að kapítalisminn væri ekki hið eina
mögulega þjóðskipulag. Að hægt væri að ímynda sér,
og búa til, allt annars konar fyrirkomulag þar sem lífs-
kjör væru ekki ofurseld dutlungum fjármagnshreyf-
inga, og heimsvaldastríð og örbirgð heyrðu sögunni
til. Þegar Zizek og félagar halda ráðstefnu í nafni
kommúnismans er þetta auðvitað draumsýnin sem
þeir vísa til, draugurinn sem hefur virst svo dauður í
gröf sinni að það þarf að kalla til hið ómögulegasta
allra nafna til að særa hann fram: Kommúnismi.
Ungir róttæklingar hvísla nú um það sín á milli að
þrír af gestum ráðstefnunnar með nafnið illræmda
muni heiðra land og þjóð með komu sinni til Íslands í
maí og júní. Gaman verður að fylgjast með því á hvaða
bekk íslenskir fjölmiðlar skipa nafninu þegar þar að
kemur. Þá gæti tvennt ráðið úrslitum: annars vegar
hversu þungt kalda stríðið hvílir á hjörtum fjölmiðla-
manna, og hins vegar hversu fúsir þeir eru að horfast í
augu við alvarleika kreppunnar sem nú er að hefjast.
vidart@simnet.is
Hið ómögulega nafn
FJÖLMIÐLAR
EFTIR VIÐAR ÞORSTEINSSON
Morgunblaðið/ÞÖK
Umdeildur Financial Times gekk svo langt að leggja heila síðu í helgarútgáfu sinni undir viðtal við hinn fjölmiðlavæna ráðstefnuhaldara, Slavoj Zizek.
Ekki er annað hægt en að
skynja eilítinn dragsúg,
vott af grunsemdum eða
hreinlega feimnislegan
áhuga í skrifum FT um
kommúnistaráðstefnuna.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009
2 LesbókSKOÐANIR
U
m þrjúleytið á sunnu-
dögum leggja margir
við hlustir yfir þætt-
inum „Hvað er að heyra?“ í
Ríkisútvarpinu. Eins og flestir
vita er þetta spurningaþáttur
um tónlist sem er þeim kost-
um gæddur að flestir sem á
annað borð hafa farið á tón-
leika eða eignast hljómdisk
geta spreytt sig í huganum.
Þar fyrir utan er þátturinn
bæði fróðlegur og afslapp-
aður, stundum nánast eins og
rannsóknarleiðangur – því
leiðin að réttu svari getur
verið býsna snúin og löng.
Samvinna þeirra Steinunnar
Birnu Ragnarsdóttur og
Gauts Garðars Gunnlaugs-
sonar er til fyrirmyndar og
þáttastjórnandinn Arndís
Björk Ásgeirsdóttir er rétt
mátulega þolinmóð til að
hlustendur heima í stofu eigi
möguleika á að standa sig.
fbi@mbl.is
Hvað er
að heyra?
MÆLT MEÐ
Rannsóknarleiðangur
um lendur tónlistar
Mér þótti skrýtið hvað síldarstúlkan gamla
var hrærð og jafnvel klökk þegar Haukur var
settur á fóninn. Aldrei sagði hún mér þó sögur
úr síldinni á Sigló, en þar söng Haukur og
skemmti á vertíðum – ætli hann hafi ekki
sjálfur kynnst indælu andvökunóttunum uppi í
Hvanneyrarskál, sem hann söng um í Land-
leguvalsinum.
Svo kom að því að maður lærði að meta
Hauk að hans miklu verðleikum. Bjössi á
mjólkurbílnum, Ég er kominn heim, Kaupakon-
an hans Gísla í Gröf – hann söng góð lög og
söng þau frábærlega. Synd að hann skyldi
ekki hafa samið fleiri sjálfur. Hann samdi sjálf-
ur Ó borg, mín borg, og Simbi sjómaður, og
gott ef hann samdi ekki líka Eldur í öskunni
leynist. Þar kemur að mér að klökkna. Ég held
að Haukur Morthens fari aldrei úr tísku og að
hann verði söngvari allra kynslóða á Íslandi.
Elskaði Haukur
Morgunblaðið/Sverrir
Ef einhver íslenskur söngvari hefur nokkurn tíma átt
tilkall þess að kallast ástsæll, er það Haukur Morthens
Þ
að var einhvern tíma upp úr 1960 sem
ég heyrði fyrst í honum. Man þó ekki
eftir honum fyrr en ég fór að venja
komur mínar í kjallaraherbergi á Víði-
melnum þar sem Gróa ömmusystir bjó. Hún
hafði verið verkakona og öflug síldarstúlka á
árum áður.
Herbergið andaði hverfandi tímum, beddi,
skápur, brúnofið veggteppi sem hékk niður úr
útskorinni hillu. Ég man ekki eftir öðru – nema
plötuspilaranum. Meðan hún leyfði mér að
stauta fram úr textanum á umslaginu, þar
sem stóð Haukur Morthens og Erla Þorsteins,
rjátlaði hún við spilarann og tengdi við trans-
istortækið. Svo sáum við og hlustuðum:
Viltu með mér vaka er blómin sofa,
vina mín og ganga suðr’að tjörn.
Þar í lautu eigum lágan kofa,
lékum við þar okkur saman börn.
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent
Æ
tli hafi verið gerð á
því athugun
hvernig sagt er
frá skotárásum vestrænna
ungmenna á samborgara
sína í fjölmiðlum annarra
„menningarheima“? Er
hugsanlegt að þar sé morð-
æðið sett í samhengi við
„vestræn gildi“? Fjölmiðlar
okkar hafa gert það að
reglu fjalla um þessi blóðböð sem ráðgátur eða
jaðarhegðun.
Þá er horft fram hjá því að ofbeldisdýrkun,
róttæk einstaklingshyggja og „náttúruval“ eru
hornsteinarnir í siðviti margra Vesturlandabúa.
Thomas Hobbes taldi stríð allra gegn öllum vera
hið náttúrulega ástand og nýfrjálshyggjan boð-
ar afnám siðferðilegrar ábyrgðar á náunganum.
Þá eru ógleymdir kennimenn hins svokallaða
„sjálfselska gens“ sem þurrkar út menningu og
siðferði með vísindalegri hárnákvæmni.
Pekka-Eric Auvinen, hinn 18 ára gamli finnski
morðingi sem var á allra vörum í nóvember
2007, lýsti viðhorfum sínum á greinargóðan
hátt í bréfi áður en hann lét til skarar skríða. Þar
kom fram tiltrú hans á náttúruvali, samkeppni
og einstaklingshyggju. Þetta manifestó fékk
aldrei verðskuldaða athygli. Þess í stað var byrj-
að á möntrunni um tölvuleiki, Marilyn Manson,
límsniff og þess háttar. Hvernig væri að fjöl-
miðlar byrjuðu að fjalla um fjöldamorð ung-
menna sem einkenni á vestrænni menningu?
Þannig lítur það allavega út utanfrá, hlýtur að
vera. vidart@simnet.is
ÞETTA HELST
Eitt fórnarlambanna.
Morð og menning
Haukur Morthens Á sviðinu á Hótel Borg. Er hann ekki að syngja: „...ljóð ég kveða vil um þig“ ?
Höfundur er heimspekingur.