Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009
8 LesbókBÆKUR
M
argir rithöfundar hafa skrifað út frá
hryðjuverkunum 11. september og af-
raksturinn er misjafn. Bandaríski rithöf-
undurinn John Updike, sem var flestum fremri í
að skrá tíðarandann í bandarísku samfélagi,
gerði atlögu að 11. september í bókinni
The Terrorist, sem kom út haust-
ið 2007.
Þungamiðja sögunnar er Ah-
med Mulloy Ashmawy, sonur
egypsks skiptinema og bandarískr-
ar konu af írskum uppruna. Hún
gerist í gömlum iðnaðarbæ í New
Jersey, sem nú er að grotna niður og
hvítir íbúar hafa að miklu leyti vikið
fyrir svörtum. Updike dregur miskunn-
arlaust fram ófullkomleika sögupersón-
anna og umhverfis þeirra. Það er því
ekki að furða að Ahmed, klár strákur,
sem gengur vel í skóla, skuli ósáttur við
tilveru sína. Það nýtir sér herskár múslíma-
klerkur, sem vill fylla líf söguhetjunnar nýjum til-
gangi, elur á skömm hans og gefur fyrirheit um
óspilltan heim.
Updike notar skáldsöguna til að gagn-
rýna stríðið gegn hryðjuverkum og enda-
lausan hræðsluáróður um að þá og þegar
megi búast við því að hryðjuverkamenn
láti til skarar skríða. Inn í þetta blandar
hann sálarstríði ungs manns, sem er
að berjast við langanir sínar og
kenndir með tilraunum til að hefja
sig yfir aðstæður sínar, sem leiðir
hann inn í heim hryðjuverkanna. Í
niðurníddum heimi Updikes er hins
vegar enginn málstaður, sem
ástæða er til að taka alvarlega,
hvorki bókstafstrúin né frelsið.
Allt hefur látið á sjá og kald-
hæðnin er aldrei langt undan.
Þ
etta fyrirbrigði sem ég er að lýsa
verður alltaf til staðar. Í augna-
blikinu eru það hryðjuverkamenn
sem tilheyra svæði annarleikans
[otherness], einnig bókstafstrúarmenn-
irnir og þeir sem leita hælis sem flótta-
menn. Við getum líka sagt að barnaníð-
ingar séu á þessu svæði, allt eftir því hvað
er „í tísku“ hverju sinni. Sem slíkur er
annarleikinn því augljóslega mjög mik-
ilvægt umfjöllunarefni.
En þótt við lítum á viðfangsefnið og það
sem skilið er undan og tilheyrir ann-
arleikanum sem andstæður, þá má ekki
gleyma því að þessir tveir þættir eiga
einnig mikið sameiginlegt. Bandarísk
bókstafstrú eins og sú sem Bush boðar er
í grundvallaratriðum nánast alveg eins og
bókstafstrú múslima. Það eru mjög djúp-
stæðar samsvaranir á milli Bush og
Osama bin Laden hvað snertir málefni á
borð við kynhneigð og viðhorf til fjöl-
skyldunnar. Að sjálfsögðu eiga þeir það
svo sammerkt að hata alla sem eru frjáls-
lyndir, það er varla til nokkur bókstafs-
trúarmaður sem hatar frjálslyndi jafn-
mikið og George Bush.“
Svið annarleikans
Rithöfundurinn Hanif
Kureishi hefur gert
bókstafstrú að efnivið
í verkum sínum. Í við-
tali, sem Fríða Björk
Ingvarsdóttir tók á
bókmenntahátíð í
Reykjavík í september
2003, kvaðst hann lít-
inn mun sjá á banda-
rískri bókstafstrú og
bókstafstrú múslíma.
Hanif Kureishi
Einn gesta bók-
menntahátíðar 2003.
Morgunblaðið/Þorkell
E
ftir árásirnar í Bandaríkjunum 11. sept-
ember 2001 eru hryðjuverk oftast tengd
við íslam og múslíma. Rætur þeirrar hug-
myndafræði, sem liggur að baki hryðjuverkum,
er hins vegar að miklum hluta að finna í öðrum
menningarheimi. Joseph Conrad fjallar í
bókinni Under Western Eyes um
byltingarástandið í Rússlandi á
tímum keisarans.
Bókin kom út 1911, sex árum
fyrir rússnesku byltinguna. Þar
segir frá ungum námsmanni, Raz-
umov, sem fær skyndilega inn á
gafl hjá sér skólabróður, sem hefur
ráðið innanríkisráðherrann af dög-
um.
Engin uppreisn er í unga mann-
inum, en atburðarásin hrifsar hann
með sér og skyndilega er hann orðinn
útsendari rússnesku lögreglunnar í ver-
öld uppreisnarmanna í útlegð í Sviss. Hann
kynnist óútreiknanlegum og miskunnarlausum
forsprakka þeirra. Skiptast á svikráð og sekt-
arkennd.
Conrad lýsir hugsunarhætti uppreisn-
armannanna og ástandinu í Rússlandi á
þessum tíma. Bókin er spennandi af-
lestrar og um leið ádeila á forræð-
ishyggju. Í raun ber Conrad hvorki virð-
ingu fyrir byltingarsinnunum, né
kúgurum þeirra, varðhundum keis-
arans. Þetta kemur fram í orðum,
sem hann skrifaði um bókina eftir
byltinguna, um „… þá skrýtnu
sannfæringu að grundvallarbreyt-
ing á hugarfari hljóti að fylgja
hruni stofnana mannanna. Þetta
fólk er ófært um að sjá að það
eina, sem það getur kallað fram,
er að skipt verður um nöfn“.
Under Western Eyes | Joseph Conrad
Það eina er að skipt er um nöfn
H
ryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. sept-
ember 2001 höfðu svipuð áhrif á
heimsbyggðina og 6. október 2009 á ís-
lenskt efnahagslíf. Á einum degi átti
sér stað allsherjar hugarfarsbreyting og
Bandaríkjastjórn skipti um kúrs. Forsetinn,
sem í kosningabaráttu sinni fann því allt til for-
áttu að senda bandaríska hermenn til að berj-
ast og gæta friðar í framandi löndum, tók upp
stefnu fyrirbyggjandi árása. Í fyrstu virtist hin
nýja stefna ætla að ganga upp. Skamma stund
tók að koma valdhöfunum frá í Afganistan og
Írak, en fljótlega fór að síga á ógæfuhliðina.
Glundroðinn, sem George W. Bush varð valdur
að í Pakistan, Afganistan og Mið-Asíu er um-
fjöllunarefni bókarinnar Descent into Chaos
eftir pakistanska blaðamanninn Ah-
med Rashid.
Enginn stendur Rashid á
sporði í þekkingu á pólitík-
inni á þessu svæði. Fyrri
bækur hans tvær, Taliban,
sem fjallar um það hvernig
Talibanar náðu völdum í Afgan-
istan, náin tengsl þeirra við pak-
istönsk stjórnvöld og sérstaklega
leyniþjónustuna þar í landi, og Ji-
had, sem snýst um það hvernig
herskáum íslamistum hefur vaxið
fiskur um hrygg, gefa báðar frá-
bæra innsýn í flókin stjórnmál þessa
heimshluta. Rashid fylgist ekki með
úr fjarlægð, hann lýsir heimsóknum
til afganskra stríðsherra, sem eru blóðugir upp
að öxlum, og kapphlaupi olíufyrirtækja um að
gera samninga við talibana frá fyrstu hendi.
Í Descent into Chaos fjallar hann um það
hvernig Bandaríkjamenn hafa með afskiptum
sínum skapað verra ástand en fyrir var. Þeir
réðust inn í Afganistan og Írak án þess að und-
irbúa sig, fáfróðir um siði og hefðir hjá fólkinu,
sem þeir hugðust hjálpa. Ekki bætti úr skák að
stór hluti hernámsins var í verktöku. Verktak-
arnir sinntu verkefnum, sem herinn hafði áður
á sinni könnu, rökuðu til sín fé, en þurftu ekki
að standa neinum reikningsskil gerða sinna.
Pyntingar eru sérstakur kapítuli, sem jók and-
úðina á Bandaríkjamönnum.
Bandaríkjamönnum hefur nú tekist að
draga úr ofbeldinu í Írak, þótt pólitískum stöð-
ugleika hafi hvergi nærri verið náð. Afganistan
sat hins vegar á hakanum og afleiðingin varð
sú að talibanar náðu vopnum sínum á ný. Hér-
uð Pakistans, sem liggja að Afganistan,
urðu að vígjum þeirra. Þar hafa
stjórnvöld í Pakistan ekkert að segja
og farið er eftir íslömskum lögum,
sjaría. Nú ætlar Barack Obama, for-
seti Bandaríkjanna að fjölga her-
mönnum í Afganistan til að brjóta
sókn talibana á bak aftur.
Talibanar hafa meðal annars
náð fótfestu með því að vernda
bændur, sem rækta ópíum. Fyr-
ir vikið er Afganistan nú orðið
helsta ópíumræktarríki heims
og flæða eiturlyf þaðan yfir
Vesturlönd, en valda einnig
usla víðar, þar á meðal í Íran
þar sem heróínneysla er
gríðarlegt vandamál. Ras-
hid heldur því fram að ein meg-
inástæðan fyrir því að uppbyggingin hefur
mistekist í Afganistan og Pakistan sé sú að
ekki var tekið á eiturlyfjavandanum.
Rashid heldur því einnig fram að Banda-
ríkjamenn hafi árið 2001 verið í einstakri stöðu
til að hafa áhrif í átt til lýðræðis og aukins
frelsis í Mið-Austurlöndum. Hann tekur Ús-
bekistan sem dæmi um land þar sem tækifæri
var til að koma á pólitískum og efnahagslegum
umbótum, en Bandaríkjamenn hafi klúðrað því
með stefnuleysi og gert að áhrifasvæði Kín-
verja og Rússa: „Þegar upp er staðið bar Bush
forseti ábyrgð á því að tapa Úsbekistan og
Mið-Asíu þar sem Bandaríkjastjórn fylgdi ein-
hliða stefnu, sem setti pyntingar fanga ofar
þörfinni á að byggja upp þjóðir.“
Það segir sína sögu um afskipti Bandaríkja-
manna af Afganistan hvað lífskjörin þar hafa
tekið litlum breytingum. Á lista UNDP þar
sem lífskjör eru reiknuð út frá menntun, lífs-
klíkum og efnahagslegri frammistöðu voru
Afganar enn í fimmta neðsta sæti sjö árum eft-
ir innrásina. Þriðjungur Afgana hafði ekki nóg
að bíta og brenna, 12% kvenna voru læsar og
32% karla. Lífslíkur eru aðeins 43 ár, næstum
helmingi minni en á Íslandi.
Í lok bókarinnar segir Rashid að hann hafi
sýnt fram á að „íslömsk öfgahyggja muni
blómstra í pólitísku tímarúmi, á hinum vanþró-
uðustu, fátækustu og vanræktustu stöðum, en
einnig á meðal fólks, sem er menntað og póli-
tískt meðvitað. Mið-Asía er hin nýja framlína
hjá al-Qaeda og sem stendur er enginn þar
nógu skilvirkur til að veita andspyrnu.“
Raunir íbúa á því svæði, sem Rashid tekur
fyrir í bók sinni, hófust ekki hinn örlagaríka 11.
september og langt er í að þeim ljúki. Það er
kominn tími til að þessu fólki verði gefin von og
endi verði bundinn á misheppnuð afskipti mis-
viturra ráðamanna stórveldanna. Bush sýndi
hversu auðvelt er að klúðra málum. Ætli
Obama sér að ná einhverjum árangri gerði
hann margt vitlausara en að lesa bók Rashids.
kbl@mbl.is
Descent into Chaos | Ahmed Rashid
Á vit glundroðans
Reuters
Endalaust ofbeldi Hryðjuverkamenn létu til skarar skríða í Pakistan 3. mars og réðust á landslið Sri Lanka í
krikett í borginni Lahore. Á ramma úr myndbandi sjást vopnaðir menn skjóta í átt að lögreglubíl.
BÆKUR VIKUNNAR
KARL BLÖNDAL
The Terrorist | John Updike
Hugsjónir í niðurníddum heimi