Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009 Lesbók 11
Draugasetrið Stokkseyri
Draugar fortíðar,
hljóðleiðsögn og sýning
Opið allar helgar frá kl. 13–18
Opnum fyrir hópa á öðrum tímum
www.draugasetrid.is
draugasetrid@draugasetrid.is
sími 483-1600 895-0020
Icelandic Wonders
Safn um álfa, tröll og norðurljós
Opið allar helgar frá kl. 18.30–20.30
www.icelandicwonders.com
info@icelandicwonders.com
sími 483 1600, 895 0020.
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16
mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík
og nýjasta margmiðlunartækni.
Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni.
Opið alla daga frá kl. 10-17.
www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Endurfundir - fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna!
Þrælkun, þroski, þrá? Ljósmyndir af börnum við vinnu.
Leiðsögn á íslensku alla sunnudaga kl. 14.
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17.
Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is
Söfnin í landinu
Görðum, 300 Akranes
Sími: 431 5566 / 431 1255
www.museum.is
museum@museum.is
Listasafn:
Það sem gerðist, ný verk Huldu
Vilhjálmsdóttur.
Bátasafn: 100 bátalíkön
Bíósalur: Verk úr safneign
Opið virka daga 11.00-17.00,
helgar 13.00-17.00
Ókeypis aðgangur
reykjanesbaer.is/listasafn
LISTASAFN ASÍ
ÍVAR VALGARÐSSON
Hringir, hámarksstærð
Verk unnin með innanhúss-
málningu, neon, myndbandi
og áherslupenna
Aðgangur ókeypis
Opið 13-17 alla daga nema mánud.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
SKART OG SKIPULAG
Danska skartgripaskrínið
Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir
Hveragerði – nýr miðbær
1. feb.- 19. apr.
OPIÐ: fim. – sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Hveragerði
NOKKRIR VINIR 13.2.–3.5. 2009
DIETER ROTH - PUZZLE Heimildarmynd Hilmars Oddssonar
um myndlistarmanninn Dieter Roth er sýnd í sal 2.
LEIÐSÖGN Sun. kl. 14-15 í fylgd Dagnýjar Heiðdal listfræðings
Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 - 12.40
Safnbúð Listasafns Íslands - Bókamarkaður til 15. mars allt að 70% afsl.
Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mán. Allir velkomnir!
ÓKEYPIS AÐGANGUR.
www.listasafn.is
U
ndanfarið hef ég verið að missa mig í því að
hlusta og horfa á upptökur með flautuleik-
urum á YouTube. Þar leynast til dæmis
margar skemmtilegar upptökur, sem ég hef aldr-
ei áður séð, af gömlum fyrirmyndum eins og
Jean-Pierre Rampal og James Galway að sprella í
gömlum sjónvarpsþáttum eða bara að spila eins
og snillingar. Ég mæli með YouTube sem frábær-
um vettvangi fyrir nemendur og aðra til að kynn-
ast mismunandi flytjendum og tónverkum.
Síðustu daga hef verið að hlusta á annan fiðlu-
konsert Prokofievs með Isaac Stern í frábærri upptöku en Prokofiev
er eitt af mínum uppáhaldstónskáldum. Sinfónían flutti þennan
konsert í vikunni með Elfu Rún Kristinsdóttur og flytur Pétur og úlf-
inn um næstu helgi. Það að hlusta á upptökur er mjög skemmtilegur
hluti af undirbúningi fyrir vinnu mína sem flautuleikari í Sinfóníunni.
Þar sem ég hef tónlist í eyrum og huga allan daginn finnst mér oft
best að vera í þögninni í frítímanum. Ég nota tónlist ekki mikið sem
bakgrunn nema létta tónlist til að fá réttu stemninguna í matarboð-
inu. Svo er endurómur frá Evrópu, tónleikaupptökurnar, virka daga á
Rás 1 kl. 19 partur af heimilislífinu.
Mér finnst nauðsynlegt að láta hressa tónlist taka völdin þegar ég
er að þrífa, úti að skokka með hundinn eða að puða í ræktinni. Þá
verður oft fyrir valinu sjóðheit amerísk danstónlist eins og Lady
GaGa eða André 3000.
Einu sinni, þegar ég var komin í tímaþröng, reyndi ég að slá tvær
flugur í einu höggi og hlustaði á píanókonsert eftir Liszt á hlaupa-
bretti – en ég mæli ekki með því.
HLUSTARINN | Áshildur Haraldsdóttir
Þar leynast til dæmis marg-
ar skemmtilegar upptökur,
sem ég hef aldrei áður séð,
af gömlum fyrirmyndum
eins og Jean-Pierre Rampal
og James Galway Höfundur er flautuleikari
É
g er með tvær bækur í takinu
eins og er og bera báðar,
merkilegt nokk, vindinn í
nafni sínu; La Barcelona del viento
(Barcelona vindsins) og Vientos de
Cuaresma (Vindar á páskaföstu).
Vinir mínir Kristjana og Baltasar
Samper færðu mér Barcelona
vindsins um helgina. Ég þýddi bók-
ina Skuggi vindsins eftir Carlos Ru-
iz Zafón fyrir nokkrum árum og þau töldu rétt að þýð-
andinn fengi að lesa þessa bók. Hún er
bráðskemmtileg leiðsögn innfæddra höfunda um
Barcelona og ekki síst þá staði hennar sem koma við
sögu í Skugga vindsins, sem sannarlega má kallast óð-
ur til þessarar höfuðborgar Katalóníumanna. Vindar á
páskaföstu er eftir kúbanska höfundinn Leonardo Pad-
ura Fuentes. Hann hefur lagt stund á margvísleg skrif,
meðal annars um salsatónlist, en er þekktastur fyrir
Havanakvartettinn; fjórar bækur um lögreglumanninn
Mario Conde, sem gerast allar í Havana árið 1989. Ég
datt niður á þá fyrstu á Heathrowflugvelli, fann þá
næstu á Borgarbókasafninu og lét það svo eftir mér nú
í kreppunni (ekki láta baslið smækka sig!) að panta
hinar tvær. Og þær komu s.l. mánudag og góðar stund-
ir í vændum því Havana er lifandi komin í lýsingum
hans; sólin, kynþokkinn, spillingin, pólitíkin, rommið
og músíkin.
Vindar á páskaföstu er eftir kúb-
anska höfundinn Leonardo Padura
Fuentes. Hann hefur lagt stund á
margvísleg skrif, meðal annars um
salsatónlist, en er þekktastur fyrir
Havanakvartettinn.
LESARINN | Tómas R. Einarsson
Höfundur er tónlistarmaður og þýðandi
É
g hef verið að horfa á ís-
lensku sjónvarpstöðvarnar
undanfarið í nýja „HD-
ready“ flatskjánum mínum og
velti fyrir mér afhverju mynd-
gæðin úr honum eru ekki betri en
raun ber vitni. Myndgæðin úr
gamla túbusjónvarpinu eru
meira að segja flottari. Hver
sjónvarpsþátturinn af öðrum er
pixlaður og óskýr í flatskjánum. Ég hef samt prófað
hin ýmsu kerfi. ADSL, breiðbandið, ljósleiðara og
hvað þetta heitir allt saman. Það virðist engu máli
skipta, myndgæðin eru alltaf hálf döpur.
Einhver veitufyrirtækjanna auglýsa engu að síður
„bestu mögulegu myndgæði.“ Hvað þýðir það?
Bestu mögulegu myndgæði í heimi? Kannski eru
þetta bara bestu mögulegu myndgæði sem þau geta
boðið uppá? Ætti þá ekki ísbúðin að tala um „besta
mögulega“ ísinn?
Hjá vini mínum, sem á alveg eins flatskjá, horfði
ég svo á útsendingar frá erlendum sjónvarps-
stöðvum. Þetta var nákvæmlega sama efni og ég
hafði áður séð hjá þeim innlendu. Þá fyrst sá ég
ástæðu til að tala um “bestu mögulegu myndgæði.“
Því myndgæðin voru þvílík að maður gat allt eins
verið á staðnum. Því spyr ég: Hvernig væri að bjóða
okkur íslenskt efni í þessum gæðum? Við eigum jú
flest „HD-ready“ flatskjáinn sem við vorum plötuð
til að kaupa á Visa raðgreiðslum. En þangað til þetta
verður í boði horfi ég bara á gamla túbusjónvarpið.
GLÁPARINN | Sævar Guðmundsson
Því myndgæðin voru þvílík að mað-
ur gat allt eins verið á staðnum. Því
spyr ég: Hvernig væri að bjóða okk-
ur íslenskt efni í þessum gæðum? Höfundur er kvikmyndaleikstjóri