Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 8 LesbókBÓKMENNTIR S káldsagna- og ritgerðahöfundurinn Milan Kundera varð áttræður 1. apríl síðastliðinn. Nokkrum dögum fyrir afmælið, þann 26. apríl, kom nýtt greinasafn eftir hann, Une ren- contre (Kynni), út í París. Bókin hefur þegar hlotið gríðarlegt lof gagnrýnenda í Frakk- landi og þykir mikill menningarviðburður þar. Þetta er greinasafn í níu hlutum þar sem Kundera fjallar af listfengi og skarpskyggni um skáldsagnahöfunda, tónskáld og listmál- ara sem mestu máli skipta fyrir hann. Hann leiðir lesandann í gegnum skáldsögur allt frá 16. öldinni (Rabelais) til nútímans (Mala- parte, Fuentes, Guðbergur Bergsson, Garcia Marquez), fjallar um arfleifð tónskálda sem honum eru kær (Beethoven, Schönberg, Xe- nakis, Janacek) og veltir fyrir sér fagurfræði listmálara sem hann hefur lengi haft dálæti á (Francis Bacon, Ernest Breleur). Bókin er stórmerkilegt ferðalag um menn- ingu Evrópu frá 16. öld til nútímans (raunar með viðkomu á eyjunni Martinique í Kar- íbahafinu) í aðgengilegri og persónulegri leið- sögn eins merkasta og vinsælasta rithöfundar samtímans. Hún er væntanleg á íslensku hjá JPV útgáfu í haust, en hér er birtur kafli úr henni með góðfúslegu leyfi höfundarins. Svörtu listarnir eða divertimento til heiðurs Anatole France 1 Franskur vinur minn kom ásamt nokkrum samlöndum sínum til Prag á sínum tíma og ég lenti í leigubíl ásamt einhverri konu, en þar sem ég vissi ekki upp á hvaða umræðuefni ég ætti að brydda við hana spurði ég hana (í bjánaskap mínum) hvaða franska tónskáld væri nú í mestu uppáhaldi hjá henni. Svar hennar, snöggt, ákveðið, líður mér ekki úr minni: „Síst af öllu Saint-Saëns!“ Minnstu munaði að ég spyrði hana: „Og hvað hefurðu hlustað á eftir hann?“ Þá hefði hún svarað mér enn hneykslaðri: „Eftir Sa- int-Saëns? Aðallega ekki neitt!“ Enda fannst henni þetta ekki snúast um það að hún þyldi ekki einhverja tónlist, heldur um mun alvar- legra mál: að koma ekki á nokkurn hátt ná- lægt nafni sem var á svarta listanum. 2 Svörtu listarnir. Þeir voru hin mikla ástríða framúrstefnumannanna strax á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Ég var um það bil þrjátíu og fimm ára, ég var að þýða ljóð eftir Apollinaire á tékknesku og datt niður á litlu stefnuyfirlýs- inguna hans frá árinu 1913 þar sem hann út- deildi „skít“ og „rósum“. Skítur handa Dante, Shakespeare og Tolstoj, en líka Poe, Whit- man, Baudelaire! Rós handa honum sjálfum, Picasso, Stravinski. Mér fannst þessi stefnu- yfirlýsing heillandi og fyndin (rósin sem Apollinaire gefur Apollinaire), hreint stór- skemmtileg. 3 Um það bil tíu árum síðar, þá til- tölulega nýfluttur úr landi, var ég að spjalla við ungan, afar óstyrkan mann sem spurði mig: „Er Barthes í uppá- haldi hjá þér?“ Á þessum tíma var ég ekki lengur neitt sérstaklega bláeygur. Ég vissi að ég var að taka próf. Ég vissi líka að á þess- um tíma var Roland Barthes efstur á öllum gulllistum. Ég svaraði: „Auðvitað er hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Að sjálfsögðu! Þú ert að tala um Karl Barth, ekki satt? Þann sem lagði grunninn að neikvæðu guðfræðinni! Algjör snillingur! Það er ekki hægt að ímynda sér verk Kafka án hans!“ Sá sem var að prófa mig hafði aldrei heyrt Karl Barth nefndan, en þar sem ég tengdi hann við Kafka, hinn ósnertanlega af þeim ósnert- anlegu, hafði hann ekki fleira um málið að segja. Umræðurnar beindust í annan farveg. Og ég var bara nokkuð ánægður með svarið mitt. 4 Um svipað leyti var ég staddur í kvöldverðarboði og þurfti að und- irgangast annað próf. Tónlistarunn- anda nokkurn langaði til að vita hvaða franska tónskáld væri í mestu uppá- haldi hjá mér. Mikið óskaplega endurtaka kringumstæðurnar sig aftur og aftur! Ég hefði getað svarað: „Síst af öllu Saint-Saëns!“ en ég leyfði annarri minningu að ná tökum á mér. Faðir minn hafði á þriðja áratugnum komið frá París með píanóverk eftir Darius Milhaud og hafði leikið þau í Tékkóslóvakíu fyrir framan þann fámenna (mjög fámenna) áhorfendahóp sem sótti tónleika þar sem nú- tímaverk voru leikin. Ég varð snortinn við að rifja þetta upp og játaði ást mína á Milhaud og öllum „sexmenningunum“. Ég fór alveg sérlega lofsamlegum orðum um hann, enda fullur ástar á landinu þar sem ég var að hefja annað líf, og vildi tjá því aðdáun mína með þessu móti. Nýju vinirnir mínir hlustuðu á mig elskulegir. Og það var af tómri elskusemi sem þeir leiddu mér hárfínt fyrir sjónir að þeir sem ég taldi vera nútímalegir hefðu ekki verið það nokkuð lengi og að nú þyrfti ég að finna mér önnur nöfn til að lofa í hástert. Þannig er einmitt stöðugt verið að færa frá einum lista til annars, og það er í þessu sem þeir hrekklausu láta góma sig. Árið 1913 hafði Apollinaire veitt Stravinski rósina en vissi ekki að árið 1946 myndi Theodor W. Adorno útdeila Schönberg henni, en að Stra- vinsky myndi hann útdeila, og það hátíðlega, skít. Menningarferð með Milan Friðrik Rafnson, þýð- andi verka Milan Kun- dera, minnist hans í til- efni af áttræðisafmæli hans í liðinni viku. Jafn- framt fá lesendur að glugga í þýðingu Frið- riks á greinasafni er kemur út í haust. Átök í Prag Kundera var einn þeirra sem vildu endurbæta kommúnismann á meðan á Vorinu í Prag stóð. M ilan Kundera fæddist 1. apríl árið 1929 í Brno í þáverandi Tékkóslóvakíu. Faðir hans var þekktur píanóleikari í heima- landi sínu, ekki síst vegna þess að hann fór ótroðnar slóðir sem píanóleikari og var iðinn við að kynna og leika verk eftir nútímatónskáld, einkum eitt merkasta tónskáld Tékka á 20. öld, Leos Janacek. Kundera gekk árið 1945 í ungliðahreyfingu tékkneska kommúnistaflokksins, en var rekinn úr flokknum þremur árum síðar, árið 1948, að- eins nítján ára að aldri. Um svipað leyti sendi hann frá sér sína fyrstu bók, ljóðabók sem nefnist Maðurinn, þessi mikli garður. Árið 1957 sendi hann frá sér aðra ljóðabók og þá síðustu sem hann hefur skrifað fram til þessa, Eintöl. Strax í þeirri bók byrjar hann að glíma við við- fangsefni sem eiga eftir að koma fyrir aftur og aftur í bókum hans: hann veltir fyrir sér spurn- ingum um orð manna og athafnir, gerir stól- pagrín að ástinni og kynlífinu og þykir strax þá ansi berorður og frakkur. Í byrjun sjöunda ára- tugarins skrifar hann svo nokkrar smásögur sem hann birti í þremur smáritum á árunum 1963 til 1968 og voru sjö þeirra síðan gefnar út árið 1969 undir titlinum Hlálegar ástir. Hann var þó ekki alveg búinn að snúa baki við ljóðlistinni því hann þýddi heilmikið safn ljóða eftir franska skáldjöfurinn Guillaume Apollinaire og fylgdi því úr hlaði með ritgerð um þetta höfuðskáld Frakka á öldinni. Í kring- um 1960 fór Kundera að kenna kvikmynda- handritagerð við Kvikmyndastofnunina í Prag, en hann hafði áður verið við nám þar og átti sinn þátt í tékkneska vorinu í kvikmyndagerð. Meðal nemenda hans á þessum tíma var kvik- myndaleikstjórinn Milos Forman (Gauks- hreiðrið, Amadeus, Larry Flint). Hann fékkst einnig við að skrifa leikrit og í aprílmánuði árið 1962 frumsýndi framsækið leikhús í Prag, Svalaleikhúsið, leikrit hans, Eigendur lyklanna. Meðan á Vorinu í Prag stóð var Kundera einn þeirra sem vildu endurbæta kommúnismann og ljá honum „mannlega ásýnd“ eins og það var kallað, en það mætti harðri andstöðu meðal íhaldsmanna innan tékkneska komm- únistaflokksins og allt sprakk í loft upp á fjórðu ráðstefnu tékkneska rithöfundasambandsins 1967. Sama ár hófst hinn eiginlegi ferill hans sem skáldsagnahöfundar þegar hann sendi frá sér skáldsöguna Brandarinn. Sagan er í senn lítil, falleg ástarsaga og saga tékknesku þjóðarinnar frá 1948 til 1964. Brandarinn varð feikivinsæll í Tékkóslóvakíu á sínum tíma og hefur með tím- anum orðið einn af samnefnurum þess sem kall- að hefur verið Vorið í Prag og raunar gott betur, því hún er sú skáldsagna hans sem hefur náð hvað mestri útbreiðslu í heiminum, ef skáldsag- an Óbærilegur léttleiki tilverunnar er undan- skilin. Eins og áður segir var Kundera rekinn úr kommúnistaflokknum árið 1948 en hann gekk aftur í hann í upphafi sjöunda áratugarins þegar ógnartími Stalíns var liðinn. En hann rakst illa í flokki eins og fyrri daginn og var aftur rekinn úr flokknum árið 1970, tveimur árum eftir innrás Rússa, sem komu afturhaldssömustu komm- únistunum til aðstoðar, eins og frægt er orðið, og gerðu Tékkóslóvakíu að leppríki sínu. Kun- dera var rekinn úr starfi sínu við Kvikmynda- stofnunina, bækur hans voru bannaðar, fjar- lægðar úr öllum bókasöfnum og nafn hans máð út úr öllum ritum um tékkneskar bókmenntir. Yfirvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að hann héldi áfram að skrifa, en hann þrjóskaðist við og tókst að fá næstu bók sína, Lífið er annars staðar, þýdda á frönsku og hún var frumbirt í París árið 1973. Hann var þá orðinn nokkuð þekktur í Frakk- landi. Brandarinn hafði komið þar út árið 1969 með formála eins þekktasta og áhrifamesta rit- höfundar Frakka um þær mundir, súrrealistans Louis Aragons. Árið 1975 bauðst Kundera að taka að sér kennslu við háskólann í Rennes í Bretagnehéraði í Frakklandi vestanverðu. Nokkrum mánuðum eftir að hann kom til Frakk- lands, 1976, sendi hann frá sér sína þriðju skáld- sögu, Kveðjuvalsinn, og þremur árum síðar kom Bókin um hlátur og gleymsku út, en hún varð til þess að tékknesk stjórnvöld sviptu hann hinu tékkneska þjóðerni sínu árið 1980. Hann hlaut franskan ríksborgararétt árið 1981 þegar Francois Mitterand varð forseti Frakklands. Sama ár kom leikritið Jakob og meistarinn, hyll- ing til Denis Diderot út. Árið 1984 kom út hans frægasta bók, Óbærilegur léttleiki tilverunnar, tveimur árum síðar, eða 1986, kom út ritgerða- safnið List skáldsögunnar, skáldsagan Ódauð- leikinn 1990, ritgerðasafnið Svikin við erfða- Rekst illa í flokkum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.