Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Síða 1
„Þú getur ekki verið trúr Shakespeare.“ Svo mælir Benedict Andrews leikstjóri sem hefur hleypt nýju blóði í leikhúsið í Sydney. Nýjasta sýning hans, War of the Roses, er sjö klukkutíma sýning sem byggist á öllum sagnfræðiverkum Williams Shakespeare og hefur sú sýning gengið fyrir fullu húsi í Ástralíu í marga mánuði. Uppsetningin skartar leikkonunni Cate Blanchett sem hér sést. »6-7 LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 STOFNUÐ 1925 19. TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK Sagnakonan Hulda Mynd af íslensku þjóðinni eins og hún leggur sig. »8 Radiohead: Óseljanlegur andskoti3 4Myndir vikunnar:Sérstakur ráðgjafi íblótsyrðum ráðinn 11Lesarinn:Fluglæs á tilfinningar sínar S töðugt streymi erlendra listamanna úr öllum greinum undanfarin ár hefur opnað margvíslegar gáttir í íslensku menningarlífi – eiginlegar og óeig- inlegar. Í vefútgáfu nýjasta tölublaðs The Art Newspaper (sem hefur gríðarlega útbreiðslu meðal þeirra sem starfa í listum um heim allan) sem kom út sl. miðvikudag, er ítarleg grein um ástand myndlistarheimsins á Íslandi í kjölfar kreppunnar. Niðurstaða greinarhöfundar er sú að hér eigi listamenn í erfiðleikum, fé stuðn- ingsaðila meðal fyrirtækja og einstaklinga sé að verða uppurið og opinber söfn sjái fram á um- talsverðan niðurskurð. Ein afleiðing þeirra þrenginga sem þarna er lýst er sú að mögu- leikar á alþjóðlegu samstarfi fara minnkandi; einangrun vofir aftur yfir eftir mikið átak í þeim efnum á tiltölulega stuttum tíma. Sú tilhneiging sem einkennir nýhafna Listahátíð í ár, þar sem mjög ber á innlendum listamönnum, er reyndar eins og töluð inn í þá tíma sem við nú lifum. Íslenskir listamenn hafa verið að kveðja sér hljóðs með margvíslegum hætti undanfarin ár og fyllilega tímabært að þeir stígi fram á sjónarsviðið með jafn sterkum hætti og Listahátíð býður þeim nú. En því má ekki gleyma að ein forsenda þess hversu vel ís- lenskum listamönnum hefur gengið undanfarið er sú að þeir hafa haft tækifæri til að eiga verð- ugan orðastað við umheiminn. Heimavöllur þeirra hefur ekki einungis verið afmarkaður við landsteinana – þeir hafa verið virkir þátttak- endur í stærra samhengi en því sem fyrirfinnst hér á landi. Fyrir vikið er staða þeirra sterk og þeir samkeppnishæfir hvar sem þeir bera niður heima og að heiman. Ef landið einangrast í menningarlegu tilliti til langframa mun þess fljótt sjá stað í afturför. Og íslensk menning mun líða að sama skapi. fbi@mbl.is Einangrun er afturför ORÐANNA HLJÓÐAN FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Listamenn eiga í erf- iðleikum, fé stuðning- aðila er uppurið og söfn sjá fram á niðurskurð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.