Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Page 4
Þ eir sem hafa verið í stríði gleyma því aldrei,“ segir hershöfðinginn George Miller þungur á brún. „Við sem höfum upplifað það kostum öllu til svo að við þurfum aldrei að snúa þangað aftur, eða senda nokkurn þangað að óþörfu. Það er eins og Frakkland að því leyti“. Enda þótt leikarinn sem þarna mælir, James Gandolfini, sé banda- rískur, líkt og persónan sem hann leikur, gefa þessi ummæli ákveðna vísbendingu um þjóð- erni hinnar nýju bresku gamanmyndar, In the Loop, sem fjallar um farsakennda atburði í efstu stigum stjórnsýslunnar. Frakkar sleppa þó annars með skrekkinn og þessa einu skrámu, skotmörk háðsins í myndinni eru Bretar sjálfir og miðstöð valdsins, Bandaríkin. In the Loop, sem leikstýrt er af Armando Iannucci, er afskaplega kaldhæðin mynd, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Þetta er pólitísk satíra sem tilheyrir sama ættartré og snilld- arverk Roberts Altmans, Tanner ’88, og mætti á lauslegan hátt flokka með myndum eins og Bob Roberts og Wag the Dog þar sem skyggnst er bak við tjöldin í valdatafli sam- tímans. Þá virðist samanburður við breska sjónvarpsþætti á borð við Yes, Minister og Yes, Prime Minister liggja í augum uppi, eink- um og sér í lagi vegna þess að líkt og þar er vanhæfni hinna háu pólitísku herra eins konar blætiskennd þungamiðja frásagnarinnar og helsta viðfangsefnið. Þannig vill reyndar einn- ig til að In the Loop á rætur að rekja til sjón- varpsþátta, The Thick of It (einnig í leikstjórn Iannuccis), sem henda gaman að breskum stjórnmálum, og standa í skilyrðislausri þakk- arskuld við áðurnefnda forvera. Þá styðst myndin, líkt og þáttaröðin, við „faux vérité“ útlitið sem sló í gegn með The Office, en er einnig að finna í Tanner ’88 svo dæmi sé nefnt. Handhafar valdsins In the Loop víkkar þó sjóndeildarhringinn frá því sem var í sjónvarpsþáttunum með því að fella Washington inn í frásögnina. Líkt og í þáttunum fer Peter Capaldi mikinn í hlutverki fjölmiðlastjóra og eins konar handrukkara forsætisráðherrans, Malcolm Tucker, manns sem eys yfir samstarfsmenn, undirmenn og ókunnuga hvílíkum hafsjó af svívirðingum – gjarnan án sýnilegs tilefnis – manns sem er svo skapvondur, og hefur slíkt fantatak á sam- MYNDIR VIKUNNAR BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON Svívirðingar Peter Capaldi og Chris Addison í lúppunni. Hnattvædd hreppapólitík In the Loop (2009) | Armando Iannucci MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 4 Kvikmyndir P íanóhefðin er rík í New Orleans; þar sátu menn í hórukössum og spiluðu fjörmikla músík fram á rauða nótt og allan sólarhringinn ef svo bar við. Margir fremstu píanóleikarar jazz- og blús- sögunnar slitu einmitt barnsskónum í New Orleans; Jelly Roll Morton, Professor Longhair, James Booker, Dr. John og Fats Domino og óhætt að nefna Allen Toussaint í þeirri upptalingu, því þó hann hafi ekki náð sömu lýðhylli og ofangreindir, þá hefur hróður hans farið víða sem lagasmiðs og út- setjara. Toussaint fæddist í New Orleans 1938 og 1950 var hann farinn að spila á knæpum. Sautján ára leysti hann Fats Domino af í frábærri hljómsveit Dave Bartholomew, en þó hann hafi verið fenginn til að stæla Dom- ino hafði enginn viðlíka áhrif á píanóstíl hans og Henry Roeland Byrd, sem þjóðir þekkja sem Professor Longhair. Toussaint tók upp fyrstu lögin 1958 og við upptökurnar kom í ljós að hann var ekki bara lipur pínaóleikari heldur líka fínn lagasmiður og snjall útsetjari og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að stýra upptökum fyrir Mint- útgáfuna og semja lög fyrir þá listamenn sem hún var með á sínum snærum. Útgáfu- og upptökuamstrið skýrir að ein- hverju leyti af hverju Toussaint hefur ekki tekið eins mikið upp af eigin tónlist og eðli- legt hefði verið í ljósi hæfileika hans. Að því sögðu þá er skammt síðan hann sendi frá sér breiðskífu, Bright Mississippi sem sker sig úr öðrum plötum hans í því að hér er komin fyrsta jazzplata Allen Toussaint, því alla jafna hefur hann spilað blús, rytmablús, soul og fönk. Samverkamenn Toussaint á plötunni eru ekki af verri endanum, Don Byron á klarín- ett, Nicholas Payton á trompet og Marc Ri- bot á gítar, en í einu lagi birtast þeir Brad Mehldau og Joshua Redman. Annað sem vekur óneitanlega athygli er að Toussaint, sá mikli lagasmiður, á ekkert lag á disknum, en þess í stað glímir hann við ýmsa stand- arda, lög eftir Sidney Bechet, Jelly Roll Morton, Django Reinhardt, Thelonious Monk, Duke Ellington & Billy Strayhorn, Django Reinhardt og Louis Armstrong. Ekki verður annað sagt en honum farist verkið vel úr hendi, smekklegur hug- myndaríkur píanóleikur hans er aðal skíf- unnar, en hann leyfir einnig meðspilurum sínum að njóta sín eins og efniviðurinn krefst reyndar; á árum áður voru menn að spila saman en ekki á endalausu egóflippi eins og síðar varð alsiða. arnim@mbl.is Píanisti Allen Toussaint; fyrirtaks píanóleik- ari, góður söngvari og frábær lagasmiður, spilar jazz eftir aðra á gamals aldri. Lagasmiður glímir við standarda Bright Mississippi | Allen Toussaint PLÖTUR VIKUNNAR ÁRNI MATTHÍASSON F uncrusher Plus, sem var end- urútgefin um daginn, er ein áhrifamesta hiphopskífa seinni ára; ruddi aukinni tilrauna- mennsku braut hvort sem var í takt- smíði eða gríðarlega þéttum rímna- vafningum. Höfuðpaurar Company Flow, El-P og Mr. Len (Bigg Jus slóst fljótlega í hópinn), stofnuðu sveitina beinlínis til að brjóta upp það sem þeim fannst geld rappsena í New York og fyrstu smá- skífurnar voru líka vel til þess fallnar, en EP- platan Funcrusher hrinti af stað kapphlaupi plötufyrirtækja til að gera við þá félaga útgáfusamning. Á endanum sömdu þeir við Raw- kus (sem var röng ákvörðun, en það er önnur saga) og Funcrusher Plus kom svo út 1997 og hafði þegar gríðarleg áhrif á aðra rapp- ara, nefni sem dæmi Aesop Rock og DOOM. Bæði var að taktar og frágangur stungu í stúf við sykurvell- una sem var ríkjandi og svo að textar voru bæði pólitískari og snúnari en menn voru vanir. Svo var platan viðlagslaus sem er alltaf kostur í rappi. Funcrusher Plus | Company Flow Þéttir vafningar Hollusta við fönkið POPPKLASSÍK ÖRN ÞÓRISSON V erum hamingjusöm, dönsum og sverjum fönkinu hollustu er helsti boðskapur Funkadelic á einni mestu fönkskífu allra tíma, One Nation Under A Groove, sem kom út árið 1978. Funkadelic var hug- arfóstur George Clinton og önnur aðal- hljómsveit hans, en systursveitin var hin sál- arskotnari Parliament. Mikið til sami mannskapur lék í báðum hljómsveitum og tón- leikar þeirra voru tónlistarblanda beggja sveita. Uppruna Funkadelic má rekja til sjötta áratug- arins og fyrsta plata þeirra kemur út 1970. Tónlistin var framsækið fönk þar sem Sly Stone var mikill áhrifavaldur, en einnig gítarrokk- hljómsveitir eins og Stoo- ges og MC5, að ógleymd- um Hendrix. Fyrir utan Clinton voru aðalmenn Funkadelic-hljómborðs- leikararnir Bernie Worrell, og Walter Morr- ison, ofurgítarleikarnir Eddie Hazel, Garry Shi- der og sérstaklega Michael Hampton sem fer á algjörum kostum í fjölmörgum lögum á One Nation Under A Groove-plötunni. Um bassaleik sá hinn litríki og sveifluvissi Bootsy Collins sem öðlast hafði fönkuppeldi sitt hjá guðföður fönk- tónlistarinnar, sjálfum James Brown. Platan One Nation Under A Groove hefst á samnefndu ofurdanslagi sem varð stærsti smellur Funkadelic og þeirra einkennislag. Þéttur fönktaktur með diskóívafi örvar hvaða sveitalubba sem er fram á dansgólfið, já við munum öðlast hamingju í fönki! Önnur lög plöt- unnar eru framsæknari og síður fyrir útvarp eða dansgólfið. Boðskapurinn er þó ávallt hinn sami, að fönkið sé allsherjarlausn, friður, ham- ingja og bræðralag. Gleði og galsi einkenndi líka plötuna, t.d. í laginu „Who Says a Funk Band Can’t Play Rock?!“ þar sem sveitin gerði grín að sjálfri sér. „Into You“ er flott fönkballada og „Groovallegiance“ ber sköpunarkrafti George Clinton vitni en auk þess að semja tónlistina með öðrum, sá hann um útsetningar og upp- tökustjórn. Opnanlegt umslag plötunnar er kafli út af fyrir sig, eigum að við segja súr? Á sínum tíma fylgdi með plötunni 12 tomma með 3 eldri lögum af tónleikum þar sem ber hæst geggjuð gítarveisla í laginu „Maggot Brain“. Vinsældir One Nation Under a Groove urðu miklar. Platan komst í 16 sæti Billboard-listans og áhrifa hennar og Funkadelic gætir hvar- vetna í tónlist síðustu ára, frá Red Hot Chili Peppers og Prince til hip-hop senunnar frá a til ö. ornthor@mbl.is S ýrurokk, spunakennt þunga- rokk, kafnaði eiginlega í til- gerð fyrir þremur áratugum eða svo – um það leyti sem menn voru farnir að gefa út tvöfaldar plötur með fjórum lögum (eitt á hvorri hlið) var þetta búið. Það er þó svo að gott riff er gulli betra og oft því betra sem það er endurtekið oftar í lagi með smátil- brigðum og spuna- köflum til skrauts. Þetta vissi Kyuss og fjöldi sveita hefur siglt í kjölfarið, þar á meðal þýska rokksveitin Colo- ur Haze sem sendi frá sér magnaða skífu á síðasta ári. Colour Haze er það sem menn kölluðu power-tríó í gamla daga, þrír hljóðfæraleikarar sem fá áþekkt rými í hljóðmyndinni og minna að því leyti meira á djass- tríó. Þeir félagar hafa gefið út plöt- ur frá 1995 og All, sem kom út á síðasta ári, er sú níunda. Tónlistin er klif- unarkennt rokk með hægfara taktskiptum, löngum sólósprettum og óskiljanlegum text- um eins og vera ber. Ekki mikill menningar- auki en mannbæt- andi. All | Colour Haze Gott riff gulli betra Tónlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.