Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Síða 6
B
enedict Andrews fæddist í Adeleide árið 19
hann sé eftirsóttasti leikstjóri Ástrala um
ur hann aðallega starfað fyrir Sydneyleikh
2004 hefur hann unnið sem gestaleikstjóri við S
Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í heimala
frumlegri leikstjórum sinnar kynslóðar; hvort se
Þýskalands.
Andrews hefur leikstýrt verkum eftir flesta he
hvort sem litið er til látinna leikskálda eða samtí
speare, Anton Tsjekov, August Strindbert, Samu
Bertold Brecht, Edward Albee, Tennesse William
Harrower, Sarah Kane og Debbie Tucker Green er
Um þessar mundir standa yfir samningaviðræ
fyrir Borgarleikhúsið leikárið 2010-2011.
Benedict Andrew
Eftir Kristínu
Eysteinsdóttur
kristineysteins@gmail.com
B
enedict hefur verið lýst sem einum
af frumlegustu leikstjórum ungu
kynslóðarinnar en hann er einna
þekktastur fyrir nýstárlega nálgun
sína á klassísk leikverk. Hann hef-
ur einnig verið að hasla sér völl í
Evrópu síðastliðin ár, nánar tiltekið í Berlín, þar
sem hann hefur leikstýrt fjölda sýninga í Schau-
buehne-leikhúsinu sem talið er eitt af fram-
sæknustu leikhúsum Evrópu.
Meðal sýninga hans eru verkin Endatafl eftir
Samuel Beckett, Þrjár systur eftir Anton Tsje-
kov, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir
Edward Albee, Draumur á Jónsmessunótt eftir
Shakespeare, Herra Kolbert eftir David Gie-
selman og Hreinsun eftir Söruh Kane.
Benedict var staddur á Íslandi á dögunum
enda standa yfir samningaviðræður um að hann
leikstýri verki fyrir Borgarleikhúsið á leikárinu
2010-2011.
Nú hefur þú leikstýrt mikið í Ástralíu sem er þitt
heimaland en þú hefur einnig haslað þér völl í Þýska-
landi, telur þú að leikhúshefð þessara landa sé mjög
ólík? Þegar ég hef unnið í Evrópu hefur það allt-
af verið í Schaubuehne-leikhúsinu í Berlín en
þar er mjög þéttur hópur af leikurum, drama-
túrgum og öðrum listrænum stjórnendum sem
gefa leikstjórum sínum mikið listrænt frelsi en
að sama skapi eru leikararnir mjög færir í allri
greiningarvinnu og gera því mjög miklar kröfur
til leikstjórans. Leikararnir hafa miklar skoð-
anir á textanum og því þema sem liggur til
grundvallar sýningunni sem unnin er hverju
sinni. Þetta hefur kynnt fyrir mér nýja mögu-
leika og haft mikil áhrif á það hvernig ég vinn
þegar ég er í Sydney. Í Ástralíu er leikhúsið
hálfgerður bastarður ensku leikhúshefðarinnar
og síðustu þrjár kynslóðir sviðslistafólks þar
hafa verið algerlega fastar í þeirri hefð, af þeim
sökum var mikið af leikhúsi í Ástralíu einfald-
lega lélegt ljósrit af bresku leikhúsi. Þetta leik-
hús heillaði mig aldrei en það voru nokkrir leik-
húslistamenn í kynslóðinni sem kom á undan
mér sem voru undir beinum áhrifum frá evr-
ópsku leikhúsi og þeir reyndu að gera fram-
sæknar sýningar. En við þetta myndaðist gjá á
milli hins hefðbundna leikhúss og þess tilrauna-
kennda og sú gjá var ekki af hinu góða. En þetta
er smám saman að breytast, ég tel að munurinn
á leikhúsinu í Þýskalandi og Ástralíu felist einna
helst í mismunandi nálgun leikstjórans. Í Berlín
hefur leikstjórinn mun meira frelsi hvað varðar
túlkun textans og þar er beinlínis gerð sú krafa
að leikstjórinn hafi sterka sýn á það verk sem
setja á upp. Þennan hugsunarhátt hef ég síðan
tekið með mér til Ástralíu og nýtt mér þegar ég
vinn að uppsetningum þar.
Þú segir að í Berlín sé leikhópurinn afar þéttur og van-
ur því að vinna saman, telur þú að það sé árangursrík-
ara að vinna innan svokallaðs ensemble-leikhúss?
Það er hefð fyrir ensemble-leikhúsi í Þýska-
landi og þar af leiðandi virkar þetta þar og auð-
vitað hefur það ákveðna kosti að þekkja leikhóp-
inn út og inn og að það sé búið að myndast
traust innan hópsins. Þegar maður vinnur í góðu
ensemble-leikhúsi er ekkert heilagt, það má allt,
flestir leikararnir eru á listrænum hápunkti,
þeir eru algerlega opnir og tilbúnir að fara alla
leið, eru mjög hugrakkir og vilja ögra sjálfum
sér. Þeir leikarar sem ég hef unnið með í Schau-
buehne vilja vera hættulegir á sviðinu og þá á ég
ekki við líkamlega heldur tilfinningalega. Þegar
leikstjóri fær tækifæri til að vinna með slíkum
leikhóp verður hann að mæta þeirri ögrun og
vera tilbúinn að taka áhættur, vera opinn gagn-
vart öllu sem kemur upp. En það eru líka
ákveðnir kostir sem geta myndast við að vinna
með hóp sem kemur úr ólíkum áttum, þar
myndast oft áhugaverðir núningspunktar, fólk
þarf að þróa saman sitt listræna tungumál frá
grunni, það þarf að vinna fyrir öllu og sú vinna
getur skilað af sér einhverju einstöku ef fólk
notar óttann til að vinna með sér. Allir leikarar
bera með sér ótta, þeir eru tilfinningalega nakt-
ir fyrir framan áhorfendur og leikhúsið verður
til þegar leikarinn mætir áhorfanda sínum.
Hvað var það við leikhúsformið sem heillaði þig upp-
haflega, af hverju valdir þú þér þennan miðil?
Upphaflega hélt ég að ég myndi velja það að
skrifa fyrir leikhús frekar en að leikstýra en ég
var svo lánsamur að vera með ótrúlega góðan
kennara þegar ég var í menntaskóla sem kenndi
okkur verk eftir Samuel Beckett á jafn-
ingjagrundvelli, kennarinn gerði miklar kröfur
til okkar sem nemenda og eftir að hafa setið
þessa tíma varð leikhúsið alger þráhyggja hjá
mér, það komst ekkert annað að. Önnur ástæða
er eflaust sú að ég fæ mikið út úr því að skapa
eitthvað frá grunni með öðrum og vinna í leik-
húsi gengur auðvitað mikið út á það. Í raun fer
megnið af tímanum í það að hugsa með öðru
fólki og leika sér með öðru fólki og það er auð-
vitað mjög gefandi.
Nú ert þú tiltölulega ungur leikstjóri en átt engu að
síður að baki fjölda uppsetninga á klassískum leik-
verkum. Hvernig nálgast þú slík verk, finnst þér þín
listræna ábyrgð felast í því að túlka verkið eða skapa
eitthvað nýtt úr því?
Þú getur ekki verið trúr Shakespeare, það er
hægt að setja upp Beckett og vera trúr verkinu
og það er einnig hægt þegar verið er að vinna
með verk eftir Tsjekov en þegar kemur að
Shakespeare þá er það ekki hægt, þar verður
leikstjórinn að finna söguna sem liggur undir
öllu og finna sína leið til þess að miðla henni. Í
Ástralíu er ekki lagt eins mikið upp úr því að
leikstjórinn miðli sinni sýn á verkið eins og
raunin er í Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi þar
sem hver sýning á klassísku verki felur í sér
komment á allar aðrar uppsetningar sem gerðar
hafa verið á sama verki. Í Ástralíu hugsar leik-
stjórinn ekki um aðrar uppfærslur sem hafa
verið gerðar á því verki sem hann er að vinna,
það er afar ólíklegt að hann muni eftir þeim. En
í Berlín viðgengst svokallað leikstjóraleikhús og
uppsetning leikstjóra á klassísku leikriti er því
borin saman við uppsetningar annarra leik-
stjóra á sama verki. Þar er það sýn leikstjórans
á verkið sem er höfuðatriðið og áhorfendur setja
beinlínis fram þá kröfu að leikstjórinn hafi
sterka listræna sýn og bæti einhverju við verk-
ið. Í Englandi og Ástralíu er þessu akkúrat öf-
ugt farið, þar snýst orðræðan oftast um að leik-
stjórinn megi ekki vera fyrir hinni sönnu
merkingu textans. Þetta er auðvitað bara kjaft-
æði því að það er ekki til neitt sem heitir sönn
merking textans. Ábyrgð leikstjórans felst í því
að aflæsa eða opna sögu sem hefur einhverja
merkingu í nútímasamhengi, þessi saga er oft-
ast falin undir textanum og maður þarf að grafa
til að finna hana. Þegar unnið er með Shake-
speare er efniviðurinn svo ríkur að undir hverju
einasta samtali liggja milljón sögur, það er leik-
stjórans að velja hverja þeirra hann ætlar sér að
leggja áherslu á. Það væri til dæmis hægt að
velja tvær mínútur hvar sem er úr Hamlet og
gera úr þeim tveggja tíma sýningu. Þegar þú ert
með svona góðan efnivið stækkar hann því
lengra sem þú grefur ofan í hann. Ég sækist í
það að sviðsetja verk eftir Shakespeare því að
hann er heill heimur út af fyrir sig, verkin hans
gefa manni ótrúlega mikið magn af orku og eru
endalaus uppspretta.
Nú hefur Ísland gengið í gegnum miklar hamfarir síð-
astliðna mánuði og leikhúsið leitar alltaf leiða til að
bregðast við samtíma sínum. Hvort telur þú áhrifa-
ríkara að nálgast slíkar umbreytingar í gegnum klass-
íkina eða með því að skrifa ný verk fyrir sviðið?
Ég tel að hvorttveggja sé jafn mikilvægt.
Fyrir mér er endurtekningin kjarni leikhússins,
leikhúsið er eini staðurinn þar sem endurtekn-
ingin er sönn, þar ganga sögur aftur, draugar
þeirra koma aftur og aftur upp á yfirborðið.
Staðreyndin er sú að Hamlet og Lér konungur
halda áfram að ganga aftur í gegnum líkama
mismunandi leikara. Mýta þessara verka heldur
áfram að tala vegna þess að við höfum ekki enn
leyst hana, ef við værum búin að leysa hana væri
verkið dautt. Á meðan við höldum áfram að leita
höldum við líka áfram að leika. Þú getur ekki
nálgast klassísk leikrit á sama hátt og uppá-
haldsbókina þína sem þú lest aftur og aftur. Við
uppsetningu á klassísku verki verður þú að
finna núninginn á milli verksins og samtíma
síns. Þar liggur hlutverk leikhússins; samtal
sem hefur merkingu hér og nú. Það er mér ótrú-
lega mikilvægt að klassísk verk séu sett á svið
og enn mikilvægara að þau séu ekki sviðsett á
eins og fornminjar á safni. Hvað nútímaverkum
viðkemur finnst mér áhugavert að skoða hvern-
ig þau þróa og stækka tungumál leikhússins,
hvernig leikskáldin víkka út formið og halda
áfram að þenja þolmörk leikhússins. Það getur
verið jafn áhrifaríkt að nálgast umbreytingar
sem orðið hafa á samfélagi í gegnum klassíska
sögu eða eitthvað sem er algerlega nýtt. Áhrifin
stjórnast af því hvernig listamaðurinn nálgast
verkið sem hann er að vinna að. Hvort sem um
ræðir samtímaverk eða uppsetningu á klassísku
verki gilda sömu lögmál; að uppsetningin sé
samtal við þann samtíma sem umkringir það.
Sýningar þínar eru flestar mjög myndrænar, hver eru
þín helstu listrænu markmið og hvers konar fag-
urfræði notast þú við til að ná þeim markmiðum?
Tómleiki sviðsins heillar mig mest og ég leit-
ast við að nota eða virkja bert sviðið, oft hef ég
sviðið algerlega tómt en bæti við það einu eða
tveimur elementum sem mæta textanum á ein-
hvern hátt, þessi element verða að opna verkið
og virkja leikarann í því sem hann gerir á svið-
inu. Til dæmis er sena í War of the Roses þar
sem það rignir gulli í meira en einn og hálfan
tíma. Ég reyni að skapa myndir sem eru eins og
röntgenmynd af verkinu sem er verið að setja
upp: sýna okkur það sem er falið undir yfirborð-
inu, afhjúpa beinin sem verkið er gert úr. Til
þess að ná þessum áhrifum vinn ég með hreinar,
sterkar myndir, það að finna fegurðina í hinu
einfalda er mikilvægt.
Hvernig undirbýrðu þig þegar þú færð nýtt leikrit upp í
hendurnar?
Það er mismunandi eftir uppfærslum, ég sé
verkið sjálft ekki fæðast fyrr en á lokametr-
unum, ég get ekki ákveðið fyrirfram hvernig
það mun vera. Ég tel það mikilvægt að leikstjór-
Leiksýning er samtal sem he
Benedict Andrews er leikstjóri sem hefur hleypt nýju
blóði í leikhúsið í Sydney, nýjasta sýning hans, War of
the Roses, er sjö klukkutíma sýning sem byggist á
öllum sagnfræðiverkum Williams Shakespeare og
hefur sú sýning gengið fyrir fullu húsi í Ástralíu í
marga mánuði. Uppsetningin skartar leikkonunni
Cate Blanchett og hefur hlotið afar lofsamlega dóma.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
6 LesbókLEIKLIST