Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Lesbók 11
Draugasetrið Stokkseyri
Draugar fortíðar,
hljóðleiðsögn og sýning
Opið allar helgar frá kl. 14-18
Opnum fyrir hópa á öðrum tímum
www.draugasetrid.is
draugasetrid@draugasetrid.is
sími 483-1600 895-0020
Icelandic Wonders
Safn um álfa, tröll og norðurljós
Opið allar helgar frá kl. 14-18
www.icelandicwonders.com
info@icelandicwonders.com
sími 483 1600, 895 0020.
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16
mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík
og nýjasta margmiðlunartækni.
Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni.
Opið alla daga frá kl. 10-17.
www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Endurfundir
– fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna!
Þrælkun, þroski, þrá?
Ljósmyndir af börnum við vinnu.
Opið alla daga kl. 10-17.
Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is
Söfnin í landinu
Görðum, 300 Akranes
Sími: 431 5566 / 431 1255
www.museum.is
museum@museum.is
Listasafn: Í húsi sársaukans
- Olga Bergmann
Byggðasafn: Völlurinn
Bátasafn: 100 bátalíkön
Bíósalur: Verk úr safnkosti
Opið virka daga 11.00-17.00,
helgar 13.00-17.00
Ókeypis aðgangur
reykjanesbaer.is/listasafn
LISTASAFN ASÍ
Listamannaspjall
sunnudaginn 17. maí kl. 15:00
Þóra Sigurðardóttir
Teikningar, grafík, videó og texti.
Sólrún Sumarliðadóttir
Potthljóð í Gryfju.
Opið 13-17 alla daga nema mánud.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
16. maí - 21. júní 2009
Vættir - Jónína Guðnadóttir
Madame Lemonique & Madame
Lemonborough -
Guðný Guðmundsdóttir
Opið 11-17, fimmtudaga 11-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
LEIFTUR á stund hættunnar
2. maí – 28. júní
Sunnudag 17. maí kl. 15:00
Leiðsögn með
Pétri Thomsen
Opið alla daga kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Hveragerði
HRAFNKELL SIGURÐSSON / KRISTJÁN GUÐMUNDSSON
15.5.-28.6. 2009
Sýning Listasafns Íslands á Listahátíð í Reykjavík 2009.
LEIÐSÖGN sunnudag kl. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra
ÞÓRÐUR BEN SVEINSSON
Borg náttúrunnar, 1981-2009 og fleiri verk til sýnis á 2. hæð
18.4.-28.6. 2009
Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 - 12.40
Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mánudaga
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR
www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Sýningar opnar alla daga:
Handritin - sýning á þjóðargersemum, saga þeirra og hlutverk.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR, 100 íslenskar kvikmyndir til að horfa á.
Að spyrja Náttúruna - dýrasafn og aðrir munir í eigu Náttúrugripasafnsins.
Þjóðskjalasafn Íslands - 90 ár í Safnahúsi. Merk skjöl úr sögu þjóðarinnar.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00.
www.thjodmenning.is
Setrin í landinu
F
yrir nokkru sá
ég kvikmynd
sem hreyfði
svo við mér að ég
fór rakleitt úr bíóinu
og keypti bókina.
And when did you
last see your fat-
her? er uppgjör Bla-
kes Morrisons við
föður sinn sem var
jafnheillandi og hann gat verið óþol-
andi. Það var samt ekki lýsingin á litrík-
um föðurnum sem snart mig mest,
heldur innsæi og einurð Morrisons þeg-
ar hann fjallar um tilfinningar sonar í
garð föður síns. Mér fannst svo frísk-
andi að fá innsýn í hugarheim karl-
manns sem er fluglæs á tilfinningar
sínar og kann að koma þeim í orð að ég
leitaði uppi aðra bók eftir Morrison, As
if. Sú er af öðrum toga en skrifuð af
sama hugrekki og sjaldséðri mannúð.
Hún hverfist um réttarhöld yfir tveimur
10 ára drengjum sem kvöldu og drápu
James Bulger tveggja ára gamlan í Eng-
landi árið 1993. Á þeim tíma hrópuðu
margir á hefnd, drengirnir væru
ómennsk skrímsli sem ættu skilið sömu
örlög og fórnarlamb þeirra, og enn í dag
safnar fólk undirskriftum á netinu til að
ítreka þá kröfu. En Morrison er knúinn
áfram af einni spurningu: Hvers vegna?
Til að svara henni fylgist hann með því
sem fram fer í dómsal en hann gerir
meira; hann mátar sig við hverja ein-
ustu manneskju sem á einhvern hátt
tengdist málinu, setur sig í spor henn-
ar, finnur hliðstæður úr eigin lífi og hlíf-
ir sér hvergi. Niðurstaða hans er að
hægt sé að skilja hvers vegna fór sem
fór. Jafnframt færir hann sannfærandi
rök fyrir því að samfélag sem snýr
blinda auganu að fátækt, ofbeldi og
vanrækslu barna, kynslóð fram af kyn-
slóð, kalli beinlínis yfir sig harmleiki á
borð við þennan.
Lesarinn | Sæunn Kjartansdóttir
Mér fannst svo frískandi að fá
innsýn í hugarheim karlmanns
sem er fluglæs á tilfinningar
sínar og kann að koma þeim í
orð að ég leitaði uppi aðra
bók eftir Morrison.
Höfundur er sálgreinir.
O
rðið hlustari
finnst ekki í
orðabók Árna
Bö. Þar má hins veg-
ar finna hlustanda.
Hann er sá sem
hlustar. Og hver hef-
ur ekki hlustað?
Við, sem komin
erum á miðjan aldur,
geymum innra með
okkur leiktjöld æsku okkar. Við eigum
sameiginlegan arf; við ólumst öll upp
við það sama. Hljóðmyndir sem dregn-
ar voru upp í húsi við Skúlagötuna og
ómuðu um landið frá morgni til kvölds.
Fólkið sem starfaði á útvarpinu sat líka
við eldhúsborðið heima hjá okkur og
hélt okkur félagsskap; hafði ofan af
fyrir íslenskri þjóð. Við hlustuðum á
útvarpið. Veðurfregnir, framhalds-
sögur og fimmtudagsleikrit. Stundum
djass á fóninum á milli atriða. Þó ekki
gerður neinn meiri háttar grein-
armunur á Ellington og Ingibjörgu Þor-
bergs, Count Basie eða Baldri og
Konna. Íslenskir bændur mjólkuðu
morgunmjaltir við Mozart, Mendels-
sohn og Mulligan. Allt jafngott.
En ef hlustari er til, þá er ég hann.
Ég hef hlustun að atvinnu. Í því felst
starf dagskrárgerðarmannsins. Að
hlusta.
Til að velja lögin sem hljóma í út-
varpinu árið 2009 þarf fyrst að hlusta.
Afrita lakkplötur, vinda gömul seg-
ulbönd, leita að minnst rispuðu vín-
ylplötunum, yfirfæra nýjustu geisla-
diskana inn í stafræna útvarpskerfið.
Og hlusta. Það er trúnaðarstarf að
vera ábyrgur fyrir leiktjöldum nú-
tímans.
Sem „hlustarinn“ hefði ég getað far-
ið í geisladiskastaflana sem spretta
um alla skrifstofuna mína, en í staðinn
fór ég að hlusta á þetta útvarp sem
alltaf ómar innra með mér.
Íslenskir bændur mjólkuðu
morgunmjaltir við Mozart,
Mendelssohn og Mulligan.
Allt jafngott.
Hlustarinn | Lana Kolbrún Eddudóttir
Höfundur er dagskrárgerðarmaður