Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 B 3 Framkvæmdastjóri Eignastýringar Nýja Kaupþings banka hf. Nýi Kaupþing banki leitar að framúrskarandi einstaklingi til að gegna starfi framkvæmdastjóra Eignastýringar. Framkvæmdastjóri Eignastýringar er ábyrgur gagnvart bankastjóra. Við leitum að reynslumiklum einstaklingi sem hefur metnað til að ná árangri. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Dagleg stjórnun sviðsins og ábyrgð á rekstri þess • Ábyrgð á rekstri sjóða, eignastýringu fagfjárfesta, einkabankaþjónustu og ráðgjöf til einstaklinga Hæfniskröfur: • Próf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun • Mikil stjórnunarreynsla • Reynsla af störfum hjá fjármálafyrirtækjum æskileg • Frumkvæði í starfi • Hæfni til nákvæmra og sjálfstæðra vinnubragða • Miklir samskiptahæfileikar • Hæfni og vilji til að vinna að uppbyggingu bankans Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2009. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar veitir Svali H. Björgvinsson, starfsmannastjóri, sími 444 6383, netfang: svali.bjorgvinsson@kaupthing.com. Umsækjendur sæki um starfið á vefsíðu bankans, www.kaupthing.is. Starfskona Samtök um kvennaathvarf leita að starfskonu í vaktavinnu. Um er að ræða fjölbreytt og krefj- andi starf sem felst í því að styðja konur og börn sem leita til Kvennaathvarfsins og taka þátt í daglegu starfi athvarfsins. Leitað er að starfskonu sem er að lágmarki 25 ára, býr yfir nærgætni, hæfileika til að vinna sjálfstætt og skipulega, góðri tungumálakunnáttu og getu til að ráða við krefjandi aðstæður í mannlegum samskiptum. Í Kvennaathvarfinu er lögð áhersla á heimilislegt og notalegt andrúmsloft. Upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðunni www.kvennaathvarf.is. Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Guð- mundsdóttir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf í síma 561 3740 eða í netfangi sigthrudur@kvennaathvarf.is. Umsóknir skulu berast til Samtaka um kvenna- athvarf í pósthólf 1486, 121 Reykjavík eða í net- fang framkvæmdastýru ekki seinna en 12. janúar nk.      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.