Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ
Hefur þú áhuga á að starfa hjá framsæknu fyrirtæki
sem er leiðandi á alþjóðavettvangi í þróun á
spennandi leikjalausnum?
Ef svo er þá gæti Betware verið nýi vinnustaðurinn
þinn!
Vegna aukinna umsvifa er Betware að leita að vel
þjálfuðu og kunnáttumiklu fólki til liðs við 85
hæfileikaríka einstaklinga sem starfa hjá fyrirtækinu í
dag. Hjá Betware er unnið eftir lifandi Agile
aðferðafræði og leitast er við að skapa
árangursdrifið, skapandi og skemmtilegt
starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á góðan
starfsanda og aðbúnað.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda
ferilskrá fyrir 11. janúar á netfangið:
applications@betware.com
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og
öllum umsækjendum verður svarað.
betware.com/careers
Verkefnastjóri
Við leitum að drífandi verkefnastjóra til að vera hluti af
verkefnastjórnunarteymi (verkefnastofa) og stýra verkefnateymum
samkvæmt Agile hugmyndafræði í krefjandi alþjóðlegu umhverfi.
Ef þú hefur háskólagráðu í tölvunarfræði eða sambærilega menntun,
reynslu á sviði verkefnastjórnunar, góða tungumálakunnáttu og
framúrskarandi samskiptahæfileika þá gæti þetta verið starf fyrir þig.
Sérfræðingar í gæðastjórnun
Við leitum að sérfræðingum til að vinna að gæðaeftirliti, prófunum og
innleiðingu sjálfvirkra prófana.
Ef þú hefur háskólagráðu í tölvunarfræði eða sambærilega menntun, 2-5
ára starfsreynslu, hefur tamið þér vönduð og nákvæm vinnubrögð og
hefur brennandi áhuga á gæðamálum þá gæti þetta verið starf fyrir þig.
Hugbúnaðarsérfræðingar
Við leitum að öflugum hugbúnaðarsérfræðingum til að vinna að hönnun
og þróun leikjalausna með Java, J2EE og Flex/Flash forritun.
Ef þú hefur háskólagráðu í tölvunarfræði eða sambærilega menntun, 2-5
ára starfsreynslu, reynslu af forritun í Java, temur þér skipulögð og öguð
vinnubrögð þá gæti þetta verið starf fyrir þig.
Bókari
Við leitum að bókara til að vinna við afstemmingar, reikningagerð og aðra
úrvinnslu fjárhagsbókhalds.
Ef að þú hefur nokkurra ára reynslu af bókhaldsstörfum, góða þekkingu á
Navison, temur þér nákvæm og skipulögð vinnubrögð, þá gæti þetta
verið starf fyrir þig.
Óskum eftir fólki
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„ALGENGT er að fyrirtæki kaupi
sér þjónustu stórra ráðgjafarfyr-
irtækja til að fara yfir stefnumótun
og rekstur fyrirtækisins. En þá vill
oft gleymast að skoða ímyndar- og
markaðsmál í þaula sem er þó
kannski það sem mestu skiptir um
árangur fyrirtækisins,“ segir Val-
geir Magnússon framkvæmdastjóri
auglýsingastofunnar Pipar.
Pipar hefur í fjögur ár boðið upp á
svokallaða MCIP-greiningu þar sem
farið er með kerfisbundnum hætti í
gegnum ímyndar- og markaðsmál:
„Ferlið hefst á því að við setjumst
niður með lykilstjórnendum fyr-
irtækisins ásamt völdum starfs-
mönnum úr framlínunni og leitumst
við að skilja út á hvað fyrirtækið
gengur og hvað varan sem seld er
hefur umfram vöru samkeppnisað-
ilanna,“ útskýrir Valgeir. „Við ræð-
um einnig við viðskiptavini fyrirtæk-
isins, og komust að því af hverju þeir
versla frekar við þetta fyrirtæki en
önnur. Út frá þessari vinnu getum
við svo dregið fram styrkleika fyr-
irtækisins sem við síðan notum í
þeim skilaboðum sem fyrirtækið
sendir út á markaðinn.“
Staða og stefna
Eitt af lykilskref-
unum í greiningarferl-
inu er ímyndargrein-
ing sem unnin er með
yfirstjórnendum:
„Með kerfisbundnum
hætti fáum við þá til að
tjá sig um ímynd fyr-
irtækisins. Oft er erfitt
að orða þessar hug-
myndir og við notum
því myndir, þekkt
vörumerki og ein-
staklinga til að komast
að niðurstöðu um
hvers konar ímynd
stjórnendur sækjast eftir að fyr-
irtækið hafi,“ segir Valgeir.
Í sumum tilvikum þarf aðeins litl-
ar breytingar til að færa fyrirtæki
frá þeirri ímynd sem það er með í
dag yfir til þeirrar ímyndar sem
stjórnendurnir vilja, en í öðrum til-
vikum segir Valgeir þörf á algjörri
kúvendingu til að fyrirtækið stefni í
átt að þeirri ímynd sem sóst er eftir.
Meiri árangur fyrir sama fé
Val á myndefni í auglýsingum,
litaval, og meðvitund starfsmanna
um ímyndarstefnu fyrirtækisins er
meðal þess sem tekur
breytingum í framhald-
inu og færir ímynd fyr-
irtækisins nær því sem
sóst er eftir „Allir eru á
sömu blaðsíðu frá
fyrsta degi sem sparar
bæði tíma og peninga,“
segir Valgeir.
Sem dæmi um árang-
urinn sem MCIP-
greining hefur stuðlað
að nefnir Valgeir fyr-
irtæki sem sumarið
2007 fór í gegnum
MCIP-greiningu hjá
Pipar. „Fyrirtækið
varði sömu upphæði í
kynningarmál árin 2006, 2007 og
2008. Árið 2006 sást fyrirtækið varla
í fjölmiðlum en eftir sumarið 2007
varð það mjög áberandi á sínu sviði
og endurheimti fyrri stöðu sem leið-
andi aðili á sínum markaði. Það tók
ekki nema rúmlega ár að bæði
skerpa á og endurheimta ímynd fyr-
irtækisins og færa fyrirtækið úr 5.
sæti í 2. sæti í vörumerkjavitund-
arkönnunum, sem er mjög mikið
stökk.“Reuters
Sterk ímynd Þegar búið er að afmarka þá ímynd sem sóst er eftir má beita
fjármunum af meiri skilvirkni. Ferrari er dæmi um fyrirtæki þar sem
merki, litur og margt fleira leggst á eitt um að skapa kröftuga ímynd.
Hefur fyrirtækið
rétta ímynd?
Auglýsingastofan Pipar býður fyrirtækjum
upp á MCIP-greiningu þar sem farið er
í saumana á markaðs- og ímyndarmálum
Valgeir Magnússon
www.pipar.is