Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ Námsstyrkir Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki til framhaldsnáms erlendis. Tveir styrkjanna eru veittir úr Námssjóði Viðskiptaráðs um upplýsingatækni og hinir tveir úr Námssjóði Viðskiptaráðs. 1. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Tveir styrkjanna gera kröfu um nám á svið upplýsingatækni. 2. Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi eða öðru sambærilegu námi. 3. Hver styrkur er að fjárhæð kr. 350.000 og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi, 4. febrúar 2009. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu Viðskiptaráðs Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. janúar 2009. Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskírteini, vottorð um skólavist erlendis og ljósmynd af umsækjanda. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Viðskiptaráðs, www.vi.is Æskulýðssjóður Næsti umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er 1. febrúar 2009. Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftir- talin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka: 1. Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra. 2. Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða. 3. Nýjungar og þróunarverkefni. 4. Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði í félagsstarfi, svo sem þing, mót eða þess háttar viðburði, né ferðir hópa. Umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er fjórum sinnum á ári, 1. febrúar, 1. apríl, 1. septem- ber og 1. nóvember. Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsoknir.stjr.is. Nánari upplýsingar um Æskulýðssjóð og umsóknarferlið eru að finna á vef mennta- málaráðuneytis. Einnig veitir Pálína Kristín Garðarsdóttir upplýsingar í síma 545 9500 eða í tölvupósti á palina.gardarsdottir@mrn.stjr.is Menntamálaráðuneyti, 29. desember 2008. menntamalaraduneyti.is Félagslíf Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 14:00. Inga Hanna Ragnarsdóttir prédikar. Brauðsbrotning, lofgjörð og fyrirbæn. Aldurskipt barnakirkja. Kaffi og samfélag á eftir. Láttu sjá þig, Guð er hér til að mæta þörfum þínum. Það kemur fram í Orði hans að hann hefur tilgang fyrir þitt líf og hann vill leiða þig þér til heilla. Þú ert velkomin/n. www.vegurinn.is Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 14:00. Inga Hanna Ragnarsdóttir prédikar. Brauðsbrotning, lofgjörð og fyrirbæn. Aldurskipt barnakirkja. Kaffi og samfélag á eftir. Láttu sjá þig, Guð er hér til að mæta þörfum þínum. Það kemur fram í Orði hans að hann hefur tilgang fyrir þitt líf og hann vill leiða þig þér til heilla. Þú ert velkomin/n. www.vegurinn.is Samkoma í dag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir. Þrettándagleði herfólksins þriðjudag 6. janúar kl. 19. Matur, skemmtun o.fl. í boði, þátttökugjald kr. 1000. Samkoma fimmtudag kl. 20 í umsjá Harold Reinholdtsen. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18. Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Unglingar. Laugard. Samk. kl. 20.30. www.krossinn.is Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Samkoma kl. 17.00. ,,Horft fram á veginn” Ræðu- maður Sr. Kjartan Jónsson Lof- gjörð og fyrirbæn. Barnastarf. Allir velkomnir. Gleðilegt nýtt ár! Almenn samkoma kl. 14 þar sem Sveinbjörn Björnsson prédikar. Lofgjörð, fyrirbænir og barnastarf. Kaffi og samvera að samkomu lokinni. Allir velkomnir! Fríkirkjan Kefas Fagraþingi 2a v/Vatnsendaveg www.kefas.is Styrkir NÁNAST endalaust framboð er af alls kyns græjum sem losa eiga um streitu á vinnustaðnum, og veitir væntanlega ekki af. Boltar til að kreista og sandkassar til að róta í eiga að hjálpa fólki að ná ein- beitingu á ný og láta spennuna líða burt. Nú hefur ný vara skotið upp kollinum en það er Búdda-spjaldið svokallaða, eða Buddha Board eins og tækið er nefnt upp á ensku. Um ósköp einfalda smíð er að ræða en útkoman er sú að pensill sem dýft hefur verið í vatn er dreginn yfir hvítan flötinn og skilur eftir sig skýrt far. Listaverkið sem þannig verður til hverfur svo þegar vatnið gufar smám saman upp, og byrja má á nýjan leik – nú eða bjóða gestum og gangandi að spreyta sig og öðlast innri frið. Búddaspjaldið fæst meðal annars á Cleverlittleideas.com og kostar þar 24,99 sterlingspund. Skrifstofuleikföng Stóísk ró á spjaldi NÚ þegar kreppan ætlar alla að kæfa er allt eins lík- legt að fyrirtæki fari að reyna að draga enn frekar úr kostnaði með því að spara húshitun. Þá koma þessir USB- tengdu hituðu vettlingar að góðum notum enda vita þeir sem reynt hafa að kaldir fingur vélrita seint og illa. Tæknin er ósköp einföld: hitaspjald er innan í þess- um mjúku prjónuðu ull- arvettlingum og hitaspjald- ið sækir sér orku í gegnum snúru sem stungið er í USB-rauf á tölvunni. Hægt er að velja um tvær missterkar hitastill- ingar og vettlingana má líka nota án þess að hafa þá endilega í sambandi. USB-vettlingarnir fást meðal ananrs á www.per- petualkid.com og kosta þar 22,99 Bandaríkjadali. Er kalt á kontórnum? , ,magnar upp daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.