Morgunblaðið - 06.01.2009, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
íþróttir
Safna dósum Meistaraflokksfólk í körfuknattleik í Grindavík tekur þátt í dósasöfnun fyrir
félagið. Fyrirliði karlaliðsins segir að bæjarbúar taki sér og liðsfélögum sínum afar vel 2
Íþróttir
mbl.is
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
FRANSKA hand-
knattleiksliðið
Nantes hefur
sýnt áhuga á að
fá Andra Berg
Haraldsson, leik-
stjórnanda úr
Fram, í sínar
raðir fyrir næsta
tímabil. Andri
staðfesti við
Morgunblaðið í
gær að hann vissi af fyrirspurnum
frá Nantes og kvaðst mundu skoða
það vel ef í ljós kæmi að um alvöru
væri að ræða hjá Frökkunum.
„Það er engin spurning að ég
mun skoða þá möguleika sem
kunna að opnast erlendis. Það er
hins vegar að mörgu að hyggja, ég
er í góðri vinnu hér heima og svo er
stórmál að rífa upp fjölskylduna og
setjast að erlendis,“ sagði Andri,
sem er 25 ára gamall og er annar
markahæsti leikmaður Fram í úr-
valsdeildinni í vetur með 58 mörk í
11 leikjum.
Hann er samningsbundinn Fram
til vorsins 2011 og Frakkarnir
þyrftu því að ná samkomulagi við
Safamýrarfélagið um kaupverð ef
til kæmi.
Nantes er nýliði í frönsku 1.
deildinni, efstu deildinni þar í landi.
Þegar keppnin er hálfnuð er liðið í
12. sæti af fjórtán liðum og á því í
harðri baráttu fyrir áframhaldandi
veru í hópi þeirra bestu. Nantes
vann góðan útisigur á París Hand-
ball, 27:25, í síðustu umferð ársins
2008 og komst með því úr fallsæti.
Nantes vill fá
Andra Berg
frá Fram
Andri Berg
Haraldsson
DANINN Lars
Henriksen, sem
er 4. dan, hefur
verið ráðinn
þjálfari hjá Ka-
ratefélaginu
Þórshamri og
mun hann sjá um
þjálfun bæði
unglinga og full-
orðinsflokka auk
keppnisliðs
Þórshamars á komandi misseri.
Lars heimsótti Þórshamar í tvær
vikur í september 2008 og vakti
mikla lukku meðal félagsmanna.
Lars hefur verið í fremstu röð í
Danmörku undanfarin ár, bæði í
kata og kumite.
Hann varð Danmerkurmeistari í
kata á síðasta ári, varð í öðru sæti
í sínum þyngdarflokki í kumite á
sama móti og er nýkominn frá Jap-
an þar sem hann keppti fyrir hönd
Dana í kata á nýafstöðnu heims-
meistaramóti í karate. skuli@mbl.is
Dani til
Þórshamars
Lars
Henriksen
Reuters
Eiginhandaráritun Það getur oft verið mikið að gera hjá frægu íþróttafólki við að gefa eiginhandaráritanir og hér er það bandaríski tennisleikarinn Andy
Roddick sem gefur tökumanni hjá sjónvarpsstöð í Qatar eiginhandaráritun á linsu vélar hans. Hann er kominn áfram á ATP Opna Quatar-mótinu.
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„ÞAÐ hefði óneit-
anlega verið gam-
an að vera á La
Manga á Spáni
núna,“ sagði kylf-
ingurinn Ragn-
hildur Sigurð-
ardóttir úr GR í
gær en úrtöku-
mót fyrir Evr-
ópumótaröð
kvenna í golfi
hefst á La Manga á morgun. Þar
hafði Ragnhildur hugsað sér að vera,
en ýmsar ástæður urðu til þess að
hún verður ekki meðal keppenda.
„Það var vissulega ætlunin að
keppa á úrtökumótunum, en af því
varð ekki núna af ýmsum ástæðum.
Það eru viðsjárverðir tímar og mað-
ur veit ekki hvernig hlutirnir verða.
Ég var búin að fá styrk hjá Orku-
veitunni og fékk að geyma hann
þannig að ef ég fer á úrtökumótin á
næsta ári þá bíður styrkurinn frá
þeim eftir mér, nú en ef ég fer ekki
þá fær Orkuveitan bara styrkinn
sinn til baka,“ sagði Ragnhildur í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hún sagði ýmsar ástæður vera
fyrir því að hún ákvað að sleppa því
að reyna við Evrópumótaröðina í ár.
Dýrara og meiri óvissa
„Það var ekki bara að allt er orðið
miklu dýrara en áður, heldur líka og
kannski ekki síður óvissan um fram-
haldið. Ég er að reyna að vera skyn-
söm því það hefði til dæmis ekki ver-
ið gaman að fara á úrtökumótin,
ganga vel þar og komast inn á móta-
röðina, og geta síðan ekki fylgt því
eftir vegna efnahagsástandsins,“
sagði Ragnhildur sem var að leggja
lokahöndina á að flytja innan Mos-
fellsbæjar. „Þetta er eiginlega besti
tíminn og kannski eini tíminn fyrir
golfkennara að flytja, þó svo að það
hafi verið fínt veður síðustu daga til
að spila golf,“ segir Ragnhildur.
Hún segir alls ekki vera að hætta í
golfi og ekkert á leiðinni að leggja
kylfunum. „Nei, nei, þeim verður
aldrei lagt. Það er alveg á tæru. Ég
held svei mér þá að fyrr frjósi í
neðra en að maður leggi kylfunum!
Þetta er svo skemmtilegt að það er
ekki hægt að hætta í þessu.“
Ung og finnst
gaman að leika mér
Ragnhildur segist stefna áfram að
því að fara í úrtökumótin á næsta
ári. „Já, já, stefnan er sett á úrtöku-
mótin á næsta ári. Ég er ung og
finnst gaman að leika mér. Ef eitt-
hvað er þá verða tækifærin fleiri hjá
manni eftir því sem maður verður
eldri og börnin stækka,“ segir hún.
Það er enginn uppgjafartónn í
Ragnhildi þó svo hún hefði viljað
vera meðal keppenda á Spáni næstu
dagana. „Ég vann ekki mikið síðari
hluta sumars þar sem ég var þá að
æfa mig enda ætlaði ég að fara á úr-
tökumótin. En maður setur bara
stefnuna á næsta ár í staðinn og von-
ar að aðstæður verði þá hagstæðari
en þær eru núna,“ sagði Ragnhildur.
Mótið sem hefst á La Manga á
morgun er fyrra stig úrtökumótsins
en það síðara verður á sama stað í
næstu viku. Keppendur eru 133 og
berjast þeir um 30 laus sæti á móta-
röðinni á næsta tímabili. Enginn ís-
lenskur kylfingur er meðal keppenda
að þessu sinni. Ragnhildur hætti við
og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili,
sem náði ekki að halda keppnisrétti
sínum á mótaröðinni, ætlar að gefa
keppnisgolfinu frí á þessu ári. Hún
hefði annars getað farið beint inn á
annað stig úrtökumótsins.
„Reyni að vera skynsöm“
Ragnhildur Sigurðardóttir hætti við úrtökumótið í golfi Óvissa um fjárhags-
legt framhald réð úrslitum Ætlar að reyna sig á úrtökumótunum síðar
Ragnhildur
Sigurðardóttir