Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 íþróttir Best Kristrún og Jakob Örn valin bestu leikmennirnir í fyrri hluta Íslandsmótsins í körfubolta. Kristrún tekur körfuboltann fram yfir námið og Jakob er ánægður á heimaslóðum í KR 2-3 Íþróttir mbl.is Eftir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@mbl.is Björgvin náði frábærri fyrri ferð í gær er hann fór Crveni Spust-brekkuna á 55.32 sekúndum, en hann var 67. í rásröðinni af 75 keppendum sem fyrr segir. Til sam- anburðar fékk Frakkinn Jean-Baptiste Grange, sem var fyrstur eftir fyrri ferðina, tímann 53.91. Í seinni ferðinni fór Björgvin á 1.01.25 sem skilaði honum í 25. sæti, en þar sem Svíinn Andre Myhrer var dæmdur úr leik, færð- ist Björgvin upp um eitt sæti. „Ég er mjög ánægður með daginn. Loksins tókst þetta hjá mér, en ég er búinn að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Björgvin hæstánægður í gær. Hann átti við flensu að stríða, en lét hana ekki aftra sér í brekkunni. „Það var varla neitt til að tala um, ekkert sem ég lét trufla mig. Ég vissi af einum sem hafði komist niður og endaði meðal 30 efstu og ég sagði við sjálfan mig, að fyrst hann komst niður, ætlaði ég líka að komast niður. Þetta átti bara að smella og það small, enda er ég í toppformi. Það var sér- staklega góð tilfinning að komast niður í fyrri ferðinni og ég ákvað að taka þetta af öryggi í seinni. Þetta er senni- lega eitt allra glæsilegasta mótið í keppninni og brautin var alveg frábær; glerhörð og fín. Og svo bætast við flóð- ljós og 40-50.000 áhorfendur og stemningin alveg frá- bær,“ sagði Björgvin, sem fer til Adelboden í Sviss um helgina. „Stefnan er að gera betur þar, enda á ég afmæli á keppnisdaginn, verð 29 ára. Ég vona að ég fái betri gjöf þá!“ Besti árangur síðan 2000 Árangur Björgvins í gær, að vera meðal 30 bestu í heimsbikarnum á skíðum, er sá besti hjá Íslendingi síðan árið 2000, en þá varð Ólafsfirðingurinn Kristinn Björns- son í 18. sæti í Bomio á Ítalíu. Morgunblaðið/ Brynjar Gauti Hæstánægður Árangur Björgvins er sá besti hjá Íslendingi síðan árið 2000, þegar Kristinn Björnsson varð 18. í móti á Ítalíu. „Loksins tókst þetta hjá mér“  Björgvin Björgvinsson varð í 24. sæti í heimsbikarnum í svigi í Zagreb í gær BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðakappi frá Dalvík, náði í gær sínum besta árangri á móti í heimsbikarnum í svigi, sem fram fór í Zagreb í Króatíu. Björgvin endaði í 24. sæti, en 75 keppendur tóku þátt í mótinu, sem þykir eitt það glæsileg- asta í mótaröðinni. Stefnir Björgvin á að gera enn betur í Adelboden um næstu helgi. Í HNOTSKURN » Millitímar Björgvins ífyrri ferðinni voru eft- irfarandi: Hlið 1= 20.75, Hlið 2= 39.34. Samtals 55.32. » Millitímar Björgvins íseinni ferðinni voru eftirfarandi: Hlið 1= 22.09, hlið 2= 42.59. Samtals 1.01.25. » Björgvin er fæddur 11.janúar árið 1980 og verður því 29 ára á sunnu- daginn, er hann tekur þátt í heimsbikarnum í Adelboden í Sviss. JÓHANNES Karl Guðjónsson fór meiddur af leikvelli strax á 15. mín- útu í leik Tottenham og Burnley í enska deildabikarnum í gær. Hann segist þó ekki alvarlega meiddur. „Ég held ég sé nú ekki illa tognaður eða með rifinn vöðva. Ég fór upp í skallabolta og stífnaði allur upp í lærinu þegar ég lenti, sem síðan varð að svaka krampa. Ég gat ekki beitt mér að fullu og því ekkert annað í stöðunni en að fara af velli. Vonandi eru þetta bara nokkrir dagar sem ég verð frá. Ég vonast til að þetta verði bara nuddað úr mér, því ég hef ekki áður fengið svona meiðsli,“ sagði Jóhannes í gær. trausti@mbl.is Meiðslin ekki alvarleg Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „MÉR fannst Egyptarnir einhvern veginn gefa eftir fljótlega í leiknum. Þeir mættu okk- ur mjög grimmum og það virtist einhvern veg- inn fara alveg með þá. Þegar upp var staðið virtust þeir ekki tilbúnir í þann slag sem til þarf. Við mættum þeim mjög ákveðið í upphafi leiks og þegar það gekk ekkert hjá þeim gáfust þeir upp. Þeir voru að pirra sig á þessu og brjóta eins og kjánar,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir að íslenska karlalandsliðið lagði Egypta- land 29:17 í Svíþjóð í gær. Markaskorun íslenska liðsins dreifðist mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik en þá gerðu átta leikmenn þau 14 mörk sem liðið skoraði fyrir hlé, en þá var staðan 14:8. Ekki var mikið skor- að úr hraðaupphlaupum, aðeins þrjú mörk úr slíkum í fyrstu bylgju. „Þau voru nú samt fleiri og trúlega ein sjö eða átta ef við teljum aðra og þriðju bylgju með. Þetta er ákveðið kerfi hjá okkur og við hættum ekkert þó við komumst ekki í skotfæri alveg á fyrstu bylgju, heldur höldum áfram,“ sagði Guðmundur. Tveir leikmenn, sem líklegast hefðu leikið stórt hlutverk í gær, voru fjarri góðu gamni, en þeir Einar Hólmgeirsson og Aron Pálm- arsson eru báðir meiddir. „Ég veit nú ekki hvernig verður með þá en er að vonast til að Einar geti leikið með okkur í leiknum á morg- unn [í dag] en það er lengra í Aron. Hann nær hugsanlega tveimu síðustu leikjunum í mótinu í Danmörku um helgina,“ sagði Guðmundur. „Ég var mjög ánægður með Ásgeir Örn þó hann skoraði ekki mikið, en það kemur hjá honum. Ragnar stjórnaði sókninni mjög vel og það var alveg til fyrirmyndar hvernig hann stóð sig við að stjórna sóknarleiknum hjá okk- ur. Svo var Björgvin auðvitað stórkostlegur í markinu og Logi sjóðandi heitur fyrir utan,“ sagði Guðmundur, sem fer með liðið til Dan- merkur í annað æfingamót og leikur þar á föstudag, laugardag og sunnudag. Björgvin var auðvitað stórkostlegur í markinu Morgunblaðið/Golli Skyttur Ásgeir Örn átti flottan leik í gær en Einar Hólmgeirsson var fjarri góðu gamni. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is FH-ingar eru í viðræðum við lands- liðsmanninn Bjarna Fritzson um að ganga til liðs við félagið en eins og fram kom í Morgunblaðinu á dög- unum vinnur Bjarni að því að fá sig leystan undir samningi við franska liðið St. Raphael. Ef af samningi verður mun Bjarni leika með FH- ingum út tímabilið en Hafnarfjarð- arliðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur, er í 4.-6. sæti í N1- deildinni og er komið í undanúrslit í bikarkeppninni þar sem það mætir Val. Hermann kominn frá Stjörnunni Þá er Hermann Björnsson geng- inn í raðir FH-inga frá Stjörnunni en eins og fram hefur komið eru leik- menn Garðabæjarliðsins lausir allra mála hjá liðinu en samningi þeirra var rift á dögunum vegna bágrar fjárhagsstöðu. Hermann er ungur og efnilegur örvhentur leikmaður sem getur leikið sem skytta og hornamaður. FH-ingar í viðræðum við Bjarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.