Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Einar Jó-hannsson
úr Breiðabliki
var kjörinn besti
þjálfarinn í fyrri
hluta Íslands-
móts karla í
körfuknattleik í
gær og Ari Gunn-
arsson úr Hamri
sá besti í fyrri hluta Íslandsmóts
kvenna. „Dugnaðarforkar“ deild-
arinnar voru valdir Ísak Einarsson
úr Tindastóli og Fanney Guðmunds-
dóttir úr Hamri.
Í úrvalsliði karla eru Jakob ÖrnSigurðarson úr KR, sem var val-
inn besti leikmaðurinn, Cedric Isom
úr Þór á Akureyri, Jón Arnór Stef-
ánsson úr KR, Páll Axel Vilbergs-
son úr Grindavík og Sigurður Þor-
steinsson úr Keflavík.
Í úrvalsliði kvenna eru KristrúnSigurjónsdóttir úr Haukum,
sem var valin besti leikmaðurinn,
Slavica Dimovska úr Haukum,
Birna Valgarðsdóttir og Svava Ósk
Stefánsdóttir úr Keflavík og Signý
Hermannsdóttir úr Val. Þá var Sig-
mundur Már Herbertsson valinn
besti dómarinn í úrvalsdeildunum.
Hamar á Egilsstöðum, sem er íbotnbaráttunni í 1. deild karla
í körfu, hefur samið við Bandaríkja-
manninn Bayo Arigbon. Hann er 22
ára framherji.
Tinna B. Sig-munds-
dóttir, leikmaður
Vals í Iceland
Express deild
kvenna í körfu-
knattleik, verður
ekki með liðinu
eftir 20. janúar.
Hún er að flytja
til Danmerkur og nær því aðeins
næstu tveimur leikjum Vals, á móti
Hamri og KR.
Nigel Clough var í gær ráðinnknattspyrnustjóri enska 1.
deildarliðsins Derby County, í stað
Paul Jewell sem hætti störfum fyrir
áramótin. Clough hefur stýrt ut-
andeildaliðinu Burton Albion með
góðum árangri í tíu ár.
Spánverjinn Carlos Sainz erfyrstur eftir fjórða legg Dakar
rallsins í gær, en rallið fer nú fram í
Argentínu og Chile. Sainz ekur á
Volkswagen Toureq en helsti
keppinautur hans er Nasser Al-
Attiyah, á BMW X3, sem er annar á
mótinu.
Skotinn Andy Murray vann í gærSpánverjann Albert Montanes í
fyrstu umferð ATP Doha tenn-
ismótsins sem fram fer í Quatar.
Fóru leikar 6:2 og 6:4.
Fólk folk@mbl.is
„Það eru lið sem hafa samband af og
til en ég er ekkert á leiðinni út aftur á
næstunni. Mér líður vel í KR og við
ætlum okkur stóra hluti. Ef við spil-
um eins vel og við getum, þá finnst
mér að við getum unnið alla leiki.“
Gleði og eftirvænting er það sem
einkennir körfuboltann hjá Jakobi og
félögum hans í KR: Hann og Jón
Arnór Stefánsson snéru úr atvinnu-
mennsku s.l. haust og hafa þeir
„kryddað“ íslenskan körfuknattleik
með skemmtilegum hætti það sem af
er vetrar.
„Mér finnst bara rosalega gaman
að vera í KR með mínum gömlu fé-
lögum. Það er tilhlökkun að fara á
hverja einustu æfingu og leikirnir
hafa gengið vel. Við höfum ekki enn
tapað. Ég reyni að æfa eins mikið
aukalega og ég get. Það er alltaf
smuga að komast í salinn hjá KR til
þess að skjóta og lyftingarnar eru
einnig stór þáttur hjá okkur.“
Jakob hefur líkt og margir aðrir Ís-
lendingar verið að leita sér að vinnu
og kosturinn við vinnustaðinn er að
hann getur leikið sér eins og hann
vill.
Leikur sér í vinnunni
„Ég var að byrja að vinna á leik-
skólanum Marbakka í Kópavogi. Ég
kann mjög vel við það starf. Þetta er
frumraun mín á þessu sviði en ég
spila ekki á gítar og syng fyrir krakk-
ana eins og margir gera. Það eru aðr-
ir í því.“
KR hefur unnið alla 11 leikina í
Iceland Express deildinni og aðeins
Grindavík hefur náð að halda í við lið-
ið í vetur. Í KR er einn bandarískur
leikmaður og hafa margir gagnrýnt
forsvarsmenn KR að hafa valið þá
leið á meðan mörg önnur lið létu er-
lenda leikmenn sína fara í kjölfar
efnahagslægðarinnar í byrjun októ-
ber.
„Ég reyni að hugsa sem minnst um
það sem sagt er um KR og þá stað-
reynd að við erum með Jason Dour-
isseau í okkar liði. Ég skil þessa
gagnrýni en á móti kemur að félagið
getur staðið við samninginn sem var
gerður við Jason Dourisseau. Ég sem
leikmaður er ekkert að velta því mik-
ið fyrir mér hvort leikmaður sé á för-
um eða ekki. Ef það gerist þá tökum
við á því.
Hverjir eru heitir?
Jakob er leikstjórnandi og þarf
hann því að hafa margt í huga þegar
hann setur upp sóknarleikinn. „Ég er
ekkert að telja hvað mörg skot Jón
Arnór (Stefánsson) hefur tekið í fyrri
hálfleik eða eitthvað slíkt. Maður
finnur það hverjir eru „heitir“ og það
er leitað til þeirra á meðan svo er.
Síðan tekur einhver annar við og það
er mitt hlutverk að virkja sem flesta í
sóknarleiknum. Hlutverk mitt hjá
KR er stærra en ég hef átt að venjast
á undanförnum árum í atvinnu-
mennskunni. Það voru alltaf 3-4 leik-
menn sem voru meiri skorarar í lið-
inu. Ég hef skorað meira með KR en
ég hef gert á undanförnum árum og
ábyrgðin er meiri. Það var ekkert
erfitt að aðlagast þessu nýja hlut-
verki. Það þarf ekkert að hvetja
menn til þess að skjóta ef þeir eiga að
gera það,“ segir Jakob en hann hefur
skorað 17 stig að meðaltali í 11
deildaleikjum.
„Mér líður vel í KR“
Morgunblaðið/Ómar
Góð heimkoma Jakob Örn Sigurðarson hefur mikið látið til sín taka síðan
hann kom heim og sett svip sinn á lið KR og úrvalsdeildina í körfu í vetur.
JAKOB Sigurðarson leikmaður KR var
í gær útnefndur besti leikmaður Ice-
land Express deildar karla í körfu-
knattleik á fyrri hluta tímabilsins.
Jakob hefur á undanförnum árum
leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi,
Spáni og nú síðast Ungverjalandi en
hann kann vel við sig á „nýja parket-
inu“ í DHL-höll KR-inga í Frostaskjól-
inu og er landsliðsbakvörðurinn ekk-
ert á förum.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Jakob Örn Sigurðarson hefur mikla trú á því að KR hampi Íslandsmeistaratitl-
inum í vor Heyrir af og til frá erlendum liðum en kveðst ekki á leið út á ný
Í HNOTSKURN
»Jakob Örn Sigurðarson er26 ára gamall leikstjórn-
andi en hann sneri aftur til KR
í haust eftir að hafa leikið
lengi erlendis, í Bandaríkj-
unum, Þýskalandi og á Spáni.
»Jakob lék síðast með KRfyrir átta árum, tímabilið
1999-2000. Hann hefur leikið
33 landsleiki.
» Í vetur hefur Jakob skorað17,1 stig að meðaltali í leik
með KR, átt 4,5 stoðsendingar
og tekið 3,3 fráköst að með-
altali.
,,ÞAÐ eru nokkur félög inni í myndinni hjá Her-
manni og það hafa komið fyrirspurnir frá liðum
en það er ekkert komið á hreint í þessum málum.
Það er að mörgu og hyggja og þetta er alls ekki
einfalt,“ sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður
Hermanns Hreiðarssonar, fyrirliða íslenska
landsliðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Eins og Hermann sagði í samtali við Morg-
unblaðið á dögunum er hann staðráðinn í að kom-
ast í burtu frá Portsmouth núna í janúar og munu
bikarmeistararnir ekki ætla að standa í vegi fyrir
að hann fari en Hermann er samningsbundinn
liðinu til loka leiktíðar.
Enskir fjölmiðar orðuðu Hermann við skoska úrvalsdeildarliðið
Rangers á dögunum sem og 1. deildar liðin Ipswich, Norwich og
Reading og í gær kom fram í fjölmiðlum ytra að Blackburn væri með
Hermann í sigtinu. gummih@mbl.is
Nokkur í myndinni
Hermann
Hreiðarsson
BJARNI Fritzson var í gær kallaður inn í b-
landsliðið, svokallaðan 2012 hóp, í handknatt-
leik sem tekur á næstunni þátt í alþjóðlegu
móti í París. Hann kemur í stað Guðmundar
Árna Ólafssonar frá Selfossi sem á ekki heim-
angengt vegna meiðsla. Bjarni er öllum hnút-
um kunnugur í Frakklandi eftir að hafa leikið
þar um fjögurra ára skeið, fyrst með Créteil
og síðan Saint-Raphaël síðustu tvær leiktíðir.
Íslenska liðið heldur utan í dag en fyrsti leikur
þess er við Serba á morgun. Því næst mætir
það félagsliðinu Ivry á föstudag. Leikið verður
um sæti á sunnudaginn. Auk Íslands, Serbíu og Ivry taka landslið
Katar, Tékklands og Túnis þátt í mótinu. Landslið Túnis kemur
til Parísar beint frá Svíþjóð þar sem það er nú þátttakandi í minn-
ingarmótinu um Staffan Holmqvist m.a. ásamt íslenska A-
landsliðinu. iben@mbl.is
Bjarni bætist í b-liðið
Bjarni
Fritzson
„ÉG vonast til þess að geta leikið með
Þór á ný eftir 4-5 vikur. Aðgerðin var
gerð í Bandaríkjunum á aðfangadag og
mér er sagt að þetta hafi allt saman
gengið vel,“ sagði bandaríski bakvörð-
urinn Cedric Isom í gær en hann hand-
arbrotnaði í leik með Þór gegn KR í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik hinn 18.
janúar sl.
„Þetta er skothöndin þannig að ég verð
bara að æfa vinstri höndina meira en áð-
ur á meðan ég er í gifsinu,“ bætti Isom
við en hann var valinn í úrvalslið 1.-11. umferðar í Iceland
Express-deildinni í gær. Isom er lykilmaður í liði Þórs og
skoraði hann 29,6 stig að meðaltali á fyrri hluta tímabils-
ins. Hann tók 8 fráköst að meðaltali og gaf 6,4 stoðsend-
ingar. seth@mbl.is
Isom er bjartsýnn
Cedric
Isom