Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 JERMAIN Defoe, enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, er orðinn leikmaður Tottenham á nýjan leik en Tottenham gekk í gær frá kaup- um á framherjanum og keypti hann á 15 millj- ónir punda. Ári eftir að hafa selt hann til Portsmouth fyrir 9 milljónir punda. Portsmo- uth hagnast því um 6 milljónir punda á fé- lagaskiptunum eða sem svarar 1,1 milljarði króna. Defoe, sem er 26 ára gamall, var kynntur fyrir stuðningsmönnum Tottenham á White Hart Lane, fyrir leik liðsins gegn Burnley í gærkvöld. Defoe er hins vegar vel kunnugur stuðningsmönnum Lundúnaliðsins því hann lék með liðinu í fjögur ár eða þar til hann fór til Portsmouth í janúar í fyrra. Hann hefur spilað 177 leiki með liðinu og skorað í þeim 64 mörk. Defoe fylgdist með samherjum sínum úr stúkunni í gærkvöld en hann verður kominn í Tott- enham-búninginn á nýjan leik á sunnudaginn þegar Tottenham mætir Wigan í úrvalsdeildinni. Hjá Tottenham hittir Defoe fyrir knattspyrnustjórann Harry Red- knapp en Defoe lék undir hans stjórn hjá West Ham og aftur hjá Portsmouth. gummih@mbl.is Defoe til Redknapps í þriðja sinn Jermain Defoe JOHN Daly var á dögunum úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum þar sem hann hefði skaðað ímynd golfíþróttarinnar með slæmri hegðun sinni á undanförnum mánuðum. Daly er sem stendur í 734. sæti á heimslistanum og ferill hans er í sögulegri lægð. Hins vegar eru for- ráðamenn áströlsku PGA-mótaraðarinnar gríðarlega ánægðir með heimsókn Dalys til landsins í desember sl. þar sem hann tók þátt í þremur mótum. Daly náði ekkert sérstökum árangri og eini kostnaðurinn sem mótshald- arar þurftu að greiða fyrir hann var ferða- kostnaður, uppihald og gisting. Samkvæmt útreikningum forsvarsmanna PGA í Ástralíu voru tekj- urnar af heimsókn Dalys um 370.000 milljónir kr. en kostnaðurinn um sex milljónir kr. Umfjöllun fjölmiðla á heimsvísu um golfmótin þrjú í Ástralíu hefur aldrei verið meiri. Áhorfendur hafa aldrei verið fleiri á mótunum og í sjónvarpi. Og sala á ýmsum varningi á mótunum jókst gríðarlega. Daly hefur nú þegar þegið boð um að mæta á þessi þrjú mót í desember á þessu ári. seth@mbl.is Daly gríðarlega vinsæll í Ástralíu John Daly Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Það má eiginlega segja að þetta hafi verið algjör hamskipti á milli leikja hjá okkur. Það var allt annað hug- arfar hjá okkur núna, menn komu vel stemmdir til leiks og við spiluðum vörnina eins og við höfum verið að gera að undanförnu, ef við teljum fyrsta leikinn á mótinu á móti Svíum ekki með – þar var engin vörn,“ sagði Guðmundur ánægður með sína menn eftir leikinn í gær. Guðmundur hafði fulla ástæðu til að vera ánægður með leik liðsins í gær, vörnin var fín eins og hann segir réttilega og sóknin einnig ágæt. „Ég er líka ánægður með sóknarleikinn, sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ sagði Guðmundur. Sóknin riðlaðist aðeins Sóknarleikur liðsins riðlaðist örlítið á köflum í seinni hálfleik, en þeir kafl- ar voru bæði fáir og stuttir. „Það má svo sem segja að við höfum ekki leikið jafn vel í sókninni í síðari hálf- leiknum, en það þarf ekki að koma á óvart. Við vorum komnir langt yfir í leiknum og þá vill svona lagað gjarn- an gerast. Menn fara kannski að reyna skot sem þeir myndu undir öðrum kringumstæðum ekki reyna. Við verðum að hafa hugfast að það er rosalega mikill munur á þessu liði og því sem við vorum með á Ólympíu- leikunum enda vantar fimm úr byrj- unarliðinu þar. Það má því alls ekki búast við að hlutirnir virki alveg eins og áður. Menn verða að fá tækifæri til að komast inn í hlutina,“ sagði Guð- mundur. Björgvin var stórkostlegur Hann sagði liðsheildina hafa verið frábæra. „Liðsheildin var frábær. Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan var bara frábær, Björg- vin var stórkostlegur og varði rosa- lega, hann var með 50% markvörslu. Síðan fannst mér sóknin í fyrri hálf- leiknum á móti 5-1 vörn þeirra ganga mjög vel. Við höfum lítið náð að vera saman og æfðum þetta bara á morg- unæfingunni fyrir leikinn. Það er því ekki annað hægt en vera ánægður með hvernig nýir menn leystu þetta,“ sagði Guðmundur. Íslenska liðið byrjaði mjög vel, gerði fyrstu þrjú mörkin og Björgvin Páll Gústavsson varði mjög vel. Markvarsla hans og hversu ákveðnir íslensku leikmenninir mættu til leiks, virtist draga allan kraft úr Egyptum. Sóknin hjá þeim komst hvorki lönd né strönd á móti sterkri vörn Íslands. Sóknin var einhæf og mest sótt á miðja vörn Íslands þar sem Sverre Jakobsson og Ásgeir Örn Hallgríms- sson stóðu vaktina eins og best gerist. Ásgeir Örn átti sannkallaðan stór- leik í gær. Þó svo hann hafi ekki skor- að nema eitt mark átti hann einar átta stoðsendingar sem gáfu mark og lék mjög vel í vörninni. Logi Geirsson átti fínan leik og var markahæstur með 11 mörk og eins er rétt að geta Ragnars Óskarssonar sem stjórnaði sókninni eins og herforingi. Voru algjör hamskipti  Guðmundur landsliðsþjálfari ánægður með leik íslenska liðsins  Liðsheildin var sterk, vörnin frábær og sóknarleikurinn ágætur  Leikið um bronsið í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frábær Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður átti frábæran leik er Egyptar voru lagðir í gær. „ÞETTA var allt annar leikur hjá okkur núna en í fyrsta leiknum og ég er mjög ánægður með leik strákanna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknatt- leik, eftir öruggan sigur, 29:17, á Egyptum á Staffan Holmqvist-mótinu í Svíþjóð. Þar með tryggði íslenska liðið sér rétt til að leika um þriðja sætið í mótinu í dag. Mótherjarnir þar verður lið Túnis, en það tapaði nokkuð stórt fyrir Svíum í gær. David Beck-ham, enski landsliðsmað- urinn í knatt- spyrnu, lék í fyrsta skipti í búningi AC Milan í gær þegar ítalska liðið gerði jafntefli, 1:1, við Hamburger SV í æfingaleik í Dubai. Beckham hefur sem kunnugt er ver- ið lánaður til ítalska félagsins frá LA Galaxy í Bandaríkjunum fram í mars. Hann spilaði fyrri hálfleikinn í gær og lék á miðjunni með Ronald- inho, Andrea Pirlo og Massimo Am- brosini. Það var Ronaldinho sem kom AC Milan yfir á 63. mínútu úr vítaspyrnu en Collin Benjamin jafn- aði fyrir Þjóðverjana fjórum mín- útum síðar. Ítalska liðið sigraði síð- an í vítaspyrnukeppni, 4:3.    Gríðarlegur áhugi er á viðureignþýska landsliðsins og heimsl- iðsins í handknattleik sem fram fer í Posche Arena í Stuttgart á sunnu- daginn. Um er ræða kveðjuleik fyrir þýska handknattleiksmanninn Markus Baur sem nú er þjálfari þeirra Loga Geirssonar og Vignis Svavarssonar hjá Lemgo. Alls hafa selst 6.200 aðgöngumiðar á leikinn. Meðal leikmanna heimsliðsins er Ólafur Stefánsson.    Einar Logi Friðjónsson skoraðieitt marka sænska handknatt- leiksliðsins Skövde þegar það tapaði fyrir El Makarem de Mahdia frá Túnis, 32:29, í æfingamóti í Hol- landi.    Varnarjaxlinn Johnny Jensen hef-ur ákveðið að gefa kost á sér í norska landsliðið í handknattleik á nýjan leik. Eftir EM fyrir ári sagðist Jensen vera hættur með landsliðinu. Hann hefur nú endurskoðað afstöðu sína og segir það vera í höndum Ro- berts Hedins landsliðsþjálfara hvort hann fari með norska landsliðinu á HM í Króatíu eða ekki.    Franski línu-maðurinn Bertrand Gille leikur ekki með franska landslið- inu á HM í hand- knattleik. Gille segist þreyttur eftir strangt tímabil og Ól- ympíuleika og verði að fá tíma til að kasta mæðinni. Gille leikur með HSV Hamburg í Þýskalandi og þykir einn sterkasti línumaður heims.    Bandaríski knattspyrnumaðurinnLandon Donovan hefur verið leigður frá LA Galaxy til Bayern München næstu tvo mánuðina. Do- novan hefur skorað 52 mörk í 96 leikjum með Galaxy eftir að hafa fengið fá tækifæri með þýska liðinu Bayer Leverkusen á árunum 2001- 2005. Fólk sport@mbl.is Norman er 53 ára og á ferlinum hefur hann sigrað á 87 atvinnumótum og tvívegis á Opna breska meistaramótinu. Hann er samt sem áður þekktari fyrir að hafa endað í 2. sæti á stórmót- unum fjórum oftar en allir aðrir. Mastersmótið er eitt af þeim og þar endaði Norman þrisvar í öðru sæti, 1986, 1987 og 1996. „Ég ætla að æfa meira á næstu vikum en ég hef gert lengi. Líkamsæfingarnar eru fastur þáttur í mínu daglega lífi en ég hef ekki æft mikið golf á undanförnum árum. Það eru sex ár frá því ég lék síðast á Mastersmótinu og ég hlakka til að fara með fjöl- skylduna á svæðið og njóta þess að leika,“ segir Norman en sonur hans af fyrra hjónabandi, Gregory, verður kylfusveinn hans á Augusta. „Gregory er mjög góður kylfingur og hann hefur góðan skilning á leiknum. Það verður góð reynsla fyrir hann sem kylfing að fá að taka þátt í þessu með mér.“ Keppnin á Mastersmótinu árið 1986 gleymist seint hjá Norman. Hann var með sex högg í for- skot á Nick Faldo frá Englandi fyrir lokahring- inn. Og Faldo fagnaði sigri. „Ég elska Augusta- völlinn og Mastersmótið er eitt af þeim mótum sem allir vilja leika á. Vissulega hef ég upplifað erfiðar stundir á Augusta en ég hef upplifað slíkar stundir á fleiri stöðum og Augusta sker sig ekki úr.“ Norman sigraði síðast á PGA-móti árið 1997 og í Evrópumótaröðinni árið 1994. Árið 2002 endaði hann í 36. sæti á Mastersmótinu þegar hann keppti þar síðast. „Hvíti hákarlinn“ ætlar að æfa sig  Greg Norman er spenntur að fá tækifæri til að leika á ný á Mastersmótinu GREG Norman kom sjálfum sér á óvart í fyrra með því að blanda sér í baráttuna um sigurinn á Opna breska meistaramótinu í golfi þar sem hann endaði í þriðja sæti. Norman tryggði sér keppnisrétt á Mastersmótinu í apríl á Augusta-vellinum með ár- angrinum á Opna breska og ætlar „hvíti hákarlinn“ að æfa eins og „maður“ fyrir það mót. Greg Norman Ísland – Egyptaland 29:17 Malmö, Svíþjóð, minningarmót um Staffan Holmqvist, þriðjudaginn 6. janúar 2008. Gangur leiksins: 3:0, 5:2, 5:4, 9:4, 10:6, 12:6, 13:8, 14:8, 15:10, 16:11, 18:12, 24:12, 27:14, 27:16, 29:17. Mörk Íslands: Logi Geirsson 11/3, Róbert Gunnarsson 4, Þórir Ólafsson 3, Ragnar Óskarsson 3, Sturla Ásgeirsson 2, Vignir Svavarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Sverre Jakobsson 1, Sigurbergur Sveins- son 1, Rúnar Kárason 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Egyptalands: Hassan Awad 5, Ah- med Al Ahmar 3, Karim El Said 3, Moha- med Ibrahim 2, Amr El Kalyobe 2, Hany El Fakharany 1, Hassan Yosr 1. Varin skot: 16/1 (þar af 6 til mótherja) Utan vallar: 12 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.