Morgunblaðið - 06.02.2009, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2009
2 Bílar
BETRA START
Rafgeymar í allar gerðir farartækja
mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla
fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík,
Selfossi og Barðanum Skútuvogi
VEGNA tapreksturs og slæms
gengis í Dakar-rallinu nýafstaðna
hefur japanski bílaframleiðandinn
Mitsubishi ákveðið að hætta allri
keppni í svonefndu utanvegaralli.
Mitsubishi hefur keppt í Dakar-
rallinu undanfarin 26 ár og hrósað
sigri 12 sinnum, þar af sjö sinnum
í röð. Í ár varð lið fyrirtækisins í
aðeins tíunda sæti sem olli jap-
anska bílsmiðnum miklum von-
brigðum.
Það ásamt samdrætti í sölu
nýrra bíla síðustu misserin segir
fyrirtækið vera ástæður þess að
hætt verður keppni í utanvega-
akstri um ótiltekinn tíma. Það hef-
ur orðið að draga saman fram-
leiðslu í Japan vegna
efnahagskreppunnar og bílasala
þess hefur verið á stöðugri nið-
urleið frá því í september 2007.
Velgengni Mitsubishi í Dak-
arrallinu og HM í ralli hefur átt
sinn þátt í að auka tiltrú á bíla
þess. Ekki síst á Mitsubishi Lancer
Evo og Shogun.
Allt bendir til að tap Mitsubishi
Motors á rekstrarárinu, sem lýkur
í mars, muni nema
um 60 milljörðum jena. Er það
fyrsta tap félagsins í þrjú ár og
skýrist af samdrætti í sölu og
styrkingu jensins. Tap Mitsubishi
nam 17,6 milljörðum jena á þriðja
ársfjórðungi rekstrarársins, októ-
ber-desember, en á sama tíma árið
áður var hagnaður þess 27,3 millj-
arðar jena. Meðal mótvæg-
isaðgerða sem Mitsubishi grípur
til er að lækka laun stjórnenda um
40%.
Mitsubishi hættir utanvegaralli
Utanvegar Mitsubishi hefur tólf sinnum hrósað sigri í Dakar-rallinu.
Sebastien Loeb hóf atlögu að
sjötta heimsmeistaratitlinum í ralli
í röð með sigri í fyrsta móti ársins,
í Írlandi um síðustu helgi. Citroën
tók væna forystu í keppni liða þar
sem liðsfélagi Loeb, Spánverjinn
Dani Sordo, varð annar. Næsta rall
fer fram í Noregi og þar eru bílar
Ford taldir standa betur að vígi.
Loeb byrjaði rallið ekki vel, valdi
röng dekk undir bíl sinn og tapaði
42 sekúndum á fyrstu sérleið.
Finninn Jari-Matti Latvala á Ford
vann þá leið en laskaði bílinn það
mikið á þeirri næstu að hann varð
að hætta keppni. Þriðji í írska rall-
inu að lokum varð liðsfélagi hans
Mikko Hirvonen. Enn einn Finn-
inn, Urmo Aava hjá Stobart Ford,
tók óvænt forystu á annarri leið-
inni, enda hafði hann valið grófustu
dekkin á fyrstu leiðunum eins og
Latvala.
Loeb dró Aava fljótt uppi er
hann komst á heppilegri dekk og
eftir það var ekki að sökum að
spyrja, hann vann hverja sérleiðina
af annarri og jók forskotið jafnt og
þétt. Liðsstjóri Citroën, Olivier
Quesnel, segir sigur Loeb mik-
ilvægan vegna fækkunar móta á
malbiki í ár.
Loeb hefur verið ósigrandi á
malbiki frá því Marcus Grönholm
lagði hann að velli í Mónakó í jan-
úar 2006, eða í þrjú ár. Í ár hafa
mótin í Mónakó, Þýskalandi og
Korsíku verið felld út en í þeim
hefur eingöngu verið ekið á mal-
biki. Quesnel segir mikilvægt fyrir
Citroën að nýta malbiksröllin tvö á
mótaskránni sem best. Mistök í
þeim gætu reynst dýrkeypt í bæði
keppni ökuþóra og bílsmiða. Því
hafi drottnun Loeb og Sordo í Ír-
landi verið ánægjuleg.
Búist er við að keppnin í Noregi
eftir viku fari fram á snævi þöktum
brautum. Síðasta snjórallið sem
Loeb vann var sænska rallið árið
2004.
Reuters
Ökuþór Sebastien Loeb (hægri)
hefur átt mikilli velgengi að fagna.
Loeb byrjar
titilvörnina
með sigri
Eftir Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Vandi bílaframleiðenda vegna fjár-
málakreppu á heimsvísu er síst að
lagast. Þannig áætlar Martin Win-
terkorn, forstjóri Volkswagen, að
fjórðungs samdráttur hafi orðið í
bílasölu í janúar frá því í sama mán-
uði í fyrra. Samdrátturinn er misjafn
eftir framleiðendum en var t.a.m.
42,1% hjá Ford.
Fækkunin var ekki eins mikil hjá
VW, eða 15%, en vegna versnandi af-
komu hefur verið hrundið í fram-
kvæmd aðgerðum til að lækka kostn-
að um á annað hundrað milljónir
evra. Meðal annars verða verksmiðj-
ur VW og Porsche lokaðar 19 dögum
lengur fram að sumarhléi en áður
var ákveðið. Bílasala Porsche dróst
saman um 27% á fyrri helmingi
rekstrarársins sem lauk um nýliðin
mánaðamót.
Á heimsvísu varð sölusamdráttur
18% í desember og er því hlutfalls-
lega meiri í nýliðnum janúar. Grein-
ingarfyrirtækið J.D. Power áætlar
að heildar samdráttur í bílasölu árið
2009 verði 11% en fulltrúi þess segir
óvissuþætti marga er gætu fremur
átt eftir að verða bílsmiðum í óhag.
Frakkar styðja íhlutasmiði
Af þessum sökum er búist við að
bílaframleiðendur og partasmiðir
eigi eftir að sækja enn harðar á
stjórnvöld um fjárhagslega fyrir-
greiðslu. Franska stjórnin boðaði í
vikunni að krefjast þess í skiptum
fyrir fjárhagsaðstoð, að Peugeot,
Citroën og Renault beini kaupum á
tilteknu magni íhluta og annarri
þjónustu til franskra fyrirtækja.
Þrátt fyrir aðgerðir til að örva
bílasölu auk annars stuðnings við
bílaframleiðendur drógust nýskrán-
ingar saman um 41,6% á Spáni í jan-
úar miðað við sama mánuð í fyrra. Í
Frakklandi var samdrátturinn 7,9%.
Þó hlutfallslega meiri hjá frönsku
bílsmiðunum stóru, eða 11,2% hjá
Peugeot-Citroen og 20,9% hjá Re-
nault.
Frjálst fall í Bandaríkjunum
Og í Bandaríkjunum var sölusam-
drætti líkt við frjálst fall í janúar, en í
heildina nam hann 37%. Auk 42,1%
samdráttar hjá Ford, sem að framan
segir, dróst fólksbílasalan saman um
66% hjá Chrysler, um 49% hjá Gene-
ral Motors og 30% hjá bæði Toyota
og Nissan. Ástandið er skýrt með því
að bandarískir neytendur haldi að
sér höndum um flest útgjöld af ótta
við að halda ekki atvinnu sinni í
óvissu efnahagsástandi.
Kreppa bílaframleiðenda dýpkar
Reuters
Fall Í Bandaríkjunum var sölusamdrætti líkt við frjáls fall í janúar, en í heildina nam hann 37%
BRM var stofnað árið 1948 og á sér
bæði frækna sögu í kappakstri og
líklega eina flóknustu kappaksturs-
vél sem smíðuð hefur verið, hina 16
strokka, þriggja lítra vél sem knúði
BRM P38 þegar Jackie Stewart
var upp á sitt besta. Vélin sú var í
rauninni tvær átta strokka boxer-
vélar sem settar voru saman og var
hún gríðarlega flókin, algjör lista-
smíði og langt á undan sinni sam-
tíð. Vélin var notuð um nokkurt
skeið með ágætis árangri þó að
Jackie Stewart hafi talið vélina
gagnlegri sem akkeri fyrir skip en
vél í kappakstursbíl. Nick Mason,
trommari Pink Floyd, hefur hins-
vegar haft meiri trú á bílnum því
hann hefur verið iðinn við að kynna
sitt eigið eintak fyrir bílaáhugafólki
um langt skeið.
BRM er sem sagt fyrirtæki sem
fer ótroðnar slóðir og nú hefur það
fengist staðfest að BRM mun aftur
keppa í brekkukappakstri (Hill
Climb) á næsta ári með afar sér-
stökum aflgjafa.
Um er að ræða rafmagnsbíl sem
mun verða knúin fjórum rafmagns-
mótorum sem verða staðsettir inni
í felgum bílsins og telur BRM að
með þessu fyrirkomulagi verði
hægt að smíða bíl með afkastagetu
á við 700 hestafla kappakstursbíl.
Vélin var þróuð í Oxford-háskól-
anum og er sögð hafa 97% orkunýt-
ingu, mikið tog og litla þyngd. Hún
er því augljóslega ákjósanleg í
kappakstursbíl og svo er bara að
vona að bíllinn verði ekki eins plag-
aður af tæknilegum vandamálum
og hinn sextán strokka BRM var
þrátt fyrir að vera álíka langt á
undan sinni samtíð.
British Racing Motors gengur aftur
Flókið Síðasta frækna keppnisvél BRM var 16 strokka vél samsett úr
tveimur 8 strokka boxer vélum og fékk hún því bókstafinn H.