Morgunblaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.2009, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2009 6 Bílar Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 11. febrúar 2009 Tvíhliða munstur Eykur grip- öryggi og stuðlar að betri aksturs- eiginleikum við hemlun og í beygjum Bylgjótt mynstur Til að tryggja betra veggrip Þrívíðir gripkubbar Zik-Zak lóðrétt lögun kubbanna tryggir minni hreyfingu á þeim og aukna rásfestu Tennt brún Eykur gripöryggi Stærri snertiflötur - aukið öryggi 30 daga eða 800 km skilaréttur Svo sannfærðir erum við um kosti TOYO harðskeljadekkjanna að við bjóðum 800 km eða 30 daga skilarétt ef þið eruð ekki fullkomlega sátt. Andvirðið gengur þá að fullu til kaupa á öðrum hefðbundnum vetrar- eða nagladekkjum hjá okkur, við umfelgum fyrir þig hratt og örugglega.  Leó M. Jónsson vélatæknifræð- ingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com. Bilaður startari? Bifvélavirki sagði mér að tvisvar í sömu vikunni hefði bíleigandi komið með nýlegan bíl til sín á verkstæðið og beðið um að litið yrði á startarann því hann virkaði ekki nema stundum. Í fyrra skiptið var startarinn tekinn úr og grandskoðaður. Ekkert fannst að honum og hann virkaði eðlilega við prófun og eftir að hann hafði ver- ið settur aftur í. Þegar eigandinn kom í seinna skiptið og kvartaði und- an startaranum grunaði bifvélavirkj- ann að ekki væri allt með felldu. Eft- ir samtal við bíleigandann kom eftirfarandi í ljós: Bílinn, sem sjálf- skiptur, hafði hann nýlega keypt. Hann hafði átt nokkra bíla áður en þessi var sá fyrsti með sjálfskipt- ingu. Í ljós kom að startarinn var í fínu lagi. Eigandinn gerði sér ekki grein fyrir því að startarinn virkar (af öryggisástæðum) einungis þegar valstöng sjálfskiptingarinnar er í stöðu P eða N. Sé bílnum lagt með skiptinguna stillta á D og í hand- bremsu er ekki hægt að gangsetja hann nema færa valstöngina fyrst í P eða N. Reglan er sú að ganga frá sjálfskiptum bíl í P og í handbremsu. Bilun í inniljósum Spurt: Ég er með Pajero. Þegar ég opna framdyrnar kemur ekkert ljós hvorki loftljósið, ljósin neðan á hurðunum né rauða bílhurðaljósið í mælaborðinu. Hinsvegar er allt í lagi með afturdyrnar og afturhlerann. Hvernig getur staðið á þessu? Frosnir rofar eða brunnið öryggi? Svar: Frost er ekki líklegt til að valda þessu og öryggið er heilt úr því ljósin kvikna þegar afturdyr eru opnaðar. Orsökin er sú að rofarnir í framkörmunum eru ónýtir. Plokk- aðu annan rofann úr framdyrastafn- um, aftengdu og gakktu þannig frá rafleiðslunni að hún geti ekki leitt út í jörð og að þú missir hana ekki inn í stafinn og týnir. Farðu með rofann í N1 og keyptu 2 dyrarofa sem passa í gatið. Endurnýjaðu báða rofana í framstöfunum og ljósin munu verða eðlileg á ný. Frosnar hurðir og læsingar Spurt: Ég hef átt í brasi við að opna bílinn minn í frostinu að und- anförnu. Þótt fjarstýringin heyrist virka hef ég ekki getað opnað bílinn – engar dyr. Læsingin fyrir lykilinn frýs líka föst. Þetta getur komið sér afar illa þegar maður á að vera mættur í vinnu og þetta kemur upp á. Hvað er annað hægt að gera í svona máli en að geyma bílinn í upp- hituðu rými yfir nótt? Svar: Þegar loftraki er mikill og hitastig fer snögglega niður fyrir frostmark, t.d. yfir nótt, frjósa læs- ingar bíla oft fastar – jafnvel „fínni“ bíla. Neyðarúrræðið sem sjaldan klikkar er að sækja fulla skúr- ingafötu af heitu vatni og hella á hurðina umhverfis læsinguna. Þá kemstu a.m.k. inn í bílinn, a.m.k. eft- ir 2 fötur. Ekki skal þó mælt með þessu sem lausn. Vandamálið er raki sem situr í læsingunni innan í hurð- inni og frýs. Á verkstæði er hurð- arspjaldið tekið úr, læsingin úðuð með hreinsiefni (blöndungs- eða bremsuhreinsi á úðabrúsa), blásið af henni og úr lykilsílindranum með þrýstilofti. Læsingin innan í hurð- inni er þvínæst úðuð með holrým- isvaxi og lásaolíu (eða sérstaklega blönduðu grafítdufti) sprautað inn í lykilopið. En hurðirnar geta líka frosið fast- ar í dyrunum vegna raka í þéttingum sem frýs. Ráð við því er að smyrja þéttingar á hurðum og í dyrakörm- um með sílikonefni sem fæst á bens- ínstöðvum, annars vegar er sílikon- stifti (betra) en hins vegar á úðabrúsa (sílikonúði). Bilanir og forvarn- ir vegna ísingar Morgunblaðið/Golli Viðhald Ráð er að smyrja þéttingar í dyrakörmum með sílikon-efni. Það mætti halda að hönnuður nýj- ustu kynslóðar af Mazda 3 MPS hefði horft of mikið á teiknimynd- ina Bílar því bíllinn er hreint ekki ólíkur aðalsöguhetjunni Leiftri McQueen. Þetta þarf ekki að vera slæmt að sjálfsögðu, enda lítur bíllinn mjög vel út og þrátt fyrir að hann líti hálfpartinn út fyrir að vera glottandi þá á framsvipur bílsins sér aðrar skýringar. Hönnun bílsins byggist nefni- lega á hugmyndabílnum Furai sem kynntur var á bílasýningunni í Detroit 2007. Það er athyglisvert að sjá hvernig Mazda nýtir hluta þeirrar hugmyndavinnu sem lögð var í Furai í Mazda 3 MPS og verður því spennandi að sjá hvað fleira mun líta dagsins ljós sem á rætur sínar að rekja til þessa spennandi hugmyndabíls. Öflugur en hagkvæmur Furai er 460 hestafla kappakst- ursbíll í Le Mans stíl og af- skaplega frábrugðinn hefð- bundnum Mazda fólksbíl að nær öllu leyti. Lykillinn að velgengni Mazda hefur þó að miklu leyti fal- ist í því að bjóða stöðugleika í bland við skemmtanagildi. Mazda 3 MPS hefur einmitt haft á sér gott orð fyrir að bjóða góða blöndu af vönduðum aksturseig- inleikum og hinum hefðbundna japanska áreiðanleika sem er svo eftirsóttur. Bíllinn er mun áhuga- verðari á að líta en fyrri kynslóð bílsins, þökk sé Furai hugmynda- vinnunni, og hefur verið lífgað heilmikið upp á útlitið. Bíllinn er kraftalegri að sjá og með stórt loftinntak á vélarhlífinni sem veit- ir lofti inn á túrbínuna sem hjálpar 2,3 lítra vélinni til að skila um 260 hestöflum. Þá hefur bíllinn fengið nýjar og vel hannaðar álfelgur og er því heildarpakkinn hreinlega mun áhugaverðari útlitslega séð en fyrri kynslóð bílsins var. Það var þó lítið upp á aksturseig- inleika eldri kynslóðarinnar að klaga og má slá því föstu að hið sama verði hægt að segja um nýju kynslóðina – MPS bílar hafa frá byrjun verið annálaðir fyrir frá- bæra aksturseiginleika. Hröðun bílsins í 100 km/klst ætti að taka um sex sekúndur og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Óvíst er með verð bílsins á Íslandi en á meginlandinu keppir Mazda 3 MPS venjulega við bíla eins og Subaru Impreza WRX. Hugmyndin Framsvipur bílsins sækir grunndrætti sína til hugmyndabílsins Furai frá 2007. Brosandi Mazda 3 MPS á leiðinni Brosandi Það er engu líkara en Mazda 3 MPS sé brosandi, líklega vegna vel heppnaðrar endurhönn- unar bílsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.