Morgunblaðið - 06.02.2009, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.02.2009, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2009 Bílasmáauglýsingar Bílar til sölu TIL SÖLU FORD ESCAPE XLS ÁRG. 2006 Mjög vel með farinn, sjálfskiptur, dráttarkrókur, ekkert áhvílandi, skipti yfir í ódýrari. Sími 557-3587. TILBOÐ 990Þ FORD RANGER DÍSEL 4X4, Árg. 2003, ekinn 169 þ.km, mjög góð þjónusta. DÍSEL, 5 gírar. Ásett verð 1.580 þ. TILBOÐ 990 Þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, Kletthálsi 2, S:562-1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. Rnr.112614 TILBOÐ 1.890Þ. FORD F150 LARIAT 5.4. Árg. 2004, ekinn 92 þ.km, Sjálfsk. leður, lúga, pallhús, vel útbúinn bíll. Ásett verð 2.580þ. Tilboð 1.890þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, Kletthálsi 2, S:562-1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Rnr. 241207 NISSAN PATROL ÁRG. '00 ssk. leður. sóllúga, 33”dekk, 7 manna. Auðveld kaup 100% lán S.693 8587. JEEP WRANGLER 4.0. Árg. 2005, ekinn aðeins 14 þ.km, bensín, 6 gírar. Verð aðeins 1.990Þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, Kletthálsi 2, S .562-1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. Rnr.240931 GULLMOLI TOYOTA LAND CRUISER 90 VX DÍSEL. Árg. 2000, ekinn aðeins 134 þ.km, Þjónustu og smurbók frá upphafi, DÍSEL Turbo Intercooler. Leður, sjálfskiptur. Verð 1.980 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, Kletthálsi 2, S:562-1717. Sjá fleiri myndirá www.bilalif.is. Rnr.241324 Sendibílar TRANSPORTER - ÓSKA EFTIR TILBOÐUM Bíllinn er árg. 2001, ekinn 88 þús. km. Hann er með bilaða sjálfskiptingu og kom- ið að tímareimarskiptum. Ásett á bílasölu er um 890 þús., fer langt undir því verði. Reynir, s. 869-1027, tezi_86@hotmail.com Bílar óskast VANTAR ÓDÝRAN SMÁBÍL með góðu krami Óska eftir smábíl með góðu krami, má hafa útlitsgalla. Staðgreiðsluverð 50 - 70.000 kr. Uppl. í síma 841-1978. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Eftir Ágúst Ásgeirsson Tilraunir bandaríska bílrisans Ford und- anfarin misseri til að selja Volvo hafa ekki borið tilætlaðan árang- ur. Bílsmiðir víða úr heiminum hafa sýnt áhuga en samningar ekki tekist. Meðal þeirra var franski bíl- smiðurinn Renault sem taldi Ford ofmeta Volvo og hætti því við kaup. Í millitíðinni hefur verið rætt við fleiri en nú hefur þráðurinn ver- ið tekinn upp að nýju milli Ford og Renault. Mjög lítið vantaði á að Volvo og Renault rynnu saman í eina sæng árið 1993. And- staða innan Volvo og samtaka sænskra hlutafjáreigenda varð þó til þess að úr því varð ekki. Samruni var talinn henta hags- munum beggja þar sem þungamiðja starfsemi Renault var í smíði smærri bíla en kjarni framleiðslu Volvo í smíði stærri og dýrari bíla. Athygli vakti að franska fyrirtækið lagði í haust til hliðar áform um nýja kyn- slóð stærri fólksbíla, en hermt er að samband hafi verið á milli þess og við- ræðnanna við Ford. Heimildir herma að kaupi Renault sænska fyrirtækið renni það inn í Re- nault fremur en að verða sjálfstæð eining í Renault-Nissan-samsteyp- unni. Á síðasta fjórðungi nýliðins árs varð 1,5 milljarða dollara halli á rekstri Volvo vegna hruns í bílasölu. Á sama tíma var tap Ford fjórfalt meira, eða sex milljarðar dollara. Mun bandaríski risinn áfram um að losa sig við dótturfyrirtækið og fá fyr- ir það harðan gjaldeyri. Af hálfu bæði Ford og Volvo hefur verið varist allra fregna síðustu daga af hugsanlegri sölu síðarnefnda fyr- irtækisins. Sérfræðingar sögðu í síð- ustu viku að Ford vildi losa sig sem fyrst við það og líklegast væri að Volvo yrði selt aðilum á svonefndum nýmarkaðssvæðum; fjársterku og metnaðarfullu indversku eða kín- versku fyrirtæki. Í sænskum fjöl- miðlum hefur verið veðjað á að kín- verskur samstarfsaðili Volvo, Changan Automobile Group, hefði áhuga á kaupum. Changan rekur samsetningarsmiðjur í Chongqing í Kína þar sem settir eru saman bílar frá Volvo, Mazda og Ford. Reuters Alþýðlegur Steingrímur J. Sigfússon ekur Volvo. Volvo gæti fengið franskt heimilisfang

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.