Morgunblaðið - 02.03.2009, Qupperneq 1
MÁNUDAGUR 2. MARS 2009
íþróttir
Titilvörn Stjarnan og Valur vörðu titlana í Eimskipsbikarkeppni HSÍ. Spennan var ekki fyrir hendi í
úrslitaleiknum hjá körlunum. Stjarnan er annað félagið í sögunni sem ver bikarmeistaratitilinn 4-5
Íþróttir
mbl.is
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Kim Andersson var markahæstur í
liði Kiel með 7 mörk og þeir Filip
Jicha og Christian Zeitz gerðu 6
mörk hvor. Besti leikmaður Kiel í
leiknum var franski landsliðs-
markvörðurinn Thierry Omamyer
sem varði 27 skot. Einar Hólm-
geirsson lék ekki með Grosswall-
stadt vegna meiðsla.
Kiel stefnir hraðbyri að enn ein-
um meistaratitlinum en liðið hefur
átta stiga forystu á Lemgo þegar
tólf umferðum er ólokið.
Guðjón Valur Sigurðsson var
markahæstur í liði Rhein-Neckar
Löwen þegar liðið sigraði Göpp-
ingen, 39:32. Guðjón skoraði 9 mörk
í leiknum, þar af tvö af vítalínunni.
Róbert Gunnarsson skoraði 5 af
mörkum Gummersbach í sigri liðs-
ins á Minden, 43:29. Gylfi Gylfason
skoraði 4 mörk fyrir Minden og
Ingimundur Ingimundarson 1.
Hvorki Logi Geirsson né Vignir
Svavarsson komust á blað hjá
Lemgo sem burstaði Essen á úti-
velli, 36:22.
Alfreð og
Kiel bættu
met Lemgo
Kiel hefur unnið 21 leik í röð í þýska
handboltanum Liðið er í sérflokki
ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans
í þýska meistaraliðinu Kiel í hand-
knattleik settu met í deildinni þegar
þeir unnu öruggan sigur á Grosswall-
stadt, 31:23, á útivelli. Þetta var 21.
sigur Kiel í röð í deildinni og það er
lengsta sigurganga sem um getur í
þýsku úrvalsdeildinni en Lemgo átti
metið sem það setti árið 2002. Þess
ber að geta að sigurganga Lemgo
spannaði tvö tímabil.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,LEIKMENN mínir eiga hrós skilið fyrir frammistöð-
una. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en
liðið spilaði virkilega vel,“ sagði Guðjón Þórðarson,
knattspyrnustjóri Crewe Alexandra, á vef félagsins
eftir 4:0 útisigur á Brighton og með sigrinum komst
Crewe úr fallsæti í fyrsta sinn á leiktíðinni.
Gylfi Sigurðsson sem gekk í raðir Crewe á föstudag-
inn var mættur í búningi liðsins sólarhring síðar og 21
árs landsliðsmaðurinn skoraði fjórða og síðasta markið
undir lok leiksins en Gylfi kom inn á á 55. mínútu.
,,Það voru vonbrigði að gera ekki út um leikinn í
fyrri hálfleik því við fengum færin til þess. Við ræddum
málin í leikhléinu og í síðari hálfleik var þetta aldrei
spurning. Við skoruðum falleg mörk og leikmenn
gerðu enn og aftur það sem ég vænti af þeim,“ sagði
Guðjón.
Crewe hefur unnið fjóra leiki í röð og frá því Guðjón
tók við liðinu um áramótin hefur það unnið sex leiki af
átta í deildinni. Crewe var langneðst í deildinni þegar
Skagamaðurinn settist í stjórastólinn en honum hefur
svo sannarlega tekist að rífa liðið upp og það á góða
möguleika á að bjarga sér frá falli, nokkuð sem enginn
átti von á um áramótin.
,,Strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu á æfinga-
svæðinu og í leikjunum. Ég get bara leiðbeint þeim og
lagt fyrir þá að gera ákveðna hluti. Þeir fara svo út á
völlinn og framkvæma þá,“ sagði Guðjón sem hrósaði
Gylfa Sigurðssyni fyrir frammistöðuna í leiknum.
,,Gylfi hitti ekki liðið fyrr en kvöldið fyrir leikinn. Ég
sagði honum að fylgjast vel með leiknum í fyrri hálfleik
því hann kæmi við sögu í seinni hálfleiknum. Hann féll
vel inn í hópinn. Gylfi er góður strákur og góður fót-
boltamaður. Hann er mikill íþróttamaður, er jafnfætt-
ur og góður skallamaður og verður okkur mikilvæg-
ur,“ sagði Guðjón en lið hans mætir Carlisle á útivelli
annað kvöld.Guðjón Þórðarson
Strákarnir eiga hrós skilið
í 2:0. Eiður Smári Guðjohnsen lék
allan tímann fyrir Barcelona og lét
töluvert til sín taka í seinni hálfleik
en hann sýndi mikla óeigingirni
þegar hann lagði upp mark fyrir
Thierry Henry. Frakkinn skoraði 2
af mörkum Barcelona og Lionel
Messi eitt en þeir Diego Forlan og
Aguero gerðu tvö mörk hvor fyrir
Madridarliðið.
Þetta var annar tapleikur Barce-
lona í röð og forysta liðsins á Real
Madrid er nú aðeins fjögur stig.
gummih@mbl.is
BARCELONA er
heldur betur að
gefa eftir í topp-
baráttu spænsku
úrvalsdeild-
arinnar í knatt-
spyrnu. Börsung-
ar sóttu Atletico
Madrid heim á
Vicente Calde-
rón-völlinn í Ma-
drid í gærkvöld
og beið þar lægri hlut, 4:3, í frábær-
um fótboltaleik eftir að hafa komist
Eiður Smári
Guðjohnsen
Barcelona gefur eftir
KR-INGAR urðu í gærkvöld Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla þegar þeir báru sigurorð af Fylk-
ismönnum, 3:1, í úrslitaleik sem háður var í Egilshöllinni. Jape Mamaoudu Faye kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en
Guðmundur Pétursson, Óskar Örn Hauksson og Jónas Guðni Sævarsson svöruðu fyrir KR-inga í seinni hálfleik.
Hér fagnar Jónas Guðni Sævarsson fyrirliði KR áfanganum í leikslok.
Morgunblaðið/Ómar
KR Reykjavíkurmeistari
JÓHANNA Ingadóttir frjáls-
íþróttakona úr ÍR gerði sér lítið
fyrir og sigraði í þrístökki á danska
meistaramótinu sem fram fór í
Skive um helgina. Jóhanna var með
mikla yfirburði í keppninni og
stökk hún 12,40 m en sú sem varð í
öðru sæti stökk 61 sm. styttra en
Jóhanna. Íslandsmet Sigríðar Önnu
Guðjónsdóttur úr HSK er 12,81 m.
Linda Björk Lárusdóttir úr
Breiðabliki varð önnur í 60 m
grindahlaupi á 8,96 sek. Hún varð
þriðja í 60 metra hlaupi á 7,90 sek.
og Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ,
kom fjórða í mark á 7,99 sek. Haf-
dís náði hins vegar 3. sæti í úrslit-
um 200 m hlaupsins á 25,58 sek.
Glæsilegur sigur Jóhönnu
á danska meistaramótinu
Meistari Jóhanna Ingadóttir.
ÍR-ingurinn með yfirburði í þrístökkinu